Alþýðublaðið - 09.03.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Þriðjudagur 9. marz 1976 alþýðu- blaóið NÚ ERU GÓÐIR ÚTFLUTN- INGSMÖGULEIKAR A SKREIÐ Miklir möguleikar hafa opnazt á auknum útflutningi á skreið til Nígeriu. Nígeriu- markaður hefur opnazt að undanförnu, og segja innfæddir, að þeir vilji hvorki meira né minna en 60 til 70 þúsund tonn af skreið til landsins á næsta ári. Þessar uppiýsingar er að fá úr „Sjávartiðindum”, nýjasta töluhlaði. Þar segir einnig, að fuiitrúar frá Nigeriu hefðu gert sér ferð á hendur til Noregs til þess að hvetja Norðmenn til aukinnar skreiðarsölu til Nigeriu. Norðmenn voru i vafa um greiðslugetu Nigeriumanna, en fulltrúar þeirra sögðu við norska fjölmiðla, að Nigeria væri 6. oliuauðugasta land veraldar og hefðu öll almenn laun þar i landi hækkað um 100% fyrir stuttu. Sýndi það bezt, aii efnahagur og þar með greiðslugeta landsins væri i bezta lagi. Skreiöarútf lutningur til Nígeriu/ fyrr og nú Skreiðarútflutningur okkar tslendinga á siðasta ári var samkvæmt Hagtiðindum, 1805 tonn, og þar af fóru til Nigeriu 1339 tonn. Á sama tima fluttu Norðmenn 12-13 þúsund tonn tl þessa Afrikurikis. Nú um nokkurra ára skeið hefur stjórnmálaástand i Nigeriu verið ótryggt, og hefur það komið illilega niður á út- flutningi okkar (slendinga til landsins. Áður en bylting var gerð i landinu árið 1966, seldum við töluvert af skreið þangað, eða 4-8 þúsund tonn árlega. Norðmenn seldu þá um 15-20 þúsund tonn á ári. Grotnaðir skreiöarhjallar 1 fyrrnefndri grein „Sjávartiðinda” segir, að við tslendingar séum alls ekki til- búnir að stórauka skreiðar- framleiðslu okkar frá þvi, sem nú er, þótt sölumöguleikar séu mjög góðir. Skreiðarhjallar hérlendis hafi grotnað niður á undanförnum árum og mjög kostnaðarsamt sé að reisa þá á ný. Kosti hver hjallaröð um 80 þúsund krónur. Mjög hagstætt verö Verð það, er Nigeriumenn greiða fyrir skreiðina, er mjög gott. Úr búð i Nigeriu er kilóið af skreiðinni selt á um 1000 is- lenzkar krónur, en héðan fer hún á um 500-600 krónur kiló- grammið. Þegar litið er á þessar stað- reyndir, þ.e. mjög hagstætt verð og mikla sölumöguleika, þá er bókstaflega nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að nýta þetta tækifæri. Þótt kostnaðarsamt sé að byggja upp skreiðarhjalla, þá verður það að gerast. Græddur er gjaldeyrir. Nýta verður þetta gullna útflutningstækifæri. —GAS Hallinn á utanríkis- verzluninni eykst Vöruskipta jöf nuöur íslands við útlönd er yf ir- leittalltaf óhagstæöur, en aðeins mismunandi mikið. Nú hefur Hagstofa Islands reiknað út verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar- mánuði þessa árs — og var flutt til landsins meira en frá landinu fyrir sem svarar 1.896.6 milljónum króna. Óhagstæður munur i sama mánuði i fyrra var 1.310.8 miljónir króna. Þetta jafngildir um það bil 45% aukningu á ógæfuhlið, en þá verður að taka með i dæmið, að meðalgengi erlends gjaldeyris er talið vera 36% hærra i janúar i ár en var fyrirári. Er þvi augljóst að ekki hefur orðið bati á utanrikis- viðskiptunum i ársbyrjun en með hliðsjón af gengis- breytingum hafa þau versnað hægar en efni standa til. ÁTTA MANNS FÓR- UST MEÐ HAFRÚNU Skipverjar á Hufrúnu ÁR 28, sem talið er að hafi farizt úti fyrir Reykjanesi, aðfararnótt sl. iniðvikudags, eru nú taldir af. Hefur þeirra verið leitað frá þvi á miðvikudag, en ekkert til þeirra spurzt, utan þess að lík Ingibjargar G uðlaugsdóttur fannst á miðvikudag. Ahöfn bátsins taldi 8 menn. Þeir voru Valdimar Eiðsson skipstjóri 33 ára, lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn, Agúst Ólafsson 27 ára, lætur