Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 1
19. TBL. - 1976 - 57. ARG. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR Ritstjórn Sióumúla II - Slmi 81866 Kartöfluskortur hérlendis og kartöflurnar hitamál í löndum Efnahagsbandalagsins - Sjá 6. og 7. síðu EKKI FLEIRI HflND- TEKNIR ENNÞft Rannsókn á moröi Guðmundar Einarssonar og hvarfi Geirfinns Einarssonar er nú i fullum gangi. Alþýðublaðið náði i Eggert Bjarnason rannsóknarlögreglu- mann i sima i gærkvöld, eftir margitrekaðar tilraunir og spurðist fyrir um gang mála. Eggert var staddur i fangelsinu i Siðumúla, er til hans náðist, lik- legast við yfirheyrslur i málinu. Vildi hann ekkert um málið segja á þessu stigi. Hann neitaði þvi þó, að fleiri hefðu verið hnepptir i varðhald, en 7 aðilar sitja nú inni vegna þessara tveggja manns- hvarfa. Sögusagnir höfðu mynd- ast um, að nokkrir aðilar til við- bótar hefðu verið handteknir, en eftir orðum Eggerts að dæma, eru þær sögur tilhæfulausar með öllu. Þá var Eggert að þvi spurð- ur hvar þessir aðilar sætu i gæzlu- varðhaldinu. Vildi hann ekki tjá sig um það atriði. Fátt er um annað rætt meðal almennings, en nýjustu viðburði i Geirfinnsmálinu. Má liklegt telja að meginþungi rannsóknarinnar hvili nú á hvarfi Geirfinns, enda er morð Guðmundar upplýst að miklu leyti. óliklegustu sögur eru á kreik komnar, margar tilbún- ingur einn. Erfitt er að gera greinarmun á röngum og réttum fréttum, sem eru þannig gripnar á götunni. Þykir Alþýðublaðinu ekki ástæða til þess að birta frétt- ir þvi likar, enda þótt heimildir blaðsins af málinu séu nokkuð áreiðanlegar. Lögreglan hefur greinilega ákveðið að sveipa sig hulu þagnarinnar, þvert á móti við það, sem gert var i fyrri rann-' sókn Geirfinnsmálsins. Fátt eitt er um það að segja i bili, en fólk vill fá að vita um gang rannsoknarinnar á þessum saka- málum og hvernig þessi mál eru vaxin. Ef Alþýðublaðið fær ekki fréttir sinar staðfestar innan skamms, mun blaðið birta óstað- festar fregnir. Ef fólk fær ekki fréttir frá lögreglunni, þá er það hlutverk fjölmiðla að skýra frá nýjustu viðburðum, eftir þvi sem næst verður komizt. —GAS. Haukur Guðmundsson bætist í hóp rannsóknarmannanna Haukur Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaður i Kefla- vik, sá er stjórnaði rannsókn- inni á hvarfi Geirfinns Einars- sonar á sinum tima, er tekinn til við rannsóknina að nýju, ásamt starfsbræðrum sinum i Reykja- vik. Ný og áður óþekkt atriði urðu ljós i málinu hjá Reykja- vikurrannsóknarlögreglunni og þeir tóku af skarið og hófu að rannsaka það á nýjan leik, eftir að Keflavikurlögreglan hafði lagt málið til hliðar á siðasta sumri. Þótti mörgunt furðulegt að Haukur Guðmundsson skyldi ekki hafður með i ráðum, þegar Reykjavikurlögreglan lét nú til skarar skriða i þessu ntáli og handsamaði þrjá menn á mánu- daginn. En nti er Iiaukur sem sagt kominn i slaginn á nýjan leik. Er Keflavikurlögreglan lagði málið til hliðar á siðasta sumri, um það bil 10 mánuðum eftir að Geirfinnur hvarf, þá var mörg- um spurningum ósvarað. Lög- reglan hafði þó sinar hugmyndir og jafnvel einstaka menn grun- aða, og segir sagan að nokkrir þeirra, sem nú nýverið hafa verið handteknir, hafi þá legið undir grun um að vita mcira, cn þeir létu i veðri vaka. Hins veg- ar var ekki hægt að færa sönnur á þessar rökstuddu grunsentdir lögreglunnar i Keflavik og lok- uðust þvi allar leiðir i málinu. Fyrir stuttu siðan komst rann- sóknarlögreglan i Rvik. óvænt á sporið við yfirheyrslur I öðru máli, hvarfi Guðmundar Ein- arssonar. Leiddi það til hand- töku fyrrnefndra þriggja manna. Itannsókn málsins hefur nú tekið nokkuð aðra stefnu en áð- ur gerðist, fyrir um það bil einu ári. Nú hefur aðalvettvangur rannsóknarinnar fluzt til Iteykjavikur, og málið nú at- hugað i öllu viðara samhengi en áður. Þó var frá upphafi ljóst að hvarf Geirfinns var nátengt smygli á spira, þótt það hafi ekki fengist staðfest fyrr en nú. Er blaðið reyndi að ná sam- bandi við Hauk Guðmundsson i gærdag, svaraði Keflavikurlög- reglan þvi til að hann dveldist nú i Reykjavik við rannsókn málsins. „Það fer ekki snefill af rannsókn málsins fram i Kefla- vik, aö minnsta kosti ekki enn- þá.” En það er ljóst að sameig- inlega, ættu rannsóknarlögregl- an i Rvik. með sinar nýju upp- lýsingar og Keflavikurlögreglan með fyrri rannsóknir, að geta leyst gátuna fyrr en siðar. —GAS. Síðasti bitinn... 