Alþýðublaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 1
35. TBL. - 1976 - 57. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÖAR Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866 Snjómaðurinn ógurlegi í Innsbruck Já, hvaöa maður skyldi nú þetta vera, sem er eins og klipptur út úr Vikingaöld- inni. Jú, þetta er enginn annar en hinn kunni skiöagöngumaður frá Akureyri Haildór Matthiasson sem var einn af 8 keppendum tslands á nýafstöðnum vetrar-Olympiuleikum i Innsbruck. Þessi skemmtiiega mynd af Halldóri birtizt i v- þýzka dagblaðinu Frankfurter Algemeine siðastliðin mánudag, og undir henni stóð. „ismaðurinn frá islandi. Matthiasson Haildór, 50 kilómetra göngumaðurinn.” óneitaniega er Halldór allvígaiegur á þessari mynd, og gæti hún svo sannarlega verið tekin beint útúrNjálu.ef menn vissu ckki betur. iÞRÖTTIR eru á blaðsiöu 11 i blaðinu i dag. Nota verkfallið til að panta Mallorkaferðir Verkfalisrnenn bregða sér inn úr kuldanum Ferðalöngun fólks virðist hafa farið vaxandi um leið og alls- Framkvæmdastjóri ráðinn fljótlega Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra fyrir- hugaðrar Vestmannaeyjaferju rann út s.l. sunnudag. Að sögn Guðlaugs Gislasonar alþingis- manns munu nokkrir hafa sótt um stöðuna. Hann kvaðst þó ekki vita um fjöldann ennþá þar sem sumir hefðu lagt inn umsóknir i Eyjum en aðrir sendu umsóknir til Guðlaugs i Reykjavik. Seinna i vikunni kvaðst Guðlaugur fara til Eyja og þá >yrðu umsóknir skoðaðar og jafnframt rætt um hvenær framkvæmdastjóri ætti að hefja störf. — SG. Farnir af frið- aða svæðinu Brezku togararnir voru 34 við landið i gær. Veður hefur hamlað veiðum að undanförnu, en seinni- partinn i gær var þaö að ganga niður. Gunnar Ólafsson hjá Land- helgisgæzlunni bjóst við að togararnir myndu hefja veiðar undir kvöldið. Þeir höfðu allir fært sig frá friðaða svæðinu út á Langanesi og voru komnir suður fyrir það. 1 dag fara fram sjópróf vegna ásiglingar freigátunnar Diomede á varðskipið Baldur, en þar var um að ræða grófustu ásiglingu sem átt hefur sér stað á miðunum til þessa. Engin mótmæli hafa þó verið borin fram vegna þess at- burðar af hálfu islenzkra yfir- valda. —SG Engar fréttir af morðrann- sókninni „Það er engin leið að segja neitt, um hvenær rannsókn lýkur i máli, eða málum þeirra, sem nú sitja i gæzluvarðhaldi” sagði örn Höskuldsson, fulltrúi hjá saka- dómara, i samtali við blaðið. „Meðan svo standa sakir, hvorki getum við né viljum neitt gera uppskátt, enda myndi það ekki þjóna neinum tilgangi. Blöðin munu svo á sinum tima sitja við sama borð og eins aðrir fjöl- miðlar, þegar við tejum það upp- lýst, sem nú er að leitað. Rann- sókn heldur sem sagt áfram, af fullum krafti.” Býður sig fram til forsetakjörs Helgi Hóseasson trésmiður hefur kunngjört að hann muni bjóða sig fram til forsetakjörs i sumar og auglýst eftir meömæl- endum, 1500—3000. Þurfa þeir að senda Helga meömæli sin i ábyrgðarpósti eða afhenda hon- um sjálfir. herjarverkfallið skall á. Hjá ferðaskrifstofunni Sunnu fékk Al- þýðublaðið þær upplýsingar i gær.að tugir pantana i ferðir til Malíorca hefðu komið inn þann daginn. Var engu likara en fólk liti á þennan fyrsta verkfallsdag sem langþráöan fridag og notaði hann m.a. til að láta bóka sig i ferðirtil sólarlanda. Ef til vill eru sumir það bjartsýnir að þeir reikna með að fá verulega kaup- hækkun og vilja tryggja hana i ferð suður á bóginn i stað frysti- kistukaupa. A skrifstofu Sunnu voru fjórir úr fjölskyldu Guðna Þórðarsonar við störf og höfðu nóg að gera. A laugardaginn sendi Sunna ferða- hóp til Kanarieyja sem væntan- íegur er heim 6/3. Engin ferð er ráðgerð fram að þeim tima, en ef verkfallið verður ekki leyst þá mun ferðaskrifstofan gera ein- hverjar ráðstafanir til aö koma fólkinu heim. Það er svo vafamál hvort menn kæra sig nokkuð um að koma heim á réttum tima ef allt athafnalif er lamað. —SG I kaffisopa Kaffivagninn á Grandagarði var þett setinn er blaðiö leit þar við i gær. Menn komu þar sanian að venju, fengu sér kaffisopa og litu i blöðin. Hvort verkfallið yrði langvinnt eöa ekki viiduþeir engu spá um, en drukku sjóðheitt kaffið með veiþóknun. Litið var um verkfallsbrot þennan fyrsta dag. Þó þurftu verk- fallsverðir að hafa afskipti af nokkrum málum. Yfirleitt var um misskiining að ræða sem