Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 9
aiþýdul I Er landið sljórnlaust? Verkfall er hafið á megin- hluta fiskiskipaflotans, og þegar þetta er ritað er ekki annað vitað, en almennt verk- fall félaga innan Alþýðusam- bandsins hefjist á miðnætti. Deilur um skiptingu þjóðar teknanna, um kaup og kjör einstakra stétta, hafa þvi enn einu sinni leitt til þess, sem aðeins verður kallað neyðar- ástand. Standi almenn vinnu- stöðvun yfir i margar vikur, tapar þjóðarbúið i heild milljónum, ef ekki milljörðum króna, og efnahagsmál þjóðarinnar fjarlægjast það jafnvægi og þann frið, sem um þau þyrfti að rikja. Verkalýðshreyfingin, sem gripur nú til neyðarúrræða, hefur sýnt mikið umburðar- lyndi undanfarin misseri og hvað eftir annað gert samninga, sem byggðust á hinu erfiða ástandi þjóðarbús- ins. Ekki geta verkföllin nú komið neinum á óvart, þvi að sjómenn gerðu grein fyrir kröfum sinum fyrir mörgum mánuðum, og Alþýðusam- bandið lagði fram tillögur um aðgerðir, sem gætu tryggt vinnufrið, i byrjun desember. Rikisstjórnin er að visu ekki formlegur aðili að samningum milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. En reynslan hefur fyrir löngu kennt okkur, að rikisstjórnir verða að láta sig þessi mál meira skipta en flest önnur, þvi að framvinda efnahagsmála fer mjög eftir þróun þeirra. Þetta hefur nú- verandi rikisstjórn algerlega vanrækt. Hún Jhefur ekki sinnt kjaramálunum mánuð eftir mánuð, og mætti á þvi sviði halda, að landið væri með öllu stjórnlaust. Sjaldan hefur verið meiri ástæða fyrir rikis- stjórn að fylgjast vandlega með þessum málum en nú, þvi að tillögur. Alþýðusambands- ins bentu á ýms atriði, er snerta hugsanlegar aðgerðir rikisvaldsins til að létta hlutskipti launþega. Allir hugsandi menn hafa nú þungar áhyggjur af þvi, að málefni þjóðarinnar stefna beint út i ógæfu. Þorskastriðið við Breta er á stórhættulegu stigi, en virðist komið i algera sjálfheldu. Stórfelld sakamál innanlands sýna samtimis veikt og ófullkomið réttarkerfi og stórfellda afbrotahringa, sem ekki skirrast við mann- dráp. Og svo bætast ofan á allt þetta vinnudeilurnar, sem nú eru að leiða til stórfelldra verkfalla. Tveir stærstu flokkar lands- ins fara með stjórn og skortir ekki atkvæðastyrk á þingi. Þó hefur þessi stjórn reynzt furðulega veik, sundurþykk i landhelgismálinu og dóms- málunum, stefnulaus með öllu i kjaramálunum. Stjórn þjóðarinnar hefur, þegar mest á reynir, sýnt hik og veikleika og algerlega brugðizt hlut- verki sinu. Rikisstjórnin, með sjö ráðherra og fjölmennt þinglið, hefur einbeitt sér svo gersam- lega að landhelgismálinu und- anfarna mánuði, að nálega allt annað hefur verið van- rækt, og þá alveg sérstaklega kjaradeilurnar. Þetta er með öllu ófyrirgefanlegt. Þótt stór mál eins og deilan við Breta krefjist allrar athygli og tima margra manna, getur rikis- stjórn ekki hliðrað sér hjá skyldustörfum sinum i öðrum málum af þeim sökum. Það hefur samt sem áður gerzt. Hvað sem liður landhelgis- málinu — og þvi verður að sinna vel og vandlega — er það skylda rikisstjórnarinnar að leggja sig nú, þótt seint sé, alla fram um að finna skjótlega lausnir á vinnu- deilunum og tryggja, að tjón þjóðarinnar af vinnustöðvun- um verði sem minnst. Verkafólkið hefur sýnt mikla þolinmæði og skilning vegna erfiðleika þjóðarbúsins i seinni tið. Gamla fólkið og aðrir, sem lifa á greiðslum trygginga eða lifeyrissjóða, hafa aftur á móti ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Nú leggja verkalýðsfélögin megináherzlu á, að stórátak verði gert i lifeyrismálunum og bætt kjör þeirra, sem án efa hafa erfiðastan fjárhag á þessum verðbólgutimum. Siðað þjóðfélag getur ekki látið fjárhagsvandræði og kreppu bitna harðast á gamla fólkinu, sem með engu móti getur aukið tekjur sinar. Það verður að fá tiltölulega mestar bætur, en