Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 16
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritítjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjór narfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Biaöaprent h.f. Áskrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- -------------------- j KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 Ritst|órn Slöumúla II - Slmi 81866 Flokksstarfrtð Fullirúaráð Alþýðuflokks- félaganna i Reykjavik Stjórn fulltrúaráðsins boðar stjórn og varastjórn hverfis- ráða til hádegisverðarfundar i Iðnó, laugardaginn 21.febrúar n.k. kl. 12.00. Rætt verður um skipan hverfisráða og starfs- semi þeirra. Stjórnin. Lesendur eru beðnir að athuga þessar breyting- ar, sem orðið hafa á simaþjónustu Alþýðu- blaðsins. Simar ein- stakra deilda verða eft- irleiðis þessir: Ritstjórn: 81866 Kvöldsími ritstjórnar 81976 Auglýsingar 14900 og einnig 14906 Áskriftir, dreifing og kvartanir í síma 81866 Bjarni Jakobsson, nýkjörinn form. löju er fæddur i Reykjavfk 27. febrúar 1931 og hefur átt heima i höfuð- borginni þar til fyrir stuttu, að hann flutti i Garðabæ. Foreldrar hans eru Jakob Bjarnason og Steinunn Benediktsdóttir. Bjarni er kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur, og eiga þau þrjú börn, Lárus, 17 ára, Bryndisi, 15 ára og Jakob, 8 ára. Að loknu gagnfræðaprófi fór Bjarni i Menntaskólann i Reykja- vik þar sem hann var við nám i þrjú ár. bá hvarf hann frá námi og fór til sjós fyrst og siðan hóf hann störf hjá verksmiðjunni Ax- minster þar sem hann vann i tæp 20 ár. Árið 1973 réðst Bjarni, sem starfsmaður Iðju og hefur verið það siðan. Arið 1971 var Bjarni kjörinn ritari félagsins, en i trún- aðarmannaráði þessa fjölmenna verkalýðsfélags hefur hann verið mun lengur. Bjarni segist ekki hafa tekið mikinn þátt i öðru félagsstarfi ut- an Iðju og verkalýðshreyfingar- innar, enda sé ærið starf þó ekki bætist annað við. bó segist Bjarni alltaf hafa haft ánægju af iþróttum og eina grein iþrótta hefur hann nokkuð stund- að, en það er badminton. MEGUM VIÐ KYNNA HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ SkI): Að Island er ekki meðal þeirra aðildarrikja Evrópuráðs- ins, sem fulltrúa eiga i sérfræð- inganefnd er undirbýr skipulagð- ar varnir gegn eiturlyfjasmygli og sölu i aðildarrikjunum. LESIÐ: 1 brezka blaðinu Fishing 'News,að300irskir fiskimenn hafi á fundi krafizt tafarlausrar út- færslu landhelginnar i 50 milur til að vernda sildarstofnana, en landanir irskra sildarskipa minnkuðu að magni til um 70% á siðasta ári. IIEYRT: Að hlutafé almennra lesenda i Dagblaðinu hafi verið tryggt að verðgildi með kaupum á fasteigninni Laugavegur 42. b.e. það fé sem lá i sjóði fór i útborgun (15% af kaupverði) en sá hluti sem skuldastsé séreign SveinsR. Eyjólfssonar. Sveinn gat siðan losnað viö neðstu hæðina tií tizku- fataverzlunar fyrir 20 milljónir samdægurs og nú mun afgangur af séreign Sveins vera falur. Spurningin er þvi þessi: Var það risið, sem hluthafar i DB festu kaup á og dugði Sveini sem út- borgun? HLERAÐ: Að Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri teiji sig vera öruggan með að fá stöðu hæsta- réttardómara. Hefur flogið fyrir að Sigurjón hafi sagt starfi sinu lausu frá og með 1. april. Margir munu hafa hug á að fá emhætti Sigurjóns og ýmsir verið nefndir i þvi sambandi. IIEYRT: Að vegam álastjóri hyggist láta reisa brú yfir Emstruá syðri, sem fær verði vegfarendum, gangandi og rið- andi. FRETT: I gær frá fjármálaráðu- neytinu að rikissjóður hafi á fimmtudaginn enn tekið erlent lán — að þessu sinni riflega þriggja milljarða króna. bar með hefur skuldabyrði hvers einstakl- ingsaukiztum 16.220 krónur — og meðalfjölskyldunnar þvi um 81.100 krónur. IIEYRT: Að svonefndu snjórallii snjósleðaeigenda hafi verið frest- að um viku — vegna snjókomu. ER ÞAÐ RÉTT... .. .að Fra msóknarflokkurinn hyggist nú ná hefnduin incð þvi að draga fram i dagsljósið sannanir fyrir fjármálaspillingu i sambandi við Sjálfstæðishúsið? