Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 8
8 VETTVAIMGUR Föstudagur 26. marz 1976 gjjjj'j1. alþýðu- blaðiö Föstudagur 26. marz 1976 VETTVANGUR 9 Eigingirnin er köld, samúðin heit... VILJINN ER BLÖNDUNAR- TÆKIÐ...! 2. hluti erindis Guðjóns B. Batdvinssonar Dæmið um eyrna skurðinn á italska knatt- spyrnuvellinum sýnir hvernig tilfinninga- þátturinn tekur völdin og stjórnar andartaksað- gerðum, er leitt geta og hafa leitt til striðs og styrjalda. Dæmið um Alþingi götunnar er sam- sett, þar er um að ræða annars vegar tilfinninga- hita, sem nefndur er réttlát reiði af þeim, sem mynda þennan hóp, og hins vegar valdhneigð þeirra, sem stjórna hon- um i krafti andúðar á til- teknum aðgerðum vald- hafa. Er þá kominn til eðlisþátturinn, vilji, sem eins og forsætisráðherra Sviþjóðar segir, er póli- tik. En þvi miður, pólitik er ekki alltaf „hungur og þorsti eftir réttlætinu.” Pólitik er viðkvæm fyrir persónulegum ann- mörkum þeirra, sem hafa hana að lifsstarfi, og póli- tik elur á vissum eigind- um dýrkenda sinna svo sem valdagirni og ann- arri eigingirni i ýmsum myndum, fyrir þvi er að- hald fólksins nauðsynlegt og endurnýjun liðsodda i pólitiskum hreyfingum sömuleiðis. Hvorugt kemur þó að gagni nema mannbætur séu undir- staða, en grundvöllur mannbóta er sjálfsrækt, þjálfun skapgerðar. Úsamiyndi okkar er sprottið af veiðimanns- eðlinu Eins og blaðamaðurinn og dulhuginn Poul Brunton sagði: Eigi betri heimur án betra fólks. Viðhorf þitt, hlustandi minn, fer að sjálfsögðu eftir þvi hvort þú hefir mótað þér lifsskoðanir og siðan læst þig fastan i þeim, eins og stoltum Is- lendingi þykir sæma. Ósamlyndi okkar, sem allir játa á alvarlegum stundum að sé skaðlegt fyrir þjóðarhag i and- legum og efnislegum skilningi, er sprottið af veiðimannseölinu, rán- yrkjunni, sem við stundum. Þessari krefj- andi skammsýnu eigin- girni, sem tæmir ungviði sjávarinsi trollið, ofbeitir landið, selur landsgæði án minnstu hugsunar um framtiðina o.s.frv. Þessi skammsýna eigingirni birtist oft i fautalegri valdniðslu, og þá er vilja- krafturinn notaður til að þóknast duttlungum sér- hyggjunnar eða persónu- legum skapsmunum, eins og t.d. þegar tekin er húsaleiga af fyrrverandi sóknarpresti þegar hann mætir i kirkju sinni til að skira barn, vigja kirkju sinni nýjan einstakling. Eða þegar vinnuveitand- inn segir upp starfsmönn- um sinum, sem hafa af- stýrt valdniðslu hans, og fá svo siðar að gjalda þess, einn og einn i einu. Það verður með sanni sagt, að „syndin er lævis og lipur.” Látum sólina ekki yfir reiði okkar Þessum dæmum er brugðið upp til þess að gefa skýrari mynd af þvi við hvað er að striða, hversu tilhneigingarnar eru ismeygilega illskeytt- ar og þorstinn eftir rétt- lætinu er litill. Vandi okkar hvers um sig er að gæta jafnvægis, láta sólina ekki setjast yfir reiði okkar, telja upp að tiu áður en svarað er ávarpi, sem ýft hefir skapið, þ.e. tefla vitinu á móti tilfinningunum áður en viljaafstaðan er mörk- uð. Nákvæmlega hið sama þarf að gerast hjá vitmanninum, sem hugs ar rökrétt og kalt, eins og kallað er, hann sér hlut- inn fyrir sér i þeim ljós- geisla vitsins, sem honum er eiginlegastur og hjartað er ekki haft með i ráðum. Eigingirnin er köld, samúðin heit#þessu þarf að blanda saman eins og baðvatni, til þess að vel farnist. Jafnvægi i skapgerð er öllum nauðsyn Viljinn er blöndunar- tækið hann má ekki vera undir stjórn annars af hinum eðliskostunum, sem hér er talað um, heldur stjórna báðum eða vera