i heild verður að gera kjarasamninga, sem vinnandi fóik getur við unað. Um leið er óhjákvæmilegt að herða ólina að þeim, sem bezt hafa bjargað sér persónulega, til dæmis vegna ranglátra skattalaga og með ýmis konar undanbrögðum. MosIim fal PLASTPOKAVE RKSMH3JA SW 82A39—82Í55 Grensásvegi 7. Box 40M - R«ykJ*vk Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu löggildur pipulagningameistari 74717 og 82209. Hafnarfjar&ar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingjsimi 51600. Páll Zophaníasson, sem nú gegnir störfum bæjarstjóra í Vestmannaeyjum segir: „Bæjarstjórnin stendur ekki í neinum málaferlum” Alþýðublaðið hafði samband við Magnús Magnússon, fyrr- verandi bæjarstjóra i Vest- mannaeyjum, og spurðist frétta af málum bæjarstjórnar vegna brottvikningar siðasta bæjar- stjóra. Sagði Magnús að bæjar- stjórn væri m jög samstillt i þvi að ráða bæjarstjóra, sem allir aðilar gætu sætt sig við. Hann sagði að unnið væri nú kappsamlega að gerð fjárhagsáætlunar og sæi hann ekki betur en að þar væru unnið i sátt og samlyndi. Þá hafði blaðið samband við Pál Zophaniasson og sagði hann að ekkert nýtt hefði komið fram i málinu varðandi uppsögn bæjar- stjörans fram yfir það, sem greint hafði verið frá i tilkynn- ingu bæjarstjórnar um málið. Annars sagðist Páll litið hafa i'ylgzt með gangi þessa máls enda ekki verið falið það. Þegar blm. spurði Pál hver það væri, sem fylgdi þvi máli eftir fyrir hönd bæjarstjórnar, sagði Páll að hann teldi liklegt, að það yrðu minni- hlutamenn i bæjarstjórn, enda hefðu þeir upphaflega borið fram kæru á hendur frv. bæjarstjóra. Þá sagði Páll Zophaniasson, að bæjarstjórnin, sem slik, stæði ekki i neinum málaferlum við Sigfinn Sigurðsson og þó að bæjarstjórn hefði vikið honum úr starfi, hefði hún ekki leitað eftir neinni aðstoð saksóknara i þvi máli. Þá benti Páll Zophaniass. á, að ekkert væri bókað i fundar- gerðum bæjarstjórnar um máls- höfðun gegn frv. bæjarstjóra. Hann lagði áberzlu á, að það kæmi mjög skýrt fram hvað bæjarstjórnin „hefði verið óánægð með." A hinn bóginn vildi Páll Zophaniasson ekki staðfesta, að ummæli sem höfð hefðu verið eftir einstökum bæjarfulltrúum, s.s. Sigurði Jónssyni, túlkaði af~ stöðu og gerðir bæjarstjórnarinn- ar i heild. Að lokum sagði Páll, að hann hefði ekkert með þetta mál að gera og sér skildist að málið, sem minnihlutinn hefði sent til saka- dómara væri þar enn og i þvi væri ekkert farið að gera. BJ. Bjarki: Þeir eru vart svara verðir ,,n;g lel pessa menn vart svara verða,” sagði Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn i samtali við Alþýðublaðið um á- sakanir Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns og Kristjáns Péturssonar deildar- stjóra á hendur honum, vegna rannsóknar spiramáls. Hafa þeir m.a. lýst Bjarka ósann- indamann. Bjarki var að þvi spurður hvort hann hyggði á einhverjar mótaðgerðir vegna siðustu yfir- lýsingu Hauks, þar sem hann á- réttar enn, að Kristján Péturs- son hafi haft rétt fyrir sér um afskipti Bjarka af þessu máli. Sagði Bjarki að hann hefði.ekki tekið ennþá ákvörðun um frek- ari aðgerðir af sinni hálfu en vel mætti vera að aðgerða væri að vænta frá öðrum aðilum. Hvort hann færi fram á opinbera rannsókn i málinu sagði Bjarki. „Minn fram- burður er óbreyttur. þvi alltþað semég hef sagt, er sannleikan- um samkvæmt. Hvort ég fari fram á opinbera rannsókn vegna þessa máls, það læt ég ó- sagt. Um það gef ég engar yfir- lýsingar á þessu stigi.” Það er þvi fullljóst að langt er þvi frá að þessi mál séu krufin til mergjar. Mun Bjarki höfða meiðyrðamál, eða mun annar málsaðilinn krefjast dómsrann- sóknar? Þeim spurningum verður væntanlega svarað inn- an fárra daga. —GAS. Yfirlýsing Hauks Guðmundssonar Yfirlýsing frá Hauki Guð- mundssyni rannslm. i Keflavik vegna ummæla i Kastljósi 5. þ.m. ' 1. Það tók dómsmálaráðu- neytið 82 daga að koma frá sér umboðsbréfi til rannsóknar- dómarans Ásgeir Friðjónsson- ar, en eftir þessu bréfi höfðum við beðið allan þann tima. Þann 23. april eða tveimur dögum eftir að við hófum rannsóknina að nýju upplýsti talsmaður dómsmálaráðuneytis það að ég ætti að fara þann 1. mai n.k. til minna fyrri starfa i Keflavik. Þetta hefur á máli dómsmála- ráðuneytis verið nefnt að hvetja menn til rannsókna. 