Alþýðublaðið - 14.01.1976, Side 8

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Side 8
Ledkhúsin Equus - Hestur t HESTHtJSINU: Harry Dalton — Jón Hjartarson, Jill Mason — Halla Guðmundsdóttir og Alan Strang — Hjalti Rögnvaldsson. Equus — Hestur jóla- leikrit Leikfélagsins er aðeins um tveggja ára gamalt, og er vel að tekin séu fersk leikhús- verk til sýninga endrum og sinnum. Höfundur verksins Peter Shaffer segir svo frá tilurð verksins: „Það var um helgi fyrir tveim árum, að ég var á ferð með vini mlnum um fáskrúðuga sveit. Við ókum fram hjá hesthúsi. Þá minntist vinur minn skyndilega voðaverks, sem hann hafði heyrt um fyrir skömmu i kvöld- verðarboði i London. Hann rifjaði aðeins upp eitt ógnvekj- andi smáatriði og öll frásögn hans hefur varla tekið meir en minútu — en það var nóg til að vekja með mér strlðar og áleitnar hugsanir. Ódæðið hafði verið framið nokkrum árum áður og mjög truflaður ungur maður var þar að verki. Verknaðurinn hafði djúp áhrif á dómara staðarins. A honum fannst engin viðhlit- andi skýring. Nokkrum mánuðum siðar dó vinur minn. Ég gat engar sönn- ur fært á það sem hann hafði sagt mér, ao beðið hann að segja mér nánar frá þvi. Hann hafði ekki nefnt nein nöfn, engan stað og engan tima. Ég geri ekki ráð fyrir að hann hafi vitaö frekar um það. Ailt sem ég hafði að byggja á, var frásögn hans af hræðilegum atburði og þau áhrif, sem hún hafði á mig. Ég hafði sterka vitund um hvað það var, sem mig langaði til að túlka á mjög persónulegan hátt. Ég varð að skapa hugarveröld, þar sem unnt væri að gera verknaðinn skiljanlegan. Sérhver persóna og atburður I Equus er sprottinn úr minum eigin hugarheimi, utan sjálfur glæpurinn; og jafnvel honum breytti ég til þeirrar myndar, sem mér þykir að megi sætta sig við leikhúsi. Ég er þakklátur fyrir það nú, að ég fékk aldrei staðfest smáatriði i hinni „raunverulegu” sögu, þar sem hugur minn hefur i auknum mæli íengizt við aðra könnun á málinu.” Verkið heldur huga manns frá upphafi til enda, söguþráðurinn er aðalatriðið, og spurningar um útfærsluna vakna ekki fyrr en næsta morgun. Ahorfandinn fylgist með sjúkdómsgreiningu geðlæknisins á Alan, sem framdi það ódæði að blinda fimm hesta. Skýringum er smám saman aukið inn I mynd- ina, sem liður á verkið. Einnig kemur i ljósafstaða foreldranna til uppeldis sonar sins. 1 þeim lýsingum hittir margur upp- atandi sjálfan sig fyrir. Eðlileg tilfinningatengsl eru engin milli foreldranna annars vegar, og tillegg þeirra til mótunar drengsins er það mismunandi að það er hverjum augljóst að útkoman, hugarheimur drengs- ins hlýtur að verða meira eða minna ruglaður. Móðirin segir: „Við rifumst jú einsoggeristog gengur, envið sættumst alltaf.” Sáttin er fólg- in i þvi að þegja um það sem olli miskllðinni. Vonbrigðin i hjóna- bandinu koma siðan fram á drengnum. Læknirinn er fullur efasemda hvort hann megi með nokkrum rétti svipta Alan þvi andlega sjálfstæði sem hann hefur, hvort hann megi með nokkrum rétti nota tiltækar að- ferðir læknisfræðinnar til að gera Alan að bragðdaufum ein- staklingi sem yfirvinnur ótta sinn gagnvart hestum, og veðjar 5 pens á veðhlaupahross á sunnudögum. Sjálfur sér