Alþýðublaðið - 10.02.1976, Síða 3
Stefnuliós Benedikt Gröndal skrifar
NÝR ODDVITI
í NOREGI
Það urðu kynslóðaskipti i
norskum stjórnmálum fyrr i
þessum mánuði, er Trygve
Bratteli lét af störfum sem
forsætisráðherra og Odvar
Nordli tók við af honum. Þar
sem íslendinga skiptir miklu
máli, hverjir fara með æðstu
völd i Noregi, og ráðamenn
okkar hafa jafnan margvis-
legt samstarf við þá, er for-
vitnilegt fyrir okkur að kynn-
ast þessum nýja forsætisráð-
herra. Hann er raunar frekar
litið þekktur, nema helzt á
vettvangi Norðurlandaráðs,
og hefur hann komið til ís-
lands á fundi þess.
Nordli er ættaður frá Heiðmerkurfylki
og er fólk þar mjög hreykið af því, að hafa
lagt landi sinu til forsætisráðherra. Hann
hefur frá æskuárum tekið þátt i störfum
Jafnaðarmannaflokksins, fyrst i sveitar-
stjórnum, en siðan 1961 á Stórþinginu.
Hann hefur fengizt við margvislega mála-
flokka i þingnefndum, og samgöngumála-
ráðherra hefur einu sinni verið i ráðuneyti
Brattelis.
Nordli hefur orð á sér fyrir að vera
„raunhæfur” stjórnmálamaður, sem eyð-
ir meiri tima i að leysa aðkallandi vanda-
mál en að fjalla um hugsjónir. Þó hefur
hann sjálfur sagt, að hugsjónalaus stjórn-
málamaður sé eins og stýrislaus bátur.
Skólaganga Nordlis fór út um þúfur á
I HREINSKILNI SAGT
Hvað kemur næst?
Heldur virðist nú gerast
vandlifað fyrir andstæðinga
núverandi, rikisstjórnar. En
jafnframt verður að segja, að
annað eins kýrhausasamsafn
og hefur upp raddir sinar á
stjórnarheimilinu, er vist
vandfundið á þessari jörð.
Látum nú vera, þótt
stjórnarmálgögnin beri sig
heldur illa yfir ádeilum á
stjórnarathafnir, en þá tekur
steininn úr, þegar harmagrát-
urinn beinist ekki siðúr að þvi,
að tekið sé undir ákvarðanir,
rétt eins og stjórnmálaslitin
við Breta!
Svo var komið, að sifelldar ásiglingar
brezku skipanna á löggæzluskip okkar,
þóttu ekki lengur við unandi. Og Bretum
var beinlinis sagt umbúðalaust, a.ð Islend-
ingar neyddust til að gera úr þvi alvöru,
að slita stjórnmálasambandinu, ef vig-
drekarnir hyrfu ekki út fyrir 200 milurn-
ar. Það var auðvitað ekki nema helming-
ur þess, sem kreíjast átti. Krafan um, að
veiðiþjófarnir og „verndarar” þeirra i
liki dráttarbáta hyrfu einnig, var auðvit-
að alveg jafn sjálfsögð. En þetta var látið
undir höfuð leggjast. Hneykslismálin i
sambandi við komu hr. Luns hingað, og
þau boð, sem hann bar Bretastjórn, eru i
fersku minni. Þvaður islenzka ambassa-
dorsins i kveðjuveizlu hans i Lundúnum,
er svo enn annað hneyksli, sem rikis-
stjórnin kyngdi. Vera má, að svo hafi ver-
ið á litið, að þetta væri drykkjuraus. En
það bætir nú litið úr skák. Reyndar er bezt
Allt niðri
að játa, að það eru til óvægnari skýringar
á þvi einstæða athæfi. Sú skýring hefur ó-
neitanlega flögrað að ýmsum, að hér hafi
ambassadorinn talað með vitund og vilja
ráðamanna!
Eitt er vist, að ekki hefur frétzt um, að
þessi ambassador hafi fengið áminnipgu,
hvað þá meira. En þrátt fyrir allt þetta
er mér afar óljúft að trúa stjórninni til
annars eins fláræðis.
Þegar svo forsætisráðherrann kemur
öngulsár heim aftur úr Bretlandsför sinni,
en hefur þó sýnt þann manndóm aö neita
þeim kostum,sem buðust, sameinast allir
um að samþykkja þær gerðir hans og af-
stöðu. En það er bezt að gleyma þvi þá
ekki, að jafnframt er gefin út yfirlýsing,
að ef herskipin fari aftur að láta til sin
taka i fiskveiðilögsögunni, muni verða
stjórnmálaslitaf hálfu Islendinga! Það er
ekki vitað, að nokkur lifandi maður hafi
verið þess umkominn að þvinga eða
kreista þessar yfirlýsingar fram, að
stjórninni nauðugri.
Svo þegar Bretar brjóta alvarlegar af
sér en nokkru sinni fyrr með þvi að stefna
flotanum inn á alfriðað svæði og reyna á-
siglingar á varðskipin enn einu sinni, fá-
um við það eitt að heyra, að nú þurfi að
sýna sérstaka stillingu! Þá eru öll
á hælum!
mannalætin rokin úr kýrkollum rikis-
stjórnarinnar, rétt eins og kerlingareldur
úr gorkúlu á haustdegi. Og það er meira
blóð i kúnni!
