Alþýðublaðið - 10.02.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 10.02.1976, Side 16
alþýðu Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. RiUtjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- KÓPAYOGS APÓTEK , Opiö öll kvöld til kl. 7 i Laugardaga til kl. 12 ' Rltstjórn Slðumúla II - Slml 81866 Flokksstarfid Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. febrúar nk. að Tjarnargötu 10 og hefst ki. 8.30 stundvislega. Alþýöuflokksfélag Reykjavikur boðar til almenns félagsfund- ar, miðvikudaginn 11. febrúar, n.k., i Félagsheimili prentara og hefst fundurinn stund- vislega kl. 20.30. Pagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning uppstillinga- nefndar. 3. Atvinnumál. Framsögu- menn Björn Jónsson og Björgvin Guömundsson. 4. önnur mál. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Kópavogs veröur með opið hús i Félags- heimilinu á miðvikudagskvöld milli klukkan 18 og 19. Allt Al- þýðuflokksfólk er hvatt til að mæta og ræða málin. Stjórnin. Nýlega hefur verið dregið i happdrætti Alþýðuflokksfélagsins á Akureyri. 1. verðlaun ferð til Noregs kom á miða númer 568. 2. verðlaun ferð til Færeyja kom á miða númer 767. 3. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK. og til baka kom á miða nr. 210. 4. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK og til baka kom á miða nr. 182. Eftirfarandi númer hlutu . 5.000 kr. verðlaun: 130, 299, 416, 613, 846, 963, 1378, 1455, 1632 og 1998. - HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Láta Grindvfk- ingar til skarar skríða á ný? gerðarleysi herliðsins af land- helgisdeilunni og þar með til- gangsleysi hersins hér á landi. Við spurðum óskar hvort búast mætti við frekari aðgerð- um af hálfu Grindvikinga, með tilliti til nýjustu viðburða. ,,l>ú spyrð um aðgerðir. Það er ekk- ert látið upp um það mál. Það kemur allt i einu, þegar að þvi kemur. Betra að láta ekkert uppi um það. En það er aldrei aö vita hvenær við hugsum okkur til hreyfings.” —GAS „Þær eru nú hálf skuggalegar fréttirnar sem okkur berast, að freigáturnar séu enn á ný komn- ar innfyrir 200 milurnar. Það er þvi þungt i okkur Grindviking- um hljóðiö eins og reyndar öll- um landsmönnum,” sagði Óskar Hermannsson i Grinda- vík i samtali við blaðið i gær. Óskar vareinn af forkólfunum i aðgerðum þeim er Grindvik- ingar stóðu að á dögunum, þegar þeir lokuðu veginum að fjarskiptastöð NATO-hersins á IVIiönesheiði til að mótmæla aö- Óðinn fljótlegai viðgerð Varðskipið Óðinn hefur enn ekki komizt i gagnið að neinu ráöi siðan skipið kom úr endurbygg- ingu fyrir liðlega tveimur mánuð- um siðan. önnur vél skipsins hef- ur verið ónothæf að mestu og þvi ekki verið hægt að nota skipið við gæzlustörf eins og ástandið er á miðunum. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði I samtali við Alþýðublaðið i gær, að vonast væri til að þessu ástandi færi að ljúka. Það hefði komið i ljós að stagboltar eru farnir að gefa sig og undirlagið orðið slitið og skælt. Það.hefði tekið talsverö- an tima að finna hvað væri að, en nú þegar það iægi fyrir yrði farið i viðgerð mjög fjótlega. Aðspurður um skuttogarann Baldur sagði Pétur að hann stæði fyrir sinu við gæzlustörfin. Hins vegar væri ekkert hægt að full- yrða á þessu stigi hvort heppilegt væri að fá fleiri skuttogara til af- nota fyrir Landhelgisgæzluna. Astandið á miðunum gæti breytzt á skömmum tima en útgerðar- kostnaður væri mikill. —SG. TEKIÐ EFTIR: í grein Flosa Ólafssonar i Þjóðviljanum s.l. sunnudag að hann fer að dæmi þeirra Visis-manna og gripur orðabókina sér til aðstoðar til þess að skilgreina dómsmálaráð- herra. Flettir Flosi upp á orðinu „kauði” og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að það þýði búralegur eða álappalegur maður. Dregur Flosi af þvi þá ályktun, að „kauði” hljóti að vera i Fram- sóknarflokknum. TEKIÐ EFTIR: 1 leiðara Tim- ans nú um helgina og hjá Stein- grimi Hermannssyni i sjónvarp- inu, að Framsóknarmenn virðast ætla að snúast þannig við að- finnslunum á dómsmálaráðherra vegna afskiptanna af margum- ræddri rannsókn afbrotamála, að þeir, sem aðfinnslurnar gera, séu með þvi að reyna að spilla fyrir tslendingum i landhelgismálinu. M.