Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Bjarni Sigtryggsson skrifar . Norðurlandaráð sé kjölfesta norrænnar stefnu STENDUR NORRÆN SAM- VINNA nú á vegamótum? Er þess nú að vænta að leiðir skilji úr þessu? Spurningar af þessu tagi hafa heyrzt æ oftar að undanförnu i blöðum og timaritum á Norðurlöndunum upp á siðkastið — enda ekki ó- eðlilegt að spurt sé i ljósi þeirrar staðreyndar að Noreg- ur er nú að verða oliufram- leiðsluriki — og slík veigamik- il breyting á efnahagsupp- byggingu eins rikis getur haft miklar breytingar i för með sér á afstöðu þess til alþjóða- mála og samvinnu við önnur riki. Þá hefur einnig verið bent á það, að það sem af er þessum áratug hafi heldur hall- að undan fæti fyrir norrænni samvinnu eftir tveggja áratuga samfellda jákvæða þróun samstarfsins. Upphaf þeirrar nei- kvæðu þróunar megi rekja til þings Norð- urlandaráðs i Reykjavik 1970, er hug- myndinni um efnahagssamstarf Norður- landanna, NORDEK, var kastað fyrir róða, og siðan hafi orðið kaflaskil er Danir gengu i EBE einir Norðurlandaþjóða. Það er löngu liðin tið að tslendingar setji hugmyndina um norræna samvinnu aðeins i samband við skálaræður og veizluhöld, og þótt slik samvinna geti aldrei orðið eins viðfeðm milli Islands og hinna rikjanna og hún er milli þeirra fjög- urra rikja, sem liggja svo gott sem saman landfræðilega, þá má segja að þessi ára- tugur marki upphaf þátttöku Islands i samstarfi bræðraþjóðanna. Efnahagssamvinnan innan ramma fri- verzlunarbandalagsins EFTA eru fyrstu verulegu kynni okkar af náinni samvinnu við aðrar þjóðir á sviði viðskipta siðan við öðluðumst sjálfstæði — og þótt aðild okkar að EFTA hafi verið gagnrýnd af ýmsum ,aðilum, þar á meðal sumum hagsmuna- hópum, þá leikur enginn vafi á því að sú stefna hafi verið rétt, sem þar var tekin. Stofnun norræna fjárfestingarsjóðsins i kjölfar aðildar okkar að friverzlunar- bandalaginu hefði hins vegar getað verið upphaf ráðstafana til að nýta betur mögu- leika okkar i nánara efnahagssamstarfi við aðrar þjóðir, þótt okkur hafi að þvi leyti til miðað skemur en efni stóðu til. Það var hins vegar ljóst, að okkar þátt- taka yrði hins vegar fyrst og fremst á sviði menningar og lista — og bygging Norræna hússins i Reykjavik hefur ekki aðeins orðið þeirri samvinnu lyftistöng, heldur hefur starfsemi hússins orðið ein- hver mesti menningarauki á höfuðborg- arsvæðinu um langan aldur. Sérstaða islenzks efnahagslifs hefur gertþaðað verkum, að viðhöfum ekki átt fyllilega samleið með hinum Norðurlönd- unum i efnahags- og markaðsmálum, og það er einmitt slik sérstaða i kjölfar oliu- auðsins, sem margir Norðmenn óttast að kunni að verða þess valdandi, að hug- myndir um nánara norræna efnahags- samstarf eigi erfiðari daga fyrir höndum. En hvað varð NORDEK að falli? Og hvað varð þess valdandi aö Danir gengu i efnahagssamstarf með Suður-Evrópu- rikjunum? 1 fyrstá lagi voru Finnar ekki reiðubúnir árið 1970 að ganga í NORDEK, — og hugsjónin um efnahagsbandalag Norðurlandanna bauð að það yrði banda- lag allra rikjanna. Þannig að úr þvi að ekki var hægt að stiga skrefið til fulls árið 1970, þá varð að reyna aðrar leiðir að sama markmiði. Það var þvi leiðin sem brást, en ekki stefnumarkið. En var þá tekin stefna i aðra átt er Danir gengu tveim árum siðar i EBE? Vegna markaða fyrir landbúnaðaraf- urðir Dana var þeim nauðsynlegt að fylgja Bretum eftir — og til að gera langt mál stutt, þá má orða það sem svo, að Norðurlöndin hafi istað þess að missa eitt riki yfir isamstarf annarra þjóða eignazt fulltrúa i efnahagsbandalagi stærstu rikja Evrópu. Norðmenn kusuað visu aðra leið, — ekki fullt samstarf, heldur hægfara þróun með viðskiptasamningum. A sama máta stefna Islendingar að nánara við- skiptasamstarfi við EBE svo skjótt sem landhelgisdeilan leysist. En af þessu má sjá, að stefnumarkið er enn hið sama, þótt atvikin hafi hagað þvi svo, að leiðirnar eru allar aðrar. Á öllum Norðurlöndunum rikir nú fullur pólitiskur viljifyrir þvi að efla samstarfið og auka á öllum sviðum. Þing Norður- landaráðs, sem haldið verður i Kaup- mannahöfn i lok þessa mánaðar, er orðinn vettvangur sameiginlegrar ákvarðana- töku ráðamanna allra Norðurlandanna. og það er mikilvægt atriði, að til þess þings séu jafnan kjörnir fulltrúar, sem geta tryggt það að þeirra ákvarðana gæti siðan i framkvæmd i hverju landi fyrir sig. En Norðurlandaráð á ekki aðeins aö vera spegilmynd þeirra stjórna, sem hverju sinni sitja