læknirinn hliðstæður I sinu lifi með lifi foreldranna og undir niðri öfundar hann Alan af þvi að hafa óbeizlaðar kendir sem lifmynstur nútimalifnaðar krefst að hnepptar verði i fjötra til að samfélaginu sé fullnægt. Læknirinn hefur mikinn áhuga á griskri fornmenningu og sögu. Hann litur lif sitt og starf i henn- ar ljósi, en segir að meðan Alan riði hamslaust og af trúarlegri ástriðu i tunglskini nætur, þá sitji hann sjálfur með ljós- myndir af kentárum og dáist að þeim i stólnum sinum heima í stofu, eða noti sumarleyfi sin til að fara pilagrimsferðir til Grikklands. Þær ferðir er það beizlaðar að honum er jafnvel úthlutað matarmiðum áöur en lagt er af stað. Efni verksins skal ekki rakið frekar hér, en þess i stað fullyrt að hér er fjallað um efni sem á erindi við hvern og einn og spurningar þær sem glimt er við eiga sér rúm i lifi hverrar fjöl- skyldu. Þýðingu leikritsins annaðist Sverrir Hólmarsson og hefur hann fært það til venjulegs máls sem höfðar til okkar, skrúð- mælgi er engin. Þetta á trúlega þátt I þvi hve sterkt verkið verkaöi á undirritaðan. An þess að vita, finnst mér sennilegt að Sverrir hafi verið frumtextanum trúr. Leikstjórn hafði með höndum Steindór Hjörleifsson og hefur honum tekizt mjög vel upp. Hann hefur náð m jög góðu sam- starfi við alla þá sem unnu að verkinu. Mér finnst sérstök ástæða til að færa i tal hve vel hefur tekizt með starf ljósa- meistara, þvi i einu áhrifamesta atriði leiksins flytja ljósaáhrifin áhorfandann hálfa leið. Hjalti Rögnvaldsson fer með hlutverk piltsins Alans Strang. Þetta er vandasamt hlutverk og gefur viðast tækifæri til of- leiks og þar með eyðileggingar verksins. Þó er skemmst frá að segja að Hjalti Rögnvaldsson vinnur stórsigur á Iðnófjölunum I þessu hlutverki. Hann ofleikur ekki, hefur til að bera það þrek sem hlutverkið krefst og ung- gæðingsleg rödd hans hæfir vel geðsjúkum og þó ekki geðsjúk- um Alan Strang. Jón Sigurbjörnsson leikur Martin Dysart, geðlækninn og ferst það vel úr hendi eins og við mátti búast. Hann er beinlinis hroðalega geðlæknislegur i viðmóti sinu við sjúklinginn og hjúkrunarkonuna. Leikur annarra er látlaus en vandaður. Steinþór Sigurðsson gerði leikmynd sem leysir af hendi að vera heimili, sjávarströnd, sjúkrahús.hesthús og fl. án þess að nokkru þyrfi að breyta. Að lokum vil ég hvetja hvern sem vettlingi getur valdið til að sjá Equus. Það kann að vera óþægilegt fyrir suma, en er öll- um lærdómsrlkt. Eirikur Baidursson. FRAMHALDSSAGAN Nafnið skar hana i augun: .„ALAN HAINES, 26 ára, flugstjóri”. Hún leit á spjald hans og sá, hvað stóð eftir siðustu skoðun: „Sytólisk óhljóð benda sterklega á hjartalokugalla. 1 endurskoðun eftir mánuð” Sandra leit á dagsetninguna... ónei! Þetta gat ekki verið rétt! Veslings Alan, og hann hafði ekki viljað segja henni réttu ástæðuna fyrir þvi, að hann hafði slitið sambandi þeirra. Hann hafði kosið að láta hana halda hið versta um sig i stað þess, að hljóta meðaumkun hennar. Vesalings Alan! Svona Jake hafði sagt satt. Alan hafði verið bannað að fljúga... hann gat ekki flogið lengur. Hún heyrði útidyrnar opnast og gekk yfir á biðstofuna. Hún varð að tala við hann — hjá þvi