Alþýðublaðið - 24.01.1976, Síða 12

Alþýðublaðið - 24.01.1976, Síða 12
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Kekstur: Keykjaprent h.f Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins son. Kitstjóri: Sighvatur Björg vinsson Kitstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit stjórnar Stðumúla ll.simi 8-18-66 Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa söluverð: Kr.: 40.- (H)RÓS Flokksstarf riö Nýlega hefur verið dregið i happdrætti Alþýðuflokksfélagsins 'á Akureyri. 1. verðlaun ferð til Noregs kom á miða númer 568. 2. verðlaun ferð til Færeyja kom á miða númer 767. 3. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK. og til baka kom á miða nr. 210. 4. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK og til baka kom á miða nr. 182. Eftirfarandi númer hlutu 5.000 kr. verðlaun: 130, 299, 416, 613, 846, 963, 1378, 1455, 1632 Og 1998. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði halda fund um bæjarmál mið- vikudaginn 28. janúar, kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Frum- mælendur verða bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson og Haukur Helga- son. Kaffiveitingar. Kvenfélag Alþýðuflokksins, Félag ungra jafnaðarmanna, Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar. Ráðstefna um stefnuskrána verður haldin á Hótel Loft- leiðum, sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 10 árdegis. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofunni, Hverfisgötu 6—8, simi 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykja- vikur Kvenfélag Alþýðu- flokksins, Rvk, Félag ungra jafnaðarmanna, Rvk. Fræðslunámskeið Alþýðuflokksins Næstu fræðslunámskeið verða haldin i Félagsheimili prent- ara, Hverfisgötu 21, dagana 26., 28,og29. janúarog2., 4. og 5 febrúar. Fræðslunefndin. (H)rós Alþýðublaðs- ins að þessu sinni fer til þeirra þriggja hjálpar- sveita, sem hvað mest hafa látið til sin taka i björgunarstarfi hérlendis, þ.e. Hjálpar- sveitar skáta. Flug- björgunarsveitarinnar og Slysavarnarfélags íslands. (H)rósið fá þessir aðilar fyrir það óeigingjarna starf, sem þeir hafa unnið undan- farin ár, viðleitað týndu fólki, neyðarhjálp ýmis- konar og almenn björg- unarstörf. F'órnfýsi þeirra aðila, sem þetta ómetanlega verk vinna, verður seint fullþakkað. Hjálpar- sveitarmenn eru kallaðir út á hvaða tima sólarhrings sem er, i hvaða veðri sem er, og aldrei bregðast þeir kallinu. Þessir menn vinna starf sitt af hugsjón einni saman, en ekki vegna pen- inga eða frægðar og frama. Allt starfiðer algjörlega unnið i sjálf- boðavinnu. Það er Tryggvi Páll Friðriks- son, formaður Landssambands hjálparsveita skáta, sem tekur við (h)rósi Alþ.bl. fyrir hönd fyrrnefndra aðila. Við notuðum tækifærið og spjölluðum við hann. „Hvert er eðli og markmið þessara hjálparsveita?” ,,Við i hjálparsveitum skáta höfum aðallega sérhæft okkur i sjúkrahjálp og má nefna að við gegnum ákveðnu hlutverki hjá almannavörnum á þvi sviði. Þá höldum við úti froskmannaflokk- um i þremur af lOsveitum okkar. FJinnig eiga hjálparsveitirnar i Trausti Gunnarsson, dyravörður i Brian Carlile, (brezkur): ,,Já, Þjóðleikhúsinu: ,,Já, ég borða auðvitað. Ástæðan er sú, að hann fisk jöfnum höndum og annan er bæði ódýr og góður fcg borðaði mat. Ég myndi sakna fisksins ekki mikinn fisk þegar ég var mikið ef hann hyrfi af borðum um heima á Englandi en þau tvö ár aldur og eilifð.” sem ég hef dvalizt á Islandi þá hef • ég borðað mikinn fisk, enda er hann mun betri og ferskari hér en heima i Englandi. KOPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 Rvik. og Hafnarfirði hunda, sem notaðir eru til leitar, en leit að fólki er eitt af meginverkefnum okkar og