Nú er tekið að þvæla um, að sennilega
hafi hr. Luns, eða þá einhverjir aðrir
þrengt svo að Betum að þeir ætli nú sjálf-
viljugir að skerða fiskafla sinn hér um
30% miðað við ársafla! Slit á stjórnmála-
sambandi sé svo sem ekki á neinum
harðahlaupum frá okkur, og fleira i sama
dúr! Svona rétt til að kóróna moðhausa-
háttinn, er þvi lýst með fjálgum orðum i
Reykjavikurbréfi Moggans, hvað Bretar
séu nú einstaklega hart keyrðir vegna
þrýstings utanfrá. Þeir hafi nú birt ein-
hliða yfirlýsingu, sem næst i samræmi viö
striðsárunum, af þvi að kennarar hans
voru handteknir af nazistum og skólanum
lokað. Hann lauk þó stúdentsprófi eftir
strið og hefur lagt fyrir sig viðskiptafræði.
Skömmu eftir að Nordli hafði myndað
rikisstjórn sina — og valið með sér miklu
fleiri nýja menn en almennt var búizt viö
— bauð hann öllu ráðuneytinu til dvalar á
herragarði, sem norska rikiö á skammt
frá Hamar. Þar var rætt i ró og næði um
starf og stefnu stjórnarinnar. Ekki fékk
þó forsætisráðherrann alveg frið, þvi að
hann mætti á fjöldafundi i Hamarshöllinni
og flutti þar fyrstu stefnuræðu sina. Þótti
vel til fundið, að hann gerði það i heima-
borg sinni.
Stjórn Nordlis er minnihlutastjórn, sem
þó situr fastar en ella af þvi að ekki má
leysa Stórþingið upp og efna til kosninga
nema á reglulegum tima i Noregi. Það
gerir stjórnarskipti erfiðari en þó engan
veginn útilokuð milli kosninga. Hægri-
flokkarnir hafa ekki heldur meirihluta, en
klofningsmenn á vinstri hlið ráöa úrslit-
um. Nordli hefur þá stefnu að leita sam-
vinnu við hina flokkana til skiptis eftir
þeim málum, sem við er að fást hverju
sinni.
1 ræðu sinni i Hamarshöllinni bauð hann
öðrum flokkum til samstarfs um málefni
á grundvelli eftirfarandi meginstefnu:
1) Trygging öryggis og frelsis þjóðarinn-
ar i vestrænu samstarfi.
2) Hlutdeild i alþjóða friðvæðingu og af-
vopnun.
3) Stuðningur við fátækar og kúgaðar
þjóðir.
4) Náttúru- og umhverfisvernd á öllum
sviðum.
5) Sterkari stjórn samfélagsins á vernd og
nýtingu náttúruauðlinda.
6) Aukið lýðræði i stjórnmálumog at-
vinnulifi.
7) Dreifing á valdi og viðfangsefnum
rikisins.
8) Trygging atvinnunnar og jafnrétti til
handa launþegum.
9) Jafnrétt og jöfn virðing allra lands-
manna.
10) Aukin átök i menningarmálum, vörn
trúfrelsis og umburðarlyndis.
11) Réttlát tekjuskipting og fullkomnar
tryggingar.
12) Samkeppnishæft atvinnulif meö sam-
starfi hins opinbera og einkaaðila.
13) Oflug byggðastefna og stjórn á fjár-
festingu, þar sem byggð þéttist mest.
14) Efling undirstöðuatvinnuveganna,
landbúnaðar og fiskveiða.
15) Oliuhagnaður hagnýtist i þágu allrar
þjóðarinnar.
16) Aukinn þáttur rikisins i oliuiðnaðin-
um.
Eftir Odd A. Sigurjónsson
hugmyndir Wilsons, sem fram hafi komið
i viðræðunum við Geir um daginn!!
Ja, hvilikur ofboðsþrýstingur hlýtur
það að vera, sem neyðir Breta til að gefa
yfirlýsingar i samræmi við sinar eigin
hugmyndir!! Og þessu gat hr. Luns áork-
að. Já, það er enginn smákall hann herra
Luns. Það ætti nú að fara að verða full-
komlega timabært, að fá þennan sama hr.
Luns til að setja svolitinn þrýsting á Geir
og Co, ef það mætti verða til þess að þeir:
1) færu að hissa upp um sig og lýsa yfir i
áheyrn alþjóðar, hvað þeir i raun og veru
meina, 2) bæru ekki fram hótanir um eitt
og annað, sem eru svo meira en mark-
lausar þegar á hólminn er komið, 3) hætta
að bera á borð þá erkififlsku, að það hljóti
að spretta af einstöku ábyrgðarleysi
stjórnarandstæðinga, ef þeir taka undir,
þegar stjórnin reynir að manna sig upp, i
orði. Það er meira en meðal krossgáta,
hvernig stjórnin ætlast til, að almenning-
ur fylgi forystu, sem alltaf er að missa
buxurnar niður á hæla, og skynjar aldrei
næsta skref i jafn alvarlegu máli og hér
um ræðir.
Þriðjudagur 10. febrúar 1976
Alþýðublaðið