Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 5
 öu- iö Föstudagur 26. marz 1976 FRÉTTIR 5 VON UM KARTðFLUR I MIDRI NÆSTU VIKU ,,Viö gerum okkur vonir um, aö úr kartöfluskortinum geti rætzt um miöja næstu viku, ef þau fyrirheit sem okkur hafa verið gefin erlendis frá standast,” sagöi Johann Jonas- son, forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, i samtali viö Alþýöublaðið i gær. „Eins og viðhöfum áður skýrt frá, þá höfðum við gert samning við Pólverja um kaup á kart- öflum. Frost i Póllandi undan- farna daga hefur dregið út- skipun á langinn. Við tókum þá til bragðs, að fá kartöflur frá Rotterdam, sem hafa þangað borizt frá Mexico. Þar er þó ekki um mikiö magn að ræða, aðeins um 160 tonn, og ætti að duga i nokkra daga, eða þar til pólsku kartöfluraar berast til landsins,” sagði Jóhann enn- fremur. Annars sagði Jóhann, að þær fréttir bærust nú frá Pól- landi, að frosti þar væri að linna, og vonir væru til þess, að útskipun hæfist innan tiðar. Nú værieitt islenzkt skip i Póllandi sem biði lestunar, Langá. Þá væri Lagarfoss væntanlegt þangað þann 30. þ.m. og tæki kartöflufarm. Það væri þvi reiknað með að veður leyföi útskipun í minnsta kosti annað- hvort þessara’ skipa. Heildarmagn það, er um var samið, frá Póllandi, nam 2500 tonnum. Þorir vart að slá neinu föstu ,,Ef allt fer að óskum, ætti ástandið að skána um miðja næstu viku”, sagði Jóhann, ,,en hins vegar er maður orðinn það svartsýnn eftir undanfarna erfiðleika, að maður þorir engu að slá föstu. Um áramótin vomm við mjög ánægðir með að hafa tryggt okkur kartöflur, að minnsta kosti fram i júlf i sumar.” „Þá reynist ekki unnt að framfylgja gerðum samningum við Hollendinga og siðan setur vetrarveðrið i Póllandi strik i reikninginn. Það hefur þvi gengið erfiðlega að fá umsamd- ar kartöflusendingar erlendis frá, hingað til lands.” Á uppsprengdu verði Jóhann kvað aðspurður, litlar sem engar kartöflubirgðir vera til i landinu þessa dagana. Þó læki alltaf eitthvað. Hefði hann heyrt af þvi sögusagnir, að vissir aðilar hefðu yfir ein- hverjum birgðum að ráða, og væru kartöflurnar seldar á upp- sprengdu verði. „Meginþorri heimilanna hefur þó ekki yfir neinum kartöflum að ráða,” sagði Jóhann Jónasson að lokum. —GAS 'æ/imtíSKnfc Hjrttífiíjr HLEKKTIST Á Það óhapp varð seint i gær, að Flugleiðaþotu hlekktist á er hún miili- lenti á Keflavikurflug- velli á ieið sinni frá Luxemburg til Banda- rikjanna. Þegar þotan var lent fékk hún á sig vindsveip, sem gerði það að verkum, að hún vaggaði til og við það snerti ytri hreyfillinn vinstra megin, flugbrautina. Um borð I þotunni vom 123 farþegar, en sakaði engan, þrátt fyrir að hnykkurinn, sem við þetta varð, væri talsverður. Komu öryggisbeltin þar til bjargar. Ekki var vitað í gærkvöldi, hvort skemmdir hefðu orðið á þeim hreyfli þotunnar, sem snart brautina. Það þótti þó ráð- legt, að taka hreyfilinn til mjög nákvæmrar athugunar og þvi önnur þota fengin til að flytja farþegana til ákvörðunarstað- ar, en á meðan hennar var beðið gistu þeir Hótel Loftleiðir. Ráðstefna um íþróttir og f jölmiðla Ráöstefna Samtaka tþróttafréttamanna um íþróttir og fjölmiðla verður haldin á morgun, laugardag, f Glæsibæ og hefst kl. 13.30 stundvfslega. Óskað er eftir, að þeir sem eiga eftir að tilkynna þátttöku geri það nú þegar. Allar upplýs- ingar gefur ráðstefnustjöri, Jón Asgeir^son, og skal jafnframt tilkynna houum þátttöku