Alþýðublaðið - 14.01.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Qupperneq 10
( HREINSKILNI SAGT Alvarleg augu! Það er ömurleg staðreynd, að frammistaða forsætisráðherra, sem stjórnarformanns i alvarlegustu átök- um, sem íslendingar hafa orðið að heyja, skuli viðbrögð hans vera efni i kuldalega fyndni — skrýtlu. Fiskveiði- deilan við Breta er nú komin á svo háskalegt stig, að við getum hvenær sem við opnum fyrir útvarp eða sjón- varp átt von á, að tiðindi berist um manntjón. Fólskulegar árásir Breta með herskipum gráum fyrir járnum á varðskipin okkar, tvö — eða þrefalt minni og vopnuð leikfangabyssum, er daglegt brauð, að ógleymdum tilraun- um til að sökkva Þór inni i óumdeilan- legri landhelgi Islands. Hvenær svo sem fjölmiðlar reyna að fá ráðherrann til að tjá sig um einhverj- ar virkar aðgerðir hefur svarið við þessu öllu verið það eitt, að hann ,liti þetta alvarlegum augum”. stundum mjög alvarlegum. Svo birtist máski andlitið á skjánum, að visu ekki bros- leitt, en einstaklega laust við nokkra festu, þrátt fyrir yfirlýsingarnar. Það liggur við að maður búist þá og þegar við, að sultardropi birtist á nefinu. Onn- ur eins frammistaða og birzt hefur hjá forsætisráðherra i styrjöld er með full- um eindæmum. Og ekki tekur betra við þegar minnzt er á atferli utanrikisráð- herra á Briisselfundinum. Hvar i viðri veröld mundi það geta gerzt, að utan- rikisráðherra, sem hefur i höndum órækar sannanir fyrir grimulausu of- beldi og beinni tilraun til morða á lög- gæzlumönnum lands sins, fengi sig til að setjast við veizluborð með fulltrúum of- beldisseggjanna og gott ef ekki skála við þá með von um framhald ,,gamallar vináttu”!! Er nokkur furða þótt menn taki ekki slika kavalera” alvarlega, þrátt fyrir augnaráð forsætisráðherr- ans? Loks virðist þó svo komið, að smá- skima er i sjónmáli. Þegar litið er á að- stöðu okkar tslendinga er hún sannar- lega hvorki svo veik né vanburða sem ætla mætti af aðförum stjórnvalda. Við höfum lifsréttinn meö okkur. Við höfum einnig með okkur vilja meirihluta þjóða frá Hafréttarráðstefnunni. Við höfum margfaldar yfirlýsingar um þýðingu ts- lands fyrir varnir vestrænna þjóða og erum i bandalagi viö þær helztu. Við höfum fyrst og fremst gengið i þetta bandalag, til þess að forða okkur frá Er að rofa til? vopnuðum árásum og geta lifað i friði. Hvað er þá eðlilegra, þegar það hald- reipi bregzt og meira að segja ein af bandalagsþjóðunum sýnir okkur vopnað ofbeldi, heldur en að gera hinum öllum það skiljanlegt, að i þessu bandalagi eigum við ekki sess, ef árásunum linni ekki tafarlaust? Það hefur lika sýnt sig, ef marka má nýjustu fréttir frá aukafundi Nato, að' þegar sendiherra, Tómas Tómasson, gerði mönnum það umbúðalaust skiljanlegt, að við mundum endurskoða okkar afstöðu til bandalagsins og veru i þvi, að það var tekið alvarlega. En fleira kemur til. Þjóðin öll stendur i órofa fylkingu um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og hún á kröfu á því, að forystumennirnir, sem til Eftir Odd A. Sigurjónsson hafa verið kjörnir séu i fremstu röð i baráttunni. Það er á engan hátt heppi- legt og þaðan af siður viðfeldið, að taka þurfi fram fyrir hendur þeirra. En hvað eiga menn að gera, þegar forystan bregzt jafn skemmilega og raun er á? Það er alger fásinna að halda, að sama geð brenni ekki hjá öðrum en Suður- nesjamönnum, Þorlákshafnarbúum og Hornfirðingum, sem hafa nú hafið beina baráttu. Finnst stjórninni það geðfellt, að dragnast aðeins með i stað þess að vera i fararbroddi? öllum landsmönnum er ljóst, öðrum en þá rikisstjórninni, að innan skamms tima flykkjast sjómenn okkar út á hafið til veiða á komandi vertið. Þeir fara ekki þangað til að sitja i finum stólum og ofnhita. Þeirra hlutskipti er að heyja baráttu við óblið náttúruöfl með fullri islenzkri harðfylgi. Hvernig halda skrifstofudátarnir að aðstaðan verði við starf þeirra, sem sækja björgina i bú, að hafa öslandi herskip innan um veiðiflot- ann og allt löðrandi i purkunarlausum veiðiþjófum? Það er þetta, sem er kveikjan i viðbrögðum fólksins nú. Allir, sem skynja þessa bláköldu alvöru, skynja einnig að það er tilgangslaust lengur, að mæna út i tómið, þó menn þykist gerá það með „alvarlegum aug- um”! íprcttir Oleg Blochlin sá bezti Franska knatt- spyrnublaðið French Football — eitt þaö viðlesnasta í heimin- um, kaus i gær sovézka knattspy rnusnillinginn Oleg Blochlin, knatt- spyrnumann