Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 4
ATVINNUMflLIN RÆDD fl FÉLflGSFUNDI í A.F.R. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur hélt fé- lagsfund um atvinnu- mál i siðustu viku. Kom gjörla fram á fundinum hinn mikli áhugi, sem er nú um þessi mál, enda atvinnuástand ó- tryggt um þessar mundir. Björgvin Guömundsson minntist fyrst á atvinnuleysið, sem illu heilli væri nú við bæjar- dyrnar, eftir nokkurra ára fjar- veru. Tala atvinnulausra i höf- uðborginni væri 334. Sagðist hann muna vel eftir þvi, hversu borgarbúarhefðu verið kviðnir i kreppunni fyrr á öldinni, og hversu ömurleg reynsla það hefði verið, að sjá fjölskyldufeð- urna atvinnulausa langtimum saman. Hvert væri svo ráðið gegn at- vinnuleysinu. Hið opinbera og sveitarfélögin eiga þarna mikl- um skyldum að gegna. Ekki mætti reka hentistefnupólitik i atvinnumálum. Kosningaárin væri mikið fjárútstreymi hjá borginni og óreiðuskuldir mynduðust. Nú þyrfti aftur á ' móti að greiða þessar skuldir, þegar illa stæði á, svo að fé væri ekki fyrir hendi i brýnar fram- kvæmdir, sem gæfu mikla at- vinnu, svo sem eins og byggingu nýs frystihúss fyrir Bæjarút- gerð Reykjavikur. Minnti Björgvin á loforð Birg- is Isleifs Gunnarssonar, borgar- stjóra frá árinu 1974, við komu stóru togaranna frá Spáni, um nýtt frystihús fyrir B.O.R. og um tillögu sina og Alberts Guðmundssonar um eflingu B.Ú.R. Einnig benti Björgvin á ályktun Sjómannafélags Reykjavikur urn að borgin keypti tvo nýja togara. Stóru togararnir eyða ekki þorskstofninum hér við land. Bæði veiða þeir mikið á erlend- um miðum og koma einnig með mikinn karfa að landi. Vitað væri að ef einhver togaranna stöðvaðist, þá vantaði strax hráefni i frystihús borgarinnar. Hver sjómaður skapar beint firnrn rnönnurn i landi atvinnu, svo að engin önnur aðferð er fljótvirkari til að eyða atvinnu- leysi en efling útgerðar. Siðan fjallaði Björgvin sér- staklega um stöðu byggingar- iðnaðarins og sagði að hluti af atvinnuleysi þvi, sem þar væri orsakaðist af rangri timasetn- ingu lóðaúthlutana, ásamt þvi að annarlegir hagsmunir verk- taka væru látnir sitja i fyrir- rúmi við lóðaúthlutun. Efla bæri lika og sérstaklega skipasmiðar i borginni. Stál- smiðjur þyrftu að sameinast og auka samstarf sin á milli, svo þær gætu annað þeim verkefn- um sem helzt lægju fyrir. Ekki væri vanzalaust að engin meiri- háttar skipasmiði og þá sér- staklega stálskipasmiði fiski- skipa skyldi vera i borginni. Að lokum sagði Björgvin: „Alþýðuflokkurinn vill auka at- vinnustarfsemi borgarinnar, en þvi miður vill Sjálfstæðisflokk- urinn ekki heyra slikt nefnt. At- vinnleysi kemur harðast niður á verkamönnunum og flokki okk- ar jafnaðarmanna, Alþýðu- flokknum, sem erum þeirra málsvarar. Þvi næst hófust frjálsar um- ræður og tók fyrstur til máls Gisli Már Heigason. Ræddi hann um atvinnuleysið og at- vinnuleysisskráningu, togara- útgerð, landbúnað og væntanleg framboðsmál ásamt spurning- um, sem hann beindi til Björg- vins. Elias Kristjánssonf jallaði um rikisrekstur og „Parkinssons- lögmálið” margumrædda. Einnig ræddi hann um „markið” i verðlagningu með sérstöku til- liti til hins opinbera og togara- útgerð. Skjöldur Þorgrimsson ræddi um kosningu fulltrúa Alþýðu- flokksins I útgerðarráð borgar- innar og um útgerð frá henni. Rakti siðan sögu frystihúss BtrR og sagði stóru togarana hafa nokkra sérstöðu vegna mikilla fiskveiða viö Grænland, hversu lengi sem þeir fengju það. 1961 hefðu 31 landróðrabátur verið gerður út frá borginni en aðeins 5 núna. Sigurður E. Guðmundsson fjallaði itarlega um það vanda- mál sem birtist i þvi að fsland væri