Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 8
Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymsiulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Ökum ekki utan vega -lawdvernd FRAMHALDSSAGAN Œl Sandra setti i sig hörku. — Nú veldurðu ekki meiri vand- ræðum lyrir mig i vinnunni, sagði hún brosandi. — Fyrirgefðu, sagði Jake afsakandi. — Hvernig átti ég að vita.aðhann lægi á hleri? Cheerio,elskan. Sandra sat kyrr. Þaö var engin kurteisi, en einhvern veginn fannst henni hún ekki þola meira i bili. Jake hlaut að skjátlast um Alan. Hún þvoði upp og lagaði til i eldhúsinu og fór inn til að skipta um föt áður en Noel kæmi. Það var hringt að dyrum um leið og hún var að ljúka við að mála sig. Hún leit á úrið. Noel kæmi áreiðanlega ekki svona snemma. Hver var að koma ? Siðasta manneskjan sem hún hafði átt von á — Renée le Blanc kom siglandi inn, beið eftir að Sandra lokaði og fór svo inn i stofuna eins og hún væri húsráðandi hér. — Má ég setjast? Ég hef haft mikið aðgera i dag. Sandra barðist við að missa ekki stjórn á sér. — Alls ekki madame le Blanc. Vilduð þér segja mér, hvaða erindi þér eigið? Ég vil ógjarnan vera ókurteis, en ég er á útleið. — Ég veit það — og þess vegna kom ég... til að láta vita, að Noel kæmi ekki. Sandra starði orðvana á hana: — Ég skil ekki, hvað þér eigið við, madame le Blanc, stamaði hún. — Setjist Sandra. Ég þarf að tala við yður, sagði Renée rólega. Sandra titraði, þegar hún settist — en af reiði, ekki hræðslu. — Hefjið þá mál yðar, sagði hún. Renée le Blanc sagði kæruleysislega: — Verið ekki svona óþolinmóð Sandra. Þetta er löng saga og ég ætla að byrja á byrjuninni. Þér eruð nýkomin til Montre''l og þvi er skiljanlegt, að þér vitið ekkert um hefðbundnar venjur hér — þær standa djúpum rótum. Fjölskyldurnar Desjardins og Lamont eru hluti fortiðar borgarinnar. Slikar fjölskyldur — eins og i Frakklzndi — tengjast hjúskaparböndum til að valdið og auðæfin haldist innan ættanna meö hjúskap milli sona og dætra. Þér eruð ný- komin og vitið ekki, aö slikt hjónaband hefur verið i bí- gerö milli Noels Desjardins og Bettinu Lamont. Trúlofun- in hefur ekki veriö opinberuð — það hefur verið álitið ónauðsynlegt, þvi að allir hafa vitað málavexti! — Vita Noel og Bettina það? spurði Sandra öskureið. Augu Renée le Blanc skutu gneistum af reiði, en hún sagði rólega: — Vitanlega hafa þau alizt upp i fullvissu þess, að fjölskylduböndin yrðu treyst ennfrekar i fram- tiöinni en hingað til- Sandra dró andann djúpt. — Við Noel erum vinir — ekk- ert annaö. Ég býst við, að þér hafið viljað vel, en það var ástæöulaust fyrir yður að koma hingað. Ég held, að Noel hafi engan áhuga á — konum! Renée le Blanc stóð á fætur. — Það var leitt, að skemmtunin er eyðilögð fyrir yður, en einhvern timann eigið þér eftir að þakka mér fyrir að segja yður allt af létta. Hún sveif út. Sandra starði á eftir henni með samblandi af létti og reiði. Hvernig dirfðist þessi kona að haga sér svona? Gat verið að Bettina hefði beðið hana um að koma til að sýna henni — Söndru — i tvo heimana? Eða voru eldri fjölskyldumeðlimir hjá Desjardins og Lamont með i spilinu? Siminn hringdi og hún flýtti sér að svara. Ef til vill var þetta Noel til að segja, að um misskilning hefði verið að ræða? — Sæl elskan? Enn ófarin? Kom karlinn ekki? Viltu koma út með mér? Fyrst ætlaði Sandra að neita. Hún gat sagt, að Noel væri á leiðinni. Jake fengi aldrei