undir stjórn beggja jafnt. Jafnvægi i skapgerð er öllum nauðsyn. Sannarlega er þetta eitt ekki nægilegt til velfarn- aðar. Skapgerðin getur eftir sem áður verið tamin hörð og köld, miskunnarlitil gagnvart umhverfinu þ.e. háð hinu lægra eðli. Frelsi er m.a. fólgið i þvi að hafa ákveðna og jákvæða lifs- skoðun. Lífsstefna án einingarvitundar er ekki frjáls Sú li'fsstefna er ekki frjáls, sem mótuð er án einingarvitundar. Við skulum vera minnug þess að við lifum i samfélagi, og svarið við spurningu Kains á að vera jákvætt. Við eigum að muna eftir bræðrum okkar, þeir eiga lika rétt á olnbogarými, þeir eiga sama rétt til lifsins og þú eða ég. Við eigum engan rétt til að traðka á náunga okkar, og meðan við höfum ekki tileinkað okkur þá lifs- skoðun erum við ekki frjáls, heldur búum við það helsi sem sér- hyggjan, eigingirnin hefir lagt á lifsviðhorf dtkar. 011 óhamingja lifsins stafar af skorti á kær- leika, er þá til mikils mælzt við okkur sjálf, þó að við krefjum okkur um umburðarlyndi og samúð gagnvart samferðafólk- inu? Ekki i þeim skilningi að þola óréttinn eða ágirndina, heldur reyna að forða sjálfum okkur og bræðrum okkar frá þvi að verða háðir óréttlætinu og ágirndinni. Vissulega vandasamt hlutverk. INNDJÚPSÁÆTLUN ÆTLAR AÐ DRAG- AST A LANGINN • 29 beiðnir liggja fyrir um lán til framkvæmda • En ræktun er 2-3 árum á eftir skipulaginu „Landnám rikisins átti upp- runalega að hafa umsjón með Inndjúpsáætlun. Nauðsynlegt hefði verið, að hafa sérstakan mann, sem hefði umsjón með áætluninni, en þann mann höf- um við aldrei fengið. Þvi höfum við aðeins sinnt þessari áætlun i hjáverkum”, sagði Arni Jóns- son, landnámsstjóri, i' samtali við Alþýðublaðið. Arni sagði, að áætlunin hefði ekki staðizt að öllu leyti, og hefði þar margt komiðtil, m.a. staðiðá greiðslu lána fram á siðasta haust. Ræktun á eftir „Framkvæmdir og skipulagn ing við Inndjúpsáætlun” byrj aði fyrst fyrir þremur árum og var áætlað að ljúka byggingarframkvæmdum að mestu fyrstu ár áætlunarinn- ar. Fyrirhugað var, að rækt- unarframkvæmdir væru gerðar samhiiða byggingu útihúsa, þvi að nauðsynlegt er, að það hald- ist I hendur, til að hægt sé að fjölga I bústofninum. Arin 1973 og 1974 fékkst enginn til þess að grafa skurði, svo að hægt væri að ræsa fram. Fékkst ekki mað- ut til þess fyrr en siðastliðið sumar, og er ætlunin að klára þennan lið i sumar. Ræktunar- málin eru þvi 2—3 ár á eftir skipulagningunni. Þetta setur að sjálfsögðu stórt strik i reikninginn, vegna þess að þegar útihúsin eru tilbúin, þá standa þau að mestu auð, þar til búið er að rækta tún, og þá fyrst er hægt að fjölga búsmala. Þetta dregur þvi áætlunina alla aftur um töluverðan tima. Hins vegar er ekki hægt að neita þvi, að öll skilyrði til ræktunar á þessum slóðum eru mjög erfið”. Fjósin til staðar. Nú eru nær eingöngu byggð fjárhús og hlöður, en litið sem ekkert af fjósum. Hvernig send- ur á þvi? „Fjárhúsin fyrir vest- an voru flest byggð úr torfi, og mjög úr sér gengin. Einnig voru þau mjög litil, og þvi ástæða til að stækka þau og fjölga, með aukin fjárbúskap i huga. Mjólkurframleiðsla bænda i Inndjúpinu var, og er enn tölu- verð. Hins vegar þurftu þeir að fella kýrnar i stórum stil á kalárunum 1966 til 1968. Fjósin voru flest nýrri og stærri en fjárhúsin, þannig að mikið er af auðu plássi fyrir þær nú.” Eykur áhuga á búsetu. „Þessar framkvæmdir I Inn djúpinu virðast auka áhuga yngra fólks til bú setu á þessum fjarlægu stöðum. Ég veit til þess, að eitthvað af ungu