1 danska blaðinu AKTUELT frá þvi s.l. laugardag er frá þvi skýrt, að ambassador ís- lands i London, Niels P. Sig- urðsson, hafi verið fluttur til Bonn. Segir blaðið, að ambassadornum hafi þótt við hæfi að enda Lundúnadvöl sina með þessum táknræna hætti, birtir mynd af Niels þar sem hann er að borða þorskinn og lætur i ljósi þá skoðun, að islenzki ambassadorinn hafi kvatt London með tilhlýðileg- um hætti. Nöfnin ekki birt nema sekt sé sönnuð Nafnabirtingar sakfelldra manna og aðila að sakamálum hafa oftsinnis verið mikið deilu- efni, ekki aðeins hér á landi, heldur unt viða veröld. Þessar deilur hafa nú skotið upp kollin- um hérlendis á nýjan leik, varð- andi liin dularfullu og margum- töluðu hvörf, Geirfinns og Guð- mundar Einarssonar. 1 þessum málum sitja nú 7 menn i gæzlu- varðhaldi, og hafa 4 þeirra nú þegar játað sekt sina, að hluta til að minnsta kosti. Nöfn þeirra fjögurra hafa birzt i fjölmiðlum, en nöfn hinna þriggja gæzlu- varðhaldsfanganna hafa ekki komið á prenti ennþá, enda sekt þeirra ckki sönnuð. En hvað reglur gilda um nafnabirtingar sakamanna hjá islenzkum fjöl- miðlum? Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur á sæti i siðanefnd Blaða- mannafélags Islands. Við spurðum hann um þetta atriði. „Mcginreglan hlýtur að vera að valda ekki saklausu fólki miska mcð ótimabærum nafnbirting- um. Um nafnabirtingar sak- felldra ntanna eru engar skráð- ar reglur, en það hefur verið viðtekin venja að birta ckki nöfn sakamanna, fyrr en sekt þeirra hefur verið sönnuð, eða játning- ar þeirra iiggi fyrir. Það eru annars uppi stöðugar deilur urn þetta atriði, en fyrrnefnd venja hefur verið i heiðri höfð i is- lenzkum blaðaheimi.Það má ekki henda að nöfn ákærðra rnanna, sem svo sannast sýkn- ir saka, verði birt i fjölmiðlum, slikt er ófyrirgcfanlcgt. En það ætti ekki að henda á islandi, ef viöteknar venjur eru virtar,” sagði Indriði að lokunt. —GAS. Listamannalaun eru ÁRVISST HNEYKSLI! segir formaður Bandalags ísl. listamanna Thor Vilhjálmsson, formaður Kandalags isl. listamanna sagði i viðtali við blnt. Alþýðublaösins i gær, að nefnd sú, er úthlutaði listamannalaunum vissi ekkert um list. „Það setur hlátur að mönnum, að sjá hverjir sitja i þessari nefnd”, sagði hann. Hverjum skyldi detta i hug, að þcireigi að fjalla um mcnningar- mál.” Um það hvort ckki væru undan- tekningar, sagði Thor Vilhjálms- son aðeins, „ja, við skulum segja undantekning.” „i höfuðatriðum eru listamenn andvigir þeim aðferðum sent notaðar eru til þess að greiða listamönnum laun. Stjórnmála- flokkarnir nota þetta, til þcss að geta haldið uppi hrossakaupunt og til þess að fá litilssiglda menn til þess að konta skriðandi á hnjánum, til þess að biðja um eitthvað. Það er alltaf nóg til af þeim. Þeir sent stoltari eru og eitthvað gagn er I leiða þetta hjá sér og bara fussa við.” Svo bætti hann við: „Það er þarna fullt af fólki, sem fær þessi laun, sem skiptir engu máli fyrir islenska menningu. Þeir, sem liafa eytt ævi sinni, i að vinna að list „þekkja alls ekki sumt af þessu fólki.” Thor kvað þaö sæta furðu, að Atli Heimir Sveinsson skyldi ekki vera meðal þeirra, sent fengu listamannalaun. Að visu hefði hann afþakkað þau áöur, en það væri ekki næg ástæða til að úti- loka hann frá listamannalaunum til lifstiðar. Þá stób Uka til að setja Atla i byrjendaflokk. Nú hefur hann fcngið tónlistarverðlaun Norður- landa. Þá sagði formaður Bandalags isl. listamanna aö lokum, að það væri skömin að þvi að hvorki Svavar Guðnason né Sigurjón Ólafsson væru i hciðursflokki. Að visu væri búið að gera þessi heiðurslaun að öfugmæli með hinuin furöulegustu ákvörðunum siðustu árin. Að visu væru þar þó undantekningar. g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.