Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 16
Brotlegir um alvarleg
vanskil á orlofsfé
Verkamannasamband ís-
lands samþykkti i gær tiilögu
um vanskil á orlofsgreiðslum.
Tiilagan hijóðar svo:
Þar eð Verkamannasamband
tslands hefur orðið áþreifanlega
vart viö að hluti atvinnurekenda
er i verulegum vanskilum, að
þvi er snertir orlofsgreiðslur til
póstgiróstofu orlofsdeildar, vill
Verkamannasambandið skora
sérstaklega á verkalýðsfélög og
verkafólk almennt að kynna sér
innborganir atvinnurekenda á
orlofi til viðtakandi póststofn-
ana.
Jafnframt gerir stjórn Verka-
mannasambandsins þá ein-
dregnu kröfu tii orlofsdeildar
Pósts og stma, að hert verði á
innheimtuaðgerðum frá þvi sem
nú er og telur það ástand óþol-
andi, aö hluti atvinnurekenda sé
i margra mánaöa vanskilum.
Ef ekki verður skjótiega bætt
úr þessu ástandi er hætta á, að
hluti verkafólks fái ekki orlof
greitt á tilskildumtima.
Margir hafa gerzt brotlegir
bað er almennt vitað, að
fjöldinn allur af atvinnufyrir-
tækjum notar orlofsfé almenn-
ings i daglegri veltu. Einnig er
vitað að oriofsfé almennings,
svomilljónum skiptir, er notað i
rekstur rikisstofnana.
Alþýðublaðið hafði samband
við Guðmund J. Guðmundsson,
formann Verkamannasam-
bandsins, vegna þessa vanda-
máls. Guðmundur sagði, að
mikill hluti atvinnurekenda
stæði i skilum. Þrátt fyrir það
væru mjög margir, sem hefðu
gerzt brotlegir um mjög alvar-
ieg vanskil. Sagðist Guðmundur
álita, að það stafaði af þvi, að
Póstgiróstofan hefði ekki nægi-
lega góð tök á málinu.
Orlofsréttur fólksins í hættu
„Þegar verðhækkanirnar
dynja yfir okkur eins og nú hef-
ur gerzt.þarf láglaunafólkið svo
sannarlega á öllu sinu að halda.
Að vissu leyti má segja, að or-
lofsréttur fólksins sé i hættu.”
Guðmundur sagðistlita svo á,
að þetta væri aðvörun til at-.
vinnurekenda, ,,og ef ekki verð-
ur bætt úr þessu ástandi þá get-
ur svo farið, að við neyðumst til
að gripa til aivarlegra aðgerða.
Það er engum blöðum um að
fletta, að ógreitt orlof er sama
og ógreidd vinnulaun,” sagði
Guðmundur að lokum. Svo bætti
hann við, ,,og þessu verður fylgt
eftir.”
-BJ
Flugvélar Air Viking-.
SOLUVERO MIDAO
VID HAUNHÆFT VERO
Dómkvaddir flugvélafræð-
ingar, sem framkvæmdu mat á
flugvélum þrotabús Air Viking,
mátu vélarnar þrjár samtals á
60 miljónir króna. Tilboð Oliu-
félagsins h.f. i eina vélina var
hins vegar 60 milljónir og Sam-
vinnubankinn bauð einnig 60
milljónir fyrirhinar tvær. Þessi
munur á matsverði og til-
boðunum hefur valdið mönnum
nokkrum heilabrotum. Þar sem
Flugfélagið Vikingur hefur
ákveðið að gera kauptilboð ’ i
flugvélarnar hafði Alþýðubl.
samband við Arngrim Jóhanns-
son stjórnarformann félagsins.
Arngrimur sagði, að ekki væri
hægt að lita á matið sem raun-
hæft. Það mætti likja þessu við
það, er skip væri metið á
strandstað. Flugvélarnar hefðu
verið metnar sem ógangfærar,
en raunverulegt verðmæti
þeirra væri mun meira.
Vikingur hefur kannað verð á
þotum eins og þeim sem hér um
ræðir og eru til sölu erlendis.
Lægsta hugsanlega verð er 300
þúsund doUarar eða um 53
miUjónir islenzkra króna. Ef
slik flugvél væri keypt með t.d.
fimm ára láni frá seljendum
erlendis sæju aUir i hendi sér
hvert endanlegt verðið yrði.
Hagkvæm kaup
Það kom fram i samtalinu við
Arngrim i gær, að þá um daginn
yrði haldirin fundur Vikings-
manna með fulltrúum Oliu-
félagsins og Samvinnubankans
um kaup á þotunum þremur.
Taldi Arngrimur möguleika á
að ná góðum lánum með flug-
vélunum og á allan hátt hag-
kvæmara að fá þessar vélar
innanlands en erlendis frá.
Varðandi klössun á flug-
vélinni, sem er i flughæfu
ástandi, sagði Arngrimur, að
nokkur tilboð hefðu borizt, m.a.
eitt að upphæð um 100 þúsund
dollarar.
—SG
Hvernig er hægt að vera öðruvlsi en fýldur yfir þessu viöur-
styggilega veðri, sem aldrei viröist ætla aöfærast tii betri vegar.
Þessi unga stúlka varö á vegi Einars Karlssonar, Ijósmyndara I
Austurstræti I gærdag. Hann var meö myndavélina viö hendina
og gat ekki stillt sig um aö smella af einni mynd.