ö.o. að það jaðri við landráð að finna að embættisfærslu ólafs Jó- hannessonar. HEYRT: Að skömmu fyrir helgina hafi samninganefnd at- vinnurekenda i vinnudeilunni gert út sérstaka nefnd til að vita, hvort rikisstjórn væri i landinu og ef svo væri að leita þá að henni. HLERAÐ: Að það sé viðar maðk- ur i mysunni i sambandi viö fjár- málaumsvif Sigfinns Sigurðsson- ar heldur en rætt hefur verið um til þessa. Mest allt sem við kemur Vestmannaeyjabæ mun þó vera komið fram, en hins vegar er talið að ýmis umsvif á meginlandinu eigi eftir að koma i ljós sem ekki hafa farið hátt enn sem komið er. SYcÐ: 1 fundargerð borgarráðs, að dagana 19. og 20. febrúar verði haldin ráðstefna um málefni aldraðra i Hasselbyhöll. Fulltrú- ar Reykjavikurborgar á þessari ráðstefnu verða Páll Gislason, Kristján Benediktsson og Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri. HEYRT: Það haft eftir framá- mönnum i Framsóknarflokknum, að Kristján Pétursson, deildar- stjóri tollgæzlunnar á Keflavikur- flugvelli, sé „kauði” sá, sem Ólafur Jóhannesson sagði að stæði að baki öllum „árásunum” á sig. Kristján Pétursson mun vera eini rannsóknarlögreglu- maðurinn, sem átti hlut að rann- sókn allra þriggja málanna — Klúbbmálsins, spiramálsins og Geirfinnsmálsinsi en hann átti lika drýgstan þátt i þvi, að upp komst um oliumálið svonefnda fyrir tæpum tVeimur tugum ára. SÉÐ: í dagblaðinu Visi fyrir helgina, að orkumálastjóri stað- festir þær upplýsingar, sem Valdimar Jóhannesson, blaða- maður, grundvallaði á spurning- ar sinar til Jóns Sólnes i Kast- ljóssþætti um Kröflumálið i haust. Þá sagði Jón Sólnes, að upplýsingarnar, sem Valdimar studdist við en hafði ekki fengið staðfestingu á, væri með öllu úr lausu lofti gripnar og ef þær væru sannar bæri að endurskoða ýmis- legt varðandi Kröflu. Nú hefur orknmálastjóri seint og um siöir staðfest ummæli Valdimars — og hvað gerir þá Jón Sólnes* að nú sé hafin barátta fyrir þvi meðal ákveðinna útgerðar- manna, að hinu illræmda sjóða- kerfi sjávarútvegsins verði ekki breytt þar eð þeir telja, að breyt- ingar myndu verða til þess að rýra mjög hlut þeirra? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ 1^1 Aldrei étið á sinn kostnað? Það vakti talsverða at- hygli, þegar Kristinn Finnbogason lýsti þvi yfir i Kastljósi s.l. föstudag, að Framsóknarfélögin i Reykjavik hefðu aldrei borðað i Klúbbnum á sinn kostnað. Nú hefur þvi verið haldið fram — og ekki mótmælt enda fyrir þvi margar auglýsingar i Timanum — að Fram- sóknarfélögin og stofnan- ir þeirra hafa haldið all- nokkra hádegisverðar- fundi i Klúbbnum á liðn- um árum. Og hver hefur þá borgað brúsann fyrst „Framsóknarfélögin hafa ekki borðað þar á sinn kostnað" ef marka má orð Kristins Finn- bogasonar? Það ætti væntanlega að koma fram af reikningum veit- ingastaðarins ef einhver annar hefur borgað fyrir bitann og væri fróðlegt að vita, hver það hefur verið fyrst það voru ekki þeir, sem matarins neyttu, eins og lá i orðum Krist- ins Finnbogasonar — hafi honum ekki. orðið á mis- mæli, en allir eiga að sjálfsögðu leiðréttingu orða sinna. Vitnisburður Kristjáns Péturssonar Mesta athygli vakti þó án efa vitnisburður Kristjáns Péturssonar, deildarstjóra hjá toll- gæzlunni á Keflavikur- flugvelli. Hann mun vera einn af örfáum, jafnvel sá eini, sem tekið hefur þátt i rannsókn hinna þriggja stóru mála — Klúbbmáls- ins, stóra spiramálsins og Geirfinnsmálsins. Og hann fullyrti, að tengsl væri á milli allra þessara mála. Þá skýrði Kristján einnig frá þvi, að þegar hann ásamt tveimur öðr- um rannsóknarlögreglu- mönnum vann að rann- sókn spiramálsins hafi þeim borizt þau skilaboð frá dómsmálaráðuneyt- inu fyrir milligöngu Bjarka Eliassonar að hætta þegar i stað við rannsóknina. Bjarki ber á móti þessu, en Haukur Guðmundsson, rannsókn- arlögreglumaður, stað- festir framburð Kristjáns. Hér er þvi enn eitt haria undarlegt mál á ferðinni, sem skoða verð- ur i ljósi annarra málsat- vika af svipuðu tagi og gera þá ósk Kristjáns Péturssonar meira en skiljanlega, að rannsókn á öllum þessum málum verði tekin upp að nýju. FIMM á förnum vegi A Olafur Jóhcnnesson að víkja úr embætti? Guömundur Jóhannssnn, verzlunarmaöur: Nei, ég tel ekki vera neina ástæðu til þess. Hann hefur staðið fyrir sinu og svaraö fyrir sig. Margrét Pétursdóttir, af- greiðslukona: Nei,ég sé enga á- stæðu til þess aðhann geri það. Eg held að hann sé meö hreina samvizku i þessum málum, þrátt fyrir allar ásakanirnar sem á hann hafa veriö bomar. Ragnar H. Guðbjörnsson, bfl- stjóri: Alls ekki að vikja. Ég er ekki framsóknarmaður, en ég álit að Ólafur sé einn af traust- ustu mönnum i rikisstjórninni. Þá leyfi ég mér að draga mjög i efa sannieiksgildi ásakananna sem fram hafa komið. Dagfríður Halldórsdóttir, húsm. m.m.: Nei, það á hann ekki aö gera að svo stöddu. Ég held að Ólafur hafi hreinan skjöld, hitt kann svo að vera að farið hafi verið á bak við hann. Stelia Guðmundsdóttir, af- greiöslukona: Það er erfitt að segja til um það. þegar maður þekkir ekki þau lög sem gilda i svona máli. Maður yrði að vera lögfróður til þess að geta svarað eins og til er ætlazt af manni. EB. ✓

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.