Alþýðublaðið - 10.02.1976, Side 1
28. TBL. - 1976 - 57. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR
Ritstjórn Siðumúla II - Simi 81866
BORGARMÁLIN
- sjá greinar í opnu blaðsins
MENNTASKOL-
UNUM FÚRNAÐ
Á ALTARI FJÖLBRAUTARSKÖLANNA?
BJARKISVARAR OG NEITAR
Fullyrð-
ing gegn
fullyrð-
ingum!
„ÉG lýsi þvi hér með yfir að
þessar fullyrðingar eru rangar,
hvort sem þær eru settar fram
þannig visvitandi eða ekki” sagði
Bjarki Eliasson, yfirlögreglu-
þjónn á blaðamannafundi sem
hann boðaði til i gær, vegna þess
að „eftir blaðaskrifin i dag og
sjónvarpsþáttinn Kastljós sl.
föstudagskvöld er ég lýstur ó-
sannindamaður um allt ísland.
Þarna eru tengd saman alls ó-
skyld mál, þetta ákveðna smygl-
mál sem upp komst i mai sl. og
„spiramálið” svonefnda”.
Nefndan blaðamannafund sátu
auk Bjarka, þeir Asgeir Friðjóns-
son sakadómari og Magnús Egg-
ertsson, yfirlögregluþjónn rann-
sóknarlögreglunnar i Rvik.
Asgeir gerði grein fyrir sinum
Framhald á 11- siðu
„Menntaskólar á Islandi eru i
mjög litlum tengslum við at-
vinnulifið i landinu. Þetta ástand
skapar hættu á stéttarskiptingu
Mótmæla
loðnu-
veröinu
„Teljum við áætiun odda-
manns um afurðanýtingu, 16%
i mjöli og 6,6% i lýsi á fyrra
verðtim abili, en 5,7% á þvi
siðara, alltof háa, svo og
markaðsmat, en mat hans á
vinnslukostnaði alltof lágt. Af
þeim sökum er fyrirsjáaniegt
að rekstrartap verksmiðjanna
vcrður þeim gjörsamiega of-
viða.”
Svo segir í niðurlagi bökun-
ar fulitrúa kaupenda I yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins eftir að lágmarksverð
á loðnu til bræðslu var ákveðið
i gær. Verðið var ákveðið kr.
3,25 hvert kg frá 1. til 8. febrú-
ar og frá 9. til 15. febrúar 3
krönur. Auk framangreinds
verðs greiði kaupendur 10
aura fyrir hvert kfló i loðnu-
flutningasjóð.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda
gegn atvkæðum fulltrúa kaup-
enda i nefndinni. í yfirnefnd-
inni áttu sæti ólafur Daviðs-
son, sem var oddamaður, Páll
Guðmundsson og Tryggvi
Ilelgason af hálfu seljenda og
Guðmundur Kr. Jónsson og
Jón Reynir Magnússon af
hálfu kaupenda. llinir tveir
siðasttöldu létu bóka svohljóð-
andi greinargerð:
„Við verðlagningu á loðnu til
bræðslu 18. janúar s.l. var lagt
til grundvallar gildandi sjóða-
kerfi sjávarútvegsins, en gert
ráð fyrir gildistöku nýs kerfis
frá t.febrúar. Þarsem fullvist
er,að fyrirhugaðar breytingar
á sjóðakerfinu taka svo seint
gildi, að þær koma loðnuveiði
og vinnslu að litiu gagni á
þessari vertið, lögðu fulltrúar
kaupenda til áð 6% af þeim út-
flutningsgjöldum, sem ganga
til olfusjóðs og vdtrygginga-
sjóðs fiskiskipa yrðu Jelld
niður, en það er sem næst
jafngildi umframtekna sjóð
anna af loðnuveiðunum Tekj
ur oliusjóðs og vátrygginga-
sjóðs af útflutningsgjöldum
loðnumjöls og lýsis ásamt
frystri loðnu alla loðnuvertið-
ina má ætla að nemi um
630-660 milljónum króna, en
útgjöld sjóðanna vegna loðnu-
veiðanna um 310-320 milljónir
króna. Tekjur þessara sjóða
Framhald á bls. 11
og skilningsleysi i landinu, milli
menntamanna og verkalýðs.”
