Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Hörður Zóphaníasson skrifar | Atvinna, möguleikinn á þvi að fá tækifæri að nota krafta sina og hæfileika, til þess að sjá sér og sinum farborða, er eitt grundvallaratriði al- mennra mannréttinda. Það er hvorki gott þjóðfélag né rétt- látt, sem neyðir fullfriskt fólk, konur og karla, til þess að feta götu beiningamannsins i at- vinnuleit, svo að þeir geti séð fjölskyldu sinni fyrir nauðsyn- legasta lifsviðurværi. Sú rikis- stjórn svikur þjóð sina, sem lætur undir höfuð leggjast að gera allt hvað hún getur, til þess að forðast atvinnuleysi og þau uggvænlegu vandamál, sem óhjákvæmilega sigla i kjölfar atvinnuleysisins. Og sú rikisstjórn sem horfir að- gerðarlitil eða aðgerðarlaus á sivaxandi kjararýrnun láglaunafólksins i landinu, — hún er lika að svikja þjóð sina og sjálfa sig um leið. Þetta þykja kannski harkaleg um- mæli á þeim erfiðleikatimum, sem nú blasa við, en þau eru jafn ’sönn fyrir þvi. Það fer ekki hjá þvi, að margir lands- menn horfa áhyggjuaugum til vaxandi at- vinnuleysis og alltof hárrar tölu atvinnu- lausra viðs vegar um landið. Ýmsir menn i byggingariðnaðinum hafa þegar komist i Sú ein sæmd er fyrir kast við vofu atvinnuleysisins. Aðrir sjá hana biða sin á næsta leiti. Byggingar- vinnan hefur dregist verulega saman. Það er vá fyrir dyrum fjölmargra verka- manna og iðnaðarmanna, sem þar hafa lagt hönd að verki. Og ég hefi sterkan grun um það, að þarna verði þeir einstak- lingar, sem minnst bolmagn hafa og minnst mega sin, sem fyrstir verða at- vinnuleysinu að bráð. Mennirnir með breiðu bökin, atvinnurekendur og stjórn- endur vinnuaflsins minnka við sig mannskapinn þegar harðnar á dalnum, til þess að tryggja sig betur og sina afkomu. Maðurinn, sem ekki hefur annað að bjóða en lifsþrek sitt og vinnufúsar hendur, stendur loppinn og slyppur úti i kuldan- um. Það eru lika horfur á að vinna i frysti- húsunum minnki. Frystihúsin vantar rekstrarfé og útgerðina vantar rekstrar- fé. Þess vegna verður t.d. að láta togarana sigla með aflann óunninn. Þar er hann seldur og útgerðin fær lifsnauð- synl. peninga i kassann. En frystihúsin skortir hráefni. Þau hafa ekki ráð á að kaupa það. Þau fá ekki það fjármagn til ráðstöfunar, sem nauðsynlegt er til þess að geta keypt aflann af skipunum og gert úr honum enn verðmætari vöru til útflutn- ings. Þetta leiðir svo til þess, að frystihús- in og aðrar fiskvinnslustöðvar verða að segja upp ýmsu starfsfólki sinu. Konur og karlar bætast i hóp þeirra manna, sem enga atvinnu hafa. Fjárhagsgrundvöllur fjölmargra heimila riðar til falls. Sú rikis- stjórn, sem horfir aðgerðarlaus á þróun stafni sem þessa, bregst skyldu sinni. Hún svik- ur bæði sjálfa sig og þjóð sina. „Verkföll og einsýnar kauphækkunar- kröfur eiga engan rétt á sér.” Hversu oft höfum við ekki heyrt þau orð? ,,Á erfiðleikatimum þjóðarinnar verða verkalýðssamtökin að sýna hófsemd og ábyrgð og hjálpa til að leysa vandann.” Setningar af þessu taginu höfum við þrá- sinnis heyrt, ekki bara af vörum lands- feðranna og formælendum rikisstjórnar- innar, heldur einnig af vörum fjölmargra ágætismanna i hinum ólikustu stéttum þjóðfélagsins. Þess vegna var það að margir lögðu við eyrun, þegar sá boðskapur kom frá forystumönnum Alþýðusambands tslands i haust, að Alþýðusambandið gerði sér ljóst að kauphækkunarbarátta ein útaf fyrir sig væri i senn nauðvörn og neyðar- brauð hins vinnandi manns. Þess vegna óskaði Alþýðusambandið samvinnu og samstarfs við bæði rikisstjórn og atvinnu- rekendur um leiðir til þess að leysa efna- hagsvandann i raun, þar sem ekki væri einblint á hækkaða krónutölu kaupgjalds á vinnumarkaðinum, heldur staðið að ýmsum þeim aðgerðum sem Hklegri eru til að bæta lifskjör heildarinnar og rétta hag þeirra sem skarðastan hlut hafa bor- ið frá borði þjóðarbúsins. Og fjölmörg atriði voru talin upp i samþykkt Alþýðu- sambandsins, sem bað taldi koma til athugunar i þessu skyni. En hvað gerðist? Var