fólki hefur fluzt vestur til búsetu. Til- gangurinn með þessari áætlun var sá að koma i veg fyrir, að fólk á þessum stöðum færi það- an i stórum stil. Nú er alveg búið að koma I veg fyrir það, og má geta þess, að nú liggja fyrir 29 beiðnir um lán til fram- kvæmda”, sagði Arni að lokum. Endurgreiðslur „Það reyndi fyrst á það I haust, hvort bændur stæðu i skilum með endurgreiðslur lán- anna”, sagði Stefán Pálsson, skrifstofustjóri hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins, i samtali við Alþýðublaðið. Stefán bætti þvi við, að endurgreiðslur af lánunum væru óðum að berast þessadagana, og vildi hann þvi ekkert spá um skilin. „Það sem af er, Tinnst mér skil á endurgreiðslunum ekki mikið verri en ég bjóst við. Ég lit ekki á, að vanskil séu slæm, nema fyrr en eftir svona 2 ár frá gjalddaga. Það er litið á allar framkvæmdabeiðnirnar og athugað, hvort viðkomandi hafi staðið i skilum. Ef svo er ekki, þá fá þeir ekki lán aftur. Það eina, sem við óttuð umst, er það að ræktunarmálin hafa ekki staðizt, og eru þau þegar 2-3 árum á eftir áætlun. -GG- ÞAU VILJA JAZZINN METINN AD VERDLEIKUM Stofnaður verði sjóð- ur til styrktar norræn- um tónskáldum, sem vilja semja fyrir jazz- hljómsveitir. Komið verði á fót norrænu jazzmúsik-safni, þar sem hljóðfæraleikarar og hljómsveitir hafi greiðan aðgang að nót- um. Reynt verði eftir mætti að greiða fyrir gagnkvæmum heim- sóknum norrænna jazz- leikara og þeim gefin tækifæri til að starfa i hljómsveitum hvar- vetna á Norðurlöndum. Þetta eru þrjú þeirra atriða sem Nordjazzfundur haldinn I janúar siðastliðnum, lagði hvað mesta áherzlu á . Fundur þessi var hinn þriðji i röðinni, en Nordjazz samstarfið hefur nú staðið um tveggja ára skeið. Fundurinn ákvað einnig, að halda áfram samvinnu á borð við Nordjazz kvintettinn, sem varstofnaðuri hittifyrra og nor- ræna kvintettinn — jazz-beat- popp-flokkinn, „De vilde svan- er”, sem gerði mikla lukku i vetur. Þar var fulltrúi Islands Jakob Magnússon, pianóleikari. Sem fyrr er það þröngur fjár- hagur Nordjazz, sem aðallega háir framkvæmdum — opinber framlög skorin við nögl, og skilningur ráðamanna á listgildi jazztónlistar viðast næsta tak- markaður. Fundarmenn lýstu þó mikilli ánægju sinni með nýju tón- listarlögin I Danmörku en þar er jazzmúsik metin til jafns við aðra músik. Að lokum var ákveðið, að unnið skyldi að auknu samstarfi norrænna útvarps- og sjón- varpsstöðva i jazzmálum. KYNLEG TEIKN EFTIR GEST GUÐMUNDSSON - FRÁFARANDI FORMANN STÚDENTARÁÐS (3. HLUTI): A LOFTI: FRUMVARP RfKISSTJORNARINNAR Embættís- mannafrum- varpið En nú fóru einkennilegir hlutir að gerast. Svo virðist sem ráðamönnum þjóðarinnar hafi virzt endurskoðunarnefndin vera orðin of höll undir náms- menn þvi að málum var þannig hagað að hún skilaði aldrei áliti heldur voru embættismenn i ráðuneytum látnir vinna upp lagafrumvarp, menn sem litla þekkingu hafa á lánamálum námsmanna, menn sem litinn sem engan skilning höfðu á þvi sem þeir fjölluðu um a.m.k. ekki eftir afurð þeirra að dæma. Það var heldur rislágur menntamálaráðherra sem mælti fyrir frumvarpi til nýrra laga um námslán og námsstyrki i efri deild Alþingis þriðjudag- inn 24. febrúar sl. Enda virtist hann mæla gegn betri sanivizku. Það frumvarp sem hann lagði fram var slik ósvifni við námsmenn aö full ástæða var fyrir aðstandendur þess að skammast sin. Þetta er þeim mun fordæmanlegra fyrir þá sök að námsmenn höfðu lagt fram tillögur sem fólu i sér að yfirlýstum markmiðum rikis- valdsins i