leiðréttist fljótt og fólk tók þvi vel þegar bent var á að þaö væri að vinna i óleyfi. Undanþága hefur aðeins fengist fyrir tvo viðgerðarmenn til strætisvagnanna. Af þeim sökum var ráðgert að vagnarnir gengju i dag eins og um laugardag væri að ræða og þeir hættu akstri klukkan 19. Forstjóri „strætó’ ■■ taldi, að undanþága fyrir 12 menn þyrftief vagnarnir ættu að geta gengiö eðlilega og hald- ið áætlun. Af þessum sökum má búast við að færra verði I bió i kvöld en vanalega, ekki sfzt þar sem bfleigendur spara bensinið I iengstu lög. — SG. DYR DRYKKJUMANNAHÆLIS- INS UÚKAST LOKS UPP! Loksins eru komnar heimildir til þess að ráða starfsfólk til drykkjumannahælisins að Vifilsstöðum, sem staðið hefur fullbúið en ónotað um nokkurra mánaða skeið. Siðasta biðlotan stafaði af þvi að fjárveitinganefnd Al- þingis fór i jólafri áður en heimildir þessar voru afgreiddar. Á meðan voru hendur Rikis- spitalanna bundnar og ekkert annað til ráða en biða eftir þvi að heimildirnar yrðu veitt- ar. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra i Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, voru heirniltiirnar teknar til afgreiðslu á fundi stjórnar Rikisspitalanna i siðustu viku og var Skrifstofu rikisspitalanna falið að hraða gangi rnálsins eftir föngurn, þannig að stofnunin kærnist sern fyrst i notkun. Þá lágu einnig fyrir fundinurn heirnildir til þess að ráða starfs- fólk til starfa við göngudeildina sern starfrækt er við Flókadeild Kleppsspitalans, en þegar nýja hælið tekur til starfa rnun hún stækka töluvert og urnsvifin auk- ast. Blaðið hafði sarnband við starfsmannastj. Rikisspitalanna Pétur Jónsson, og innti hann hvers vegna ekki hefði enn verið auglýst eftir fólki i þessar stöður. Hann sagði: „Okkur i starfs- rnannahaldinu hefur ekki borizt. beiðni urn að auglýsa eftir fólki i þessar stöður, en úr þvi að búið er að sarnþykkja þetta, þá rná gera ráð fyrir, að það verði gert nú urn næstu helgi. Það er venja hjá Rikisspitulunurn að auglýsa urn helgar. Þó kann að liða einhver tirni frá þvi að auglýst er, til þess að nægilegt starfsfólk fæst vegna þess að eins og stendur eru allar þær hjúkrunarkonur sern vilja vinna, við störf á öðrurn sjúkra- húsurn, og erfiðleikurn bundið að fá þær til starfa annars staðar, þvi ef það gerist þá værurn við i raun og veru að valda vand- ræðurn annarsstaðar. Astandið kann þó að skána þegar næsti hópur hjúkrunarfræðinga út- skrifast.” —EB Ferðahópur innlyksa á Tenerife Þrir ferðamannahópar eru nú erlendis á vegum FÍugleiöa og feröaskrifstofunnar Úrval. Tveir hópanna eru á Kanarieyjum og eiga þeir ekki að koma heim fyrr en i næsta mánuöi. Einn hópur hefur undanfarið dvalist á Tenerife og samkvæmt áætlun á hann að koma heim aðfaranótt föstudags. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að i dag yrði væntanlega rætt um hvað gera skyldi ef verkfaliiö væri ekki leyst áður en til heimferðar kæmi. Hann sagði ennfremur að ferðahcpur ætti að fara til Tenerife með þeirri vél sem sækja ætti fólkið sem er úti. Ef ekki revnist unnt að fljúga út væri minnsta kosti tryggt, að hópurinn á Tenerife héldi húsnæði sinu meðan aðrir kæmust ekki á staöinn. Aö lokum sagðist Sveinn vona að verkfallið leystist sem allra fyrst, enda er hver verk- fallsdagur Flugleiöum dýr. —SG Engar upplýsingar um skattrannsóknir — Mál sem skattrannsóknar- deildin fær til meðferðar eru ekki opinber mál. Þess vegna get ég ekkertsagtum hvaða mál deildin hefur til rannsóknar hverju sinni, sagði Gunnar Jóhannsson skatt- rannsóknarstjóri i samtali við Alþýðublaðið. Leitað var til Gunnars vegna blaðafrétta um að bókhald þriggja stórra bifreiðaumboða væru nú i rannsókn hjá skatt- rannsóknardeildinni. Hefur verið fullyrt að um söluskattssvik sé um að ræða hjá þessum bifreiða- umboðum. Gunnar Jóhannsson sagði, að þegar skattrannsóknardeild hefði lokið rannsókn mála sem tekin væru fyrir, væru þau afhent rikisskattstjóra sem tæki ákvörð- un um framhald málanna. Hjá embætti rikisskattstjóra fékk blaðið þær upplýsingar, að ef um mjög alvarleg' brot á skatta- lögum væri að ræða væri þeim visað til dómstólanna og málin þá orðin opinber. En embættið sjálft gæfi aldrei upplýsingar um brot eða viðbótarálagningu einstaklinga eða fyrirtækja. — SG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.