varð ekki komizt. Eini maðurinn á biðstofunni var hávaxinn, ungur, ein- kennisbúinn maður. Hann leit kæruleysislega upp, glennti upp augun eins og hann skildi ekki, hvað hann sá. Svo stökk hann blóðrauður á fætur og sagði stamandi: — Sandra! Mig dreymdi ekki um, að þú ynnir hér! Langt siðan við höfum sézt! Hannstökk til hennarog greip dauðahaldi um hönd hennar eins og hann óttaðist að hún hyrfi honum sýnum. Sandra barðist við að finna réttu orðin, orðj sem sýndu meðaumkun en særðu ekki mann, sem hafði fengið að vita, að hann gæti ekki unnið að lifsstarfi sinu. En hún kom engu orði upp. Hún fann, að Alan fylgdist með öllum hreyfingum hennar, þegar hún undirbjó hjartalinuritið, en hún gat ekki huggað hann. Hún hafði ekki mátt vera að þvi aö lita á siðasta hjartalinuritið, en hún vissi liká, að hún hafði enga reynslu til að lesa úr þvi. Dr. Martin kom inn, þegar hún festi siðustu tenginguna og leit á spjaldið, sem Sandra rétti honum. — Góðan dag- inn, hr. Haines. Ég vona, að þér hafið gengið en ekki hlaupið alla leiðina. — Eins og það skipti nokkru máli með svona hjarta? spurði Alan svo bitur, að Söndru sveið i hjartastað og hún leit undan. Dr. Martin þagði. Hann var önnum kafinn við verk sitt. Seinna slökkti hann á tækinu og sagði: — Klæðið yður, hr. Haines. Alan Haines leit upp. — Hafið þér ekkert annað að segja? — Þér þekkið reglurnar, hr. Haines. Allar skýrslur eru sendar til Londan og yfirvöldin þar segja yður fréttirnar. Mig tekur þaö sárt, en ég skal senda skýrsluna i dag. Alan virtist niður brotinn. — Það er vist ekkert við þvi að segja, fyrst þér verðið að þegja: Dr. Martin klappaði á öxlina á Söndru. — Framkallið filmuna strax miss Elmdon og komið með hana til min, þegar hún er til. Vilduð þér vera svo góð að biða eftir skýrslunni — ég skal ekki tefja yður lengur en nauðsyn krefur. Alþýðublaöiö Alan klæddi sig þegjandi og neitaði boði Söndru um að- stoð. Þegar hann var alklæddur, sagði hann stuttur i spuna: — Gaman að sjá þig! Svo fór hann og skellti á eftir sér. Hún stóð ein með þessa örlagaþrungnu filmu i hend- inni. Hún flýtti sér að framkalla hana og setja hana til þerris. Svo leit hún á hinar filmurnar, sem voru að þorna, og fór með þær allar inn til dr. Martins. Hann leit ’upp, þegar hún kom inn. — Er ungi maðurinn farinn? Hann sá svipinn á Söndru og sagði bliðlega: — Þér megið ekki láta svona á yður fá, miss Elmdon. Við getum ekki alltaf búizt við kraftaverkum. Hann rétti fram hönd- ina til að kveikja á hátalaranum. —Þetta tekur ei1 langan tima... svo getið þér skrifað það niður og sett i póst á heimleiðinni. Setjist... þér eruð þreytuleg. Sandra næstum féll á stólinn. Fæturnir gátu ekki borið hana lengur. Svo skildist henni allt i einu, hvað dr. Martin var að lesa inn: — ..