Alþýðublaðið - 10.02.1976, Side 6

Alþýðublaðið - 10.02.1976, Side 6
Tiltölulega litlar upplýsingar liggja fyrir um fíkniefnaneyzlu hér á landi og aðferðir við Eru fikniefni, al- mennt meðhöndluð meðal fólks hér á landi? Er þróunin slik, að fikniefnaneyzla verður orðið ógnvekj- andi vandamál hér á landi innan fárra ára? Eru yfirvöld nægilega vel á verði gegn þess- um skaðlega ógnvaldi, eða eru lögreglu- og dómsvöld sinnulaus um þessi mál? Þessar spurningar og margar fleiri ámóta, vakna æði oft meðal almennings. Fréttir berast utan úr heimi kannski af dauða 12 ára barns, vegna of- notkunar eiturlyfja, og notkun þessara efna er orðinn mjög almenn viða á Vesturlöndum, svo algeng, að stjórn- völd hafa viða misst þar öll tökin og geta lit- ið aðhafzt annað en krafsað i bakkann og vonað hið bezta. Á^and þessara mála hér- lendis erekki fullljóst. Lengi vei vorum viö tslendingar lausir við þennan ófögnuð, sem fikniefni eru. Það var þó vart við þvi að búast, að ísland slyppi algjör- lega undan oki þessara efna. Þvi þótt lega lándsins og fjar- lægð frá öðrum löndum tefji áhrif og tizkusveiflur erlendis frá um nokkurn tima, þá munu bættar samgöngur sjá til þess, að við íslendingar förum ekki varhluta af þvi sem skeður er- lendis. Filcniefni fóru þvi að berast hingað til lands, fyrir nokkrum árum siðan. Hingað tii hefur neyzla þessara efna ekki verið almenn meðal fólks né mikið á meðferð þeirra borið. Þó er al- menningi ljóst, að fikniefna er neytt hérlendis að staðaldri, af hópi fólks. Fréttir berast af þvi, að fundizt hafi, svo og svo mikiö magn fikniefna hérogþar, og að fikniefnadeild lögreglunnar og fikniefnadómstóll hafi nóg á sinni könnu. Það er þvi á vitorði manna, að þessi óæskilegu efni, fiknilyf.eru hingað komin, hvort sem okkur h'kar betur eða ver. Ástandið hérlendis, er þó alls ekki háskalegt ennþá, að minnst akosti, ef litið er á ástand ann- arra þjóða i þessum efnum. Hér ku aðallega vera reykt hass og önnur veikari efni, sem margir vilja álita að séu litt skaölegri en áfengið. Minna mun vera um inntöku sterkari efna, en er- lendis eru það einmitt slik efni, svokölluð eiturefni, sem öll eymdin stafar af. Heróin t.d. hefúr ekki sézt hér á landi svo staðfest hafi verið auk þess sem litið ber á LSD, amfetamini og öðrum vanamyndandi efnum. Við skulum þó vera á varð- bergi, þvi berst ekki allt illt til íslands? eins og dómsmálaráð- herra okkar, Ólafur Jó- hannesson sagði i ónefndum út- varpsþætti.ekki allsfyrir löngu. Það var þó sizt ætlunin að reifa þessi mál nákvæmlega i formála þvi ætlunin var að tala við Ásg. Friðjónss. dómara hjá Fikniefnadómstólnum. Við fór- um á hans fund i siðustu viku. Blm. spjallaði við hann um þetta vandamál yfirleitt og einnig var komið inn á fyrst- nefhdar spurningar. En við skulum gefa Ásgeiri orðið. Mikil pappirsvinna — Hér sérðu þá skriffinnsku sem getur fylgt þvi að afgreiða mál eins manns, sem reyndar var viðriðinn nokkur fikniefna- misferli á sama tima, sagði As- geir og sýndi blaðamanni þykk- an skjalabunka sem lá á skrif- borði hans. Þessi mikla pappirsvinna getur tafið og tor- veldað afgreiðslu mála, þótt það sé auðvitað ekki algengt að það bryddi á sama manninum i þremur eða fjórum málum eins oggerðist iþessu tilviki. í tilfelli þessaeinstaklings, þarf aðsam- ræma og tengja saman aðild mannsins að þeim fjórum mál- um sem hann var viðriðinn. Þetta kostar oft mikið vafstur og þegar upp er staðið þá getur legið eftir, um það bil, 140 blað- siðna skýrsla um einn einasta mann. Ég vil þó taka það fram, að langoftast er afgreiðsla þessara mála mun einfaldari, eins og þegar menn eru aðeins viðriðnir eitt mál. Þá er skýrslugjöf og önnur pappirs- vinna tiltölulega einföld og tek- ur skamman tima. í upphafi.... — Það var á miðju ári 1973 sem sérdómstóll var stofnaður með lögum. Ég var þá eini starfsmaður dómstólsins og lenti strax í rannsókn nýrra mála. Arið 1974 var siðan kom- inn haugur af málskjölum sem vinna þurfti úr, en á miðju ári var fyrsta misferlismálið af- greitt fyrir dómnum. Þá þegar hafði mér borizt aðstoð, þ.e. hérvið dómstólinn tók til starfa fulltrúi. Arnar Guðmundsson. — ekki. Þó má nefna að á árinu 1975 fannst mun meira magn efna en gerðist á árinu 1974. Arið 1975 var viðurkenndur innflutningur 17 kg af fikniefnum og er þá ekki meðtalið það smyglmál sem er i rannsókn þessa dagana á Kefla- vikurflugvelli. Af þessum 17 kilógrömmum, voru 15 kg hass og 2 kg marihúana. Reyndar náðist ekki i nema 9 kg þessa magns. Litið varð uppvist um önnur efni. Uppvist var t.d. um 60grömm af amfetamini,en i 10 grömm náðist. A árinu 1974 varð hins vegar ekki uppvist um nema 3-4 kg. Þessar tölur segja þó ekki allt um raunverulega neyzlu, þvi á árinu 1973 varö uppvist um 15 kg. Þessar sveiflur milli ára, valda þvi að erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegri þróun þessara mála. — Minna LSD, meira am- fetamin. Nokkrar breytingar eru merkjanlegar á notkun einstakra efna hérlendis i gegn- um árin. 1 upphafi bryddaði töluvert á LSD, sem er sterkasta ofskynjunarlyfið á markaðnum. Meðferð þess efnis hefúrnú minnkað verulega, og á árinu 1975 fannst ekki einn einasti skammtur af þvi. A móti bendir hins vegar ýmislegt til selur fikniefni, neytir þeirra lika. Þó ber það við að hagnaðurinn af slikri sölu, er mun meiri heldur en útgjöldin vegna eigin neyzlu, svo að hrein hagnaðarsjónarmið eru ekki viðs fjarri. Þá hefur það einnig gerzt, og þá einkanlega i stærri málum, að algjör hagnaðar- sjónarmið hafa ráðið ferðinni. Dreifingaraðilarnir snerta ekki við efnunum sjálfir, og köld viðskiptasjónarmið eru mönn- um efst i huga. — Meðaltalsdæmi um mögulegan gróða. — Það er erfitt að nefna dæmi um mögulegan gróða þeirra af brotamanna sem að innflutningi ogsölu fikniefnastanda. Það fer allt eftir þvi hve langt efnið er sótt, hve dýru verði það er keypt erlendis og um hve margar hendur það gengur hér á landi. Þó mætti nefna dæmi þar um, og væri miðað við meðaltals- verð. Þannig mætti hugsa sér að keypt væri 1 kg af hassi erlendis á um það bil 200 þúsund krónur. Hér heima væri siðan möguleiki á þvi að selja efnið fyrir um það bil 1 milljón króna, jafnvel meira, ef efaið færi um margra hendur. — Málsmeðferð. — Mjög misjafnlega mikið vafstur er við rannsókn þessara FJÖLDIFÍKNIEFN AD MINNSTA KO 330 aðilar á 2 og 1/2 ári. — Mér telst til að um 330 aöilar hafi á þessum fjórum ár- um verið afgreiddir frá dóms- tólnum. Nokkrir þessar aðila hafa verið dæmdir oftar en einu sinni, aukþess sem dómstólinn hefur nokkrum sinnum afgreitt mál einstaklinga, sem hafa verið tengdir fleiri en einu mis- ferlismáli. — Fiknefnadeild lögreglunnar ekki langt frá. — Þegar dómstóllinn hóf störf, þá var ætlunin að við hann starfaði sérstök rann- sóknadeild. Það hefur þó enn ekki orðið, að minu mati af hagræðis og réttarfarslegum orsökum. Við erum i nábýli við lögreglustjóraembættið og höf- um frá upphafi verið i nánu sambandi við fikniefnadeild lögreglunnar, en þar vinna 2-3 menn að staðaldri. Meira magn ’75 en ’74. — Það er hæpið að fullyrða, hvort meðferð fikniefna hafi farið i vöxt hérlendis hin siðari ár. Það er i þessum málum sem og öllum brotaflokkum, að nokkurt hlutfall brota upplýsist þess, að sterkt amfetamin, inn- fluttiduftformihafifariði vöxt. Þá skoðun okkar byggjum við á þvi,að nú upp á siðkastið höfum við orðið áþreifanlega varir við meðferð þess efnis, en það gerðist vart áður. Aðeins I þröngum hóp- um. — Ég hef á tilfinningunni að fikniefnaneyzlan sé aðeins stunduð i þröngum hópum. Það hefur verið þannig, og ég hef ekki orðið var neinnar merkjan- legrar breytingar á þvi ástandi. Að minnsta kosti hefur ekkert komið fram, sem getur af- afsannað þá skoðun mina. — Hvort fjárglæframenn standi á bak við? — Þvi hefur oft verið hreyft að fjársterkir aðilar standi að baki ólöglegum innflutningi fikniefna og siðan sölu og dreifingu hér- lendis. Við höfum ekki sannan- lega komizt að sliku, en ýmsir hafa haft hagnað að sölu fikni- efna og siðan fjármagnað áfram sams konar viðskipti. Annars blandast það nú oft- ast, dreifing og neyzla, þ.e. sá er mála og tefst afgreiðsla mála eða flýtist oft af þeim sökum. Við minni afgreiðslur er yfirleitt' boðin sáttaafgreiðsla, en ef ekki verður samkomulag um slikt, þá er málið að jafnaði sent til saksöknara. Einnig er svo, þegar um umfangsmeiri mál er að ræða. Getur þá afgreiðsla málsins, nokkuð dregizt á langinn. — Refsingar. Refsingar eru mjög mismun- andi. Lög gera ráð fyrir þvi að minnsta refsing sé áminning, gefin við minnsta hugsanlegt brot. Þyngsta refsing sam- kvæmt lögum, er 10 ára 'fangelsi. Mig minnir að þyngsti dómur sem hefur verið felldur við þetta embætti, sé 4 mánaða fangelsi, auk sektar og máls- kpstnaðar. Lögin hér um, voru mótuð eftir reynslu nágrannalandanna og refsingar svipaðar hérlendis og gengur og gerist i nálægum löndum. Hins vegar áætlar lög- gjafinn mikið svigrúm, og eru lögin mótuð i mjög viðum ramma. Dimar okkar eru þvi mótaðir eftir islenzkum að- stæðum og staðháttum. \ Alþýðublaðið Þriðjudagur 10. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.