Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 12
FJÖLSKVLDAN 1976 mALLT TIL VINN- ANDI AÐ GETA SKILIÐ SEM VINIR” FJÖLSKYLDAN 1976 langt, ef maður heldur sig ekki á þvi tiltölulega hættulausa plani, sem þau hófust á. Hún: — Já, ef maður segir allt i einu: ,,Þú vilt hafa það grænt, af þvi móðir þin er svona eða hinsegin”. Hann: — Eða ef maður heldur fast við einhvern lit, bara til að sigra hinn aðilann. Hún: — En svo ósammála erum við nú ekki, að það gangi svo langt. Hann: — Og ef það skyldi gera það, verðum við að komast að þvi, hversu miklu máli það skipti mig að veggurinn verði rauður, og Eddu að hafa hann grænan. Þá getum við valið. Um hvað við rifumst? Við rifumst um bilastæði. Hún: — Sá, sem situr við hlið- ina, sér alltaf tiu bilastæði, þar sem bilstjórinn sér ekkert. Það er eitt af þessum hlægilegu rif- rildum sem alltaf skjóta upp kollinum aftur og aftur. Hann: — Ég man ekki eftir þvi, að við höfum nokkurn timann átt það, sem nefnd eru „hjónrifrildi”. Okkur finnst nefnilega báðum, að það sé niðurlægjandi að særa aðra manneskju út af einhverri augnabliksæsingu vegna smámuna, Mér finnst reyndar lika niðurlægjandi að skamma fullorðna manneskju. Við erum ekki hrædd við að gráta hvort hjá öðru — Eruð þið feimin hvort við annað? Hann: — Nei, hvorki andlega né likamlega. Ég hef komið hingað heim, ef ég hef átt i ein- hverjum vandræðum og háorgað, og það get ég vel gert með Eddu. Ekki þegar aðrir eiga i hlut. Ef ég þarf að gráta, þá geri ég það hvort sem Edda er hér eða ekki. Hún: — Við erum ekkert feimin við að sýna okkur hvort öðru, en jafnvel eftir 10 ár hikum við við að þrengja okkur hvort uppá annað. Hann:— Það er eitthvað i eðli okkar. Við viljum heldur ekki troða okkur uppá ókunnuga. Hún: — Ég á mjög erfitt með að tala um einkamál min.Það gengur betur að tala um þau við Ágúst, en ég á meira að segja stundum erfitt með það. Og við bregðumst bæði mjög illa við hvers konar þrýstingi. Ef einhver segir: ,,En elsku, segðu mér hvað er að?” þá lokast maður. Hann: — Það gerist lika á milli okkar tveggja. Ef maður spyr, hvað sé að og fær að vita, að það sé ekki neitt, þá er ekkert við þvi að gera. Kannski ein- hvern timann seinna. — Getið þið bæði beðið eftir þvi? Hann: — Já, þvi stundin rennur áreiðanlega upp. Við erum mjög viðkvæm hvort gagnvart öðru. Hvöss athuga- semd getur sært dýpra en henni var ætlað, svo þær reynum við að forðast. Hún: — Það er fremur gagn- kvæm tillitssemi heldur en feimni. — Er þá maðurinn þinn sá, sem á mest trúnað þinn? Hún: — í samræðum að minnsa kosti. — Finnur þú hljómgrunn hjá honum i öllum efnum? Hún: — Ég minnist ekki neins, sem ég vildi fremur ræða við einhvern annan. Ég get t.d. rætt um aðra karl- menn við þig. Ég get sagt, að þessi eða hinn sé afskaplega að- laðandi og að ég kunni vel við hann. Það er nefnilega mjög fyndið, að þar sem við erum nokkurn veginn sammáia um fólk almennt, þá getum við lika fylgzt hvort með öðru á þessu sviði. Aðlaðandi manneskja hef- ur yfirleitt þveröfug áhrif á kyn- in. En þegar mig langar kannski að sofa hjá honum, þá langar þig til að ræða við hann. Hann hefur þá áhrif á okkur bæði. Hann: — Svo er auðvitað lika flotti náunginn eða stúlkan, sem maður hugsar sem svo um, að það gæti verið gaman að reyna einu sinni, en svo ekki meir. En ég held að við krefjumst bæði meira en þess. Hún: — Kynmök kynmak- anna vegna vekja engan áhuga hjá okkur. Ágúst: Hún hefur kennt mér aö nýta möguleika mína. Edda: Hann hefur fengið mig til að opna mig meira. — Hvað hefur Edda kennt þér, Agúst? Hvaða áhrif hefur hún haft á þig? Hann: Edda hefur gefið mér kjark til að reyna mig við margt, sem ég þorði ekki áður, þannig að hún hefur veitt mér öryggi svo ég dirfist að nýta mér möguleika mina. Þegar ég hef verið óöruggur um eitthvað, hefur hún ráðið mér heilt i skjóli þekkingar sinnar á mér, þó hún viti kannski ekki allar aðstæður. Hún hefur kennt mér margt um sjálfan mig. Hún hefur ýtt undir siðasta þroska minn. Hver veit, nema það hefði verið þveröfugt með einhverri annarri? — Hvað hefur Agúst kennt þér, Edda? Hún: Þú hefur liklega kennt mér að vera opinskárri. Ég er mjög lokuð, en við höfum alltaf talið það skyldu okkar að tala saman i hjónabandi okkar, og þau samskipti okkar hafa gert mig sveigjanlegri. Ég hef lært að láta undan, þvi þannig er Ágúst skapi farinn, og ég hef séð að það er betra i mörgum tilvik- um, heldur e»að vera þrjózkur og