að völdum. Það er mik- ilvægt að á timum tiðra stjórnarskipta og ótryggs stjórnmálaástands i hinum ein- stöku aðildarlöndum ráðsins sé það sjálft kjölfesta sem tryggi áframhald fram- kvæmd norrænnar stefnu. Það verður að- eins gert með þvi að þar sitji jafnan full- trúar stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu og eldri kynslóðar þingmanna jafnt sem hinnar yngri. I HREINSKILNI SAGT „Kúgaðu fé'af kotungi...! Verkfall stórs hluta islenzkrar sjómannastéttar er nú orðin bláköld stað- reynd. Þetta hefur engan veginn komið eins og þruma úr heiöskiru lofti, en átt sinn aðdraganda og hann alls ekki svo skamman. Þegar ákveðið var að taka sjóðakerfi sjávarútvegsins til endurskoð- unar, gerðist það fyrst og fremst vegna gagngerðrar óánægju sjómanna, sem sifellt var verið að þrengja að um af- rakstur af vinnu þeirra. Þegar svo var komið.aðtilskipta kom aðeins helmingur afla, eða naumast það, gat hver maður séð, að svo mátti ekki lengur standa. Nú er ekki þvi að neita, að hluti af þessu sjóðakerfisferliki, sem svo hefur verið kallað á „æöstu stöðum” gat átt nokkurn rétt á sér, enda hefur ekki staðið deila um það af hálfu sjómanna. Voru niðurfelldar greiðslur i þann hluta sjóðakerfisins, sem samkomulag var um, virtist koma i ljós, að unnt væri að hækka fiskverð um allt að 25%. Varla verður sjómönnum láð, þótt þeir teldu sanngjarnt og eðlilegt, aö i þeirra hlut félli drjúgur skerfur af fisk- verðshækkuninni. En það hefur berlega komið i ljós, að þetta var alls ekki fyrir- ætlunin hjá hinum háu herrum, sem gera út. Krafan um, að sjómenn tækju á sig stóran hluta af útgerðarkostnaðinum, með þvi að greiða oh'ukostnað báta og skipa er raunar alls ekki ný. Hún hefur svamlað i sjólokunum árum og áratugum saman. En sjómenn hafa jafnan staðið fast á, að andæfa þessu háttalagi. Þegar litið er á máhð i heild, verður að segja, að það sé á engan hátt eðlilegt, að vinnuflokkurinn —áhöfnin á hverjum bát eða skipi, taki að sér verulegan hluta rekstrarkostnaðar við fyrirtæki, sem sami vinnuflokkur hefur svo enga hlut- deild eða ákvörðunarrétt um, hvernig er rekið. Ef til vill eigum við ekki margra kosta völ. En það hlýtur þó að vera öllum skiljanlegt, að endalaust er. ekki hægt að blóðmjólka atvinnugrein, eins og sjávarútveginn, til þess aö halda uppi ýmsu miður þarflegu i landi, og að öllu eru takmörk sett. Auðvitað eiga alls ekki aliir útvegsmenn óskilið mál. En samt getur engum dulizt, sem sjá vill, að Iffs- kjör fjölmargra þeirra eru öll önnur, en sjómanna, sem bera hita og þunga af þvi að draga verðmætin að landi. Það eru aðeins þeir, sem einnig stunda sjóinn úr hópi útvegsmanna, sem unnt er að tala um, að séu á sama báti og aðrir af áhöfninni að vissu marki þó. Hvernig sem málinu er velt fyrir sér, veröur að álita, að illa hafi verið að þessu staöið af hálfu ráöamanna. Engum mátti vera auðsærra, að efnahagsmál okkar eru ekki i þvi ásigkomulagi, að þjóðin megi við þvi að fiskiflotinn stöðvist um há- bjargræðistimann. En það er harðsnúið, að til þurfi aö koma slikrar stöðvunar fyrir handvömm og óbilgirni þeirra, sem við það gátu ráðið, ef ekki hefði verið ætlunin að ganga enn á hlut þeirra, sem minna mega sin. Þegar hingað er svo komið, er ekki annað sýnna en að i viðbót við þetta muni stöðvast hjól atvinnulifsins í landi einnig. Þar er um að ræða sömu söguna, sama viðhorfið. ,,Þá varð þjófnaður meðr undarlegu móti, þvi það var stolið frá Eftir Odd A. Sigurjórsson þeim, sem ekkert áttu”, sagði Benedikt gamli Gröndal i kuldalegri gamansemi. Að visu er ekki hægt að taka þetta bók- staflega öðruvisi en svo, að þegar þrengt er kosti þeirra, sem litið eða ekkert hafa og á þann hátt, sem hér viðgengst, fer að verða æði mjótt á milli um aðfarirnar. Vissulega gengur margt úrskeiðis viða um lönd, og margt bendir til, að hið óhefta gróðasjónarmið þeirra, sem fjármagnið hafa með höndum, sé ekki það sem koma og rikja skal. En fyrr má þó rota en duð- rota. Þegar sifellt er gengið á hluta þeirra, sem varlahafa tilhnifsog skeiðar. á hlut sjúkra og öryrkja, aldraðra og lág- launafólks, er mælirinn meira en fullur. Stjórnarstefna og stjórnaraðfarir. sem hefur annaö eins aðleiðarljósi ber bana- mein sitt i sjálfu sér. Hún heldur og stefnir ekkert annað en fram af efnahags- legum og siðferðilegum Svörtuloftum og það er ekkialveg auðsætt, að hún átti sig á brúninni. A Svörtuloftum Þriðjudagur 17. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.