Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 2
Innritun i Námsfl. Reykjavikur fer fram sem hér segir: i Laugalækjarskóla, föstudaginn 9. jan kl. 20-22. i Fellahelli, mánudaginn 12. jan. kl. 13.30 tíl 15. i Breiðholtsskóla, mánudaginn 12. jan. kl. 20 til 21. i Árbæjarskóla þriðjudaginn 13. jan kl. 19.30 til 21. Stundaskrá liggur frammi á Fræðslu- skrifstofunni og við innritun. Kennslugjald greiðist við innritun. Námsflokkar Kópavogs Innritun i vetrarnámskeiðin fer fram i simum 40630 og 41040 dagana 9. og 12. jan. kl. 17 til 19. Kennd verða erlend tungumál, vélritun, bókfærsla, barnafata- saumur, útskurður, hnýting, málmsmiði (nýsilfur og eir), matreiðsla sérrétta og skrúðgarðyrkja. Nánari upplýsingar liggja frammi fjölritaðar i bókabúðinni Vetu v/Álfhólsveg. Forstöðumaður Frá Námsflokkum Hafnarfjarðar Innritun fer fram laugardaginn 10/1 og sunnudaginn 11/1 kl. 3—6 báða dagana i húsi Dvergs, Brekkugötu 2. Simi 53292. Kennsluskrá liggur frammi i bókabúðum bæjarins. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði i sérréttum og nýjum byrjendaflokki i ensku. Nemendur af haustönn eru minntir á að staðfesta umsóknir sinar á innrit- unartima. Forstöðumaður SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFSCAFÉ við liverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR R0DD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Athyglisverð niðurstaða S.l. mánudag birti Visir forystu- grein, sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi er viður- kennt, að mörgum finnist rikis- stjórnin hafa tekið heldur linlega á þeim vandamálum, sem við er að etja. í annan stað er fullyrt, að rikis- stjórnin hafi ekki mótað stefnu til varanlegra umbóta heldur hafi látið sér nægja að gera ráðstafanir frá degi til dags. 1 þriðja lagi er það svo staðhæft i umræddum leiðara Visis, að hjá rikisstjórninni séu ekki fyrir hendi pólitiskar forsendur fyrir ný- sköpun i efnahags- og fjármálum. Allt eru þetta gagnrýnisatriði á rik- isstjórnina, sem stjórnarandstaðan hefur áður komið fram með og rit- stjóri Visis nú viðurkennir að séu á rökum reist. Þessi viðurkenning eins helzta málsvara rikisstjórnarinnar á vandhæfi hennar er harla merkileg — en þó ekki það merkilegasta við umræddan Visisleiðara. Athyglis- verðustu ummælin koma i siðustu tveimur setningum leiðarans — einskonar rúsina i pylsuendanum. Þar segir ritstjóri Visis orðrétt: ,,Þessi stjórn (rikisstjórn Geirs Ilallgrimssonar — innsk. Alþ.bl.) getur stuðlaö að hægfara lausn þess efnahagsvanda, sem við er að etja, en óþarfi er að vænta nokkurra straumhvarfa. Þau biða nýrrar frjálshyggjustjórnar.” Þessi ummæli ritstjóra Visis hafa sjálfsagt farið fram hjá ýmsum, sem hafa ekki áttað sig á þvi við fyrstu sýn hvað felst að baki þessara orða. En litum aðeins betur á þessar tvær setningar. Hvað á ritstjóri Vis- is t.d. við með þvi að aðeins ný frjálshyggjustjórn geti stuðlað að straumhvörfum i islenzkum efna- hagsmálum? öllum þeim, sem vel fylgjast með stjórnmálum — eins og ritstjóri Vis- is gerir að sjálfsögðu — er það vel kunnugt, að fjölmargir menn, þ.