Alþýðublaðið - 10.02.1976, Page 11

Alþýðublaðið - 10.02.1976, Page 11
EG MAN MALSATVIK MJOG VEL OG FLUTTI ALDREI SKILABOÐ Greinargerð Bjarka — framhald af forsíðu afskiptum af máli þessu, og voru þau i öllum atriðum samkvæm þvi sem fram kemur i greinar- gerð Bjarka, að undant. þvi að Ásgeir segist hafa haft samband við Baldur Möller til að fá hann til að fallast á þá túlkun sina, að þetta mál félli ekki undir umboðs- skrá sina i „spiramálinu”. Asgeir sagði að Baldur, sem hefði unnið að gerð umboðsskrárinnar, hefði fallizt á túlkun sina varðandi þetta mál sem kom upp þann 3. mai i vor. Ásgeir sagðist að loknu samtalinu við Baldur hafa gengið á fund lögreglustjóra og greint honum frá málavöxtum. Að þessu leyti er málflutnigur Það vantar hjálp til Guatemala! Samkvæmt beiðni frá Guate- mala hafa 19 Rauða-kross félög sent hjálp, en enn vantar 10 milljónir svissneskra franka. Rauði-kross Islands sendi i gær 250 þúsund islenskar krónur, en tekið er á móti framlögum á giró reikning nr. 90 þúsund, i öllum bönkum, sparisjóðum og pósthús- um á landinu. Einnig er tekið á móti framlögum i aðalskrifstofu Rauða-krossins Nóatúni 21, og Reykjavikurdeild samtakanna, Oldugötu 4, og hjá öllum deildum félagsins um land allt. Almannavarnarstöð á Akureyri I kjallara lögreglustöðvarinnar á Akureyri eru að hefjast fram- kvæmdir við uppbyggingu stjórn- stöðvar almannavarna. Þessi framkvæmd hefur verið lengi á döfinni en skriður komst á málin eftir að jarðhræringarnar hófust á Norðausturlandi. Ætlunin er að þarna hafi al- mannavarnir Akureyrar aðsetur ef neyðarástand skapast. Verður bæði stjórnstöð og fjarskiptaher- bergi i þessu húsnæði og er þetta jafnframt hugsað sem varastöð fyrir almannavarnarnefnd rikis- ins sem hefur aðsetur i Reykja- vik. Er talið nauðsynlegt að stjórnstöðin verði tilbúin sem allra fyrst. —SG. Kaupiö bílmerki Landverndar Hreint | ^fand I fngurt 1 land B LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25 Asgeirs Friðjónssonar og Bjarka Eliassonar ekki samræmdur. Á fundinum kom fram að þre- menningarnir töldu að aldrei hefði verið gerð nein tilraun til að stöðva rannsókn málsins held- ur hafi allt verið gert til þess að hún gæti farið rétta boðleið gegn- um kerfið og á sem styztum tima. Þeir þremenningarnir gátu enga skýringu gefið á þvi hvers vegna þessi „misskilningur” hefði komið upp, en menn yrðu sjálfir að dæma hverjir væru ó- sannindamenn i máli þessu af þeim gögnum, sem fram hefðu verði lögð. Greinargerð Bjarka er i heild sinni svohljóðandi: „Laugardagsmorguninn 3. mai 1975 hringdi Haukur Guðmunds- son, rannsóknarlögregluþjónn i Kefiavik, til Rúnars Sigurðsson- ar, lögregluþjóns i Reykjavik, og óskaði eftir að hann færi að húsi við Grettisgötu i Reykjavik en þá skömmu áður hafði grunsamleg bifreið farið frá Keflavikurflug- velli áleiðis til Reykjavikur. Um nokkurt skeið hafði verið fylgzt með ferðum nefndrar bifreiðar, þvi ökumaður hennar var grunaður um að smygla áfengi og tóbaki út af Keflavikurflugvelli og flytja það i tiltekið hús i Reykjavik. Rúnar brá strax við og fékk sér til aðstoðar Edvarð Skúlason, lögregluþjón i Reykja- vik, og fóru þeir að húsinu við Grettisgötu. Stóðst það á endum, að er þeir komu að húsinu var bifreiðin komin þar og var ökumaður að bera úr bifreiðinni inn i húsið. Lögreglumennirnir gripu þá inn i verknaðinn og lögðu hald á varninginn, sem reyndist vera áfengi og tóbak. Haukur Guð- mundsson kom skömmu siðar á staðinn og hófst nú frumrannsókn málsins af áðurgreindum lög- reglumönnum i herbergi á 1. hæð lögreglustöðvarinnar v/Hverfis- götu, sem Haukur hafði til afnota i sambandi við rannsókn svonefnds „spiramáls” og vann Rúnar einnig að þvi máli. Var þessi aðstaða og aðstoð veitt á sinum tima, að beiðni bæjar- fógetans i Keflavik. Sama morgun mun Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæzl- unnar á Keflavikurflugvelli hafa bætzt i hóp rannsóknarmanna. Skömmu fyrir hádegi umrædd- an laugardag er frumrannsókn og yfirheyrslur höfðu farið fram, mátti