eftir sig 1 barn, Þórður Þórisson 27 ára, lætur eftir sig eiginkonu og I barn, Júiius Stefánsson 21 árs, lætur eftir sig unnustu, Har- aldur Jónsson 20 ára gamall, lætur eftir sig unnustu og 1 barn. Þessir menn voru allir frá Evrabakka. Þá voru einnig á llafrúnu, Guðmundur Sigur- steinsson frá Blönduósi 19 ára, lætur eftir sig unnustu, Jakob Zóphaniusson 45 ára gamall, ókvæntur, en lætur eftir sig uppkominn son og Ingibjörg Guðlaugsdóttir 41 árs gömul og lætur eftir sig 8 börn á aldrinum Ira ára til tvitugs. Þau tvö siðasttöldu voru frá Reykjavík. Alþýðublaðið vottar aðstand- endum hinna látnu sina dýpstu samúð. —GAS 22JA ÁRA PILTUR LÉZT í BÍLSLYSI VIÐ SIGLUFJÖRÐ Gæzluvarð- haldið að renna út! - árangurslaus leit að líki Guðmundar Á fimmtudaginn eru liðnir 45 dagar siðan þrir af þeim f jórum sem sitja inni vegna Geirfinnsmálsins voru handteknir. Þremenningarnir voru teknir höndum að morgni mánudagsins 26. janúar. Þeir voru síöan úrskurö- aöir í allt að 45 daga gæzlu- varðhald og sá tími rennur út á fimmtudaginn. Örn Ilöskuldsson rannsóknar- dómari sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að ekki væri búið að taka ákvörðun um fram- lengingu á varöhaldsvistinni. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. i desember voru fjórir menn handtcknir og úrskurðaðir ! allt að 90 daga gæzluvaröhald vegna morðs á Guðmundi Einarssyni fvrir tveimur árum. Rétt er að geta þess, að einn l'jórmenn- inganna játaði strax við yfir- hevrslu að hafa verið neyddur til að aka líkinu út i ílafnarfjarðar- hraun en kvaðst ekki viðriðinn morðið. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, hafa rann- sóknarlögreglumenn farið margar ferðir til að leita að liki Guðmundar en án árangurs. Engar upplýsingar eru gefnar um hvað rannsókn miðar i þessu óhugnanlega máli. Ilandtaka f jórmenninganna leiddi siðan til handtöku þeirra er sitja inni vegiia Geirfinns- málsins. Það hefur komið l'ram, að viss tengsl eru milli þessara mála en ekki hefur verið látið uppi hvernig þeim tengslum cr háttað. —SG Dauðaslys varð við Strákagöng á Siglufirði aðfaranótt sunnu- dags. Langferðabifreið fór þar út af veginum og valt niður bratta Ijallshlið. 1 bifreiðinni voru 16 farþegar auk bifreiða- stjórans. Þeim tókst öllum utan einum, að komast út úr bif- reiðinni áður en hún fór út af veginum. Magnús Viðarsson 22 ára gamali Siglfirðingur náði ekki að yfirgefa bifreiðina i tæka tið. Var Magnús látinn þegar að honum var komið i miðri fjallshliðinni nokkru ofar en bifreiðin stöðvaðist. Málavextir voru þeir, aö lang- ferðabifreið þessi, sem er af Mercedes Benz gerð, var að koma frá Hofsósi. t mynni jarð- ganganna, varð bifreiðastjórinn þess skyndilega var, að stýrið var komið úr sambandi. Hann huggðist stanza, en bremsur bifreiðarinnar höfðu þá einnig bilað. Rann þvi bifreiðin stjórn- laust áfram. Bifreiðastjórinn skipaði þá öllum að yfirgela bifreiðina i skyndi. Tókst öllum far- þegunum það, nema Magnúsi heitnum. Hafði hann sofnað á leiðinni frá Hofsósi og þvi orðið of seinn til. Aðra farþega sakaði ekki að ráði, en bifreiðin er talin gjörónýt. —'GÁS Samtök til stuðnings erlendri verkalýðsbaráttu Akveðin hefir verið stofnun stuðningsnefndar við baráttu verkalýðs- stéttar Portúgals, Angóla og Spánar. Boðað hefir verið til stofnfundar nefndarinnar, sunnudaginn 7. marz kl. 3 að Laugavegi 53 A. 1 greinargerð undirbúningshóps PAS-nefndarinnar segir m.a..: Að nauðsyn beri til að efla stuðning við baráttu verkalýðsins i þessum löndum, en hann hafi verið alltof takmarkaður hingað til.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.