annarra hjálparsveita. Flugbjörgunarsveitin hefur sér- hæft sig i björgun flugvéla, en Slysavarnarfélagið hins vegar i björgun af sjó. Þessar björgunar- sveitir fara þó mjög mikið á svið hverrar annarrar, og er það vel.” ,,Er ekki hagkvæmara að sam- eina þessar þrjár sveitir i eina öfluga? ” Það yrði á ýmsan hátt hagkvæmara. Þó fylgja slikri sameiningu ýmsir gallar gallar. Þá yrði sú hætta fyrir hendi, að færri félagar samanlagt yrðu zirkir, heldur en nú er. Samstarf- ið mætti hins vegar vera meira á ýmsum sviðum. Þó er samstarfið yfirleitt gott, þegar á hólminn er komið, en þess á milli litið sem ekkert.” „Hvemig tekst ykkur að reka eins fjárfrekt fyrirtæki sem þetta?” „Með áhuganum fyrst og fremst. Sá misskilningur hefur komið upp, og þá einkanlega við aðstoð okkar i umferðinni undan- farna óveðursdaga, að við værum á launum hjá einhverjum opinber um aðilum. Það er misskilningur. all okkar vinna er sjálfboðavinna. Það eina, sem við þiggjum af rik- inu er 1200 þúsund kr. i styrk til ainna 10 hjálparsveita á ári íiverju, en það er ekki nema litill aluti af kostnaði þeim, sem er svona starfi samfara. Við höldum uppi ýmiskonar fjáröflunarstarf- semi, en áhuginn er fyrst og fremst það, sem heldur i okkur lifinu.” Það er Steinunn Jóhannesdótt- ir, simamær, sem afhendir I'ryggva Páli rósina, sem hann tekur á móti eins og áður sagði fyrirhönd allra þeirra aðila, sem að hjálparstarfi vinna. —GÁS KAKTUS- 0RÐAN KAKTUSHAFAR Alþýðublaðs- ins eru orðnir æði margir á þeim rúmu tveim árum sem blaðið hefur haft þann sið vikulega að veita rós i hnappagatið fyrir eitthvað það, sem að okkar mati telsthrósvert hjá einstaklingum eða hópum — og i hinn staðinn að veita kaktus einhverjum þeim einstaklingi eða félags- skap manna, sem á slika plöntu fremur skilið fyrir sin „afrek” og glappaskot. Kaktushafi okkar i lok þess- arar snjóþyngstu viku Reykja- vikurborgar um langt árabil er gatnamálastjórinn i Reykjavik, Ingi Ú. Magnússon, — og heiðurinn hlýzt honum fyrir þá snilldarlegu ráðstöfun að láta ryðja snjó af götum borgarinnar — og hlaða honum upp á gang- stéttir. Þessi ráðstöfun er svo scm ekki vitlausari en ýmsar aðrar sem gerðar hafa verið i u m f e r ð a r m á I u m á höfuðborgarsvæöinu, og reyndar á landinu öllu, og endurspeglar þá stefnu, eða það stefnuleysi, ef svo má kalla það, að borgin skuli sniðin fýrst og fremstfyrir umferð bifreiða, en gangandi vegfarendur, ekki einasta réttlausir, heldur óæskilegir þegar svo ber undir. Viða um horgina hefur haug- um af snjó verið mokað af göt- um og yfir gangstéttir, svo þar sem áður mátti þó troða snjóinn og halda sig burtu frá götunni, þar er ekki nokkur leið að fara um lengur. Fólk neyðist þvi til að ganga i þessu skyggni og þessari færðsiðla dags eftir göt- unni. Gatnamálastjóra væri hollt að lita i nýútkomnar ársskýrslur umferðarráðs um slys og dauðs- föll i umferðinni á siðasta ári og iliuga hver þáttur gangandi vegfarenda er i þeirri skýrslu. Þegar hann hefur gert það er liann boðinn velkominn liingað á ritstjórn Alþýðublaðsins til að taka á móti kaktusnum — helzt fótgangandi. Kenata Erlendsson, vinnur á Ferðamiðstöðinni: ,,Já, já, ég borða fisk svona tvisvar í viku hverri. Ég hafði nær aldrei smakkað fisk áður en ég kom til tslands, en islenzkur fiskur er ágætur og ég myndi sakna hans ef hann hyrfi.” . Laufey Asgeirsdóttir, vinnur i Meitlinum: ,,Já, já. Ástæðan er einfaldlega sú að mér finnst fisk- ur mjög góð fæða og borða fisk tvisvartilþrisvarsinnum i viku.” Borðar þú fisk? Dagfinnur Stcfánsson, flugstjóri: ,,Já, ég geri mikið að þvi. Fiskur- inn er holl og góð fæða. Mér litist illa á það að missa fiskinn.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.