ekki hlaupið upp til handa og fóta og farið að gæta að þessu .góða boði? Eða komu ekki rökstudd svör og athugasemdir um þessi atriði frá rikis- stjórn og atvinnurekendum? Það hefur nú litið farið fyrir þvi. En komu þá ekki þess- ir aðilar með gagnboð, sem þeir töldu skynsamlegra fyrir þjóðarheildina? Maður gæti ætlað það eftir öll fögru orðin, sem þessir aðilar báðir höfðu látið sér um munn fara. Rikisstjórnin a.m.k. hefði nú átt að geta hrist af sér sleniö og slyðruorð- in og tekið i þessa framréttu hönd verka- lýðssamtakanna með reisn og af- áhuga. En það heýrðist hvorki hósti né stuna um þessi mál frá rikisstjórninni. Hún svaf svefninum sinum langa i þessum málum sem öðrum. Hún virtist ekkert við verka- lýðshreyfinguna hafa að tala og ekkert hafa til þessara mála að leggja. Rikis- stjórnin virtist helst vilja hafa „gamla og góða háttinn á”, harðvitugar vinnudeilur og verkföll með kauphækkunarkröfur einar að leiðarljósi. Rikisstjórn sem lætur þannig reka á reiöanum og birtist þjóð sinni sem slikur eindæma svefngengill i lifshagsmunamálum þjóðar sinnar, svik- ur bæði sjálfa sig og þjóðina. Rikisstjórn, sem horfir upp á vaxandi atvinnuleysi án þess að hefjast handa gegn þvi, — rikisstjórn, sem lætur tilboð Alþýðusambands tslands um samstarf og samvinnu sem vind um eyru þjóta, — rikisstjórn, — sem reynist reikul og ráðvillt i baráttunni gegn ofbeldisaðgerð- um breta i islenskri fiskveiðilögsögu, — já sú rikisstjórn á þá sæmd eina fyrir stafni að segja af sér og hætta þannig að verða sjálfri sér til háðungar en þjóð sinni til skapraunar og skammar. Fundur Suður-Evrópskra jafnaðarmannaleiðtoga: VILJA MYNDA MÓTVÆGI GEGN ÁHRIFUM NORRÆNNA KRATA Um sl. helgi hittust leiðtogar jafnaðarmannaflokka i Suð- ur-Evrópu á fundi i Pari's. Fund- urinn var haldinn i framhaldi af fundi jafnaðarmannaleiðtoga i Evrópu, sem fram fór i Helsingör i Danmörku hálfum mánuði áður. Það var Francois Mitterand, for- ingi franskra jafnaðarmanna, sem boðaði til fundarins i Paris. Tilgangur Parisarfundarins var sá að samræma afstöðu suð- ur-evrópskra jafnáðarmanna til samstarfs við kommúnista. Á leiðtogafundinum i Helsingör var það mál mikið rætt og talsverður ágreiningur á milli jafnaðar- mannaleiðtoganna i Suð- ur-Evrópu og hinna á Norður- löndum, i Bretlandi og Þýzka- landi. Að undanförnu hefur þess mjög gætt i Suður-Evrópu, að fylgi vinstri flokka er þar mjög að auk- ast. Þessi breyttu viðhorf hafa orðið til þess, að möguleikar eru á þvi, að jafnaðarmenn og komm- únistar geti náð saman og orðið ráðandi afl i nýjum rikisstjórn- um, ef sú samvinna tekst. 1 Suð- ur-Evrópu eru kommúnistaflokk- ar viðast hvar mjög öflugir, gagnstætt þvi', sem er i norðan- verðri álfunni og af þeim aðstöðu- mun má sjálfsagt leiða mismun- andi afstöðu jafnaðarmanna- flokka til samstarfs við kommún- ista. Fundurinn i Paris var ekki formlegur á sama hátt og fundur- inn i Helsingör. Á Parisarfundin- um voru t.d. engar ályktanir gerðar. Tilgangur Mitterands auk þess að ráðgast við skoðanabræð- ur sina i' Suður-Evrópu um afstöð- una til kommúnista, mun einnig hafa verið sá, að mynda mótvægi i hreyfingu evrópskra jafnaðar- manna gegn áhrifum jafnaðar- mannaá Norðurlöndum og inorð- anverðri Evrópu, en viðhorf þess- ara jafnaðarmannaflokka hafa til þessa verið rikjandi i evrópsku samstarfi jafnaðarmannaflokka. Francois Mitterand, leiðtogi franskra jafnaðarmanna, hef- ur tekið frumkvæðið um að mynda samstæðan suður- evrópskan hóp i samvinnu evrópskra jafnaðarmanna. í HREINSKILNI SAGT Forn og ný viðhorf. Ekki þarf að fletta Iengi blöðum Is- landssögunnar, til þess að sjá, að fslend- ingar voru lengstaf landbúnaðarþjóð. Það er hreint ekki ný bóla, að landsmenn hafi sótzt eftir fasteignum, það er að segja þeir, sem komust aðeins lengra en að hafa til hnifs og skeiðar, eða I sig og á, eins og kallað er. Þessi eldur logar glatt enn i brjóstum landsmanna, og margir, útlend- ir furða sig á þvi, hve annt Islendingum er