„Æskilegt form framhalds-
menntunar er fjölbrautarskóli
þar sem bók- og verkmenntun er
undir sama þaki, og nemendur
geta valið á milli margra náms-
brauta. Menntaskóla i' sinni nú-
verandi mynd ber að leggja niður
jafnhliða þróun hins sameinaða
framhaldsskóla, enda eru þeir að
formi til arfur frá liðnum tima
þegar menntun var einungis fyrir
verðandi embættismenn.”
Að ofangreindum niðurstöðum
komst 9. þing LIM (Landssam-
band islenzkra menntaskóla-
nema), en það var haldið i Kópa-
vogi dagana 31/1-1/2. Þingið sóttu
fulltrúar menntaskólanna á
Laugarvatni^ ísafirði og Kópa-
vogi, auk menntadeildarinnar i
Flensborg. Menntaskólarnir i
Reykjavik og á Akureyr: sendu
ekki fulltrúa til þingsins, þar sem
þessir skólar sögðu skilið við
Landssambandið á siðasta vetri.
Þingið samþykkti, að öllum
skólum á menntaskólastiginu
skyldi gefinn möguleiki á aðild að
Landssambandi, auk þess sem
þeim menntaskólum sem sögðu
sig úr sambandinu er boðin aðild
á ný.
1 fréttabréfi sem ályktunum
þingsins fylgir, er frá þvi sagt að
mikil eining og samstaða hefði
rikt á þinginu og fundarmenn
hefðu verið eins og ein góð fjöl-
skylda. Þá segir einnig, að þingið
hefði markað timamót að þvi
leytinu til, að ekki hefði verið far-
ið út i pólitiskar umræður, né nein
pólitisk samþykkt hefði verið
gerð.
A þinginu var kosinn fram-
kvæmdanefnd LIM, og skipa
hana fulltrúar Menntaskólans i
Kópavogi, yngsta menntaskóla
landsins.
,-GAS.
Júdóiþróttinni ve\ fylgi hér á
landi dag frá degi, og þessi
mynd er frá júdómóti, sem háð
var um helgina. Viðar Guð-
johnsen (sem er með lappirnar i
loft upp) leggur hér andstæðing
sinn — en nánar er sagt frá
mótinu og öðrum iþróttum
helgarinnar
á biaðsíðum
12 og 13 i dag.
Geturðu skipt
10-þúsundkalli?
Ekki er búið að ákveða endan-
lega, hvort prentun á 10 þúsund
króna seðli muni koma til fram-
kvæmda á næstunni, og er spurn-
ing hvort þurfi gengisfellingu til
að svo verði. Eins og fram hefur
komið i fréttum, þá hefur banka-
stjórn Seðlabankans ákveðið að
hætta útgáfu krónupenings i nú-
verandi mynd, og ákveðið að
slegnir krónupeningar á þessu ári
veröi úr áli, og minnki um 5 1/2
mm i þvermáli. Einnig hefur
komið fram að frekari breytingar
á gjaldmiðlinum okkar séu i at-
hugun, og verður væntanlega
skýrt frá þeim áöur en langt um
liður.
Alþýðublaðið hafði samband
við Guðmund Hjartarson banka-
stjóra Seðlabankans, og innti
hann eftir útgáfu 10 þúsund króna
seðils. Sagði hann að banka-
stjórnin væriaðvelta þvi fyrir sér
þessa dagana, en það væri ekki
hægt að segja neitt endanlegt um
það mál, það er sem sagt til um-
hugsunar.
Það eru samt fleiri sem velta
þessu fyrir sér en bankastjórn
Seðlabankans, þvi slikur seðill
væri kærkominn fyrir hinn al-
menna borgara.
