Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 10
HORHip___ sími 81866 Korpúlfsstað- ir verði menn- ingarmiðstöð Mér eru hugleikin, og það mjög. framtiðaráform varðandi Korpúlfsstaðahúsnæðið. Þau húsakynni eru nú i eigu borgar- innar og ku vera notuð sem skjalasafn og geymsla fyrir ýmiskonar ónotað drasl, sem borgin notar ekki, en vill þó ekki algjörlega fyrirkoma. Súrheysturninn, sem þessum fyrrum bóndabæ fylgir, er þó opinn til afnota fyrir myndlista- menn. Eftirlit og viðhald, með þessum fögru og merkilegu byggingum, er þó i lágmarki, eftir þvi sem mér er bezt kunnugt. Ekki það, að húsnæðið sé beinlinis i niðurniðslu, heldur hitt, að ýmislegt smávægilegt hefur úr skorðum gengiö. En margt smátt getur haft óbætan- leg áhrif. Er ég nú komin að kjarna máls mins. Min hugmynd er sú að sökum mátulegrar fjar- lægðar frá ys og þys borgar- innar og vegna sögulegrar sér- stöðu hússins, þá verði húsnæði þetta gert að menningarmiðstöð fyrir listamenn og aðra andans menn. Þar verði komið upp vinnuaðstöðu fyrir listamenn og einnig sýningaraðstöðu. Þessi menningarmiðstöð gæti verið starfrækt i mjög viðum menn- ingarlegum skilningi, þ.e. að ekki aðeins hinar hefðbundnu greinar listarinnar fái þar inni, heldur og listamenn með nýstárlegar og ef til vill sérsinnaðar hugmyndir. Þar gæti rikt létt og óþvingað andrúmsloft, i þessum gömlu en hlýlegu húsakynnum. Allt stein- steypugimald, eins og til dæmis Kjarvalsstaðahúsið, yrði þar langt fjarri. 1 náinni snertingu við náttúruna og gamla timann ætti andriki listamanna að blómstra, svo og liðan listunn- enda þegar þeir koma þangað , lita á og taka ef til vill þátt i list- sköpuninni. Þetta er hugmynd sem vel mætti koma til framkvæmda og þyrfti litinn tilkostnað við. Korpúlfsstaðir eru allt of verðmætir til þess að þeir séu aðeins notaðir sem drasl- geymsla. Það er nóg af bröggum og skemmum til þess að sinna þvi' hlutverki. Sýnum nú ákveðni, unnendur háþróaðrar menningar, og linnum ekki látum fyrr en hin skemmtilegu húsakynni Korpúlfsstaða verða tekin i notkun i þágu listarinnar og menningu þessa lands. Ég held að landið og þjóðin þarfnist þess, nú á þessu niðurlæginga- timabili listarinnar um viða veröld, þegar jarðarbúar hugsa litt um annað en veraldleg gæði, auð og frama. FRAMHALDSSAGAN m. Mestur hiti — en hvar? Ekki veit ég hvort Veðurstofan leggur það i vana sinn að svara lesendabréfum dagblaðanna, en mig langar til að varpa fram einni spurningu til þeirra er þar ráða. Svo er mál með vexti, að allt frá þvi ég hætti búskap fyrir 20 árum og flutti á mölina hef ég haldið þeim sið að hlusta á veður- fregnir og veðurlýsingar. Svo sem öllum er kunnugt sem á útvarp hlusta er útvarpað veðurfregnum frá ýmsum stöðum á landinu á morgnana ki 10.10 og aftur fyrir fréttir kl. 19. í lok lestursins þá er vanalega sagt á þessa leið: Mestur hiti (eða frost) i dag var tvö stig. Mestur hiti (frost) á landinu i' dag var átta stig, svo dæmi sé tekið. Mig langar til að fá nánari skýringu á þessu atriði. Hvað er átt við þegar talað er um mestan hita eða kulda i fyrra tilfellinu?Fyrirutan það að mér