orðið láglaunasvæði i Evrópu. Fjallaði siðan um hús- næðisbyggingar og skipasmiðar og minnti á, að nálæg bæjarfé- lög hefðu skapað skipasmiðun- um betri aðstöðu en höfuðborg- in. Asgeir Ágústsson sagði hið opinbera taka of mikið af þjóðartekjunum eða um 37%. Fjallaði siðan um iðnaðinn og uppbyggingu hans. Taldi einnig vanta smærri útgerð frá borg- inni. Guðlaugur Tryggvi Karisson fjallaði um samhengið milli at- Svipmyndir frá fundinum. vinnu- og gjaldeyrismála, verð- lagsmála og hagvaxtar. Benti hann á hversu gjaldeyrisöflun væri mikilvæg til að bægja frá atvinnuleysi og hvernig gjald- eyrismálin hefðu bein og óbein áhrif á þau markmið, að verð- lag væri stöðugt og hagvöxtur héldist sem jafnastur. Atvinnu- leysi þyrfti að mæta á tvennan hátt: Með beinum aðgerðum i viðkomandi grein, þar sem at- vinnuleysi væri að myndast og með eflingu útflutnings og gjaldeyrisöflunar þar sem i langflestum atvinnugreinum yrði ekki haldið uppi eðlilegu at- vinnuástandi til langframa, nema gjaldeyrismálin væru i lagi. Innflutningur væri það stór hluti flestra atvinnugreina. Fjallaði siðan um hið opna hagkerfi okkar og sérstöðu vegna þess. Benti á að útgerð og fiskvinnsla væru okkar lang- stærstu og öflugustu gjaldeyris- skapandi atvinnugreinar, það væri grundvöllurinn sem byggja ætti á. Einnig bæri þó að lita með fyllstu athygli á möguleika iðnaðarins i þessu sambandi og nefndi sértaklega stóriðju, ull- ar- og skinna-iðnað og iðnað, sem hefði beinan gjaldeyris- spamað i för með sér. Tryggvi Þórhallsson taldi að við treystum of mikið á fiskinn. Frystihús væru of mörg,flestir lifðu á iðnaði. Tryggja þyrfti iðnaðinum sömu skilyrði og er- lendis varðandi fjármagn, tolla og annað. Mynda þyrfti sjóði fyrir iðnaðinn svo að hann gæti samræmt krafta sina og aukið hagkvæmni. Auglýsingar er- lendra iðnvara erfiðar islenzk- urn iðnaði. Alls ekki rnætti skatt- leggja hráefni til iðnaðarins ef innflutt vara úr sömu hráefnum væri óskattlögð. Birgir Dýrfjörð fjallaði um hið vaxandi atvinnuleysi og taldi aukna útgerð stórvirkustu lausnina á þvi. Auka þyrfti lag- metisiðju og styðja við bakið á þeim iðngreinum sem berðust i bökkum. Taldi atvinnuleysis- skráningu ekki gefa rétta mynd af hinu slæma atvinnuástandi. Guðmundur Magnússon fjall- aði itarlega um atvinnuástandið og hvernig Alþýðuflokurinn ætti að bregðast við þvi. Iðnaðurinn yrði að vaxa og ekki mætti hagsmunatogstreita við inn- flutninginn koma i veg fyrir það. Heildarhagsmunirnir yrðu að sitja i fyrirrúmi. Frummælandinn, Björgvin Guðmundsson.f jallaði siðan um fyrirspurnir og einstök efnisat- riði hjá ræðumönnum. Sérstak- lega lagði hann áherzlu á mikil- vægi aukins samstarf fyrir efl- ingu iðnaðarins og aukna áætl- unargerð, sem gæti orðið iðnað- inum til halds og trausts þegar á móti blési. □[Bandarískur ^geimfari: Það fleru til æðri Mvitundarsvið! EDGAR DEAN MITS- CHELL — einn hinna 12 geimfara, sem stigið hafa fæti á mánann, er sann- færður um að það finnist annað og æðra tilverustig. Allar götur siðan Mitchell lét af störfum sem geimfari hjá banda- risku geimferðastofnuninni NASA og lét af foringjatign hjá flotanum hefur hugur hans beinzt að þvi að rannsaka yfirnáttúrlega hluti, eins og þaö hefur verið nefnt á islenzku. Það var geim- ferð Mitchells árið 1971, hans fyrsta og sfðasta ferð, sem kom þeim hugmyndum i kollinn á honum, að eitthvað væri til handan tima og rúms, og siðan 1972 hefur allt hans starf beinzt að þvi. Yfirnáttúrleg skynjun A leiðinni til tunglsins, en hann var stjórnandi mánaferjunnar, varö hann fyrir skynjunum, sem hann hefur siðar lýst sem yfir- náttúrulegum. „Þessi