Alþýðublaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 5
bH&w' Laugardagur 24. aprtl 1976
5
Alþýðusam-
bandið
lýsir sök
á hendur
ríkis-
stjórninni!
„Af 7.3% verðhækkun frá 1.
febriiar-1. april má rekja 6% til á-
kvarðanna stjórnvalda, en ein-
ungis um 1.3% til nýafstaðinna
kjarasamninga.” Þetta kemur
fram i upplýsingabæklingi sem
prentaður hefir verið á vegum Al-
þýðusambands Islands og gefinn
út i 20.000 eintökum.
í bæklingnum kemur einnig
fram að við kjarasamningana ný-
afstöðnu reyndu starfsmenn Hag-
stofu og þjóðhagsstofnunar að
meta hvaða verðhækkanir væru
fyrirsjáanlegar og þær tölur lagð-
ar til grundvallar við gerð samn-
inganna.
En nú er ljóst að verðhækkanir
verða mun meiri en gert var ráð
fyrir og er rikisstjórnin borin
þeim sökum að hafa gefið starfs-
mönnum sfnum rangar forsend-
ur, og þannig komið aftan að
samtökum launþega.
„Ástæðan til þess að við förum
úti upplýsingamiðlun, sem þessa,
er sá órökstuddi og falski áróður
sem Alþýðusambandið hefir legið
undir að undanförnu”.
Þetta sagði Björn Jónsson, for-
seti ASt, á fundi með fréttamönn-
um. Björn sagði, að reynt hefði
verið að koma þvi inn hjá al-
menningi að verðhækkanaskrið-
an sem nú riði yfir landslýö væri
afleiðing nýafstaðinna kjara-
samninga. Þetta vildi Alþýðu-
sambandið leiðrétta og þvi hefði
verið ráðist i útgáfu bæklingsins.
Upplýsingar þær, sem þar
koma fram eru byggðar á bestu
fáanlegum heimildum, tölum
gefnum út af Hagstofu tslands.
Eins og fyrr segir kemur þar
fram að af þeim 7.3% almennu
verðhækkunum, sem þegar hafa
dunið yfir, megi rekja 6% til
beinna pólitiskra ákvarðana
stjórnvalda, en einungis um 1.3%
til kjarasamninganna nýaf-
stöðnu.
Falskar forsendur
Þegar unnið var að gerð kjara-
samninganna gerði Hagstofan
spá, þar sem gert var ráö fyrir
um 17.3% verðhækkunum, þrátt
fyrir að engar kauphækkanir
yrðu. Rikisstjórnin taldi þessa
spá of háa og var Hagstofunni fal-
ið að gera nýja i samráði við
Þjóðhagsstofnun. 1 þessari nýju
spá sem byggð var á upplýsing-
um stjórnvalda var um gert ráð
fyrir um 13% verðhækkunum á
árinu.
Þessispá var lögð til grundvall-
ar við samningagerðina. I henni
var ekki gert ráð fyrir neinni
hækkun á gjaldskrá pósts og
sima, einnig að gjald fyrir hita-
veitu myndi ekki hækka nema um
15%. En efndirnar urðu þær að
Hitaveitan hækkaði um 27% og
hækkanir hjá Pósti og sima, sem
engar áttu að verða, urðu þegar á
reyndi litil 24%.
HIN RAUNVERULEGA 0R-
SÖK VERÐHÆKKANANNA
Verðhækkanir Ríkisstjómin
1. febrúar — 1. apríl brást
Verðforsendur við
samningagerð
VERÐHÆKKUN
1. FEBRÚAR — 1. APRÍL
6.0% AÐEINS 1.3%
VEGNA ÁKVARÐANA MÁ REKJA TIL
STJÓRNVALDA KAUP-
OG SAMNINGUNUM ÓVIÐKOMANDI HÆKKANA 1. MARS
1
2
3
4
5
Kaupmáttur á samningstímanum ákvarðast
annars vegar af þeirri kauphækkun, sem
fæst, og hins vegar af því hve miklar verð-
hækkanir eiga sér stað. Við samningagerð
er því nauðsynlegt að meta væntanlegar
verðhækkanir.
Starfsmenn Hagstofu og Þj«3ðhagsstofnun-
ar reyndu að meta, hvaða verðhækkanir
væru framundan.
Verðhækkanir hafa í reynd orðið mvm meiri
en hæstu spár gerðu ráð fyrir.