2. Rannsókn tolllagabrota frá Keflavikurflugvelli tók þegar i upphafi til fjögurra lögsagnar- umdæma og hefði þvi verið eðli- legt að hinn nvskipaði umboðs- dómari færi með þetta mál, ef ætlun dómsmálaráðuneytis hefði verið að veita honum um- boð til að rannsaka smyglmál sem við höfðum bent á aö þyrftu rannsóknar við. 3. Ásgeir Friðjónsson, rann- sóknardómari hefur staðfest m.a. á blaðam.fundi að hafa nokkru eftir að rannsókn i máli þessu hófst, hringt heim til Baldurs Möller, ráðuneytis- stjóra og að þeim hafi komið saman um að rannsókn þessa smyglmáls félli utan umboðs rannsóknardómarans. Af þessu má sjá að svið umboðsbréfsins hefur verið mjög þröngt, þó er i bréfinu talað um tolllagabrot i ýmsum umdæmum. 4. Það er i framhaldi af þessu simtali, að Asgeir Friðjónsson ,fer á fund lögreglustjóra, sem siðan sendir Bjarka Eliasson á fund okkar fél. Það er þvi ljóst að þar sem hafter orðrétteftirBjarka Elias- syni i sjónvarpsþætti s.l. föstudag,, að Baldur Möller hafi ekkert nálægt þessu komið og ekkert vitað um málið” er ekki sannleikanum samkvæmt. Með þessu gerir hann ekki aðeins undirritaðan og Kristján Pétursson að ósannindamönn- um, heldur einnig Asgeir Friðjónsson, rannsóknar- dómara. Ennfremur vil ég upplýsa að i viðtali við Dagblaðið nýlega kvaðst Rúnar Sigurðsson lög- reglumaður ekki fortaka að Baldur Möller hafi verið nefndur.Rúnar staðfesti það við undirritaðan i simtali s.l. föstu- dag og hefi ég það samtal á segulbandsspólu. 5. Það var Kristján Péturs- son, sem varð fyrir svörum þá þegar Bjarki kom með skila- boðin til okkar laust eftir klukkan 12,05 laugardaginn 3. mai s.l. Ég mun að sjálfsögðu gera nánari grein fyrir þessu máli svo og allri rannsókn minni, þegar lokið er rannsókn- um á þeim afbrotamálum sem nú eru til meðferðar. Virðingarfyllst Haukur Guðmundsson, rannslm. Stöðug bræla á miðunum Brezku togararnir hafa ekki getaö verið að veiðum i meira en þrjá sólarhringa vegna veðurs. Þeim hefur fækkað nokkuð i brælunni og voru 33 i gær. Togararnir héldu sjó á Vopna- fjarðargrunni og aðstoðarskipin voru þar i námunda. Baldur kom til Reykjavikur á sunnudagskvöld. 1 gær var unnið við að kanna skemmdir á skipinu eftir hina grófu ásiglingu frei- gátunnar Diomede fyrir helgina. Að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar fer aðeins fram bráða- birgðaviðgerð á Baldri núna og fer hann aftur á miðin innan skamms. —SG GTJÐMUNDUR AFUAHÆSTA LOÐNUSKIPIÐ Samkvæmt skýrslum Fiskifélagsins var vitað um 73 skip sem höfðu fengið einhvern loðnu- afla s.l. laugardags- kvöld. Vikuaflinn var samtals 49.352 lestir og þá var heildaraflinn frá byrjun vertiðar orðinn 137.362 lestir. Á sama tima i fyrra var heildaraflinn 152.883 lestir og þá höfðu 102 skip fegnið einhvern afla. Aflahæsta skipið i vikulokin var Guðmundur RE 29 með 5.678 lestir. Skipstjóri á Guðmundi er Hrólfur Gunnarsson. Aðrir bálar sem höfðu fengið yfir fjögur þús- und lestir voru Eldborg GK 4.797, Sigurður RE 4.715, Börkur NK 4.642, Gisli ÁrniRE 4.612 og Pétur Jónsson RE 4.068. Loðnu hefur verið landað á 16 stöðum á landinu auk bræðslu- skipsins Norglobal. Mest hefur verið landað á Seyðisfirði eða samtals 25.630 lestum. —SG Leiðrétting Meinleg villa slæddist inn i minningargrein eftir Björn Þ. Guömundsson, um Sigurjón Bragason, sem birtist i blaðinu á laugardag. Þar brenglaðist ein setning, en rétt er hún svona: ,,En fyndihann handfestu