Alþýðublaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 3
blaöid’ Laugardagur 24. apríl 1976
FRÉTTIR 3
ENN VERÐUR REYNT
AÐ FA SKIP í
BANDARÍKJUNUM!
Stjómvöld virðast ekki úrkula
vonar um að hægt verði að fá
einhver skip frá Bandarikjunum
til eflingar Landhelgisgæzlunni.
Þrátt fyrir neikvæð svo Banda-
rikjastjórnar við beiöni um skip
af Ashevillegerð hefur verið
ákveðið aðþreifa á þvi hvort ekki
sé unnt að fá önnur skip hingað.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri
sagði i samtali við Alþýðublaðiö,
að næst væri aö velja mann eöa
menn til að fara vestur um haf og
kanna möguleika hjá skipa-
smiðastöðvum sem byggja hrað-
skreið skip. Hann bjóst ekki við
að hægt yröi aö fá nein skip úr
bandariska flotanum, en athuga
þyrfti fleiri leiðir. Þótt við
heföum helztkosið aöfá Asheville
skip væri ekki þar með sagt að
þyrfti að kanna og Bandarikja-
stjórn hefði boðist til að aðstoða
við slfka könnun.
Sendiráði íslands i Banda;
rikjunum verður falið að undir-
búa ferð sérfræðings eða sér-
fræðinga Landhelgisgæzlunnar.
Ætli við könnum ekki til hlitar
hvort einhver skip er að fá þarna
vestra áður en leitað veröur
annað, sagði Baldur Möller að
lokum.
Þess má geta að lokum, að 17
skip af Ashevillegerð voru byggð
fyrir Bandarikjastjórn á árunum
1966-1971. Eitt var siðan selt til
Tyrklands og annað til Grikk-
lands, en eftir þaö var tekið fyrir
frekari Utflutning.
—SG
□ ÚRSKURÐIR RÍKISSKATTAMEFNDAR
Þegar læknisfrúin fór að
vinna hjá manni sínum...
1 blaðinu sl. miðvikudag var
kynnt ritið Úrskurðir kveðnir upp
af rikisskattanefnd árið 1974.
Úrval, og vakin athygli lesenda á
þvl.
1 ritinu eru birtir Urskurðir sem
eru almenns eðlis og eiga erindi
til margra, sem og einkum þeirra
sem hugleiða aðkæra álögð gjöld.
Hér á eftir verða birtir nokkrir
Urskurðir úr ritinu, til fróðleiks
þeim sem lesa.
Bæklingurinn er fáanlegur I
bókabúðum, og kostar 600 kr. I
ráði er að gefa slika bæklinga út
árlega i framtiðinni.
Lesendur hafi það i huga að ein-
hver iaga ákvæði kunna að hafa
breyzt frá þvi árið 1973, og enn-
fremur að tilvisanir til lagagreina
og málsgreina eru stytt I þvi sem
á eftir fer:
Tekjur eiginkonu.
„Kærandi færöi til frádráttar á
framtali sinu, undir liðnum” 50%
af launatekjum konu„ kr 345.800,
en sú fjárhæð nam sem næst
helmingi tekjuafgangs af læknis-
stofu eiginkonu kæranda.
skattstjóri lækkaði þennan
frádrátt i kr 55.000 með beim
rökum, að frádráttur vegna um-
ræddrar starfsemi félli undir 3.
grein laga um tekju-og eignar-
skatt. Kærandi krafðist frá-
dráttar eins og hann var færður á
framtalinu.
Af hálfu rikisskattstjóra var
krafizt staðfestingar á úrskurði
skattstjóra.
Af gögnum málsins (reksturs-
reikningi með framtalinu) má sjá
að aöaltekjur læknisstofunnar eru
frá 5 þar greindum sjúkrasam-
lögum.
Tekjur þessar renna eigi alfarið
til læknisins, sem þóknun fyrir
vinnu, heldur jafnframt til
greiðslu kostnaðar við rekstur
læknisstofunnar. Þykir þvi verða
að lita svo á, að eigi sé um að
ræða tekjur fyrir beina vinnusölu
samkvæmt vinnusamningi,
heldur tekjur af sjálfstæöri
atvinnustarf semi.
A þann hátt er einnig litið já
málið við álagningu annarra
gjalda en tekjuskatts, t.d. launa-
skatts samkvæmt lögum nr....og
iðgjalda til almannatrygginga
skv. lögum. nr...
Þar sem eigi er einvörðungu
um að ræða sölu á vinnu en 2
málsgr... samanber 1.
málsgrein.... telst aðeins taka til
seldrar vinnu samkvæmt vinnu-
samningi, enda er um undanþágu
að tefla, þá er frádrátturinn rétti-
lega ákvarðaður af skattstjóra
eftir 3gr laganna.
Þótt þessi niðurstaða kunni aö
leiða til mismunar eftir þvi, hvort
konan stundar sjálfstæða atvinnu
(starfsemi) eða vinnur sem laun-
þegi I annarra þjónustu, þá telur
rikisskttanefnd eigi heimild til að
vikja frá hinni fortakslausu reglu
um hámark frádráttarins i 3,
málsgrein greinarinnar.”
Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis.
Málsatvik voru þau, að kærandi
hóf byggingu á tvilyftu ibúöarhúsi
i Hafnarfirði á árinu 1966. Þann
14. ágúst 1969 seldi hann efri hæð
húseignarinnar, og þann 14. sept.
sama ár neðri hæðina.
Þann 7. ágúst sama ár keypti
kærandi hús i smiðum i Garða-
hreppi, og var það enn i smiðum i
árslok 1970.
Hagnaður af sölu ibúðarhússins
I Hafnarfirði nam kr 383.812 og er
skattstjórinn i Reykjanesum-
. dæmi og framtalsnefnd Hafnar-
fjarðar honum að greiða
tekjuskatt og tekjuútsvar af
þessum söluhagnaði.
Taldi skattstjóri og framtals-
nefnd að viðskipti þessi væru gerð
I atvinnuskyni.
Þessu vildi kærandi ekki una og
krafðist þess að tekjuskattur og
tekjuutsvar af söluhagnaðinum
verði fellt niður.
1 úrskuröi rikisskattanefndar
segir: „Ekki er leitt I ljós að
kærandi hafi byggt húseignina i
atvinnurekstrarskyni eða til að
selja eignina aftur með hagnaði.
Ekki voru liðin 3 ár frá þvi að
framangreind eign var seld,
þegar söluhagnaöurinn var skatt
og útsvarslagður.
Meö visan til 2. máls-
greinar...um tekju- og eignar-
skatt verður að telja að óheimilt
hafi verið að leggja tekjuskatt og
tekjuutsvar á söluhagnaðinn að
svo stöddu.”
Áhrif almennings-
álitsins á utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna
Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg halda sameiginlegan
fund fyrir félagsmenn og gesti þeirra i átthagasal Hótel Sögu á mánu-
dagskvöld klukkan 20:30.
Ræðumaður á fundinum veröur bandariski prófessorinn Dan. N.
Jacobs, sem kennir stjórnmálafræði við ýmsa háskóla i Bandarikjun-
um. Hann mun fjalla um þátt almenningsálitsins I mótun utanrikis-
stefnu Bandarikjanna, en er einnig reiðubúinn að fjalla um önnur
mál, eins og til dæmis vandamál I sambandi við valdhafaskipti i
Bandarikjunum, Sovétrikjunum og Kina.
Tilkynning
um aðstöðugjald í Reykjavík
Ákveðið er að innheimta i Reykjavik
aðstöðugjald á árinu 1976 samkvæmt
heimild i V. kafla laga nr. 8/1972 um
tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr.
81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr.
104/1973.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar
verður gjaldstigi eins og hér segir:
0.20% Rekstur fiskiskipa.
0,33% Rekstur flugvéla.
0,50% Matvöruverzlun i smásölu. Kaffi,
sykur og kornvara til manneldis i
heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður.
Endurtryggingar.
0,65% Rekstur farþega- og farmskipa.
1,00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Land-
búnaður. Vátryggingar ót.a. Útgáfu-
starfsemi. útgáfa dagblaða er þó
undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara-
og hárgreiðslustofur. Verslun ót.a.
Iðnaður ót.a.
1,30% Verzlun með kvenhatta, sportvörur,
hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur.
Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjöl-
ritun. Skartgripa- og skrautmuna-
verzlun. Tóbaks- og sælgætis-
verzlun. Söluturnar. Blómaverzlun.
Umboðsverzlun. Minjagripaverzlun.
Barir. Billjardstofur. Persónuleg
þjónusta. Hvers konar önnur gjald-
skyld starfsemi ót.a.
Með skirskotun til framangreindra laga
og reglugerðar er ennfremur vakin at-
hygli á eftirfarandi.
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til
tekju- og eignaskatts, en eru aðstöðu-
gjaldsskyldir, þurfa að senda skatt-
stjóra sérstakt framtal til aðstöðu-
gjalds, sbr. 14. gr. rglugerðar nr.
81/1962.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykja-
vik, en hafa með höndum aðstöðu-
gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitar-
félögum, þurfa að senda skattstjór-
anum i Reykjavik sundurliðun, er sýni,
hvað af útgjöldum þeirra er bundið
þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr.
reglugerðar nr. 81/1962.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan
Reykjavikur, en hafa með höndum
aðstöðugjaldsskylda starfsemi i
Reykjavik, þurfa að skila til skattstjór-
ans i þvi umdæmi, þar sem þeir eru
heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sin
vegna starfseminnar i Reykjavik.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka,
þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri
en eins gjaldflokks samkvæmt ofan-
greindri gjaldskrá, þurfa að senda full-
nægjandi greinargerð um, hvað af út-
gjöldunum tilheyri hverjum einstökum
gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
Framangreind gögn ber að senda til skatt-
stjóra fyrir 9. mai n.k., að öðrum kosti
verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i
gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að
greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum
skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavik, 23. april 1976
SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK