Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 13
alþýAU'
blaðid Föstudagur 26. marz 1976
OB YMSUM ATTUIWI 13
ingabilana sem koma með
vörur utan að landi. Þar fer
langmest af vörunum i gegn.
Hinum megin eru minni dyr,
sem sendiferðabilarnir leggja
að.
Hægt er að sinna 20 bilum i
einu, þannig að afköstin geta
verið mjög mikil. 40 bilar eru á
vegum fyrirtækisins i ferðum
viðs vegar um land allt.
Fastar áætlunarferðir eru
farnar á um 40 staði á landinu,
og minnst tvær ferðir i viku á
hvern stað. Á suma staði eru þó
ferðir daglega.
Lóðin og fjárskortur.
Eitt brýnasta verkefni fyrir-
tækisins, er frágangur lóðarinn-
ar ásamt girðingu. Ef fjármagn
fæst, er fyrirhugað að ráðast i
þær framkvæmdir i sumar og
ljúka þeim á þessu ári.
Vegna verðbólgudraugsins,
hafa orðið mjög miklar hækkan-
ir á öllu sem viðkemur rekstri
fyrirtækisins. Er svo komið að
reksturinn stendur vart undir
sér, og berst hann mjög i bökk-
um, enda taxta-hækkanir, sem
háðar eru verðlagseftirliti ekki
lengur i neinu samræmi við aðr-
ar hækkanir. Þrátt fyrir þessa
erfiðleika, rikir mikil bjartsýni
meðal hluthafa, sem eru 26 tals-
ins, og vonast þeir til að skiln-
ingur riki meðal ráðamanna um
nauðsyn þjónustufyrirtækis við
landsbyggðina sem Vöruflutn-
ingamiðstöðin er. — GG
og angan hans eins og aldin-
garðs fúlls af sætum ávöxtum!
Þetta var nú þá.
Lýðræðið i Indlandi er vist
ekki upp á marga fiska, sam-
kvæmt umræddri heimild. Þar
eru nú andófsmenn Indiru
Gandhi bara að hverfa af vett-
vanginum, sumpart myrtir eða
fangelsaðir. Að visu er ekki get-
ið um, að eitthvað af „delin-
kventunum”, sé látið gista geð-
veikrahæli, sem mætti auðvitað
stafa af þvi, að ekki hafi unnizt
timi til að koma slikum stofnun-
um á fót, og ekki er heldur getið
um fangabúðaklasa. ,,Det er nu
altid vanskeligt i begyndel-
sen” !
Sitthvað fleira fróðlegt er i
þessari ritsmið að finna. Og nú
er eftir að vita hvert verður
framhaldið. Er hér um að ræða
stefnuhvörf eða hvað? Kross-
ferðir heyra reyndar til löngu
liðinni sögu, en hver veit nema
hér sé blásið til nýrrar.
Það kynni svo að gefa nokkra
bendingu, að þessi ritsmið er
undirskrifuð með tveim af
fyrstu stöfunum i stafrófinu.
Hér gæti verið um að ræða, að
kenna þeim gömlu stafrófið að
nýju til. Það er aldrei að vita.
Uddur A. Sigurjónsson
9iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[uiinimiTiiiiimiin
Atvinnuleysi og búseturöskun í Norður-
Þingeyjarsýslu. — Stöðugt minnkandi
matarbirgðir heimsins og hlutverk ís-
lendinga í gæzlu fæðuuppsprettunnar
Kristján Armannsson hefur
flutt á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um ráðstafanir til
að koma i veg fyrir atvinnu-
leysi og búseturöskun i
Norður-Þingeyjarsýslu. 1 til-
lögunni segir, að Alþingi
álykti að fela rfkisstjórninni
að gera nú þegar ráðstafanir
til að koma i veg fyrir al-
varlegt atvinnuleysi og
frekari búseturöskun i
Norður-Þingeyjarsýslu á
þessu ári.
Alvarlegt mál.
Kristján Armannsson
bendir hér á mjög alvarlegt
mál. Full ástæða er til að
vekja athygli á þessari þings-
ályktunartillögu hans, en i
greinargerð bendir hann á
nokkur atriði, ástæður fyrir
flutningi tillögunnar. Þau eru
þessi:
1. Það alvarlega ástand ,
sem skapazt hefur i vestur-
hluta sýslunnar vegna undan-
genginna náttúruhamfara.
2. Grundvöllur hefð-
bundinnar útgerðar frá
Þórshöfn brostinn, á sama
tima sem nýtt og fullkomið
frystihús stendur tilbúið til
notkunar.
3. Yfirvofandi rekstrar-
stöðvun togaraútgerðar á
Raufarhöfn, en hún er undir-
staða atvinnulifs staðarins.
4. Brýn nauðsyn fyrir-
greiðslu til þeirra ungu bænda
i Hólsfjallabyggð, sem þar
hyggja á fasta búsetu. En
hætta er á að þeim snúist
hugur, verði dráttur þar á. Er
þá ef til vill skammt að biða
algjörrar eyðingar byggðar i
Fjallahreppi.
5. Dráttur sá, sem orðið
hefur á framkvæmd þings-
ályktunar Alþingis frá árinu
1972 um gerð sérstakrar
byggðarþróunaráætlunar
fyrir Norður-Þingeyjarsýslu.
