Alþýðublaðið - 10.02.1976, Síða 13
Vítanýtingin
í lágmarki og
Bretar unnu
báða leikina
íslenzka körfuknatt-
leikslandsliðið tapaði
tvivegis fyrir þvi
brezka i vináttulands-
leik milli þjóðanna i
Laugardalshöllinni um
helgina. Þeim fyrri
með 82 stigum gegn 76,
en þeim siðari með 81
stigi gegn 74.
1 fyrri leiknum byrjuðu Is-
lendingarnir mjög vel og gerðu
þrjár fyrstu körfur leiksins.
Bretarnir jöfnuðu sig þó fljót-
lega voru búnir að jafna um
miðjan fyrri hálfleik 18:18.
Bretinn tók siðan forystuna og
hélt henni unz yfir lauk, þó litlu
munaði að Islendingunum tæk-
ist að jafna á siðustu minútum
leiksins. Staðan i leikhléi var
45:34 fyrir Bretann.
Ekki verður annað sagt en að
islenzka liðið hafi valdið nokkr-
um vonbrigðum i leikjunum. Að
visu voru Bretarnir betra liðið,
með hærri leikmenn og meiri
breidd i sinu liði, en það kom
ekki eins mikið út úr mörgum
okkar leikmanna eins og vitað
Helga boðið
á alþjóðlegt
skákmót
A sunnudag fór fram hrað-
skákmót Reykjavikur i félags-
heimili Taflfélags Reykjavikur
að Grensásvegi 44-46. Niu um-
ferðir voru tefldar eftir Mon-
rad-kerfi og tefldar tvær skákir
i hverri umferð, þar sem hver
keppandi fékk 5 minútur til um-
hugsunar á skák. Sigurvegari
varð, eins og á sjálfu Skákþing-
inu, Helgi ólafsson. Hann hlaut
14 1/2 vinning af 18 mögulegum.
Annar varð gamla kempan
Guðmundur Pálmason, með 13
vinninga, og Ómar Jónsson varð
þriðji með 12 vinninga.
Eftir Hraðskákmótið voru
veitt verðlaun fyrir Haústmót
T.R., Hraðskákmót T.R., Skák-
þing Reykjavikur og Hraðskák-
mót Reykjavikur. Er skemmst
frá þvi að segja að Helgi fékk 1.
verðlaun i öllum þessum mót-
um, og söfnuðust svo að honum .
bikararnir aðmennsögðui grini
að hann hefði þurft vörubil til
þess að koma öllum verðlaun-
unum heim til sin. Það voru bik-
arar til eigna og svo farandbik-
arar sem hann fékk og voru þeir
ófáir þegar verðlaunaafhend-
■ingunni lauk. Ljóst er af ár-
angri Helga að undanförnu að
innanfélagsmót T.R. ásamt öðr-
um innlendum mótum eru orðin
of þröngur vettvangur fyrir
þennan mikla skákmann, og
hefur þvi stjórn T.R. ákveðið að
bjóða Helga að taka þátt i al-
þjóðlegu skákmóti einhvern
timann á næstunni. Vitað er að
Helgi hefur mikinn áhuga á að
taka þátt i opna bandariska
meistaramótinu, sem haldið
verður einhvern timann i' sum-
ar.
Einnig hefur stjórn T.R. á-
kveðið að bjóða Margeiri Pét-
urssyni, sem aðeins er 15 ára, á
heimsmeistaramót unglinga 17
ára og yngri sem haldið verður
nálægt borginni Lille i norður
Frakklandi i sumar.
er að þeir geta. Fát og fum var
oft mikið þegar leikmennirnir
voru komnir i dauðafæri, og
mistókust þvi oft upplögð tæki-
færi til þess að skora. Bretarnir
voru með mun betri skot-
nýtingu, bæði af færum og úr
vitum, og er öruggt að Island
hefði unnið ef þeir hefðu aðeins
nýtt vitaköstin betur i leiknum,
en prósentunýtingin i þeim hef-
ur liklega aldrei verið lélegri
hjá islenzku landsliði
einmitt i þessum leik. Njarðvik-
ingurinn Gunnar Þorvarðarson
var bezti maður tslands i fyrri
leiknum, einkum þó i siðari
hálfleik, þó hann mætti vera
hreyfanlegri og útsjónarsamari
i sóknarleiknum. Hann var þó
stigahæstur i leiknum á laugar-
daginn með 18 stig, Jónas Jó-
hannsson og Jón Sigurðsson
voru báðir með 12 stig, og bræð-
urnir Kristinn og Jón Jörunds-
son gerðu 11 stig, aðrir voru
með minna. Kanadamaöurinn
Peter Sprogis var stigahæstur
hjá útlendingunum með 23 stig.
Sprogis þessi er mjög snjall
leikmaður, og byggjast flestar
sóknarlotur Breta upp á það að
hann fái sæmilegt næði til þess
að skjóta af færi. Annars var
brezka liðið nokkuð jafnt.
Siðari leikurinn sem leikinn
var á sunnudag, var nánast afrit
af fyrri leiknum enda voru loka-
tölurnar svipaðar. Jón Sigurðs-
son var stigahæstur i þeim leik
með 23 stig, Jón Jörundsson
gerði 14, og Kristinn Jörundsson
var með 11 eins og fyrri daginn.
Peter Sprogis var einnig
stigahæstur i' þessum leik hjá
Bretánum með 17 stig.
Jón Sigurösson sýndi ágætis tilþrif gegn brezka Olympiuliðinu um helgina, þótt oft hafi maöur séð hann
betri. Hann skoraði 23 stig i siðari leiknum og var þá stigahæstur allra á leikvellinum. Hér skorar hann
i fyrri leiknum.
V.VX'X*
FULLUM GANGI
□ ENN BETRI KJÖR, EN A VETRARÚTSÖLUNNI
□ ALLT NÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR
□ ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL
□ LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
fa KARNABÆR
y—J* Útsölumarkaöurinn,
Laugavegi 66, sími 28155
Alþýðublaðið
Þriðjudagur 10. febrúar 1976