að vita, að það væri lygi. En Noel hafði ákveðið að láta ekki sjá sig. Það var engin leið nema mannsrán til að fullorðinn maður sæti heima... nema hann hefði orðið fyrir slysi — og það hefði jafnvel Itenée ekki getað séð um á svona stuttum tima. Allt i lagi, Jake, ég kem. Noel þurfti að vitja sjúklings. — Ég kem eftir tiu minútur. Ég tek bil, sagði hann hrif- inn. Jake stóð við orð sin og bjallan hringdi áður en hún hafði haft tima til aðhugsa málið. — Komdu, elskan! Þú ert svo sæt, að ég gæti étið þig! Billinn biður... Sandra lét hann hjálpa sér i kápuna, athugaði, hvort hún væri með lykilinn og læsti á eftir sér. Þegar þau komu út fyrirkom bill æðandi á móti þeim og nam staðar fyrir aft- an leigubilinn. Maður stökk út og kom hlaupandi til þeirra. — Sandra! Hvað kom fyrir? Fyrirgefðu, hvað ég kem seint. Ég reyndi að hringja en þú varst á tali. Sandra leit ringluð á Noel. — En hún sagði að þú kæmir ekki og ég lofaði þvi að fara út með Jake, þegar hann hringdi. Nú fyrst virtist Noel taka eftir hinum manninum. — Svo þetta er'þá Jake. Hér er um misskilning að ræða, en ég ætla að faiýi út með miss Elmdon fyrst ég náði hingað i tima. / Jake tók fastar um handlegg Söndru. — Ekkert liggur á, góði! Ég náði henni fyrstur, er það ekki, elskan? — Biddu nú andartak, Jake, sagði Sandra utan við sig. — Við getum ekki rokið svona af stað. Noel sem hafði starað á þau flýtti sér að segja: — Ég viðurkenni, að ég kem alltof seint, að það er ekki mér að kenna. Svo er það ekki heldur yður að kenna. Ég hef pantað borð — eigum við ekki að koma öll-þrjú? A eftir skildi Sandra ekki, hvernig Noel hafði farið að þessu, en staðreyndin var sú, að hann róaði Jak, borgaði bllinn, lét Söndru setjast i framsætið og Jake aftur i. Allt á styttri tima en tekur að telja upp að þremur. Veitingahúsið, sem þau ætluðu að borða á var skammt frá, og þau voru orðin vingjarnleg hvert við annað, þegar þau settust. Sandra slappaði af og byrjaði að skemmta sér. Það var alltaf gaman aðfara út með glæsilegum karlmanni... hvað þá með tveim, sem slógust um athygli hennar. Það var næstum betra, en unnt var að dreyma um. Noel, svo glæsi- legur, fyirmannlegur og kurteis, og Jake vsvo laglegur. ákafur og aðlaðandi glaumgosi... þeir hefðu ekkigetað- verið ólikari, en samt voru '/Cir báðir hlutar af Kanada og hvor gegndi sinu starfi i lifinu. Sandra borðaði matinn, sem Noel hafði pantað, dreypti á vininu og hlustaði á samræður Noels og Jakes, sem virt- ust hafa gleymt öllumværingum — ja, þeir virtust orðnir alúðarvinir. Jake yfirgaf þau andartak til að heilsa vinum sinum á nálægu borði og Noel flýtti sér að nota tækifærið: — Hver sagði, að ég kæmi ekki? Eða var þetta afsökun til að komast út með Jake? spurði hann. Sandra starði á hann. — Auðvitað ekki! Renée sagði mér, að þú kæmir ekki. Noel leit undrandi á hana. — Renée? Það skil ég ekki. Usss... flugmaðurinn þinn er á leiðinni. Hittu mig i hádeg- inu á litla veitingahúsinu, sem við borðuðum á fyrsta kvöldið. Klukkan eitt... ég lofa að koma timanlega. Hann setti fingur á varirnar. Kvöldið, sem byrjaði svona illa, endaði frábærlega vel. Og þaðbezta af öllu, hugsaði Sandra, er hvað Noel og Jake kom vel saman, þó að þeir ynnu svona ólik störf. En hvað þetta hafði verið mikill léttir eftir allt annrikið og leiðindin Hvers vegna fórstu? Föstudagur 9. janúar 1976. Alþýöublaðiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.