á m. ekki ómerkari maður, en Jónas Haralz, sem ýmsir telja að sé nú að verða ,,hinn sterki maður” i Sjálf- stæðisflokknum, gáfu viðreisnar- stjórninni sálugu — samsteypu- stjórn Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins — nafnið „frjáls- hyggjustjórnin”. Þessi nafngift á slikri rikisstjórn er öllum stjórn- málamönnum mætavel kunn — þar á meðal stjórnmálaritstjóra Visis. Og með hliðsjón af þvi ber að skilja lokaorð leiðara hans — þá niður- stöðu, sem hann fær eftir að hafa dregið ályktanir sinar af núverandi stjórnarsamstarfi og afleiðingum þess. Ritstjóri Visis kemst sem sé að þeirri niðurstöðu og boðar hana op- inskátt i leiðara blaðsins, að það sé orðið tómt mál að tala um að núver- andi rikisstjórn geti valdið nokkrum straumhvörfum i efnahagsmálum. Slikt verk verði ekki unnið af öðrum rikisstjórnum en þeim, sem i ættu sæti ábyrg verkalýðsöfl svo sem eins og Alþýðuflokkurinn — ásamt Sjálfstæðisflokknum, sem ritstjóri Visis telur að ætti að vera með i slikri stjórn. Slik stjórn er auðsýni- lega óskastjórn Visisritstjórans — sú eina að hans dómi, sem væri fær um að takast á við vandann með ár- angri. Þetta er að sjálfsögðu yfirlýs- ing, sem hlýtur að vekja athygli og hlýtur jafnframt að færa mönnum heim sanninn um það, að i Sjálf- stæðisflokknum eru nú sterk öfl, sem i raun réttri eru búin að gefa núverandi stjórnarsamstarf upp á bátinn og vildu öllu öðru fremur geta komið saman rikisstjórn, sem væri mynduð af Sjálfstæðisflokkn- um annars vegar og af ábyrgum stjórnmálaöflum launafólks i land- inu hins vegar. Upplýsingaforði tölvanna ógnvaldur þjóðfélagsins? Fátt er það i nýjungum tækniþjóðfélagsins sem hefur komið eins illa við okkur Islend- inga eins og tölvan. Tölvur og tölvumenn hafa hreinlega verið úthrópaðir, stimplaðir njósnarar og landráðamenn og þaðan af verra. Enginn vafi er á þvi að þekkingarleysi ýmissa þeirra, sem ráðist hafa sem harðast gegn tölvumönnum, er um að kenna hversu mjög almenningur hefur hreinlega truflast á dómgreind um þessi mál. Ógnun tölvunnar er langt frá þvi að vera nýtt fyrirbæri i menningarþjóðfélögum heimsins. Segja má reyndar að öll þekking geti verið ógnvekjandi, enda þótt hún geti einnig verið sterkasta aflið til jákvæðra athafna. Hjá Skýrsluvélum rikisins liggja miklar upplýsingar, töl- fræðilegar, um hvern og einn ibúa landsins. Má þar meðal annars nefna aldur, kynferði, atvinnu- stétt, flokkun eftir fjölskyldu, menntun o.s.frv. En þessar upplýsingar liggja svo sann- arlega ekki á lausu. Alþýðublaðið hafði fyrir nokkru samband við Skýrsluvélar og spurðist fyrir um það, hvort hægt væri að fá útskrift yfir einstak- linga, sem ættu merkisafmæli á nýbyrjuðu ári. Blaðið fékk þær upplýsingar að m jög auðvelt væri að fá slika útskrift, en til þess þyrfti þó leyfi frá Hagstofunni, en tæknileg vandamál væru sem sagt engin. 1 viðtali sem Alþýðublaðið átti vð hagstofustjóra kom fram aö Hagstofan mundi ekki veita slikt leyfi. Sagðist hagstofustjóri telja að ef slikt leyfi yrði veitt, yrði það áreiðanlega gagnrýnt af mörgum sem vildu fá að vera i friði með sin afmæli. A hinn bóginn sagði hagstofustjóri að menn gætu fengið aðgang að skrám hjá Hagstofunni, en aðeins að vissu marki. í slikum tilvikum spyrðu þeir ekkert um það til hvers upplýsingarnar væru fengnar. Um það hvort hægt væri að fá þessar útskriftir, sem um var beðið, með þeim fyrirvara, að upplýsingarnar yrðu einungis notaðar i samráði við viðkomandi aðila, sagði hagstofustjóri, að það væri ekki hægt. Þeir yrðu ein- hvers staðar að draga mörkin. ,,Við verðum að fara varlega i þessum efnum þvi að það getur dunið yfir okkur, hvenær sem er, holskefla óánægju og gagnrýni,” sagði Klemens Tryggvason, hag- stofustjóri að lokum. [T^ÐIsf^mÚTlTM^rRÐINNr-^flÐlp^rM^GrTTi^ml Alþýðublaðið Föstudagur 9. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.