Alþýðublaðið - 09.03.1976, Síða 3
alkaýdu-
biaöíó Þriðjudagur 9. marz 1976
FRÉTTIR 3
Rukkað á
tveggja mán-
aða fresti í
stað þriggja
Breytt fyrirkomu-
iag orkureikninga
gefur góða raun
„Allt frá þvi i haust, sem leið,
höfum við sent út reikninga á
tveggja mánaða fresti” sagði
Steinar Berg, fjármálafulitrúi
Rafmagnsveitu Reykjavikur, i
viðtali við blaðið.
„Við breyttum gagnavinnslu-
kerfinu sl. sumar, m.a. vegna
þess,að Skýrsluvélar stækkuðu
og við það opnuðust möguleikar,
sem ekki voru til áður. Nú get-
um við látið prenta meira af út
skýringum á seðlana, en vegna
tiðra gjaldskrárbreytinga var
það nauðsynlegt til þess að fólk
vissi, hvað það væri að borga
fyrir.
Þar til sl. haust voru sendir úr
sameiginlegir reikningar fyrir
hita og rafmagn á þriggja
mánaða fresti og voru þeir að
vonum nokkuð háir. Algengt
var, að fólk væri i vandræðum
með að borga þá fyrir tilskilinn
tima.”
Það sem vannst.
Fólki veitist greinilega betur
að greiða reikningana nú, en
var áður en breytingin átti sér
stað.
Alag á skrifstofur Raf-
magnsveitunnar og starfsfólk
hennar er minna nú en var.
Og lokshefur gjaldskrárstaða
okkar batnað, vegna þess að nú
koma tekjurnar jafnar inn.
Breytingin hefur gefizt vel og
það er ánægjuefni.
Eins og allir vita, er notkun
rafmagns og hita mest um jóla-
leytið. Fyrir breytinguna
komu þá mjög háir reikningar
skömmu eftir jólamánuðinn og
margir lentu i erfiðleikum.
Kostnaðarauki.
Breytingin hefur haft i för
með sér nokkurn kostnaðar-
auka, sem aðallega er fólginn i
þvi, að álestrum á mæla hefur
fjölgað frá þvi að lesið var á 3,
mán. fresti.
Þá hefur kostnaður við tölvu-
vinnsluna i Skýrsluvélum
hækkað nokkuð, sem sá liður er
þó minni en fjölgun álestra-
nna”, sagði Steinar Berg að lok-
um. —EB
A NÆSTUNNI: ALLIR REIKN-
INGAR AÆTLAÐIR OG LESIÐ
AF AÐEINS EINU SINNI A ARI
,,Það er ætlun okkar að taka
upp áætlunarkerfi við raf-
magnsreikninga og þá verður
lesið af mælum notenda einu
sinni á ári”, sagði Steinar
Berg, fjármálafulltrúi Raf-
magnsveitu Reykjavikur, i
samtali við blaðið.
„Breytingin úr þvi, að senda
notendum reikninga á þriggja
mánaða fresti, i það að senda
reikningana á tveggja mán-
aða fresti eins og nú er gert.”
Skýrsluvélar geyma nú !l
álestra þ.e.a.s. 18 mánaða
notkun og samkvæmt þeirri
sögu er auðvelt að áætla með
nokkurri nákvæsnni not-
kunina.
Við gerum slikar áætlanir
núna, samhliða álestri á
tveggja rnánaða fresti og ber-
um þetta tvennt saman.
Reynslan sýnir, að áætluðum
tölum ber nokkuð vel saman
við rauntölur. Það var i fáði,
að þetta formyrði tekið upp á
þessu ári en óvist er, hvort af
þvi getur orðið.
Nýtt gjaldskrárkerfi.
Ástæðan til þess er sú, að við
höfum verið að hugleiða að
innleiða nýtt gjaldskr&rkerfi,
sem yrði ntun einfaldara i
sniðum en það, sem nú er
notað....
Gjaldskrárflokkar yrðu þá
nokkru færri en nú er, og
vinnslan yrði öll auðveldari.
Hefði ekki komiö til þessi
fyrirhugaða gjaldskrárbreyt-
ing, var i ráöi að áætlunar-
reikningarnir yrðu teknir upp
að loknum sumarleyfum l ár,
en liklegt, er að einhver drátt-
ur verði á þvi.”
