Alþýðublaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 Kristián Pétursson hvggst höfða mál: ■Eins og er nú, sag&i Kristján Pétursson deildarstjóri i samtali við blaöið,” er ég aö leggja niður fyrir mér, hvernig að þvi máli skuli standa sem ég hlýt að höfða á þá, sem hafa staðið að herferðinni á hendur okkur Hauki Guðmundssyni. £g sé ekki betur en aðstandendur Timans hljóti þar inn i að vefj- ast. bar er um að ræða ábyrgan rit- stjóra, formann blaöstjórnar og framkvæmdastjóra blaðsins, sem mér virðast allir koma við sögu. Ef ekki hefði verið um að ræða nema eitthvert krafs i mig og okkur, skipti það máske ekki svo miklu máli, en það er siöur en svo að þvi sé til að dreifa”. „En nú skiist mér, aö þið séuð bornir svo alvarlegum sökum, að varði við þunga fangelsis- dóma ef þiö reyndust sannir að sök. Er ekki þetta skrýtileg að- ferð I stórmáli sem þessu? Vissulega er það: Mér hefði I fundist eðlilegt, að Rikissak- sóknari, sem til þess hefur fullt vald og raunar skyldur iika, hefði látið hefja rannsókn á störfum okkar. betta er opin- bert mál, og það þurfa ekki að liggja frammi neinar kröfur, til þess aö hann láti annaö eins til sin taka.” „Svo það er þá ekkert frekar að frétta af þinum málarekstri f augnablikinu? „Nei ekki eins og er, en sjálf- sagt verður ekki langur ómaga- háls á þvi, að eitthvaö gerist frekar.” gæzlumenn aö draga af þvi, ef þeir telja sig geta átt á hættu, aö þeim verði úthúðað og þeir bornir mannbrotssökum, vegna starfa þeirra? 3. Eru ekki sterkar likur til, að það myndi deyfa eggjar þeirra i átökum við lögbrotalýð, ef þeir geta átt á hættu aðrar eins „trakteringar” og þeir Kristján og Haukur hafa fengiö? Við viljum geta treyst gegn- um þykkt og þunnt þvi, að iögin séu undandráttarlaust látin ganga jafnt yfir alla. Viö viljum ennfremur geta treyst þvi, aö laganna verðir, hverju nafni sem nefnast og i hvaða mynd sem er, sé heiðar- legt fólk, sém ekki misbeiti sinu valdi. Við hljótum að gera þá kröfu, aö yfirmenn dómsmála sjái til þess, að á þessu geti enginn vafi ieikið. Siðast en ekki sizt verður að gera þær kröfur, að dómsmála- yfirvöld standi við bakið á rannsóknarmönnum og veiti þeim til allra laga, til þess að Hlutverk saksóknara að rannsaka .. . • , , . ' ;■■•'■■■ . . . ? fullyrðingar Tímans! Ýmsar spurningar vakna I sambandi viðytri orsakir og aðdraganda að þessu, sem hér er að ofan reifað i samtalinu við Kristján Pétursson, hljóta að vakna ýmsar alvarlegar spurningar. 1. Hvernig má það vera, að rikissaksóknari láti ekki til sin taka og án umsvifa, ef jafn alvarlegar sakir eru fram born- ar á hendur, t.d. löggæzlumönn- um og raun hefur verið á hér? 2. Hvaða ályktanir hljóta lög- lögum veröi komið yfir afbrota- lýð. Millifyrirsögn Enginn þarf að draga i efa, aö löggæzlumenn geti orðið fyrir margháttuðum óþægindum i sinu starfi, af hálfu lögbrotalýðs og aðstandenda þeirra. En hvað má um það segja, ef yfirmenn þeirra annaðhvort láta undir höfuð leggjast að bera af þeim spjótalög, aö ekki sé nú um það talað, ef mennirnir mættu eiga von á spjótalögum i bakið frá yfirvöldunum sjálfum? Hér er um að ræða alvarlegra mál en svo að um það verði þagað, ef við viljum að hér sé haldið uppi réttarriki. Spjótalög í bakið Til glöggvunar þeim, sem ekki vita, má upplýsa, að ábyrgðar- maður Timans er bórarinn bórarinsson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjóri blaðsins er Kristinn Finnbogason og formaður blaðstjórnar ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra. ——OS'—~ „HÆGLATI NORÐUR- LANDABÚINN” — Sá hægláti i noröri (Per Leise im Norden) heitir grein, sem birtist i þýzka blaðinu P’rankfurter Allgenteine Zeitung þann 22. april s.I. Greinin fjallar um Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra og er eftir Claus Gennrich, blaðamann, sem dvaidist hér á landi fyrr f vetur og kynnti sér stjórnmál á tsiandi. i greininni er rætt um Geir Hallgrimsson og skýrt frá þeim vandamálum, sem hann á við aö etja. Honum er lýst þannig, að hann sé maður hæglátur, tali rólega og yfirvegað. En „maðurinn með skæru augun” (der Mann mit den hellen //Maðurinn