Alþýðublaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 2
2 STJðRNMÁL
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars
son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs
son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: sími 28660 og 14906. Prent
un: Blaðaprent h.f. Askriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50
krónur i lausasölu.
alþýðu-
blaðið
Áróðurssóknin
gegn ASÍ
Fréttatilkynning Alþýðusambands Islands um
orsakir verðhækkananna, sem orðið hafa á síðustu
vikum, hef ur staðfest það, sem Alþýðublaðið gat sér
til í leiðara: að ríkisstjórnin myndi nota nýgerða
kjarasamninga sem skálkaskjól fyrir almennum
verðlagshækkunum og kenna svo verkalýðshreyf ing-
unni um. I fréttatilkynningu ASI er frá því skýrt, að
af 7,3% almennri verðhækkun, sem orðið hefur frá
því kjarasamningarnir voru undirritaðir, megi
aðeins rekja 1,3% til áhrifa frá kjarasamningunum,
en 6% staf i af pólitískum ákvörðunum stjórnvalda og
eigi ekkert skylt við síðustu kjarasamninga. Þessari
frétt ASI hefur ekki verið mótmælt, en hins vegar
hafa stjórnar f lokkarnir notað aðstöðu sína til áhrifa
á útvarp og sjónvarp til þess að banna kynningu á
þessum niðurstöðum ASf í ríkisf jölmiðlunum. Með
öðrum orðum þá á með því móti að koma í veg fyrir
það, að fólkið fái að vita, hvernig verðhækkanirnar
eru vaxnar. Ríkisstjórnin vill, að almenningur standi
í þeirri trú, sem stjórnarf lokkarnir hafa ákaft boðað
í blöðum sínum, að allar verðhækkanirnar séu kjara-
samningunum og verkalýðshreyfingunni að kenna.
Það var vissulega og er ástæða fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að svara slikum áróðri, sem rekinn er
af ihaldsstjórninni, málgögnum hennar og atvinnu-
rekendavaldinu. Markmiðið með þessum áróðri er að
koma því inn hjá almenningi, að kjarabartta verka-
lýðshreyfingarinnar sé ekki aðeins tilgangslaus
heldur hafi hún iilt eitt í för með sér — auki á verð-
bólgu og upplausn í ef nahagsmálum. Tilgangurinn er
sá að að skapa grundvöll fyrir pólitískum aðgerðum
gegn verkalýðshreyfingunni t.d. með því að tak-
marka samnings- eða verkfallsf relsi hennar. Ákafi
andstæðinga verkalýðshreyf ingarinnar í að ná
þessum tilgangi er oft svo mikill, að þeir gæta sín
ekki og beinlínis orða hann samfara gagnrýninni á
starfsaðferðir verkalýðshreyfingarinnar, sem þeir
segja, aðskili launþegum engum árangri og stuðli að
óðaverðbólgu og ef nahagsöngþveiti. Þannig breytist
röksemdafærslan úr því að vera í þá átt að bæta
þurfi vinnubrögð við kjarasamninga svo þeir tryggi
betri árangur yf ir i að takmarka þurf i samningsrétt
verkalýðshreyf ingarinnar í sama skyni. Og svo klók-
indalega hefur þessi áróðurssókn verið rekin m.a.
með þvi, að ríkisstjórnin hefur beðið með verð-
hækkanir þar til kjarasamningum hefur verið lokið
og kennt samningunum og verkalýðshreyfingunni
svo um allt saman, að til eru þeir í röðum verka-
manna og verkakvenna, sem láta hafa sig í það að
óyfirveguðu máli að taka undir þennan söng gegn
verkalýðshreyf ingunni.