—EB
Enn stækkar skuttogaraflotinn:
ÞRJÚ SVEITAR-
FÉLÖG SAMEIN-
AST UM TOGARA
Sveitarfélögin á
Selfossi, Stokkseyri og
Eyrarbakka hafa beitt
sér fyrir stofnun hluta-
félags um skuttogara-
kaup. Nafn félagsins er
Arborg h/f. t stjórn þess
voru kosnir þeir
VIPPU - BltSKORSHURÐIN
Naeð',210 sm x breidd: 240 sm
2T0 - x - 270 sm
AÖror sla»rðir. smíOaðar eftír beiðnc
GLU^ASMIÐJAN
Siðumúla 20, simi 38220
Ásgrimur Pálsson, frm-
kvstj. Stokkseyri,
Brynleifur Steingrims-
son, héraðslæknir. Sel-
fossi,og Vigfús Jónsson,
Eyrarbakka.
Meirihluti hlutafjárins er i
höndum sveitarfélaganna
þriggja, en að öðru leyti er gert
ráð fyrir almenningshlutafélagi
innan sveitarfélaganna.
Félagið hefir samið um smiði á
skuttogara i Póllandi, og verður
verkefni hans að afla hráefnis
fyrir fiskverkunarstöðvarnar i
sveitarfélögunum, en þar er oft
hráefnisskortur.
Gert er ráð fyrir, að aflanum
verði landað i Þorlákshöfn og
hann siðan fluttur landleiðina til
vinnslustaðanna. Þvi vill félagið
eindregið hvetja stjórnvöld til
raunhæfra framkvæmda við
smiði brúar á ölfusárós og telur
þessa brúargerð svo mikilvæga
fyrir þessi byggðarlög, bæði
atvinnulega og félagslega, að
ekki megi dragast öllu lengur að
hefja framkvæmdir. Þess má
geta að brúarsmiði, ef af yrði,
myndi stytta vegalengdina frá
löndunarstað á vinnslustað frá 10
og upp i 30 km. —ES
Hluti Austurbæjar-
skólans innréttað-
ur sem dagheimili?
„Vegna mikillar þarfar fyrir
skóladagheimili i austurbænum
og erfiðleika félagsmálaráðs við
að finna húsnæði fyrir það i þvi
hverfi, og þar eð að á Iofti
Austurbæjarskólans er litt nýtt
ca. 500 fm húsnæði, samþykkir
fræðsluráð að láta kanna, hvort
þarna megi ekki innrétta og
koma fyrir skóladagheimili þvi
sem borgarstjórn hefir ákveðið
að koma upp i austurbænum.”
Þetta er úr tillögu, sem Elin
Páimadóttir lagöi fyrir fund i
fræðsluráði.
Aðspurð kvað Elin þörfina
fyrir slikt dagheimili á þessu
svæði mjög brýna, þarna i
nágrenninu byggju margar ein-
stæðar mæður og dagheimili af
þessu tagi væru fyrst og fremst
ætluð til að leysa úr vanda
þeirra, sem byggju við sér-
stakar félagslegar aðstæður.
Fjárveiting liggur fyrir
Nú i haust veitti borgarstjórn
fé til reksturs dagheimilisins, en
hingað til hefur ekkert heppilegt
húsnæði rekið á fjörur félags-
málaráðs þrátt fyrir ýtarlega
leit.
Borgarlæknir og
slökkviliðsstjóri sam-
þykkir
Elin tjáði okkur, að hún hefði
óformlega haft samband við
slökkviliðsstjóra og borgar-
lækni og þeir, eftir að hafa skoð-
að umrætt húsnæði, ekki séð
teljandi annmarka á þvi, að það
mætti innrétta og nýta á um-
ræddan hátt.
Tillagan samþykkt
Tillaga Elinar, sem jafnframt
fól i sér, að fræðsluráð kannaði.
hvort ekki væri hagkvæmt að
tengja skóladagheimili meira
skólum i borginni, var sam-
þykkt samhljóða i fræðsluráði.
A u k i ð samstarf
fræðslumála- og fé-
lagsmálaráðs
Skóladagheimili borgarinnar
eru undir yfirstjórn félags-
málaráðs og þvi var samþykkt
fræðsluráðs kvnnt félagsmála-
ráði. Það tok samþykktinni vel
og rná þvi búast við aukinni
samvinnu ráðanna tveggja. og
skóladagheimili i austurbænum
virðist vera á næsta leiti.
—ES
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretli — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fvrir ákveðið verö.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.