lánamálum náms- manna yrði náö. Frumvarp rikis- stjórnarinnar Og hvemig litur svo þetta frumvarp rikisstjórnarinnar út? I fyrsta lagi er þar ekki gengið til móts við meginkröfu náms- manna um að lögfesta, að námslán nægi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði. Það á áfram að „stefna að” þessu marki, þó að Alþingi og rikis- stjðmir hafi fyrir löngu fest þetta orðalag i sessi yfir loforð sem örugglega á að svlkja. Þrátt fyrir það að full- nægjandi námsaðstoð er ekki lögbundin, er gert ráð fyrir strangri endurgeiðslum náms- lána en þekkjast á nokkrum lán- um á opinberum lánamarkaði. Stilfært og stolið Embættismenn rikisvaldsins hafa stuðzt nokkuð við tillögur námsmanna, en gert á þeim breytingar, sem allar ganga þvert á grundvallarsjónarmið námsmanna. Allar þessar breytingar leggjast nefeilega á lágtekjumenn. I frumvarpinu eráfram gertráð fyrir þvi, að tekiö verði hlutfall af tekjum manna umfram við- miðunartekjur, eins og tillögur námsmanna ætluðusttil.En það á ekki að láta hér við sitja, eins ognámsmenn kröfðust, heldur á jafnframt að leggja á hvern og einn námsmann 50 þúsund króna ársgreiðslu, en sú upphæð er miðuð við núverandi verðlag og verður verðtryggð. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði þegar hann mælti með frumvarpinu að þessi lág- marksendurgreiðsla væri til- tölulega lág upphæð.Þaö getur verið, að manni með samanlögð þingmanns- og ráðherralaun þyki 50 þús. lág upphæð en ég er smeykur um að verkamanni eða starfsmanni I verksmiðju þætti heldur hart að sjá af einum mánaðarlaunum i endur- greiðslur námslána, og það er alls ekki útilokað að maður sem lokið hefur námi, eigi eftir að vinna um lengri eða skemmri tima sem ófaglærður verka- maður. 1 viðbót við 50 þúsund króna ársgreiðsluna ætlast rikis- stjómin til að námsmenn greiði eitthvert hlutfall af tekjum umfram viðmiðunartekjur. Ég sagði eitthvert hlutfall, þvi að skv. frumvarpinu á að ákvarða það með reglugerð. Þetta telja námsmenn mjög óeðlilegt að hlutfallið verði ekki ákveðið af Alþingi og sett i lög. En frum- varpið um námslán og náms- styrki ber öll merki vafasamra vinnubragða eins og sést bezt á hinum fjölmörgu atriðum sem skjóta á til reglugerðar eða eru einungis heimild. Ég sagði áðan að nefndin sem átti að semja frumvarpið, hefði náð samkomulagi i öllum helztu atriðum, fyrir utan þann tiltölu- lega smávægilega ágreining sem varð um endurgreiðslu- kerfið. En það virðisthelzt sem slikar nefndir starfi bara upp á punt, þvi að það frumvarp sem lagt var fram, sver sig I flestum atriðum litið i ætt við það frum- varp sem endurskoðunarnefnd- in var um það bil að ganga frá. I öllum þessum atriðum, sem þarna ber á milli, gengur frum- varpið á rétt námsmanna. Ríkisstjórnin vill hafa ráðu neytameirihluta i stjórn lána- sjfíisins, námsmenn eiga að afla sér sjálfskuldarábyrgðar- manna að námslánum sinum, styrkir til að jafna aðstöðu námsmanna eiga ekki að ná til námsmanna hérlendis, allt of óljós ákvæði eru um það, hverjir eigi að fá aðild að Lánasjóði, og þannig mætti lengi telja. Það er engu likara en embættis- mennirnir sem frumvarpið sömdu, sjái fyrir sér náms menn sem hálfgildings glæpa- lýð, þvi að alls staðar eru sett inn ákvæði sem tryggja rétt rikisvaldsins, en færri sem trýggja rátt námsmanna. En veigamestu atriðin eru samt endurgreiðslurnar og á- kvæði um það hversu há lánin eiga að vera. A sama tima og rikið veigrar sér við að lögfesta, að það láni námsmönnum það sem þeir þurfa, á sama tima