Alþýðublaðið biður þetta fólk að athuga vel sinn
gang. Halda menn, að launþegar fái fljótar kjara-
bætur og öruggari kjör ef t.d. verkfallsréttur verka-
lýðshreyf ingarinnar yrði takmarkaður? Menn eru að
tala um það, að samningar fari aldrei að ganga fyrr
en allt sé komið i óef ni — m.ö.o. f yrr en stef ni í verk-
föll. Það má til sanns vegar færa, því hvorki atvinnu-
rekendur né ríkisstjórn hafa verið til viðtals við
verkalýðshreyfinguna nema á vígvelli verkfalla. En
er það sök verkalýðshreyf ingarinnar? Halda menn,
að málin myndu leysast fljótar og betur, ef
verkalýðshreyf ingin gæti ekki brugðið upp verkfalls-
vopninu þegar allar aðrar leiðir þrýtur? Þetta ættu
menn að gaumgæfa áður en þeir taka undir söng
íhaldsaflanna um ómögulega verkalýðshreyfingu,
sem spilli meira fyrir launþegum, en hún hjálpar
þeim. Þetta svo og það, hvað það merkir, þegar
kippt er í spottann hjá ríkisf jölmiðlunum og þeim
bannað að koma á framfæri þeim upplýsingum ASI,
að af 7,3% almennum verðhækkunum megi aðeins
rekja 1,3% til áhrifa síðustu kjarasamninga, en 6%
séu á ábyrgð stjórnvalda. Hér er um að ræða skipu-
lagða rógsherferð og áróðurssókn gegn verkalýðs-
hreyfingunni í þeim tilgangi að skapa grundvöll til
þess að rýra félagslega réttarstöðu hennar i þjóð-
félaginu og launþegar ættu að hugsa sig tvisvar um
áður en þeir gerast málaliðar hjá þeim öflum, sem
fyrir þeirri áróðursherferð standa.
Laugardagur 24. apríl 1976 bSSSfö '
50 ára leikafmæli
Vals Gíslasonar
Valur Gislason
leikari hóf leikferil sinn
með þvi að leika
Sebastian i Þrettánda-
kvöldinu eftir Shake-
speare. Þetta var 23.
april 1926.1 gær var þvi
50 ára leikafmæli þessa
vinsæla leikara og
karftmikla baráttu-
manns fyrir framgangi
islenzkrar leiklistar.
Valurhefurleikiö rúmlega 200
hlutverk, bæöi hjá Leikfélagi
Reykjavikur og i Þjóöleik-
húsinu. óhætt er aö fullyröa aö
enginn islenzkur leikari hefur
notiö jafn almennrar viöur-
kenningar fyrir list sina sem
Valur Gislaon.
Auk leikstarfsins hefur Valur
allt til þessa veriö einn ötulasti
baráttumaöur og leiötogi i
félagsmálum leikara. Hann var
formaöur félags islenzkra leik-
ara i 10 ár, sat i stjórn Banda-
lags islenzkra listamanna og
var m.a. forseti BIL um skeiö.
Valur Gislason lék aöalhlutverkiö i leikritinu Faöirinn eftir Strind-
berg, sem útvarpaö var á fimmtudaginn. Hér má sjá Vai i hlutverki
sinu þegar verk þetta var sett upp i Þjóöleikhúsinu fyrir nokkrum
árum. Meö Val á myndinni er Lárus heitinn Pálsson.
Þá sat hann i stjórn Leikfélags
Reykjavlkur og sem formaöur
þess um skeiö.
Valur Gislason hefur veriö
kjörinn heiöursfélagi Félags
islenzkra leikara og Leikfélags
Reykjavikur.
Reykvikingar og reyndar
landsmenn allir munu án efa
hugsa hlýtt til Vals Gislasonar á
þessu hálfrar aldar afmæli
hans, en Valur er nú elsti starf-
andi leikari landsins, fæddur 15.
janúar 1902.
Síðustu tónleikar
Kammersveitar-
innar ó vetrinum
Kammersveit Reykjavlkur
heldur 4. og siöustu tónleika vetr-
arins i sal Menntaskólans viö
Hamrahliö sunnudaginn 25. april
nk. kl. 16.
A efnisskrá eru fjögur verk, tvö
eftir Johann Sebastian Bach en
hineftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Atla Heimi Sveinsson.