finnst þetta óskiljanlegt þá finnst mér það lika afkáralegt, en kannski getur Veðurstofan komið með einhverja skyn- samlega skýringu sem ég kem ekki auga á. Meira popp og annað unglingaefni í útvarp og sionvarp Ólafur Jóhannesson 13 ára hringdi. ,,Ég hringi til ykkar i þeim til- gangi að kvarta yfir þvi hve litið efni er fyrir unglinga i rikisfjöl- miðlum þessa lands. Það eru fáein. poppþættir I útvarpinu, en þeir eru æði fáir á viku hverri auk þess sem maður hefur varla kveikt á útvarpinu til að hlusta á þá þegar næsti dagskrárliður er • kynntur, sinfónia I C-dúr Opus 4 ' eftir SXEINLÆA. Þá er maður sko aldeilis snöggur að skrúfa fyrir tækið. Þá er sjónvarpið ekki betra. Þar er bókstaflega ekkert efni fyrir unglinga. Hvorki poppþættir né annað sem unglingar gætu mögulega haft gaman af. Það eru annaðhvort barnamyndir og barnatimar, eða þá grútleiðin- legar biómyndir sem eru hreint ekki fyrirsmekk unglinganna. Ég skil nú vart hvernig á þvi stendur að bæði börnum og fullorðnum er revnt að gera til hæfis I sjónvarpinu, en aldurshópurinn þar á milli, unglingarnir, þeir eiga að bita i það súra epli að vera settir hjá-Þetta þurfa ekki að vera kostnaðarsamir þættir, það eina sem við biðjum um, er smá viðleitni til að bæta ástandið. Dagblöðin hafa staðið sig vel, hvað þetta snertir, þar er nóg um poppþætti. Hins vegar mega dag- blöðin varast að einskorða sig eingöngu við popp, þegar skrifað er íyrir unglinga. Krakkar hafa nefnilega gaman af fleiru en poppi, þótt það sé ágætt út af fyrir sig. Þetta ástand er óþolandi, hjá fjölmiðlum sem reknir eru af hinu opinbera og eiga að gera öllum til hæfis. (Jtvarpið reynir þó aö koma til móts við okkur, en það er bara ekki nóg, betur má ef duga skal. Sjónvarpið og efni þess miðað við smekk unglinganna, er hneyksli, eins og ég sagði áöan. Ég er alls ekki einn um þessa skoðun, mínir jafnaldrar eru á einum máli um þetta. Takið ykkur saman i andlitinu útvarps- og sjónvarpsmennog munið eftir okkur — unglingun- um. — Hvað viltu? spurði hann hranalega. Sandra barðist við grátinn. — Fyrirgefðu, Alan, ég ætlaði ekki að ónáða þig, en ég vélritaði skýrsluna... hún þagnaði og vissi ekki, hvað hún ætti að segja. Skýrslan var trúnaðarmál. Dr. Martin haföi sagt þeim Alan það iáöum. Alan starði á hana. James minntist á læknisskýrslu, en ég hélt að hann væri genginn af göflunum. Hvað viltu mér? Sandra dró andann djúpt. —• Hefurðu haft flensuna fyrir tveim mánuðum eða svo, Alan? hrökk upp úr henni. — Hvaö áttu viö? Spurningakeppni eða eitt af þvi sem læknirinn gleymdi að spyrja mig um? Geymdu þvl! Mér er skitsama! Sandra greip dauöahaldi um handlegg hans. — Alan, þaö skiptir þig meginmáli! Hann losaði sig hranalega. — Ég veit ekki, hvað þú vilt. Flensa hefur engin áhrif á hjartað. En annars fékk ég flensuna. Ég var sárlasinn... við urðum aö biöa i Gander vegna veðurs og ég lét engan vita, enda lá ég aðeins i tvo daga. Ég held, að enginn hafi vitað það. Nægilegt svar? Hvaða máli skiptir þetta annars? — Ég má ekki segja það... trúnaðarmál — en... hún dró djúpt andann og hélt áfram óðamála: — Haltu bara