Alþýðublaðið - 09.03.1976, Side 7
alþyöu-
biaöíó Þriöjudagur 9. marz 1976
STJÖRNMÁL 7
Alþýðuflokkurinn -
í tilefni af sextiu ára afmæli Al-
þýðuflokksins, sem verður þann
12. marz n.k., mun Alþýðublaðið i
dag og næstu daga birta greinar
um nokkur af athyglisverðustu
baráttu- og stefnumálum Alþýðu-
flokksins i dag.
Fýrsta greinin birtist i dag og
1. grein
er þar fjallað um tillögu Alþýðu-
flokksins um eignarráð á landi og
landgæðum.
Á afmælisdaginn kemur svo út
sérstakt afmælisblað þar sem
fjallað verður um Alþýðuflokk-
inn, stefnu hans og störf.
samtíð og framtíð
ÞJOÐIN OG LANDIÐ
koma fyrir. Þetta cr i fyllsta
samræmi við ákvæði stjórnar-
skrárinnar.
Framtíðarstefna
mótuð
Það er auðvitað engum vand-
kvæðum bundið, nema tækni-
legum. að lýsa þau landssvæði
og landgæði, sem ekki eru ský-
lausar eignir einstaklinga, sem
alþjóðareign. Hitt er hins vegar
mun vandasamara að flytja
landgæði, sem eru i einkaeigu,
yfir i þjóðareigu — m.a. vegna
þess, að bætur þurfa og eiga að
koma fyrir.
Slikar bótagreiðslur geta
verið mjög háar. Þvi er það að
sjálfsögðu fyrirsjáanlegt að
núlifandi kynslóð og vart heldur
sú næsta geta ráðið við það fjár-
hagslega að flytja þær eignir,
sem eru i höndum einstaklinga,
yfir i þjóðareigu — eignir, sem
nauðsynlegt er talið að lands-
rnenn eigi sameiginlega.
En með hverjum áratugnum,
sem liður, verður þetta dýrara.
Svo dæmi sé nefnt þá er nú
krafizt milljónatuga fyrir hita-
réttindi i lendum, sem islenzka
rikið seldi einstaklingum fyrir
litið verð fyrir fáum áratugum.
Svo fljótt breytist verðmæta-
matið. Þvi er nauðsynlegt, að
framtiðarstefna verði mótuð i
þessum málum sem fyrst og sú
framtiðarstefna verði sú, sem
felst i tillögu Alþýðuflokksins
um eignarráð á landi, gögnum
þess og gæðum.
Bændur og
búíaröir
Eins og segir hér að framan
gerir Alþýðuflokkurinn ráð fyrir
þvi, að bændur eigi bújarðir
sinar kjósi þeir það fremur en
að hafa þær á lifsábúð eða á
erfðafestu. En skyldi nokkur
bóndi vilja annað en að eiga sina
jörð?
Samkvæmt þeim reglum, sem
nú gilda, þarf sérhver ný
kynslóð bænda i landinu að
kaupa sömu jarðirnar aftur og
aftur af hverri þeirri kynslóð,
sem er að hætta búskap. Ungur
bóndasonur, sem vill halda
áfram búskap eftir föður sinn,
þarf að kaupa jörðina og greiða
hana háu verði m.a. til þess að
geta greitt systkinum sinum,
sem ekki vilja stunda búskapinn
arfahluta. Þetta er mörgum
ungum manninum algerlega
ofviða. Sumir gefast upp og
hverfa frá. Aðrir ákveða að
þrauka, hlaða á sig skuldum
vegna jarðakaupanna og eru
fram að miðri ævi að vinna sig
frá skuldabvrðinni en þá er lika
Á íandið okkar að vera eign alþjóðar — til nytja þeim sem landbúnað stunda en
annars afraksturs f jöldans, eða á það að fá að ganga kaupum og sölum milli f jár-
sterkra aðila, sem geta keypt upp landssvæði og braskað með?Það er stefna Al-
þýðuf lokksins og baráttumál jafnaðarmanna næstu ár og ef til vill áratugi, að
þjóðin njóti sjálf landsins gagna og gæða líktog sjávarins umhverfis landið — og
yrki það og rækti. Hlúi að eigin garði til lands og sjávar.
skammt eftir þar til ný kynslóð
þarf að hefja sama leikinn að
nýju. Sama máli gegnir auö-
vitað um annað ungt fólk, sem
vill hefja búskap meö þvi að
kaupa sér jörð. Slikt er orðið svo
dýrt, að það er mörgum ofviða.
Auðvitað munu fjölmargir
bændur vilja eiga jarðir sinar
áfram hér eftir sem hingað til —
og Alþýðuflokkurinn gerir ráð
fyrir þvi, að það geti þeir vissu-
lega gert. En hinir munu einnig
vera nokkrir. sem gjarna
myndu vilja selja rikinu jarðir
sinar gegn þvi að halda þeim
áfram á erfðafestu eða til lifs-
ábúðar. Sá möguleiki er
opnaður i tillögu Alþýðu-
flokksins.
Timinn vinnur
meö okkur
t þetta sinn flvtur þingflokkur
Alþýðuflokksins tillöguna um
eignarráð á landi. gögnum þess
og gæðum, i fimmta sinn á
alþingi. Á þessum fimm þingum
hefur tillagan tekið talsverðum
breytingum m.a. i ljósi þeirra
ábendinga. sem fram hafa
komið bæði frá bamdum og
öðrum almenningi. Það er
nefnilega mesti misskilningur.
að bændur almennt séu á móti
þeim hugmyndum. sem felast i
tillögunni.
En það hefur fleira gerzt á
þessum fimm árum. Tillagan
um eignarráð á landinu hefur
vakið feiknarlega athygli og
sifellt fleiri karlar og konur úr
öllum þjóðfélagshópum og
öllum þjóðfélagsstéttum hafa
lýst yfir fylgi sinu við rnegin-
atriði tillögunnam
Tillagan um eignarráð á
landinu verður sjálfsagt ekki
samþykkt á þvi þingi. sem nú
situr. Sennilega ekki heldur á
þvi næsta. En þar kemur. að
hún verður samþykkt efnislega.
Timinn vinnur með okkur. Og
þegar þar að kemur verður sagt
um þetta mál eins og fleiri
baráttumál Alþýðuflokksins. að
,,allir vildi Lilju kveðið hafa".
SB