ætlar rikisvaldið að margfalda endurgreiðslur námslána frá þvi sem nú er. Endur- greiðsluákvæðin Endurgreiðsluákvæði lána- frumvarpsins myndu þýða að næstum þvi hver einasti lánþegi myndi endurgreiða námslán sin upp i topp visitölutryggt, og eru það harðari kjör en þekkjast á lánamarkaðnum. Hver einasti námsmaður,sem tekur heildar- lán sem er lægra en ein milljón endurgreiðiir það bara með lág- marksgreiðslunum. Hér er um að ræða um það bil helming af þeim sem á annað borð fá lán. Hinar svokölluðu aukaafborg- anir frumvarpsins, sem menn greiða i samræmi við tekjur, munu að öllum likindum ná til meginþorra lánþega á þann veg, að þeir endurgreiði lán sin að fullu, visitölutryggð. Á sama tima vill rikisvaldið ekki lögfesta að þessi afarlán skuli nægja mönnum til fram- færslu meðan á námi stendur. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, að námsmenn sögðu i umsögn sinni til Alþingis, að frumvarpið sé samið út frá þvi meginsjón- armiði að láta sem minnst og taka sem mest. Kröfur námsmanna Allt frá þvi að frumvarpið kom fram fyrir þrem vikum, hefur farið fram mikil umræða meðal námsmanna. Engan hef ég ennþá fyrirhitt, sem er á- nægður með frumvarpið. Menn hefur greint á um það hvort námsmannasamtökin eigi að heimta lækkun endurgreiðslna fyrir alla, eða fyrir lágtekju- menn. Það sjónarmið hefur orð- ið yfirsterkara, að díki eigi að taka upp vörn fyrir hátekju- menn, en hins vegar eigi að leggja allt kapp á að verja lág- tekjumenn fyrir ströngum endurgreiðslum. 1 samræmi við þetta hafa ótal fundir náms- manna samþykkt eftirfarandi kröfugerð til Alþingis um breyt- ingar á frumvarpinu: 1. Full brúun fjárþarfar námsmanna verði lögfest. 2. Burt með lágmarksendur- greiðsluna. Einungis verði um endurgreiðslur að ræða, þegar tekjur eru komnar yfir lág- marksframfærslukostnað. 3. Fullur stuðningur við tillög- ur Kjarabaráttunefndar náms- manna, en þessi samstarfs- nefnd allra viðkomandi náms- mannasamtaka hefur sent Al- þingi tillögur að lögum um námslán og námsstyrki. Megin- sjónarmið Sú stefna sem kemur fram i stjórnarfrumvarpinu, ber semj- endum sinum ekki fagurt vitni. Það meginsjónarmið er látið ráða, að eyða sem minnstu i menntamál. Þar með er alger- lega litið fram hjá þeirri þjóð- hagslegu nauðsyn, sem er á öfl- ugu menntakerfi. Skammtima- örðugleikar efnahagslifsins verða öllum langtimasjónar- miðum yfirsterkari. Jafnframt er þetta frumvarp árás á yfir- lýsta stefnu stjórnvalda um jafnrétti til náms^ þar sem námslán eiga ekki að vera full- nægjendi, og stifar endur- greiðslur lágtekjumanna ekki siður en hátekjumanna geta orðið til þess að menn leggja ekki út i að taka lánin. Menntamálaráðherra lýsti þvi yfir i' útvarpi i gær, að út frá þvi skyldi gengið að foreldrar námsmanna styddu þá til náms. Þá spyrja námsmenn eðlilega : „Hvað með þá námsmenn sem eiga tek julitla foreldra sem ekki eru aflögufærir, eða eru jafnvel foreldralausir?" Slika náms- menn virðist rikisstjórnin ætla að setja út á gaddinn. Námsmenn berjast nú fyrir þvi að efnahagslegt jafnrétti til náms verði að veruleika. Náms- menn eru ekki að berjast fyrir neinum forréttindum, við vilj- um fallast á stifar endurgreiðsl- ur námslána af hálfu hátekju- menntamanna, en við viljum verja lágtekjumenntamenn frá slikum álögum.Við heitum á is- lenzka alþýðu að hún styðji námsmenn i baráttu sinni, þvi að baráttan fyxir efnahagslegu jafnrétti til náms er stéttarbar- átta alþýðunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.