upplifun var einstök,” segir hann. —„Það var eitt af þessum augnablikum I lifi manns, þegar maður þykist geta skynjaö tilgang alheimsins og likt og snert óraviddir geimsins. Þarna úti i geimnum kynnist maður þeirri tilfinningu, aö vera óánægður með gang heimsins og fyllist löngun til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið þar.” Má bæta Þessi þörf hefur ekki yfirgefið Mitchell siðan. Eftir að hann hætti störfum hjá NASA hefur hann þrotlaust unnið að þvi að sannfæra fólk um að með út- vikkun mannlegrar skynjunar megi bæta heiminn. Það sé hægt með þvi að færa sér i nyt og rann- saka á visindalegan hátt alla þá orku og krafta, sem i dag kallast yfirnáttúrulegir. Það sem þarna er um að ræða, eru allar hinar óskýranlegu eig- indir fólks, skynjanir, sem ekki veröa rökstuddar, hæfni til að sjá fyrir um óorðna atburði, tengsl við önnur tilverusvið og svo fram- vegis. Leynilegar rannsóknir En Mitchell hafði löngu áður en hann gerðist sjálfboðaliði hjá NASA fengiö áhuga á yfirnáttúru- legum fyrirbærum, og meöan á tunglferðinni stóð gerði hann sjálfur sinar eigin athuganir og tilraunir með hugsanaflutninga. Fjórir vinir hans á jörðu niðri voru þátttakendur i þessum til- raunum, og meðan mánafarið var á leið frá jörðinni sendi Mitchell vinum sinum hugskeyti. Hann hugsaði einföld tákn og einbeitti hugsun sinni að hverjum ein- stökum hinna fjögurra vina. Arangurinn var „góður” að sögn hans, en bandarísk geimferða- yfirvöld höfðu ekkert fengið að vita um þessar einkatilraunir tunglfarans. Mitchell, sem nú er 44 ára gam- all, var álitinn af sérfræðingum NASA sneggsti og gáfaðasti geimfarinn i hópi allra þeirra, sem sendir voru út fyrir gufu- hvolfið. Þegar hann hætti i sjóhernum stofnaði hann ásamt vinum sinum félagið „Institute of Noetic Science” i Palo Alto i Kaliforniu. Tilgangur félagsins var sálar- rannsóknir og athuganir á óskýranlegum náttúrufyrir- bærum. Nú starfar Edgar Mit- chell á skrifstofu þessa félags — og þar semur hann ræður sem hnn flytur viða um land, ritar blaðagreinar og vinnur að at- hugunum á ýmsum verkefnum félagsins og stundar kynningar- starf sitt. Orka Umfram allt hefur hinn fyrr- verandi tunglfari áhuga á að gera tilraunir, sem beinast að þvi að sanna og fastmóta kenningar sem skýra á visindalegan hátt hin dul- rænu fyrirbrigði. Hann hefur einnig mikinn hug á að kanna til mikillar hlitar hinar svonefndu huglækningar. Þá villrhann einn- ig taka höndum saman við þau félög, sem þegar starfa að hlið- stæðum rannsóknum. „I framtiðinni munum við kenna fólki að hlusta ekki aðeins eftir þvi sem sagt er, heldur beita skynjun sinni til að nema þá hugsun sem liggur að baki hinum töluðu oröum. Þannig aö fólk ekki aðeins skilji hvað sagt er — heldur skynji hvað átt er við.” Aðspurður segir Mitchell þó, að það verði að gera greinarmun á starfi hans félags, sem helgist að visindalegum rannsóknum á hinum óskýrðu fyrirbærum, og þeimhópum.er stundi slikt sem hreint kukl eða trúarbrögð. „Hugmyndir minar eru nokkuð á þann veg,” segir Mitchell, „að vitundarsvið mannsins sé nokkuð fast afmarkað. Við önnur mörk þessa vitundarsviðs er hin efnis- lega vitund — en við hin mörkin það sem kalla mætti sviðsvitund, þar sem manneskjan tengist al- heiminum. Aðeins það að lita á jörðina er viö vorum á heimleið dugði mér til að komast i snert- ingu við þessa sviðsvitund, — og ég þurfti ekki að vera þaö langa stund til að sannfærast um tilvist hennar.” Leiguflug— Neyöarflug HVERT SEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 Alþýðublaöið Þriðjudagur 17. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.