með skæru augun" Augen) stendur fyrir sinu, bæöi i eigin flokki og i samvinnunni við Framsóknarfiokkinn og leiðtoga hans tvo, hinn einræðis- sinnaða flokksformann og domsmáiaráðherra Jóhannes- son (dem diktatorischen Partcifuhrer und Justizminister Jóhannesson) og mann nr. 2 i flokknum, Einar Agústsson, utanrikisráðherra. bá segir einnig i greininni, að Gunnar Thoroddsen, iönaðar- ráðherra, hafi fullan hug á aö ná formennskunni i flokki Geirs svoog forsætisráöhcrraembætt- inu, en sem stendur hafi Geir full tök á flokknum auk þess //Hinn einræðissinnaði f lokksformaður" sem hann sé 14 árum yngri, en Gunnar. bá segir i greininni frá stjórn- málaferli Geirs Hallgrimssonar og borgarstjóratið hans i Reykjavik. bá er einnig rætt nokkuð um varnarmál islands og sagt, að Gcir Hallgrimsson eigi i erfiöleikum meö samstarfsflokkinn i þeim mál- um, einkum þó og sér i lagi Einar Agústson, utanrikisráð- herra, sem sé andvigur dvöl varnarliösins á Keflavikurflug- velli og hafi oft vaidiö forsætis- ráðherra þungum áhyggjum (Augustsson (hat) seinem Regicrungschef mehr als ein- mal Kopfzerbrechen bereitet). //Hefur valdið forsætis- ráðherra heilabrotum" bá segir blaðamaðurinn i grcin sinni, að það bresti og braki i stjórnarsamstarfinu. Auk ágreiningsins við forystu- menn Framsðknarflokksins urn varnarmál sé siður en svo um góða sambúð að ræða milli hinna tveggja foringja Framsóknarflokksins (Ólafs og Einars). bá hafi jafnaðarmenn i stjórnarandstöðu gert harða hrið að dómsmálaráðherranum fyrir tengsl flokksbræðra hans við áfengissmyglara. bá sé þvi einnig hvislað aö vera kunni, að samstarf takist á . milli Sjálf- stæðisf lokksins og hins þjóðerniskommúniska Alþýöu- bandalags, sem hafi i haust lagt á is fjandskap sinn viö her- stöðina á Keflavikurflugvelli. — bá myndi hefjast áhættu- söm jafnvægisganga fyrir Hallgrimsson, segir i grein Claus Gennrich i Frankfurter Allgemeine Zeitung. //V i 11 verða flokks- formaður og forsætis- ráðherra". alþýóu blaöiö HEYRT: Að forystu- menn Sjálfstæöisflokksins vlðs vegar um land verði þess nú varir i sivaxandi mæli, að fólk sé að hverfa frá fylgi við flokkinn. Kunnur framámaður flokksins hefur látið svo um mælt, að yrði gengið til kosninga nú, myndi flokkurinn verða fyrir mesta fylgistapi I sögu sinni. SPURT: bað væri fróð- legt aö vita, hversu langan veg með váranlegu slitlagi Vegagerð rikisins gæti lagt fyrir það fé sem farið hefur i eins kildmetra vegspotta Sverris Runólfssonar. bað væri svo sjálfsagt eftir öðru, ef almenningsálitið eins og það birtist I bréfa- dálkum blaðanna tæki sig til hvaö liöur og færi að skamma vegagerðina fyrir óráðssiu með fjármuni vegna fjárveitinga til „til- raunavegagerðar” Sverris Runólfssonar—þetta sama almenningsálit og fyrir nokkrum mánuðum var sannfært um að með „blöndun á staðnum” mætti leggja varanlegan hringveg um landið á einu sumri að manni skildist án þess að þaö kostaði nokkuð. HEYRT: Að frestunin, sem auösjáanlega veröur á byggingu malmblendi- verks m i ðjunnar á Grundartanga kunni aö verða til þess, aö flýtt veröi gerö fyrirhugaðrar sjó- efnaverksmiðju á Reykja- nesi. FRÉTT: Aö von sé til þess, að eitthvaö rofi til i atvinnumálum byggingar- iðnaðarmanna I sumar, en talsvert atvinnuleysi hefur verið einkum hjá múrurum og málurum I vetur. Hins vegar eru horfur mjög slæmar fyrir næsta vetur og er þá búizt við mjög miklum atvinnuerfið- leikum i byggingariðnaði. LESIÐ: I leiðara VÍSIS I gær, aö TÍMINN er þar nefndur „sorpdreifingar- stöð Framsóknarflokks- ins”. Er VISIR þar einkum og sér i lagi að ræða um skrif Alfreðs borsteinssonar i dálkunum „A viðavangi”. LESIÐ: 1 TIMANUM, f grein um fyrirmyndabónda danskan, að hann sjái einn um 115 nautgripi og telji það aðeins vera eðlilega vinnu fyrir ein n mann — 6-8 vinnustundir á dag. Hvernig skyldi sá bóndi standa að vigi miðað viö hið margfræga visitölubú hér uppi á tslandi? SPURT: Hvað skyldi hafa orðið um undirskrifta- söfnunina i Skagafiröi til stuðnings viö dómsmála- ráðherra, sem fór af stað með svo miklu brambolti fyrr I vetur?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.