vinar var honum ekkert of gott.” Al- þýðublaðiö biður hlutaðeigandi velvirðingará þessum mistökum. Mánaðarbirsrðir a if kartöflum seldust á einum c legi! og bílarnir fylltir oftar en einu sinni sama dag Ástandið er eins og þú sérð, bilaröðin leng- ist alltaf jafnt og þétt, þvi engin vill verða benzinlaus eins og skiljanlegt er. Alltaf þegar von er á verkfalli eins og nú, þá fyllast allar benzinstöðvar af bilum, oger einna halzt hægt að likja þessu við styrjaldarástand. Þetta sagði einn benzin- afgreiðslumaðurinn þegar við tókum hann talí. Er við spurð- um hann hvort fólk kæmi með brúsa undir benzin til þess að eiga varabirgðir, eða með öðr- um orðum hamstra, þá sagði hann að ekki væri mikið um það. Við setjum á enga brúsa, þvi eins ogallir vita þá er það bann- að, og þótt það væri ekki bann- að, þá höfum við engan áhuga á slikum viðskiptum. Einnig er lögreglan alltaf á vappi hér i kring öðru hverju til þess að koma i veg fyrir slik viðskipti. Annars eru menn hættir að koma með brúsa, þar sem búið er að margendurtaka bann við þvi. Þó tel ég ekki óliklegt að menn noti aðrar aðferðir til þess að krækja sér i varabirgðir t.d. með þvi að fylla bilinn oftar en einu sinni. Sömu sögu var að segja hjá öllum benzinstöðvum, menn lögðu það á sig að biða i lengri tima til þess að fylla bilinn, og margir þeirra örugglega ekki i fyrsta sinn yfir þann daginn. Það var dcki eingöngu á ben zinstöövum sem ösin var geysi- lega mikil. 1 öllum verzlunum var ástandið svipað og á Þorláksmessu, og var ekki um nein venjuleg kaup að ræða. Það ætlaði sérenginn að verða uppi- skroppa með nauösynjavörur meðan verkfallið stendur yfir. Margur kaupmaðurinn hefur sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar, og keypt mikið meira inn en ven julega, þvi ekki stóð á að losna við vöruna. Það veröa eingöngu opnar verzlanir þar sem eigendur og þeirra nánustu geta verið við afgreiðslustörf, allar hinar verða lokaöar. Verzlunin Herjólfur er ein þeirra verzlana sem geta haft opið i verkfallinu, og tókum við Braga Kristjánsson kaupmann þar taji. ,,Það er meira að gera en i nokkurri jólavertið, það er búið að vera alveg vitlaust að gera hér hjá okkur i dag. Já, við reynum að hafa opið i verkfall- inu, það er að segja ef maður hefur heilsu til að standa þetta út. Ef ekkert kemur til, þá ætti salan að verða mjög góð, alla- vega ef áframhald verður á þessari ös”. Er við spurðum Braga um hamstur á vissum vöruteg., sagði hann. ,,Það er ekki hægt að neita þvi, að fólk er farið að hamstra smjör, smjörliki og kartöflur. Það sem sagt rifur út þessar helztu nauð- synjavörur, en við höfum birgt okkur upp með þessar ákveðnu tegundir sem fólk kaupir helzt, þannig að það ætti ekki að koma að sök. Sem dæmi um lætin hér, þá tókum við mánaðarbirgðir af kartöflum,enþær voru rifnar út á þessum eina degi”. 1 Vörumarkaðnum hittum við Sigurð Tryggvason deildar- stjóra, og var þá að koma að lokun, en samt var geysimikið af fólki enn að verzla. „Það er margt fólk að verzla núna, en samt er það ekkert á við það sem var hér i dag, þá var allt troðfullt. Ég gerði mér alltaf vonir um að ekkert yrði úr verk- falli, og kom þessi fólksfjöldi mér því á óvart. Ég keypti ekk- ert meira inn en venjulega, og hef ég kannski gert mistök þar. Þó finnst mér hamstur á vissum tegundum ekkert áberandi eins og oft vill ferða þegar von er á verkfalli. Það erkannski mjólk- in ogslikar nauðsynjavörur sem eru rifnar út. Það má segja að mjólkurbirgðirnar hafi verið rifnar út um leið og þær komu inn”. GG. ULFAR JAC0BSEN Farseðlar um allan heim Simar 13449 og 13491 Innrettingar husbyggingar BREIÐAS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sillli 74200 — 74201 ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N Dunn Síðumúla 23 /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.