Alþýðublaðið - 09.03.1976, Side 11

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Side 11
alþýöu blaöiö ÚTLðND 11 UR AFRÍKU Þessar myndir sýna þjóðfélagsandsíæður i þróunarlandi. Efst hinar glæsilegu hallir sem risa utan um stjórnvöld og ráðamenn, — hér fyrir neðan er svo hin hliðin á „þróuninni”: Stráklingar að leita sér að einhverju ætilegu á sorphaug! GLÆSTAR HALLIR - OG HUNGUR • Glæstar hallir: Kenyatta ráðstefnumiðstöðin i Nairobi. *y, • örbirgð, — allsstaðar nálæg. • Betlari, og banki fyrir „túrista” Enn eitt ríki „svörtu” Afríku hefir hlotið sjálf- stæði. Angólabúar sem um f jórar aldir lutu járn- harðri nýlendustjórn Portúgala eru nú frjálsir. Það kostaði margra mán- aða blóðuga borgara- styrjöld að skera úr um hver ætti að fara með völdin i landinu. Nú þegar flest riki Afriku hafa losnað úr þrælaviðjum nýlendu- veldanna er e.t.v. ekki úr- vegi að skyggnast um þjóðfélagsinn- viði þessarar miklu álfu. Arfur nýlendutimabilsins Til að skilja þróun mála i Af- riku nútimans verðum við að lita til fortiðarinnar. Landnám nýlenduveldanna hófst þar fyrir alvöru á 17. öld. Ekki þarf annað en lita á landabréf til að sjá að skipting landsvæða hefir frekar verið landfræðilegs eðlis en þjóðfræðilegs. 1 hverri nýlendu voru yfirleitt tvær eða fleiri þjóðir eða þjóðabrot. Eins kom það fyrir að einni þjóð var skipt á milli tveggja nýlendna. bjóðerniskennd Afrikubúa er mikil, það notfærðu nýlendu- herrarnir sér og ólu á hvers kyns missætti milli þjóða til að koma i veg fyrir að þær samein- uðust i baráttu gegn kúguninni. Þetta var svo arfurinn sem Evrópumenn létu eftir sig, fá- fræði, missætti og þjóðflokka- rigur. Til þess má rekja' mörg af vandamálum Afriku i dag. Vandinn aö vera frjáls Þegar Evrópumenn hurfu brott úr nýlendunum skildu þeir i mörgum tilfellum við stjórn- laust samfélag. Gróðahyggjan ein réði ferðinni, og litið sem ekkert hugsað um að gera ibú- ana að nýtum borgurum i heimi framtiðarinnar. Skortur á menntamönnum og faglærðu fólki kom i veg fyrir að hin ný- frjálsu riki gætu hafið sig upp úr gryfju almennrar fátæktar. Innfæddir ,,nýlenduherrar” Sambúð tveggja ólikra innan landamæra sama leiðir oft til togstreitu um og áhrif. Svo varð einnig raunin á i mörgum rikjum hinnar ný- frjálsu Afriku. Sakir fáfræði, sterkrar þjóðerniskenndar þjóðarbrota og fordóma sem nýlenduherrarnir höfðu alið á, reyndist hinum ýmsu þjóðfé- lagshópum erfitt að koma sér saman um skynsamlega og nýta stjórn. Afleiðingin varð þvi oftar en ekki sú, að til valda komust menn sem e.t.v. mætti nefna innfædda ..nýlenduherra'M Þessirnýju ,,herrar” stjórna oft i skjóli einhverra meirihluta- hópa i þjóðfélaginu, þjóðflokka eða stjórnmálaafla sem eiga sér rætur innan einhvers ákveðins þjóðarbrots. Það er betra aö segja fátt og gera fleira Einhver sagði, að leiðin til glötunarinnar væri vörðuð góð- um áformum, og þvi verður ekki neitað að nóg hefir verið um fögur fyrirheit stjórnarherr- anna.enefndirnarþvi miður lát- ið á sér standa. Meira hefir þótt vert að „flykka” uppá ytra útlit en treysta innviði þjóðfélagsins. Peningarnir hafa farið i að reisa rándýra skýjakljúfa og skraut- hýsi í höfuðborgunum, i stað þess að mennta landslýðinn og veita honum betri skilyrði til á- nægjulegs lifs. Hin sorglega staðreynd er sú, að með fengnu „frelsi ” hafa mörg Afrikuriki farið úr öskunni i eldinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.