Evrópu. Þessi viðurkenning er sú önnur i röðinni, sem þessi frábæri örfætti knattspyrnumaöur fær á þremur dögum, þvi um jólin var hann einn- ig kjörinn knatt- spyrnumaður ársins i Sovétríkjunum. Viður- kenning þessi er talin sú mesta sem nokkur knattspyrnumaður getur fengiö, enda hef- ur þetta franska knatt- spyrnublað nær haft einkarétt á útgáfu þessa titils. Meðal knattspyrnusnillinga, sem unnið hafa til þessa titils, eru menn eins og Bobby Charlton, George Best, French ' Beckenbauer og Johan Cryuff. Blochlin sigraði með talsverðum yfirburð- um i kosningunum að þessu sinni. Hann hlaut 122 stig, annar var Beckenbauer og þriðji Hollendingurinn fljúg- andi"eins og Cryuf f er oft kallaður, ásamt skautakóngnum fræga Art Schenk frá Niður- löndum Beckenbauer fékk 42 stig, en Cruyff 27. Oleg Blochlin er vafalaust óþrfi að kynna fyrir is- lenzkum knattspyrnuáhuga- mönnum. Hann er lykilmað- ur sovézka knattspyrnuliðs- ins Dinamov Kiev, sem lék gegn Akurnesingum á Mela- vellinum i haust i Evrópu- keppni meistaraliða. Hann er fljótur og lipur leikmaður, og eru þau ófá mörkin, sem hann hefur skorað fyrir Dinamov Kiev og sovézka landsliðið i knattsyrnu. Menn geta verið þakklátir Akurnesingum fyrir það að hafa gefið okkur tækifæri á að sjá þennan snilling, enda duldist engum, sem sá leik- inn á Melavellinum, að þarna var á ferð snillingur á meðal snillinga i þessu sovézka liði. Lið Blochlin, Dinamov Kiev, er i dag á hátindi frægðar sinnar, og er það álit flestra iþróttaunnenda i Evrópu að liðið eigi eftir að vinna stóra sigra á næstu ár- um, og verði arftaki félags- liös, eins og Real Madrid, Benfic, Inter Milan, Ajax og Bayern Munchen. Þeir unnu á siðasta ári Evrópukeppni bikarhafa. Sigruðu siðan Bayern Munchen i hinum svokallaða „Supercup”, sem var komið á i fyrsta skipti á þessu ári. Þá unnu þeir Munchen 1:0 á Olympiuleik- vanginum i Munchen og 2:0 i siðari leiknum i Kiev. Er skemmst frá þvi að segja að Oleg Blochin gerði öll mörk liðs sins. Raggi rólegí FJalla-Fúsi Alþýðublaðið iíóin STJÐRNUBÍÓ Simi 1H9JK CHDRLBB BR0n90n I i en MICKfif l WINNf BIIIM síone KiLLen ISLENZKUR TEXTI. Æsispennandi og viöburöarik ný amerisk sakamólamynd I litum. Leikstjóri: Michael Vinner. Aöalhlutverk: Charles Bron- i, Martin Balsam. Mynd þessi hefur allsstaöar slegiö öll aösóknarmet. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Allra siöustu sýningar. TÚNABÍÓ Simi 31182 Borsalino og Co. Spennandi, ný frönsk glæpa- mynd meö ensku tali, sem gerist á bannárunum. Myndin er framhald af Borselino sem sýnd var i Háskólabió. Leikstjóri: Jacques Deray. Aöalhlutverk: Alain Delon, Riccardo Cucciolla, Catherine Rouvel. tSLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. lÁSKdLABÍÓ Sími ZZ140 Jólamyndin i ár Lady sings the blues VÝIA BiO s,mi 1154.Ý Einhver allra skemmtilegasta og vinsælasta gamanmyndin sem meistari Chaplin hefur gert. ógleymanleg skemmtun fyrir unga sem gamla. Einnig hin skemmtilega gam- anmynd llundalif Höfundur, leikstjóri, aöalleik- ari og þulur Charlie Chaplin. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Skólaiíf í Harvard ISLENZKUK TEXTl Skemmtileg og mjög vel gerö verölaunamynd um skólalif ungmenna. Leikstjóri: James Bridges. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi 16444 Jólamynd 1975 Gullæðið mynd um frægöarferil og grimmileg örlög einnar fræg- ustu blues stjörnu Bandarikj- anna Billie Holliday. Leikstjóri: Sidney J. Furie. tSLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Hiana Ross, Billy Hee Williams. Sýnd kl. 5 og 9. AUGARASBIÓ s.m~ Frumsýning i Evrópu. Jólamynd 1975. ökindin________ rJAVi-4 PG ...MAY Bi 100 INTENSt I0R YOUNGIR CHILDREN Mynd þessi hefur slegiö öll aö- sóknarmet i Bandarikjunum til þessa. Myndin er eftir sam- nefndri sögu eftir Peter Benchley, sem komin er Ut á islenzku. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Roy Scheider, Robert Shaw, Richard Drey- fuss. Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Ath. Ekki svaraö i slma fyrst um sinn. VIPPU - BltSKORSHURÐIN Lagerstærðir miðað við jnúrop: ldæð;210 sm x breidd: 240 sm 240 - x - 270 sm Aðror slaorðir. imlOaðar eftir betðnc QLUÍ^ASMIÐJAN Síöumúla 20. slmi 38220 TROLOFUNARIIRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. PORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Alþýðublaðið á hvert heimili ) Miðvikudagur 14. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.