SPARIFEÐ SEM
VILLTIST INN
í FRYSTIKISTU
PÓSTS &
Svo viröist sem talsverö
peningaupphæð hafi villzt
inn í eitthvert öngstræti
f jármálakerfis pósts og
sima — og dvalið þar mán-
uðum saman án þess að
finnast.
Þarna er um að ræða skyldu-
sparnað borgarstarfsmanna — og
ef til vill starfsfólks fleiri stofn-
ana — en hingað til hefur þetta fé
verið greitt til sparimerkjadeild-
ar pósthússins i Reykjavik i
skiptum fyrir sparimerki, sem
lögð hafa verið i launaumslög
fólks undir 26 ára aldri.
Pósthúsið hefur siðan staðið
skil á þessu fé til veðdeildar
Landsbanka íslands, þar sem það
er lagt inn á reikning viðkomandi
launþega jafnskjótt og þeir fram-
visa bókum sinum með innlögð-
um sparimerkjum.
Nú hefur hins vegar verið gerð
sú breyting, að stofnunum er gert
að greiða þessa upphæð beint til
veðdeildarinnar, a.m.k. þar sem
faunaávisanir eru tölvuútskrifað-
ar. Eftir að þessi breyting var á-
kveðin, sendi Reykjavikurborg á-
fram um hrið greiðslur til spari-
merkjadeildar pósthússins.
Þessi upphæð hefur siðan nán-
ast týnzt hjá pósti og sima — og
ekki verið lögð inn á reikning við-
komandi hjá veðdeildinni — og
SÍMA
kemur það sér bagalega fyrir það
fólk, sem undanþegið er skyldu-
sparnaði, en 15% af launum
þeirra eru samt dregin af og
greidd til pósthússins. Þetta fólk
hefur ekki getað fengið sina lög-
mætu endurgreiðslu, þrátt fyrir
að launadeild borgarinnar hefur
itrekað reynt að fá pósthúsið til að
standa skil á þessum upphæðum.
ónæði hlýzt af
Hjá veðdeild Landsbankans
hefur þetta valdið talsverðum
vanda, þvi fólk, sem áður leysti
sin sparimerki út á pósthúsinu
getur það ekki lengur, —• og veð-
deildin greiðir ekki út fé, sem
ekki hefur verið greitt til deildar-
innar. En að sögn starfsfólks þar,
hefur verið mikið um að fólk
hringi vegna þess arna og vilji að
vonum fá peninga sina greidda.
1 gær hafði hins vegar verið
greiddur hluti af launagreiðslum
fyrir marzmánuð, en ekkert af
launum fyrir þær vikur fyrir þann
tima, eftir að breyting var gerð á
formi greiðslna.
Að sögn talsmanna launadeild-
ar borgarinnar er nú verið að
endurskoða þetta mál hjá póst-
húsinu og er vonast til að það hafi
gertfullnaðarskil á þessum týndu
peningum einhvern tima i næstu
viku.
—BS
FÖSTUDAGUR
26. MARZ 1976
týðu
iðið
FRÉTT: Að þeir hjá
KRON hafi ekki látið hug-
fallast þótt borgarstjórn
Reykjavikur hafi komið i
veg fyrir áætlanir KRON
um stórmarkað i Reykja-
vik með þvi að neita fyrir-
tækinu um leyfi til þess að
setja markaðinn upp i stór-
hýsi Sambandsins við
Sundahöfn. KRON er nú á
höttunum eftir verzlunar-
húsi til leigu eða kaups
undir stórmarkað — þótt sú
verzlun verði e.t.v. ekki
eins risavaxin og sú, sem
fyrirhugað var að setja upp
I SlS-skemmunni.
HEYRT: Að með hverju
árinu vaxi þeirri skoðun
fylgi meðal ráðamanna
Háskóla íslands, að
Háskólinn neiti að taka
mark á stúdentsprófum en
fari að krefjast sérstakra
inntökuprófa i allar deUdir
skólans. Astæðan er að
sjálfsögðu sú að með þvi að
veita fleiri og fleiri skólum
leyfi til þess að útskrifa
stúdenta hefur vegur
stúdentsprófsins sifellt
verið að minnka og er nú
svo komið, að ráðamenn
Háskóla íslands telja
marga þá, sem lokið hafa
stúdentsprófi, alls ekki
færa um að stunda há-
skólanám.
TEKIÐ EFTIR: 1 Tim-
anum i fyrradag, að augl-
ýsing um viðtalstima
Kristins Finnbogasonar,
formanns Fulltrúaráös
Frafnsóknarfélaganna i
Reykjavik er birt undir
fyrirsögninni „Viðtalstim-
ar þingmanna og borgar-
fuUtrúa Framsóknarflokk-
sins i Reykjavik”. Kristinn
er hvorugt^en sagður hafa
áhuga á hvoru tveggja. 1
Timanum i gær hefúr þetta
veriö snarlega leiðrétt og
britist nú auglýsing undir
fyrirsögninni „Viötalstimi
formanns Fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna I
Reykjavik.” í sama blaði
er tilkynnt, að Helgi H.
Jónsson, fréttastjóri Tim-
ans, hafi látið af störfum
við blaðið, en hann mun
hefja störf á fréttastofu út-
varpsins.