Þótt verðfallið sé ekki eins ört
hér á landi og var á kreppuárun-
um i Þýzkalandi fyrir stri'ð, þegar
markið hrundi i verði dag hvern
og húsmæður þurftu að lokum að
fara með hjólbörufylli út i mjólk-
urbúð, þá vex seðlafjöldinn i
veskjum manna hér á landi i
sama hlutfalli og verðgildi þeirra
minnkar. 10 þúsund-kallinn endist
ekki langt þegar allt kemur til
alls, og mun ein góð máltið á fin-
um stað kosta svo sem einn slikan
seðil. —GG.
sid MINKAR HAFA SLOPPIB l)R
eÚUM SfDAN MIKARÆKT HÚFST
„Það er óhætt að fullvrða aö sjö
minkar hafi sloppið úr minka-
búunum frá þvi að þau byrjuðu
starfsemi sina hér á landi i siðara
skiptið", sagði Sveinn Einarsson
veiöistjóri i samtali við Alþýðu-
blaðið, þegar hann var spuröur
um fullyrðingu Iialldórs Páls-
sonar búnaðarmálastjóra I viðtali
um þetta mál. Er Sveinn var
spurður um hvcrnig eftirliti með
minknum væri háttað, sagði
hann:
„fcg fer nokkur skipti á ári i
eftirlitsfcrð í minkabúin, en þess
á milli fer ráðunautur I búin til
aðstoðar, og gefa ráð við
ýmsum liðum i minkarækt, svo
sem sjúkdómum. Annars er ckki
svo auðvelt að hafa glögga yfir-
sýn yfir minka sem sleppa, en
málið er, að þeir ciga alls ekki aö
koinasl út úr búunum. Nú eftirlit
með minknum sem laus gengur,
er háttað þannig að á varpstöðv-
unum og á þeim stöðum sem
minkurinn veldur sem mestu
tjóni, cru sérstakir menn sem sjá
um að halda honum I skefjum.
llér sunnanlands eru svo meira
áhugamenn sem sjá um þetta
verk. Þeir menn sem fá laun fyrir
þessa vörzlu, eru fleiri hundruö
viðs vegar um landið, og eru það
sveitarstjórnirnar sem ráða þá og
borga þeim laun að 1/3 hluta, cn i
fjárlögunt eru veittar 10 milljónir
til þessarar starfsemi." Um stað-
setningu dýrsins, og fjölda þcirra
sem eru veidd á ári, hafði Sveinn
þetta að segja.
„Það er m jög erfitt að fara með
tölur i þessu sambandi, en ég hef
trú á að um 1200 dýr hafi veiðzt á
ári. Mönnum ber saman um að
minkum hafi fækkað, og ég
held að við höldum honum alveg
niðri núna, allavega bcr ekki
mikið á kvörtunum um yfirgang
minksins. Annars hagar mink-
urinn sér öðruvisi eu áður var, þvi
nú heldur hann sér lengra frá
vatnasvæöum. og lifir þá á mó-
fugli aðallega.” Hvort einhver
refsing lægi við þvi er minkur
sleppur, sagði Sveinn
eftirfarandi:
„Það er engum refsað ef til-
kynnt erstrax um dýrið. og hefur
engum verið refsað hingað til.
Þegar minkur sleppur, þá á að til-
kynna mér það strax. og þá
annaöhvort fer ég sjálfur. eða ég
sendi þá einhvern sem ég treysti
á vettvang. Annars hef ég trú á að
slikir aliminkar drepist úti i frost-
inu áður en þeir eru búnir að
aðiaga sig umhverfinu. en þótt
einn og einn minkur sleppi út. þá
breytir það ekki svo miklu.
Annars veit ég um mink sem
fannst i hænsnabúi. sem hafði étið
með hænunum uni tima. en svo
einn góðan veðurdag, þá sagði
eðlið til sin. og hann fór að snúa
sér að hænunum.” sagði Sveinn
veiðistjóri að lokum.
—GG