Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 5
VASATOLVURNAR SKAPA STÆRD- FRÆDISÉNl ^----------— — sem þó kunna, ef til vill. alls ekki að reikna Hvað svo sem sagt kann að vera um skólana og nýjungagirnina í fræðslu- og kennslumál- um þá er það engu að síð- ur staðreynd, að skóla- kerf ið er ákaf lega íhalds- samt gagnvart ákveðnum nýjungum og oft lengi að fást til þess að sam- þykkja notkun auðveldari og fljótvirkari aðferða við tæknilegar lausnir námsverkef na. Lítum t.d. á vasatölvurnar svo- nefndu. Lengi eftir að þær voru komnar á mark- aðinn var notkun þeirra bönnuð með öllu í skólum. Við prófúrlausnir skyldu menn nota gömlu aðferð- irnar við lausn stærð- f ræðiverkef na — hvort heldur þær hétu nú loga- ritmi eða venjuleg marg- földun, deiling, samlagn- ing og frádráttur á laus- um blöðum. Vasatölva var algert bannorð. Það ,,mátti ekki". Þetta hefur smátt og smátt verið að breytast á allra síðustu árum. Nú eru vasatölvurnar leyfð- ar sem hjálpargagn í flestum f ramhaldsskól- um og þar almennt notað- ar af nemendum við prófúrlausnir. Tölvurnar eru hins vegar ekki orðn- ar algengar á lægri skóla- stigum. Þar eru menn enn feimnir við að nota þær sem hjálpargagn, þótt erlendar rannsóknir sýni, að notkun talvanna í barnaskólum geti létt mjög undir með reikn- ingsnámið og flýtt mjög fyrir nemendum — enda notar enginn lengur gömlu aðferðirnar úti í atvinnulífinu og sá tími er skammt undan, að vasatölva verði til á hverju heimili. En hvernig geta vasatölvurn- ar hjálpað? Þær geta flýtt mjög fyrir nemendum. Og þær geta lika auðveldað þeim að læra að reikna með brotum. Maður nokkur er 43 klukku- stundir, 17 minútur og 3 sekúnd- ur að grafa 387,57 metra langan skurð. Hversu marga menn með sömu afköst á klst., þarf þá til þess að grafa 3.789 metra lang- an skurð á 17 klst., 3 min. og 47 sekúndum. Svona dæmi sjást ekki i reikn- ingsbókum barnaskólastigsins. En verið getur, að sá timi sé skammt undan. Það mun verða ef vasatölvur verða almennt teknar i notkun á þessu skóla- stigi. Þá þurfa börnin nefnilega ekki að binda sig við heilar tölur i upphafi stærðfræöináms held- ur er hægt að kenna þeim að fara með brotnar tölur strax frá upphafi. Þarna getur talvan sem sé hjálpað, en það hefur oft reynzt erfitt að fá börn til þess að læra brotareikning eftir að þau hafa aðeins fjallað um heil- ar tölur. Þvi fyrr, sem hægt er að innleiða það hugtak i stærð- fræðinámið, þvi betra. Mikil andstaða við tölvurnar En það er ekki svo að skilja, að íslendingar séu einir „feimn- ir við að nota vasatölvurnar i skólum”. Danir eru einnig mjög ihaldssamir i þessu efni. í Aústurriki hefur hátt settur em- bættismaður i skólakerfinu lagt til, að öll notkun vasatölva verði bönnuð i austurriskum skólum. Hann heldur þvi fram, að ef vasatölvunotkunin sé innleidd strax á barnafræðslustigi, þá læri menn aldrei að reikna. Komi einhvern tima til þess, að menn standi uppi tölvulausir geti þeir ekki reiknað einföld- ustu dæmi. Góður árangur tilrauna En hvað sem þvi liður, þá hef- ur árangur tilrauna með vasa- tölvunotkun á barnafræðslustigi viðast hvar orðið mjög góður. Skipulögð tilraunakennsla fer t.d. fram um þessar mundir viða i Danmörku og i tilraun, sem gerð hefur verið á barna- skóla i Arósum, hafa börn á þriðja námsári fengið vasatölv- ur. En jafnvel kennararnir, sem framkvæma þessar tilraunir, eru mjög á báðum áttum. Margir þeirra óttast að notkun vasatölvanna þýði það, að nem- endur muni aldrei reyna að reikna öðruvisi en með aðstoð tölvunnar og læri þvi aldrei hin- ar hefðbundnu aðferðir, sem þeim er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að kunna. Margir hafa t.d. öðlast mikla þjálfun i huga- reikningi og eru mjög fljótir að reikna i huganum. óttast kenn- arar, að þessi hæfileiki hverfi með öllu ef notkun vasatölva verður almenn i skólum. Fá áhuga á reikningi En það er eins með þetta og fleira, að fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið i Sviþjóð með notkun vasa: tölva i skólum hafa leitt i ljós, að notkun tölvanna hefur orðið til þess, að nemendur, sem áður voru áhugalausir um reikning og „gátu ekki” lært að reikna, öðluðust mikinn áhuga á reikn- ingi þegar þeir fengu tölvurnar sem hjálpargagn. Einmitt vegna þess, hve tölvurnar eru fljótar að gefa útkomu og hve mikill timi sparast við notkun þeirra, fór þessum nemendum að þykja reikningurinn spenn- andi og skemmtilegur og hinn nýkviknaði áhugi varð tilþess, að nemendurnir tóku miklum framförum. Þá er einnig þess að geta, að tölvan er aðeins tækni- legt hjálpartæki, en ekki galdr- avél, sem reiknar fyrir nem- andann. Vasatölva kemur t.d. ekki að neinum notkum, ef nem- andin n veit ekki, hvernig hann á að setja dæmið upp, en i stærðfræðikennslu er það ein- mitt meginatriði málsins að kenna nemendum uppsetningu dæmanna — þ.e.a.s. hinn stærð- fræðilega hugsanagang, sem er nauðsynlegur til þess að unnt sé að leysa stærðfræðileg við- fangsefni. Vasatölva breytir engu til eða frá um þetta megin- atriði málsins. Ef viökomandi nemandi ekki skilur, hvað hann er að gera, þá hjálpar tölvan ekkert. En þeir kennarar, sem eru andvigir notkun vasatölva, munu á næstu árum eiga i sifellt meiri örðugleikum með að „spyrna gegn broddunum”. Vasatölvur eru tiltölulega ódýr- ar og mjög vinsælar til gjafa. Og afstaða skólanemenda er að sjálfsögðu sú, hvers vegna þau þurfi endilega að eyða tima i aö vinna tæknilega lausn útreikn- inga i stærðfræði með hugar- reikningi eða pappir og blýanti, þegar hægt sé að gera sama hlut með vasatölvu 300sinnum hrað- ar. Hvers vegna þá að eyða tima, sem gæti betur veriö varið til annars? En meðal annarra orða. Hef- ur þú lokið við að reikna dæmið, sem gefið var hér að framan um, hversu marga menn þyrftí til þess að grafa 3.789 metra langan skurð é 17 klst., 3 min. og 47 sekúndum? Ekki þaö? Það þarf 24 menn, sem vinna með fullum afköstum, og einn til við- bótar, sem notar aðeins 79,9715% af afkastagetu sinni. Föstudagur 30. janúar 1976. Alþýðublaðið 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.