Astaiðan er sú, að ríkisstjómin gaf embætt-
ismönnum sínum rangar forsendur.
Póstur og sími hefur nú þegar hækkað um
24%, en við samningaborðið var tekið trú-
anlegt, að engin hækkun yrði. Vænst var
15% hækkunar hitaveitu, en í reynd er
hækkun nú þegar orðin 27%. Áfengi og
tóbak var hækkað strax. Búvörur hækkuðu
helmingi meira en búist var við.
Það var ríkisstjómin,
sem brást
[ Almennt verðlag hefur hækkað um 7,3%
frá febrúarbyrjun til fyrsta apríl.
) Einungis 1,3% almenn verðhækkun vcrð-
ur rakin til launahækkana 1. mars, þrátt
fyrir að launahækkunum hafi af ósvífni
verið velt strax út í Verðlagið.
| Verðhækkanimar em runnar undan rifjum
stjómvalda. Hækkun opinberrar þjónustu
veldur samanlagt sem svarar 1,5% almennri
verðlagshækkun (hitaveita hækkaði um
27%, hljóðvarp og sjónvarp 31%, póstur og
sími 24% og strætisvagnar 25%). 15%
hækkun áfengis og tóbaks samsvara 0,8%
almennri verðlagshækkim. Búvömr hafa
hækkað um 25% og þar sem þær vömr
em stór og nauðsynlegur liður í neyslu
fólks, veldur sú hækkun miklu eða scm
svarar 33% almennri verðlagshækkun.
Lækkun niðurgreiðslna olli ^ af búvöm-
verðshækkuninni.
4
Framangreind hækkun búvöm, og hækkun
vöm og þjónustu opinberra stofnana, hafa
samanlagt valdið 5,6% hækkun almenns
verðlags. Af öðrum hækkunum má nefna
10% bensínhækktm (jafngildir 0,3% al-
mennri verðhækkun), 24% fiskverðshækk-
un (0,5%), 25% hækkun dagblaða (0,3%),
20% hækkun á kaffi (0,2%).
5
Þótt engin kauphækkun hefði orðið 1. mars,
væri verðlag nú 6% hærra en í febrúarbyrj-
un.
Aprfl 1976.
Otgefandi Alþýðusamband Islands.
f
2
3
4
5
6
7
8
Verðbólgan hefur þegar gleypt kauphækk-
anir launafólks að mestu leyti. Hjá sumum
var kauphækkunin jafnvel alveg horfin áður
en hún kom til útborgunar.
Verðbólgan á hins vegar ekki rætur að rekja
til kauphækkananna, sem urðu 1. mars. Þó
kaup hefði ekki hækkað, hefði verðhækkun
orðið 6%.
Án verkfalls hefði engin kauphækkun feng-
ist og þá væri kaupmáttur nú þegar 6% lak-
ari en hann var í febrúar.
Kaupmáttur hefði um nasstu áramót verið
kominn minnst 15% undir það, sem var í
febrúar, ef ekki hefði verið gripið til verk-
fallsvopnsins, því að verðbólgan hefði geys-
að áfram, þótt laun hefðu ekki hækkað.
Rauðu strikin veita nokkra vöm gegn svik-
um ríkisstjómarinnar, en verkafólk fær það
í engu bætt, hve hækkanir koma fijótt .Það
skiptir ekki einvörðungu máli, hvað mikið
verðið hækkar, heldur og hvenær.
Rfldsstjómin sinnti ekki kröfum ASl um
breytta efnahagsstefnu.
Rfldsstjómin hefur enn ráðist á Ufskjör
launafólks.
Rfldsstjómin verður dæmd
af verkum sinum.
Alþýðusambandið und-
irbýr málshöfðun vegna
hækkunar búvöruverðs.
Hsekkanir á verði landbúnaðar-
vara urðu helmingi meiri en gert
var ráð fyrir í spá Hagstofunnar.
Alþýðusambandið hyggst höfða
prófmál fyrir dómstólunum
vegna þess að hluti þessara
hækkana var byggður á grundv.
kjarasamninganna. I 9. gr. laga
um Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins er kveðið á um að slik hækkun
geti ekki komið til framkvæmda
nema kauphækkanir hafi orðið á
undangengnu þriggja mánaða
timabili. Þegar búvöruverðs-
hækkunin kom til framkvæmda
var kjarasamningum lokið, ,en
launafólk hafði engar kjarabætur
hlotið. Þvi telur Alþýðusamband-
ið hækkunina ólöglega og mun
eins og fyrr greinir höfða mál
hennar vegna.