standa fast á sinu. Þá missi ég kannski fótfestuna skyndi- lega, og verð að finna mér leið alveg neðan frá botni. Áður en ég kynntist Agústi, þekkti ég enga millivegi. Hann: — Við höfum liklega bæði staðið mikið ein. Hvort með sina þreifianga. Það er spennandi þegar maður hittir annað fólk, að sjá, hversu margir þreifiangarnir rekast á. Hún: — Og ef nægilega marg- ir þreifiangar rekast saman, og maður er hvor af sinu kyni,'1 þá getur skeð að úr þvi verði hjónaband. Hann: — Þú ert alveg hræði- lega óskáldleg. Hún: — Já, kannski, en ég get auðvitað lika breikkað þetta svolitið, og sagt að maður sleppi ekki þegar f stað manneskju, sem manni liður svona með — sama hvers kyns hún er. En mér finnst lika, að manni beri skylda til að halda við þeim þreifiöngum, sem ekki finna svörun hjá hinum aðilanum. Þvi ef maður gerir það, sem við höf- um séð hjá svo mörgum hjón- um, að henda því burt sem ekki fær svörun, þá held ég að maður verði fátæklegri persónuleiki, einnig i hjónabandinu. Hann: — Ég kalla það and- lega nauðgun, þegar maki brýt- ur þreifianga hins aðilans burt. Hún: — Við höfum aldrei komist i þá aðstöðu, að annað okkar kunni vel við einhvern, sem hitt þolir ekki, en ég get vel imyndað mér að það geti skeð. Hann:— Það er engin ástæða' til þess að láta vináttu flakka, þó maki manns kunni ekki við aðilann, að minnsta kosti ef það er eitthvað sem máli skiptir. Hreinskilni er frumskil- yrði í hjónabandi okkar. Hún: — Ein krafan sem við gerum i hjónabandi okkar, er hreinskilni. Við spyrjum einsk- is, nema við þurfum að fá að vita svarið. En ef spurt er að einhverju, þá er hitt skyldugt til að svara hreinskilnislega. Hann:— Við stöndum lika við það. Þannig séð, að hreinskilið svar gæti lika verið: „Það skiptir ekki máli”. Þvi ef það skiptir ekki máli fyrir samband okkar tveggja, þá er engin á- stæða til að draga það fram i dagsljósið. Framhjáhald er nærliggjandi dæmi. Ef annað hvort okkar fer út að skemmta sér eitthvert kvöldið og „kemst á sjens”, en gerir svo heldur ekki meira i þvi, þá skiptir það engu máli. Það er engin ástæða til að of- leika. En ef hitt okkar kemst á snoðir um það og vill vita hvað gerðist, þá er það skylda að svara: „Já, það gerðist þetta og þetta, en það skipti engu fyrir okkar samband. Ef það hefði gert það, þá hefði ég sagt þér frá þvi strax”. Hún:—■ Við erum ekki það stif á einlægninni, að hún verði móðursýki. Hann: — Nei, þó ekki væri. Hver og einn verður að fá að vera svolitið dularfullur. Hún: — Þessar óloknu hugs- anabrautir eru lika með i þvi að skapa sjálfið. Ef maður neyðist til að segja frá þeim áður en maður vill, kemst maður aldrei að eigin niðurstöðu, og verður einhvern veginn fastur i sömu sporunum. Hann: — Ef þú ert trufluð, þá gætirðu þurft að burðast með minar hugsanir og skoðanir. Þá „verður maður eitt”, eins og skáldsögurnar segja, og ef það er eitthvað, sem ég ekki kæri mig um, þá er það að renna saman við einhvern ann- an. — Hafið þið alltaf verið sam- mála um það að vera hreinskil- in, án þess að vera tilneydd að segja hinu allt? Hann: — Ég held, að það sé afleiðing hjónabands okkar. Ég held að við hefðum ekki sagt það sama fyrir fimm árum og við segjum nú. Hún: — Já, við erum heppin að hafa verið hamingjusöm saman i tiu ár. Það getur enginn spáð um það, hvernig það verð- ur eftir fimm ár enn. En ef við höfum haldið hvort sina leið, þá skulum við bara vona, að við sé- um almennilega skilin. — Hafið þið stöðugt tekið samband ykkar til endurskoð- unar? Hann:— Það held ég ekki, að maður geti sagt. Þvi uppteknari sem við vorum af vinnunni, þvi auðveldara var að ræða út um vandamál i hjónabandinu og endurskoða þau. Ef stærstu vandamálin hefðu komið upp á öðrum timum, hefðum við kannski ekki getað sigrazt á þeim. Hún: — Ég tel það að miklu leyti heppni, hversu vel hefur farið. Hann: — Það er aftur á móti ekki jafn heppileg þróun, að á meðan við lokuðum okkur inni i vinnu og hjónabandi, voru það ýmsir góðir þreifiangar, sem tóku að visna. Það höfum við mikið rætt um, þvi ef eitthvað er verra en einmanaleiki, þá er það tvimenningur. Þess vegna lögðum við mikla áherzlu á að þróa þreifiangana til að forðast tvimenninginn. Viö viljum ekki greiða verðið fyrir barneignir — Hvenær komuzt þið að þeirri niðurstöðu, að þið vilduð ekki eignast börn? HVAÐ HEFUR BREYTZT í 10 ÁRA HJÓNABANDI? CF Aiþýðublaðið Þriðjudagur 17. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.