Þar sem systóliska óhljóðið hefur ekki aukizt frá siðustu rannsókn og ef til vill minnkað eilitið... sérstak- lega þar sem sjúklingurinn virtist i tilfinningalegu upp- námi —er möguleiki á þvi að sjúklingurinn sé betri. Gott væri að fá að vita, hvort sjúklingurinn hefur fengið flensu nýlega eða annan alvarlegan virussjúkdóm. Ráðlegt er þvi, að sjúklingurinn komi i rannsókn aftur eftir mánuð og hafi þá helzt hvilt sig i tvo sólarhringa fyrir skoðun. Sandra var með slikan hjartslátt, að hún heyrði naumast rödd hr. Martins, þegar hann slökkti á diktafón- inum. — Bætið svo venjulegu kveðjunni við, miss Elmdon. Ég set nýjan vals i meðan þér skrifið skýrsluna. Fingur Söndru titruðu, þegar þeir flugu yfir ritvélar- borðið. Henni fannst heil eilifð liða, þó að hún afhenti dr. Martin i raun og veru bréfið fáeinum minútum siðar. — Þetta gekk fljótt, miss Elmdon. Núna er ég búinn að skrifa undir. Munið nú að setja skýrsluna i póst á heim- leiðinni! — Ég skal ekki gleyma þvi, lofaði Sandra af eldmóði, sem gerði dr. Martin undrandi. Það var ekki fyrr en skýrslan var komin i póst, sem hún fékk hugmyndina og hún var lögð af stað að flughöfninni I Dorval áður en hún vissi af.Hún varð aó hitta Alán og þar hlaut hann að vera. Hann færi aftur til London. Ekki yrði hann i ókunnri borg eins og sært dýr á flækingi.... hann færi heim. Sandra safnaði kjarki. Loks komst hún á flugvöllinn. Það var margt um mann- inn Ibiðsalnum. Fólk sat i smáhópum, börn grétu og önnur léku sér, menn gengu fram og aftur eða störðu út á flug- brautina. Sandra gekk beint að upplýsingum. Afgreiðslustúlkan kom til Söndru. — Get ég aðstoðað yður? --------------------------------------------------------1 — Er flugvélin farin nýlega til London? Stúlkan brosti meðaumkunarbrosi. — Haldið þér, að þá biðu svona margir hér? Ef þokunni léttir ekki bráöum | verður fólkið að biða til morguns. Hún leit á Söndru. — | Eruð þér að fylgja einhverjum eða sækja? Sandra hikaði. — Einn flugmannanna... hann á ekki að I fljúga, hann ferðast sem farþegi. Stúlkan leit hvasst á Söndru. — Til London? Ja... ætli hann sé ekki að tala við félaga sina i flugmannsherberginu J eða drekkja sorgum sinum á barnum, bætti hún brosandi við. — Ég má þvi miður ekki fylgja yður þangað. Flug- mennirnir eru oftast i yzta horninu á kaffibarnum og dyrnar að flugmannaherberginu eru þar á hægri hönd. | Fylgið bara skiltunum. j Alan var ekki á kaffistofunni og Sandra fór að flug- [ mannsherberginu. Hún bankaði varlega að dyrum, þær I opnuðust og maður á skyrtunni leit undrandi á hana. — | Voruð þér að villast? spurði hann. Sandra blóðroðnaði. — Er Alan Haines við? spurði hún. | Maðurinn snéri sér við og gekk að manni, sem lá undir | teppi á bekk. — Vaknaðu gamli minn, stórfalleg stúlka vill I tala við þig. Vildi ég væri jafnheppinn! Sandra sá Alan lita i áttina til hennar. — Segðu henni að hypja sig! Sandra var gráti næst. Maðurinn kom til hennar. — Þú heyrðir til hans, vinan. Sumir vita ekki, hvað þeir | eiga gott. Hann hefur vist grunað, að hún væri að bresta i | grát þvi að hann bætti við: — Var það eitthvað sérstakt? | Geturðu sagt mér það? Ég get kannski komið vitinu fyrir | hann. Sandra greip siðasta hálmstráið. — Segið honum að I það sér út af læknisskýrslunni og mjög áriðandi. Maðurinn virti hana forvitnislega fyrir sér. — Ertu J hjúkrunarkona eða hvað? Ja, ég skal segja honum það. j Farðu og setztu þarna. Ég skal láta þig vita, hvernig hann | bregzt við. Eftir heila eilifð kom Alan til hennar. Miövikudagur 14. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.