Snörp viðbrögð
Þessar upplýsingar og
ábendingar Kristjáns krefjast
snarpra viðbragða ráða-
manna. Astandið I
Norður-Þingeyjarsýslu hefur
nú um langt skeið verið býsna
alvarlegt. Útgerð á Þórshöfn
og Raufarhöfn hefur átt við
mikla fjárhagsörðugleika að
striða. Verðiútgerð á þessum
stöðum ekki efld hiö snarasta
er mikill fjöldi fólks sviptur
atvinnu og þar meö möguleika
til búsetu.
Ekki væri fráleitt að hugsa
sér, að brot af þeim fjár-
munum, sem fariö hafa og
munu fara I Kröfluvirkjun,
hefðu fengið að renna til
frekari uppbyggingar þessara
byggðarlaga.
Baráttan um matinn.
A sama tima og Islendingar
berjast fyrir þvi, að ein veiga-
mesta undirstaða matvæla-
öflunar i heiminum bresti
ekki, berast slfellt alvarlegri
fréttir um matvælaskort og
slæmt Utlit um (tflun matvæla.
Hafiö umhverfis Island
hefur verið nægtarbrunnur,
sem Islendingar og fjöl-
margar aðrar þjóðir hafa
ausið af i áratugi. Nú er svo
komið, að ekki verður lengur
ausið eins og áður. Þetta
viðurkenna allir, en sumir
þráast við að segja það upp-
hátt.
En á meðan íslendingar
reyna að halda vörð um þessa
matarkistu eru fleiri og fleiri
þjóöir að vakna upp við þann
vonda draum, að matvæla-
skortur er mesta vandamál
þessa áratugs.
Matarbirgðir i heiminum
fara minnkandi frá degi til
dags. Bandariski visinda-
maðurinn, Lester Brown,
heldur þvi fram, að I
heiminum séu nú aðeins til
matarbirgðir til eins
mánaðar. Arið 1970 var
reiknað út, að i heiminum
væru til matarbirgðir til 89
daga.
Flestar þjóðir heims stefna
að þvi að verða sjálfum sér
nægar með matvæli. Sér-
fræðingar telja, að fæstar
þjóöir hafi nokkra möguleika
á þvi. — Af þessu leiðir að æ
fleiri lönd verða háð Banda-
rikjunum og Kanada með
kaup á korni. Auk þeirra eru
það aðeins Astralia, Frakk-
land og Argentina, sem flytja
út korn i einhverju mæli.
Jafnvel Sovétrikin hafa að
undanförnu orðið að kaupa
gifurlegt magn af korni frá
Bandarikjunum. Talið er, að
á timabilinu frá 1. júli I fyrra
til 30. júni i ár, hafi Sovétrikin
keypt 27 þúsund lestir af korni.
A sama tima veröi þau að
kaupa 1.5 milljónir lesta af
sojabaunum, einkum frá
Brasiliu.
Ástandiö i Kina.
Kinverjar hafa náð þvi tak-
marki að geta framleitt nær
öll þau matvæli, sem þeir
nota. Þó er talið, að i ár þurfi
þeir að kaupa þrjár milljónir
lesta af korni. Kina er eitt
örfárra landa i heiminum,
sem tekizt hefur að koma á
jafnvægi milli matvælafram-
leiðslu og fólksfjölgunar.
Indland er skuggahlið
málsins. Þrátt fyrir
óvenjugóða uppskeru, sem
væntanlega verður 115
milljónir lesta, er ástandið
mjög alvarlegt. Ibúum
landsins hefur fjölgað úr 350
milljónum árið 1950 i 600
milljönir, og að öllu óbreyttu
verða ibúar Indlands 1
milljarður um næstu aldamót.
Indlverjar þurfa þvi að tvö-
falda matvælaframleiðsluna á
næstu 25 árum, aðeins til að
halda i horfinu.
önnur lönd.
1 Suður-Ameriku,
Suð-austur-Asiu og Afriku er
ástandið yfirleitt slæmt með
nokkrum undantekningum þó.
Flestar þjóðir i þessum
heimsálfum þurfa að flytja inn
mikið magn matvæla.
Þessi lönd eru þvi að veru-
legu leyti háð þeim þjóöum
sem mest framleiöa af
matvælum og geta selt af um-
frambirgðum. En þessar
birgðir hafa stöðugt minnkað
og eiga enn eftir að minnka.
Það er þess vegna raunsætt
mat, að fæðuskortur verði
mesta vandamál þjóða heims
á næstu árum og áratugum.
Það er þvi ekki aöeins nauð-
syn Islendingum að vernda
sinar matarkistur, heldur
þjónar það öðrum og mikil-
vægari tilgangi, þ.e. aö gæta
þessarar fæðuuppsprettu
öðrum þjóðum til hagsbóta.
Þaö er einnig ljóst, að þetta
er hluti af sjálfstæðismáli
þjóðarinnar. Enginn þjóö
getur veriö frjáls og óháð, ef
hún er ofurseld duttlungum
stórþjóða, sem ráða þvi með
matarbirgðir að vopni hvort
aðrar þjóöir lifa eða deyja.
Kannski verður það maturinn,
sem ræður Urslitum i valda-
kapjrfilaupi stórveldanna, en
ekki langdrægar eldflaugar
eða kjarnavopn. —ÁG —
■niiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH