Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 12
iprcttir BIKARKEPPNI KKÍ: ' r Armann og IR í 1. umferð I gær var dregið i bikarkeppni Körfuknattleikssambands Is- lands. Annað árið i röð leika Ar- mann og IR I 1. umferð og er ó- hætt að segja að aðrir leikir falli i BflNDA- RÍSKT KVENNfl- LANDS- LIÐ HINGAD Miklar likur eru nú á þvi að bandariska kvennalandsliðið I handknattleik komi til Isiands i lok febrúar og leiki þrjár lands- leiki við islenzka kvennalandslið- ið. Að sögn Axels Sigurðssonar framkvæmdastjóra H.S.I., er nú verið aö koma á samkomulagi um það að þær komi kringum 28. febrúar og dvelji á landinu i viku tíma. Ef af væntanlegri komu þeirra verður þá munu þær leika einn landsleik á Keflavikurflug- velli, annan i Hafnarfirði og einn á Akranesi 1 hinu nývigða Iþrótta- húsi þar. skugga fyrir honum.Liðin hafa þegar leikið tvo leiki innbyrðis i vetur og vann 1R þann fyrri með örlitlum mun, og Ármann þann seinni með aðeins einu stigi. Sá leikur var mjög spennandi eins og raunar sá fyrri lika. Annars lenda eftirtalin félög saman i 1. umferð: UBK - UMFN UMFG — Valur IS — Þór Armann — 1R Haukar — KR a-lið. Þrjú lið sitja yfir i 1. umferð og er það gert til að 8 verði eftir, fyr- ir 2. umferð. Þau lið sem það gera eru Snæfell, Fram og KR b-lið. I bikarkeppni meistaraflokks kvenna i körfuknattleik verður aðeins 1 leikur i 1. umferð IS leik- ur gegn IR. Fram KR og UMFG sitja yfir. i' \ m ra Bikarmeistarar FII 1975: Efri röd frá vinstri: Helgi Kagnarsson, Arni Guðjónsson, Geir Hallsteinsson, Þórarinn Ragnarsson, Krist- ján Stefánsson, Sæmundur Stefánsson, ölafur Einarsson, örn Hall- steinsson, liðsstjóri, Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiks- deildar FH. Fremri röð: Jón Gestur Viggósson, Gils Stefánsson, Birgir Finnbogason, Magnús Ólafsson, Gunnar Einarsson, örn Sigurðsson og Guðmundur Arni Stefánsson. Haukur-Þróttur: Stór- leikur í 1. umferð I fyrradag var dregið i 1. um- ferð bikarkeppni Handknattleiks- Dregið i bikarkeppni HSÍ En dráttur 1. umferðar litur þannig út: Haukar — Þróttur i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þór Akureyri — FH, I iþrótta- skemmunni á Akureyri. Akranes — Grótta, I iþróttahúsinu á Akranesi, HK — IR i iþróttahúsinu i Garða- hreppi. Leiknir — Fylkir i Laugardals- höllinni. Um sjötta leikinn vitum við þvi miður ekki, en það er nokkurn veginn vist að 1. deildarlið, mun ekki leika hann, að þvi er blaðið komst næst. sambands Islands. Þetta er I ann- að skiptið sem keppni þessi er haldin, og er það áreiðanlega mikið kappsmál fyrir félögin að reyna að sigra i henni þvi hún gef- ur rétt til þátttöku I Evrópu- keppni bikarhafa. FH, eins og vist flestir muna, vann keppnina i fyrra eftir mjög jafnan og spenn- andi leik við Fram 19:18. FH var þvi fyrsta islenzka félagið sem sem tók þátt I Evrópukeppni bik- arhafa, en voru þvi miður slegnir út úr fyrstu umferð af norksa lið- inu Oppsal frá Oslo sællar minn- ingar. Að þessu sinni taka 22 fé- lög, úr öllum þremur deildunum i handknattleik þátt i keppninni. Aðeins tólf munu leika i 1. um- ferð, en hin tiu sitja yfir. Er þetta gert til að 16 lið verði eftir i 2. um- ferð, en sú tala er einmitt mjög góð þegar um útsláttarkeppni er að ræða. Einn stórleikur verður i þessari fyrstu umferð og er það leikur Hauka og Þróttar, sem leikinn verður i Hafnarfirði. Fyrsta umferðin verður að öllum likindum leikin i lok febrúar, eða þá strax eftir að islenzka lands- liðið kemur heim úr keppnis- ferðalagi sinu frá Luxemborg og Júgóslaviu, en eins og menn vita þá mun tsland leika við Luxem- bourg I Luxembourg i lok febrúar og Júgóslaviu byrjun marz, og verða þessirleikir siðari leikir landanna i undankeppni Olym- piuleikanna. Útsala næstu daga VEGGFOÐUR 100 fermetrar úsund krónur Verð á rúllu frá kr. 100 15% afsláttur af nýjum vörum í tilefni útsölunnar 50% VEGGFÓÐUR afsláttUT VEGGSTRIGI á Sadolin málningu GÓLFDÚKUR ^500°' ‘ Grípið tækifærið strax og sparið ykkur stórfé 10 lítra fötur með PLASTMÁLNINGU á aðeins kr. 3.000 Veggfóður- og málningadeild Armúla 38 — Reykjavik Simar 8-54-66 og 8-54-71 Opið til 10 á föstudögum og hádegis á laugardögum 0 Föstudagur 30. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.