i putta, þvi að þú átt að koma i endurskoöun til dr, Martins eftir mánuð. Alan varð fyrst náfölur, en svo eldrjóður likt og af reiði: — Ef þú ert aðleika á mig af meðaumkun... Sandra reiddist. — Nei, alls ekki! Trúðu mér! Ég skrif- aði sjálf skýrsluna... Um leið og Alan leit út fyrir að trúa henni, heyrðist kall- að: — Flugvélin til London. Allir farþegar gangi um borö NO! Alan haföi aðeins tima til að þrýsta hönd hennar, svo var hann horfinn og hún stóð ein eftir. Hún jafnaði sig og tók svo vagninn af stöðinni. Stjörnurnar skinu á heiöskirum himni, vindinn haföi lægt, og litill iskorn þöktu tré og runna. Billinn kom seint, en hann ók hratt... Janet faðmaöi hana að sér, þegar hún kom heim. — Ég hélt, aö þú hefðir villzt eða værir veðurteppt, sagði hún brosandi. — Ég ætla að hátta krakkana... viltu fylgjast með matnum? Þegar Janetkom niður var John kominn. Hann brosti til þeirra meöan hann hengdi upp fötin: — Hvernig var að vera piparmey, Sandra? spurði hann. —'Það litur út fyrir, að þú hafir oft farið seint að hátta. — Þetta hefur verið erfiður dagur, sagði Sandra rólega og henni til léttis lét John sér þetta nægja. Janet og John virtust hafa skemmt sér vel og þau töluðu hvort framan I annaö til að segja henni allt af létta. Þau máttu ekki heyra á það minnzt, þegar hún sagðist ætla að fara að hátta. Þau töluöu og töluöu og allt i einu skildi Sandra, hvernig i öllu lá. Þau þorðu blátt áfram ekki að vera ein og vildu fresta þeirri stundu er þau yröu ein I svefnherberginu. Hinn fann til með þeim, sen hún gat ekk- ert gert — og svo minntist hún Alans. Sat hann i flugvél- inni á leiöinni til London og starði framundan sér lfkt og I blindni? Það var mikið að gera alla vikuna. Sandra varð aö vinna eftirvinnu á hverju kvöldi til að skrifa skýrslur og undir- búa allt fyrir fyrirlesturinn á laugardaginn. — Mig langar til að biöja yður um að koma meö mér á fyrirjesturinn, miss Elmdon, sagði dr. Martin. — Hjálp yöar væri ómetanleg og ég hef meiri tima til að tala viö starfsbræður mina og svara fyrirspurnum. Hann brosti til hennar. — Ég vona, að þér verðið sem lengst hjá okkur, miss Elmdon. Ég hef frétt, að þér séuð að hugsa um aö fara. Þá hringdi siminn og ösin byrjaði aftur. Hún velti þvi fyrir sér, hvort Renée hefði verið aö tala við dr. Martin eða konu hans. Renée þurfti ekki aö gera sér þaö ómak að segja henni meira um Noel og Bettinu. Sandra gat sjálf lesið skriftina á veggnum. Hún hafði ekki séð Noel alla vikuna — ekki einu sinni i lyftunni, hvaö þá annað, og hann hlaut að borða á öðrum stöðum eöa öörum tima. Kannski var það eins gott. Ef til vill hafði hann gert það viljandi til að hún gæti vanizt þeirri til hugsun, aö hann og Bettlna ættu saman. Það, hvað hann veitti henni mikla athygli og yfirlýsing hans um sjálfstæöi hans hlaut að vera uppreisnartilraun gegn heföbundnum siðum fjöl- skyldunnar. Loks rann laugardagurinn upp. Sandra fór með öll skjöl dr. Martins og var visað til sætis aftast. I stofunni voru stólaraðir i stað vagga og rúma og börnin hlutu að hafa verið flutt á næstu stofu eftir hávaöanum, sem barst þaðan, að