Brandenborgarkonsert nr. 4 i
C-dúr er annaö verk Bachs á tón-
leikunum. Áöur hefur Kammer-
sveitin flutt tvo af Brandenborg-
arkonsertunum sex.
Hitt verkiö eftir Bach er trió-
sónata i c-moll úr „Tónafórn-
inni”, en þaö er ætlun Kammer-
sveitarinnar aö flytja siöar meir
„Tónafórniha” i heild sinni.
Verk Þorkels Sigurbjörnssonar
á efnisskránni heitir „Plus sonat
quam valet”. Þaö er leikiö á horn
og strengjatrió. Verkiö var samiö
fyrir hornleikarann Ib
Lanzky-Otto og frumflutt meö
honum á Listahátlö i Reykjavlk
1972. Viö flutning nú er homiö i
höndum Stefáns Þ. Stephensen.
Aö slöustu er á efnisskránni
verk eftir Atla Heimi Sveinsson.
A vetrardagskrá Kammer-
sveitarinnar var lofaö verki eftir
tónlistarverölaunahafa Noröur-
landaráös 1976 og er sveitinni
ánægja aö geta efnt þetta loforö
meö flutningi verks eftir Atla
Heimi. Atli valdi til flutnings ný-
legt verk „Hreinn, SÚM 74”, og er
hér um frumflutning aö ræöa.
Verkiö er hugleiöing um mynd-
listarsýningu, sem Hreinn Friö-
finnsson hélt á vegum SÚM voriö
1974 Tónverk þetta er flutt af
fimm fiölum, pianói, gitar og
slagverki.
Aðgöngumiöar aö tónleikunum
fástvið innganginn. Börn og nem-
endur fá afslátt.
Sýna tækjabúnað
fyrir sjúkraþjálfara
Formannafundur norrænna
sjúkraþjálfara er haidinn þ. 24.
og 25. aprfl á Hótel Loftleiðum.
Sækja hann formenn allra nor-
rænna sjúkraþjálfarasambanda
ásamt menntamálafulltrúum.
Menntamál sjúkraþjálfara
skipa ávaUt drjúgan sess á
fundum þessum, ekki sizt nú þar
sem hillir undir samnorræna
f ra mhalds menntun fyrir
sjúkraþjálfara.
Fundinn sækir einnig forseti
alþjóöasambands sjúkraþjálf-
ara Eugene Michels, en hann er
kennari við háskóla I Phila-
deiphia, U.S.A.
Af tslands hálfu sækja fund-
inn, Sigriður Gisladóttir, Ella
Kolbrún Kristinsdóttir, Anna
Þórarinsdóttir, Kristin Erna
Guömundsdóttir.
Einnig er haldið námskeiö I
„electroterapi” 24.—27. april.
Kennarar eru 2 frá Statens
Fysioterapi skole, Osio.
A vegum fyrirtækisins Plesn-
er i Oslo er samtimis haldin
sýning á rafmagnstækjum á
Hótel Loftleiöum og einnig lán-
ar fyrirtækiö tæki, sem notuö
veröa viö kennsluna.
Nemendum barna- og gagnfræða-
skólanna kynntar frjálsar íþróttir
Frjálsiþróttavika veröur haldin
I barna- og gagnfræðasktílum
landsins dagana 25.-30. april.
íþróttafulltrúi rikisins hefir
óskaö eftir þvi viö iþróttakennara
i barna og gagnfræöaskólum aö
þessa daga veröi sérstaklega
kynntar frjálsar iþróttir I Iþrótta-
timum skólanna. Er þetta gert aö
beiöni útbreiöslunefndar frjáls-
Iþróttasambandsins.
Keppni i frjálsum iþróttum
Þessa sömu daga fer einnig
fram keppni i hástökki með
atrennu og langstökki án atrennu
I skólunum. Keppt veröur í þrem
aldursflokkum og veitir frjáls-
iþróttasambandiö sérstök verö-
laun i hverjum fyrir sig.