vænta að nauðsyn væri á fleiri handtökum og hús- rannsóknum i sambandi við mál þetta. Mun Kristján þá hafa farið þess á leit við Ásgeir Friðjónsson, dómara, sem skipaður hafði verið sérstakur rannsóknardómari i svonefndu „spiramáli” að hann tæki við framhaldsrannsókn máls þessa. Asgeir taldi, að þetta mál félli ekki undir þá umboðsskrá sem skipun hans i rannsóknar- dómarastöðuna tók til og tjáði Kristjáni það. t framhaldi af þessu gekk Asgeir á fund lög- reglustjóra og var ég þar viðstaddur og greindi frá mála- vöxtum, og féllst lögreglustjóri á, að eðlilegt væri að visa málinu á þessu stigi til rannsóknarlögregl- unnar og sakadóms Reykjavikur. Óskaði hann þá eftir þvi við mig að ég hefði samband við Magnús Eggertsson yfirlögregluþjón rannsóknarlögreglunnar, sem taldi eðlilegt að þeir tækju við málinu eins og komið var, og kvaðst hann reiðubúinn að taka við gögnum i málinu strax, og kvaðst sjálfur mundu biða eftir þeim og skipa mann til rannsóknarinnar. 1 framhaldi af 'þessu fór ég til þeirra Hauks og Rúnars, og bað þá að ganga sem fyrst frá gögnum i málinu og koma þeim ti! Magnúsar Egg- ertssonar sem biði eftir þeim. Kváðust þeir mundu gera svo. Það skal tekið fram að Kristján Pétursson, deildarstjóri var ekki viðstaddur er ég færði þeim Hauki og Rúnari umrædd skilaboð. Þar með lauk minum afskiptum af máli þessu það sinn. Kemur þá að framháldi þessa máls, sem hefst með þvi að fimmtudaginn 5. febrúar um kl. 12.40 hringir Baldur Óskarsson hjá sjónvarpinu heim til min og spyr mig, hvort ég kannist við að hafa i svonefndu „spiramáli” komið með þau skilaboð eða fyrirmæli frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra, að Kristján Pétursson o.fl. ættu að hætta rannsókn málsins og afhenda hana Sakadómi Reykjavikur. Þetta hafi átt að vera seint i janú- ar eða byrjun febrúar 1975. Ég tjáði Baldri Óskarssyni, að þessi fullyrðing væri alger þvættingur og ætti ekki við nein rök að styðj- ast, enda hefði ég aldrei komið nálægt rannsókn svonefnds „spiramáls” og aldrei borið rannsóknarmönnum þess máls nein skilaboð, hvorki i þvi máli né öðrum frá Baldri Möller. Þar sem mér fannst þessi framburður Kristjáns Péturssonar i þessum Kastljósþætti sem Baldur óskars son visaði tii svo furðulegur hringdi ég siðdegis til Hauks Guð- mundssonar, sem þá var staddur við störf i fangelsinu við Siðumúla og greindi honum frá spurningu Baldurs og fullyrðingu Kristjáns, og spurði hann hvort hann kannaðist við þetta atvik. Hann sagði að hér gætti nokkurs miskilnings hjá Kristjáni eða Baldri, þvi hér væri átt við Þessar eru kröfur flugmanna Vængja Nú hafa verið birt þau kjör sem flugmenn Vængja njóta svo og það sem farið hefur verið fram á i samninga- umleitunum. Að visu mun ekkert hafa verið rætt við flugmennina hjá Vængjum eftir að þeir fengu uppsagnarbréf frá fyrirtækinu en varla verður öðru trúað en viðræður fari fram. Eins og fram kemur i meðfylgj- andi greinargerð er mesta kaup- hækkun sem yrði við að farið yrði að kröfum Félags islenzkra at- vinnuflugmanna 62,7% en ekki 300-600% eins og áður hafði verið haldið fram. Þá má einnig geta þess, að flugmenn Vængja eiga nú að skila allt að 1100 flugtimum á ári og það mun vera þak sem loft- ferðaeftirlitið hefur sett á há- marksflugtima. Þá hljóta einnig vakttimar á sólarhring og hverj- um mánuði svo og hvildartimi að teljast til beinna öryggisatriða. Um þetta tókst Alþýðublaðinu þó ekki að fá fullnægjandi upplýs- ingar i gærkvöldi. Hér á eftir birtist samanburður á þeim launum og öðrum kröfum sem nú eru i gildi hjá Vængjum h.f. og þeim kröfum sem farið er fram á. _SG. Þau atriði sem helst skifta máli, annað er félagslegseðlis. Það sem nú er i gildi. Það sem farið er fram á i samningarumleitunum. Flugtími á sólarhring " " 30 dögum " " 120 " " " 365 " 1 2 timar 120 " 300 " 1100 " 8 timar 95 á sumri/80 á vetri 260 timar 900 " Vakttími á Sólarhring " " 30 dögum 18 timar 240 " til 220 t 14/12 timar 175 timar Hvíldartími Lágmark 4 timar Lágmark 9 timar Orlof 6.33% k laun 14 daga sumarfri 20 " vetrarfrfe Frídagar i mánuði 6-8 dagar 8 dagar að sumri 9 dagar að vetri Veikindadagar óákveðið Full laun i 9 mán 2/3 launa i 3 mánf Líftrygging miðað við dauða eða fulla örorku Verði flugm óvinnufær vegna slyss. 