dæma. Sandra hreifst af allri þeirri viröingu, sem dr. Martin var sýnd. Hún fór að skilja þýðingu daglegrar skoöunar á sjúklingunum, fulls skjalaskápsins, endalausra skýrsl- anna, álnarlangra filmanna... alJt varð þetta að alþjóð- legri rannsókn á hjartasjúkdómum. Allt i einu sá hún Noel birtast. Hún færöi sig ósjálfrátt inn I skuggann. Hann var vist að leita að Bettinu. En hann gekk beint tilhennar eftir aðhafa heilsaðdr. Martin. — Þaðhefur ekki veriðhægt aðná I þig, chérie! Ég hef hringt margsinnis, en frænka þin segir alltaf, að þú sért ekki komin heim. Og dr. Martin skipaði mig að láta þig i friði I vinnunni. En nú náði ég i þig og við förum út i mat. Við-eigum að sitja hlið við hlið. Hann var horfinn áður en hún gat sagt honum, aö hún ætti að sitja hjá hinum læknariturunum. Einu konurnar viö læknaborðið voru eiginkonur þeirra eða unnustur. I Flestir gestanna voru setztir. Formaðurinn bauð I fundargesti velkomna til þingsins. Sandra hlustaði utan I viö sig — hvað var að dr. Martin? Hvers vegna kom hann J ekki til að sækja skjölin sin eins og umtalað hefði veriö? J Um leiö heyröi hún hann hvisla við hlið sér. — Ég er þegjandi hás, miss Elmdon! Þér verðið að lesa i fyrirlesturinn fyrir mig! I Þaö heyröist órólegt taut i salnum, þegar Sandra gekk I viö hliðina á dr. Martin til formannsins og rétti honum I bréfmiða. Hann las hann yfir og brosti róandi til Söndru. J — Dömur minar og herrar. Ég veit, að þið verðið jafn- J leiö og ég, við aö frétta, að starfsbróðir okkar, dr. Martin, j er orðinn þegjandi hás. Sem betur fer fyrir okkur, ætlar | hinn töfrandi ritari hans, miss Elmdon, sem er frá Lond- | on, að flytja hann fyrir okkur. Sandra var taugaóstyrk og stundi upp fyrstu setningun- I um, en hún gleymdi sjálfri sér, þegar hún sá, að unga kon- I an, sjúklingur dr. Martin^, var enn hræddari, og samúð J hennar gerði það að verkum að naktar tölurnar og skýrsl- J urnar uröu svo mannlegar og dramatiskar, að allir áheyr- J endurnir komust við, og að siðustu var ekki síður klappaö j fyrir Söndru, en lækninum og sjúklingnum. Nú var þvi versta lokið og hún fór bíátt áfram aö njóta | sin og finnast hún eiga þátt i þvi, hvað þingiö heppnaðist I vel. Um hádegi leið henni eins og blóma I eggi og þegar þing- • inu var slitiö, var hún miðpunktur smá hóps manna, sem J vildu leggja fyrir spurnir fyrir dr. Martin, en hún varð aö J svara þeim með aðstoð hans. J. Skömmu siöar fóru allir inn i matsalinn og Sandra not- ■ aðitækifæriðtilaðyfirgefa alla fyrirmennina og ganga að I borði læknaritaranna. Hún sá Noel, sem benti henni að I koma, en um leið birtist Bettina og sagði áköf: — Elskan, I frammistöðustúlkan sagöi, aö ég mætti sitja hjá þér. En • hvað þú varst sniðugur að taka frá piáss. Sandra settist við ritaraborðið. Sem betur fór snéri hún { baki við Noel, sem sat við næsta borð, en Bettina talaöi án J afláts og það var auöséö, að hún hafði skiplagt þetta bragð j sitt gaumgæfilega. Noel gat ekkert gert, nema gert uppi- | steit. Hvers vegna fórstu? Alþýðublaðið Föstudagur 30. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.