um, að eignast þak yfir höfuðið. Helzt af öllu kjósa menn að búa I einbýli, enda vakir enn i hugum flestra eimurinn af gamla orðtakinu: „Fáir lofa einbýli sem vert er”. Það er of langt mál, að rekja þennan þátt mikið frekar. Aðeins er vert að benda á, að stofnun og viðgangur þéttbýiis hér á landi, sem allir vita að er algert siðari tima fyrirbæri, hefur ekki verulega rask- að fornri hugmyndafræöi landsmanna um gildi fastra eigna, þótt ýmsir vilji hafa á þessum siðustu timum, að annarleg sjónarmið af völdum verðbólgu, t.d. blandist hér i, eða séu aðalkveikjan. Langt er frá, að hæfilegt sé, að horfa framhjá þvi fyrirbæri, að á timum slik- um, sem við nú lifum, þegar verðmæta- mat hefur meira og minna brjálast og brenglast, skipti þetta litlu máli. Eigi að siður er vert að vikja að þeim viðhorfum, sem lengst hafa gilt i mati á gögnum og gæðum landsins. Væntanlega eru þeir færri, sem reka upp stór augu, þegar talað er um, að bú- jarðir séu metnar á svo eða svo mörg hundruð. Samt er rétt, þó aðrir væru eflaust til þess færari, að rekja þetta hug- tak lauslega til upprifjunar. Jarðarhundr- að mun löngum hafa verið talið hluti lands, sem framfleytt gat einni kú, eða þá kúgildi, sem voru sex ær. Og til þess að taka einfalt dæmi, væri þá 30 hundraða jörð, býli, sem hefði land, sem framfleytt gæti 30 kúm, eöa 180 ám. Hér er um að ræða hreint mat á landi, en inn i það flétt- ast svo margháttuð hlunnindi, sem auð- vitaö gátu breytt verðgildi jarðarinnar, væru þau fyrir hendi. Það liggur nú I hlut- arins eðli, að ær og kýr voru of stór eining, til þess að hér þyrfti ekki einskonar skiptimynt. Þvi er það, að verðgildi þessa lausafjár var skipt I álnir. Þar var ærin metin á tuttugu álnir og kýrin á 120, eða sjávarbænda komu hér inn i dæmið, enda vöruskipti löngum algengustu verzlunar- hættir. Þannig töldust tveir harðir mál- fiskar jafngilda einni alin. Það kannast vist flestir við hugtakið að komast i álnir, um þá, sem áttu nokkur efni, eða að sá sé nú ekki á marga fiska, sem litils megnug- ur er efnalega. En hver er ástæðan til þess, að verið er að vekja máls á þessum fornu háttum kann einhver að spyrja. Þáð mál er reyndar fremur einfalt. Við getum ekki komizt hjá, að hugleiða i fullri alvöru þær ógöngur, sem blasa við, þegar við heyrum og skynjum önnur eins ókjör og það, að hraunskikar, sem fæða varla fugl, nema hann sé þó hart haldinn, eru metnir á milljónatugi og almenningur þannig skattlagður i hit s.n. eigenda skikans! Við hljótum að velta fyrir okkur sanngjarnri og eðlilegri lausn á þessum vanda, þar sem á hvorugan er hallað þegar öll kurl koma til grafar. Það er nú hvorttveggja og bæði, að stofnun þéttbýlis vekur upp margháttaðan vanda, jafnframt þvi sem það gefur færi á góðum kostum.sem strjálbýlið ber ekki i sjálfu sér. Þarflaust er að rekja i löngu máli þá möguleika. Eftir Odd A. Sigurjónsson rT..J7i n——-------------------- sem samfélag manna á þéttbýlissvæðum gefur. En hinsvegar vert að minna á til- tölulega ný verðmæti, sem þéttbýliö hefur kallað fram með krafti samtakamáttar- ins og við köllum orku. Ekki þarf heldur að ræða i löngu máli, að orka fallvatna og hitaorkan i iðrum jarðar hafa ætið verið fyrir hendi. Tækni nútimans hefur hins- vegar gert fært að hagnýta þetta hvort- tveggja fyrir landsins börn. En þá rekum við okkur fljótlega á alvarlegt vandamál. t krafti hins s.n. eignarréttar geta þessi náttúrugæði orðið skattlögð svo að almenninggi hrýs hugur við. Þannig geta einstaklingar, ef þeim býður svo við að horfa, tálmað hagsmunum samborgara og komið i veg fyrir að gæðin, sem þeir hafa enga hlutdeild átt i að skapa, verði hagnýtt, nema gegn afarkostum. Hér er þá komin aðstaða sem beinlinis æpir móti eðlilegri réttarvitund og enginn kostur er að skella skollaeyrum við. Spurningunni um, hvernig viðá að snúast, verður freist- að að svara siðar. Landsins gögn og gæði I. Föstudagur 30. janúar 1976. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.