Byrjunarkauphækkunin
uppétin
Björn sagði, að þær byrjunar-
kauphækkanir (7,5-10,5%) sem
um hefði verið samið væru nú
þegar uppétnar þó einungis væru
2 mánuðir liðnir af samnings-
timabilinu. Enn væru um tveir
mánuðir þar til ákvæðin um
rauðu strikin kæmu til fram-
kvæmda og mætti launafólk þvi
búastvið enn frekari kjararýrnun
á því timabili. Til dæmis hefði se-
menthækkað um hvorki meira né
minna en 38% eftir að upplýs-
ingabæklingur ASl fór i prentun.
Falskur áróður
Björnsagði, að gremja og reiði
rikti meðal almennings vegna
undangenginna verðhækkanna.
Þvihefði verið gripiðtil þess ráðs
að reyna að koma sökinni á Al-
þýðusambandið. Gefið heföi ver-
ið í skyn að meginhluta verð-
hækkananna mætti rekja til
kjarasamninganna. En eins og
Iram hefði komið væri raunin allt
önnur. Ef ekki hefðu verið gerðir
nýir samningar væri kaupmáttur
nú um 6% lægri en raun bæri vitni
og kaupmáttarrýrnun hefði sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar
orðið um 15% á árinu.
Bann við auglýsingum
ASÍ i sjónvarpi
„1. febrúar til 1. april varð 7.3%
almenn verðlagshækkun.
Aðeins 1.3% má rekja til kjara-
samninganna 1. marz.
6% stafar af ákvörðunum
stjórnvalda.”
Þetta er texti sjónvarpsauglýs-
ingar sem Alþýðusambandið lét
birta að kvöldi 21. marz. Daginn
eftir var tilkynnt að bann væri
lagt við frekari birtingu auglýs-
ingarinnar, að minnsta kosti þar
til útvarpsráð hefði um • hana
fjallað.
Björn Jónsson kvað þetta ekki
vera i fyrsta sinn sem rikisút-
varpið fjandskapaðist við verka-
lýðshreyfinguna, skemmst væri
að minnast banns sem lagt var
við auglýsingu um útifund um
landhelgismálið i vetur er leið.
Ástæður þær sem upp voru
-gefnar fyrir banninu voru þær
,,að hæpið væri að hún samrýmd-
ist þeim reglum sem sjónvarpið
hefði sett sér i þessum efnum”.
Bjöm sagði að þó strangar reglur
giltu um auglýsingar i sjónvarpi
virtist sem litið væri eftir þeim
farið. Hætt væri við að næsta fáir
auglýsendur gætu staðið viðallar
þær skrumkenndu lullyrðingar
sem þeir bæru á borð fyrir al-
menning. En svo þegar Alþýðu-
sambandið kæmi með auglýsingu
sem einungis væri byggð upp á
bestu fáanlegum upplýsingum
okkar hæfustu manna i efnahags-
málum, þá væri sagt Nei!
Finnig neitun
hja útvarpi
Alþýðusambandið freistaði
þess að fá sama texta lesinn i
auglýsingatima útvarpsins, en
svarið þar var einnig nei.
Þá var lögð inn auglýsing þar
sem frá auglýsingabanninu var
sagt, og verkafólk hvatt lil þess
að dreifa upplýsingabæklingi
ASl. Einnig þessari auglýsingu
var hafnað.
Björn kvað það ljóst að ein-
hverjum sem þætti nærri sér
höggvið hefði kippt i spottana bak
viö tjöldin.
—ES
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn þriðjudaginn 27. april 1976
kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs,
niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. önnur mál
3. Erindi: „Lifeyrissjóðsmálin” Hrafn
Magnússon framkv.stjóri Sambands
almennra lifeyrissjóða flytur.
Mætið vel og stundvislega.
St jórn
Félags járniðnaðarmanna
Frá barnaskólum
Reykjavikur
INNRITUN
6 ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á
árinu 1970), fer fram i barnaskólum
borgarinnar mánudaginn 26. og þriðju-
daginn 27. april n.k. kl. 17—18 báða
dagana. A sama tima þriðjudaginn 27.
april fer einnig fram i skólunum innritun
þeirra barna og unglinga, sem flytjast
milli .
Fræðslustjóri