4.5 Milj. óákv. . 7.0 Milj. Full laun í eitt ár Skirteinistrygging Engin 4.3 Milj. Lifeyrissjóður/ Eftirlaunasjóður Enginn 11 % af 1aunum Laun flugstjóra á Twin Otter 1. ár Dagpeningar 119.700.- 20.000.- 190.685.- (62.7*-) 21.208,- + 5.302.- Laun flugstjóra á Twin Otter eftir 5 ár Dagpeningar 124.530.- 21.000.- 220.016.- (56,6 ÍL) 21.208.- + 5.302.- Laun flugstjóra á BN Islandeh 1. ár Dagpeningar 106.050.- 15.500.- 190.685.- (61 ,B%) 21.208.- + 5.302.- Laun flugstjóra á BN Islander eftir 5 ár Dagpeningar 220.016.- 21.208.- + 5.302.- Laun aðstoðarflugmanna Dagpeningar Do eftir 5 ór 89.550.- 15.500.- 144.920.- (61.8%) 21.208.- 167.212.- 21.208.- smyglmál, sem upp kom á s.l. vori. Ég kannaðist strax við það mál og mundi vel afskipti min af þvi, eins og ég hef greint frá hér að framan. Ég spurði Hauk, hvort hann teldi að ég hafði komið með skilaboðin um að fá rannsóknarlögreglunni i Reykja- vik málið i hendur frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra og taldi hann svo vera. Ég benti honum þá á, að ég myndi málsatvik þessi mjög vel og gæti fuliyrt að ég hafi aldrei rætt;þetta mál við Baldur Möller hvorki fyrr né siðar, hvað þá flutt einhver skilaboð frá hon- um. Ekki virtist Haukur sannfær- ast við þetta, og lauk svo okkar tali að ég kvaðst mundu rannsaka málið nánar. Næst talaði ég við Rúnar Sigurðsson og spurði hann hvort hann myndi eftir umræddu atviki og kvað hann svo vera. Fékk ég Rúnar til að skýra lög- reglustjóra frá málavöxtum að mér viðstöddum og kom fram- burður hans i einu og öllu heim og saman við það sem ég mundi bezt og réttast. m.a. það að Kristján Pétursson var ekki viðstaddur er ég talaði við Hauk og Rúnar, og nafn Baldurs Möller var aldrei nefnt i þessu sambandi. 1 fram- haldi af þessu hringdi ég til Bald- urs Óskarssonar hjá sjónvarpinu og greindi honum frá þvi, að mis- skilnings mundi gæta i fullyrð- ingu Kristjáns um að ég hafi borið honum skilaboð frá Baldri Möller i einu eða öðru sambandi þvi ég hafi aldrei rætt við hann, þ.e. Kristján, neitt i tengslum við þessi mál. Hins vegar hafi ég einu sinni rætt við Hauk og Rúnar i sambandi við smyglmál, sem tengt var Keflavikv.iflugvelli og aðilum i Reykjavik og hafi sú rannsókn farið fram i upphafi i Revkjavik en er frumrannsókn var lokið, hafi ég haft samband við Magnús Eggertsson, vfirlög- regluþjón rannsóknarlögreglu, sem samkv. réttarvenju hafi átt að halda rannsókn áfram og sam- þykkt það. Hins vegar hafi ég frétt i dag (5/2) að Kristján hafi ekki fellt sig við þessa ákvörðun og fengið Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavikurflug- velli til að hringja i Magnús Eggertsson og fá hann til að heimila að Kristján og Haukur héldu rannsókn áfram og Magnús fallist á það. Um framhald þessa máls er mér alls ókunnugt en aldrei heli ég heyrt að það hafi verið i nokkrum tengslum við svonefnd Klúbbmál, Geirfinns- mál eða spiramál. heldur hafi hér verið um venjulegt smyglmál að ræða án nokkurra tengsla við umrædd mál." Mótmæia loðnuverðiO umfram gjöid af loðnuveiðun- um og vinnslu afurðanna eru þvium 320-340 milljónir króna. Slik tekju tilfærsla yfir til ann- arra greina sjávarútvegsins þola loðnuveiðar og vinnsla ekki við þau rekstrarskilyrði, sem þessi atvinnugrein býr við i dag. Við mótmælum harðlega verðákvörðun þessari og synj- un stjórnvalda á beiðni um niðurfellingu á hluta útflutn- ingsgjalda. Teljum við áætlun oddamanns um afurðanýt- ingu, 16% i mjöli og 6,7 i lýsi i fyrra verðtimabili, en 5,7% á þvi siðara, alltof háa, svo og markaðsmat, en mat hans á vinnslukostnaði alltof lágt. Af þeim sökum er fyrirsjáanlegt að rekstrartap verksmiðjanna verður þeim gjörsamlega of- viða.” —SG Þriðjudagur 10. febrúar 1976 I Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.