og/eða breytingar. áfengis- lil bóta” „Bann við veitingum - segir Áfengisvarnarráð 1 fréttírtilkynningu frá Afengisvarnarráði er borið lof á dómsmálaráðlterra, Ólaf Jó- hannesson, fyrir lokun sölubúða ATVR og bann við vinveitingum á meðan á verkfallinu stóð. Bent er á að annir lögreglu hafi minnkað mjög og fanga- geymslur hafi verið tómar að mestu. Þá mun ástandið á Slysavarðstofu Borgarspitalans ekki hafa verið jafn gott árum saman. Af þessu dregur Afengisvarnarráð þá ályktun, að ekki sé jafn mikið um smygl ogbrugg ílandinu og ýmsir vilji vera láta. Bann við vinveitingum var afnumið áður en áfengisútsölur opnuðu, og var það nóg til þess aö fangageymslur fylltust og ölvaðir menn flykktust á Slysa- varðstofuna og gerðu starfsfólki þar og sjúklingum lifið leitt. Þá er vakin athygli á þvi að ekki voru það drykkjusjúk- lingar og ofdrykkiumenn, sem ráku upp ramakvein vegna lokunarinnar, heldur þeir sem áttu mestra f jarhagslegra hags- muna að gæta, vinveitingamenn og þjónar. Þó það sé álitamál, hvort algjört bann við áfengissölu og neyzlu myndi þjóna þeim til- gangi sem til væri ætlazt þegar til lengdar léti, verður þvi ekki móti mælt, að allur bæjar- bragur var ólikt viðkunnanlegri meðan á „verkfallsbanninu” stóð en bæði fyrir og eftir. ES LÆKNANEMAR MÓTMÆLA Læknanemar hafa sent frá sér ályktun, þar sem segir að þeir mótmæli harðlega framkomnu lagafrumvarpi um námslán og námsstyrki. Er i ályktuninni visað til bréfs frá kjarabaráttu- nefnd námsmanna sem sent var alþingismönnum, en þar koma fram öll helztu sjónarmið læknanema. Ennfremur segir i ályktun- inni, að læknanemar leggi á- herzlu á, að námsmenn njóti ekki óhagstæðari lánakjara en aðrir lánþegar i landinu. Er skorað á alþingismenn að fella þetta frumvarp í núver- andi mynd. JSS lönminjasýning í Þjóðminjasafninu Samtök iðnaðarmanna hafa um nokkurt árabil unnið að því að safna ýmsum minjum frá hinum eldri iðngreinum hér á landi, og var ætlunin að koma á fót sérstöku iðn- minjasafni/ þar sem sýna mætti þróun iðnaðar frá heimilisiðju til nútíma verkstæðisiðju. Var einkum lagt kapp á söfnun sveinsstykkja og vandaðra gripa, svo og söfnun smiðaáhalda, verk- færa, skjala og alls þess sem varpað gat ljósi á iðngreinar hér á landi. Það hefur nú orðið úr, að Þjóð- minjasafn Islands hefur tekið safn þetta til varðveizlu og eignar, með það fyrir augum að safnið i heild, eða helzta úrval þess, verði sýnt meðal safngripa Þjóðminjasafnsins þegar aðstæður leyfa. Úrvali úr Iðnminjasafninu hefur nú verið komið fyrir til sýningar i Bogasal Þjóðminja- safnsins og verður það sýnt þar ásamt nokkrum hliðstæðum gripum úr Þjóðminjasafninu fram til 4. april, og er aðgangur ókeypis. Sýningin er opin á sama tima og safnið sjálft, sunnudaga þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30 — 16.00.-JSS ÍSOLF er með framhjóladrif og sterka, endingargóða og líflega 50 eða 75 ha, vatnskælda vél, sem er óvenju sparneytin. Benzíneyðsla 7—8 I á 100 km. Uppherzla einu sinni á ári eða eftir 15 þús km akstur. Ársábyrgð, óháð akstri. OOLF er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými (allt að 1000 I). Stórar lúgudyr að aftan, sem auðvelda hleðslu. OOLF er fallegur og hagkvæmur fjölskyldubíll. Komið, skoðið og kynnist OOLF Sýningarbílar á staðnum. GOLF® HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Simi 21240

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.