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ t>1 11Igresíö i blómabeðinu Loðin svör Ragnars Arnalds formanns Al- þýðubandalagsins á beinni linu til útvarps- hlustenda i fyrri viku hafa vakið almenna at- hygli. Ritstjóri Morgun- blaðsins fjallar um þetta i siðasta Reykjavikurbréfi og segir þar m.a.: „Formaður Alþýðu- bandalagsins var einnig spuröur um þjóðnýt- ingaráform Alþýðu- flokksmanna á landinu. Hann sagði, að Alþýðu- bandalagsmenn hefðu ekki veriö sammála Al- þýðuflokknum i þessu máli og teldu tillögur Al- þýðuflokksins „barnaleg- ar”, eins og hann komst að orði. Hann sagði, að Alþýðubandalagið vildi, að bændur ættu lönd sin, sem þeir hefðu nytjað i gegnum aldirnar, eins og komizt var að orði. En er það ekki barnalegt, að lýsa yfir þvi, að sósialisk- ur flokkur sé á móti þjóð- nýtingu? Er þetta ekki annað dæmi um að sósial- ismi Alþýðubandalagsins sé hentistefna? Og á þessi hentistefna ekki einfaldlega rætur að rekja til þess, að komm- únistar telja sig eiga tals- verðar atkvæðavonir i kjördæmum eins og þvi, sem Ragnar formaður er kosinn i? bað mundi að sjálfsögðu fara litið fyrir fylgi Alþýðubandalagsins i landsbyggðarkjördæm- um, ef kommúnistar lýstu þvi blákalt yfir, að þeir ætluðu að þjóðnýta bændastéttina, eins og skoðanabræður þeirra hafa gert i öllum þeim löndum, þar sem sósial- ismi eða kommúnismi hefur náð undirtökunum og þarf ekki frekar um það að fjalla. En þarna er sem sagt dæmi þess að Alþýðuflokkurinn er meiri þjóðnýtingarflokk- ur en Alþýðubandalagið — enda hefur hinn fyrr- nefndi flokkurinn gefið upp alla von um fylgi i sveitarkjördæmunum.” Reyndar er það fyrir rangtúlkanir stærstu fjöl- miðlanna og Timans að hugmyndir jafnaðar- manna um sameign þjóð- arinnar (ekki þjóðnýt- ingu) á landinu hafa mætt andstöðu meðal flestra bænda. En það er aðeins glöggt dæmi um gildi á- róðurs. Hitt er rétt, að ástæðan fyrir þvi að Alþýðubanda- lagið getur ekki unnið með Alþýðuflokknum að baráttumálum jafnaðar- manna, þótt Ragnar Arn- alds telji bandalag sitt vera flokk jafnaðar- manna, er sú hentistefna sem Alþýðubandalagið rekur. Rætur Alþýðu- bandalagsins liggja nefnilega i kommúnist- iska flokka, en forráða- menn bandalagsins reyna að láta það dafna i jarð- vegi lýðræðislegs sósial- isma. Slik hentistefna blessast meðan hægt er að komast hjá þvi að svara hreinskilnislega spurningum, en þegar ekki verður hjá svörum komizt, þá þekkist ill- gresíð. fimm á förnum vegi Magnús E. Finnsson, frá Kaupmannasamtökunum: Mér skilst að þaö séu ýmsar sér- kröfur sem fólk vill ekki að séu samþykktar. Ég held að þetta séu kröfur sem fólk veit al- mennt ekkert um, það eina sem það vill fá fram eru beinar launahækkanir og ekkert annað. Pétur Valsson, starfsm. í gestamóttöku: Mér heyrist á mönnum almennt að mikið beri á milli, og það sé mjög langt i land til þess að samningar náist. Annars getur maöur litið sagt um það, þar sem samningsaðilar vilja ekkert gefa upp um stöðu samning- anna. MagUs I.. Sveinsson, form. samninganefndar Verzl. fél. ísl.: bað viröist margt standa i vegi fyrir að samningar náist þessa stundina. bað er ekki byrjað að ræða aðalmálið i þessari deilu sem eru launa- hækkanirnar, og meðan svo er þá er ekki von á að samningar náist. Hvað stendur í vegi fyrir samningum? Kristján Árnason verkfræðingur: Eg held að það séu lifeyrissjóösgreiðslur og fleiri atriði sem standa i vegi fyrir að samkomulag náist. Við höfum ekki efnrábeinum launa- hækkunum, heldur væru það til- færslur á ýmsum aukagjöldum sem þar þurfi að koma til. Annars hef ég trú á verkfalli i viku eða svo. bórir Ilanielsson, fram- kvæmtiastjóri:baðsem stendur i vegi fyrir að samkomulag náist er það, aö atvinnurek- endur hafa ekki svarað neinu frá upphafi. Um leið og það breytist, sem ég vona að verði sem fyrst, þá er von til þess að málin þokist i rétta átt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.