Alþýðublaðið - 10.06.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1976, Síða 3
/ÖU’ bláöiö Fimmtudagur 10. júní 1976 FRÉTTIR 3 Vel yfir 200 keppendur á skákmót- unum tveim Verða skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna á þessu ári vegna hús- næðismálanna 1.184 milljónir? 1 samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 28. febr s.l. um málefni lifeyrissjóðanna var ákveðin nýskipan, þar sem gert er ráð fyris nefndarskipun af hálfu rikisstjórnarinnar, til þess að fjalla um endurskipu- lagningu lifeyrissjóðakerfisins. Burðarás þessarar nefridar mun verða 6 manns, þar sem þrir eru tilnefndir af ASt, tveir frá VSI og einn frá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna. Fjöldi nefndarmanna er hins- vegar enn óákveðinn, þar eð ætla má að rikisstjórninni þyki ástæða til að tilnefna fulltrúa frá fleiri hagsmunasamtökum, sem málið varðar. Þá er ætlazt til, að nefndin skili áliti fyrir 1. okt. n.k. Þetta er viðamikið mál, en þar kemur til hjálpar, að svo- kölluð 11 manna nefnd, sem skipuð var 1973 um ávöxtun fjár lifeyrissjóðanna og verð- bréfakaup þeirra, he'ur unnið verulega rannsóknarv innu og aflað mikilla upplýsinga og út- reikninga á framtiðarmögu- leikum i fjárstreymi lifeyris- sjóðanna. Lifeyrissjóðirnir hafa, sem kunnugt er veitt drjúga aðstoð við húsbyggingamál lands- manna með kaupum á verð- tryggðum skuldabréfum, auk þess, sem aðrir sjóðir hafa notið góðs af. A s.l. ári námu heildarkaup skuldabréfa röskum milljarði, eða nánar til tekið 1028,4 mill- jónum. Var það um 18,4% af ráðstöfunarfé sjóðsins. t tengslum við kjara- samningana 1974, gaf rikis- stjórnin út yfirlýsingu um hús- næðismál. Þar var svo kveðið á, að stjórnin mundi beita sér fyrir þvi, að á árunum 1976—1980 verði framhald á byggingum hentugra ibúða fyrir efnalitið fólk, og að lifeyrissjóðir stéttar- félaganna fjármagni þessar framkvæmdir með 20% af ráð- stöfunarfé sinu. Aætlað er, að nú I ár muni ráðstöfunarfé hinna 60 lifeyris- sjóða, sem hér um ræðir, nema 5921 milljónir. Ef haldið er við þetta ofan- greinda mark, myndu skulda- bréfakaup þá verða i ár 1184 milljónir króna. MATSGERÐ A JARÐSKJÁLFTASVÆÐINU AÐ LJÚKA J ARÐSK JÁLFTATJÓNIÐ NEMUR TUGUM MILLJÓNA Að sögn Héðins Emils- sonar, deildarstjóra hjá Samvinnutryggingum, er nú verið að leggja siðustu hönd á matsgerð á tjóni þvi, sem jarð- skjálftarnir ollu á fast- eignum fyrir norðan fyrr i vetur. Eins og kunnugt er af fréttum, eru flestar fasteignimar ,á jarðskjálftasvæðinu, sem varð harðast úti, tryggðar hjá Samvinnu- tryggingum. Að sögn Héðins varð tjón á húsum I þremur hreppum, á Kópaskeri Leirhöfn og i nærliggjandi sveitum. Héðinn sagði, að matsgerðin, sem fram hefur farið sl. fjórar vikur, værigerð að höfðu samráði við tjónþola. t þvi skyni að meta tjónið var komið á fót sérstakri matsnefnd og eiga sæti i henni bygginga- verkfræðingur, sem tjónþolar komu sér saman um að gætti hagsmuna þeirra, byggingaverk- fræðingur, sem gætir hagsmuna Samvinnutrygginga og Viðlaga- tryggingar tslands og auk þeirra á tryggingamaður sæti i nefnd- inni. Úrskurðir birtir innan skámms. Tjónþolum verða birtir úr- skurðir nefndarinnar innan skamms,enda er gertráðfyrir að matsnefndin ljúki störfum i þessari viku. Ekki vildiHéðinnláta hafa eftir áerneittum hver upphæð tjónsins hefur orðið, en sagði að trúlega skipti hún tugum milljóna króna. „Uppgjör liggur fyrir strax og matsgerðin hefúr verið birt tjón- þola, að því tilskyldu aðekki komi til ágreinings milli tjónþola og á- byrgðaraðila. Fulltrúar ábyrgðaraðila og tjónþola hafa i öllum tilfellum komizt að sameiginlegri niður- stöðu um mat og þvi er ólíklegt að til ágreinings komi um störf nefndarinnar, vegna þessarar samsetningar hennar. „Þvi má segja að allt miði i réttaátt,” sagði Héöinn Emilsson að lokum. EB. A þriðja hundrað manns sat að tafli á þriðjudagskvöldiö á tveimur skákmótum sem þá hófusti höfuðborginni. A Winston skákmótinu að Hótel Loftleiðum leiddu 84 skákmehn saman hesta sina og i félagsheimili Tafl- félagsins voru þátttakendur 122. Verðlaun f þessum mótum nema samtals hálfri milljón króna og hafa jafn glæsileg verðlaun vart verið i boði á skákmótum hér- lendis fyrr. Eftir fjórar umferðir á Winston skákmótinu eru þeir Lárus Johnsen, Bragi HaUdórsson og Hannes Ólafsson efstir og jafnir með fullt hús eða fjóra vinninga. Næstir eru þeir Björn Þorsteins- son, Þórir Ólafsson, Björn Höskuldsson og Hilmar Viggós- son með þrjá og hálfan. Siðan eru 14 keppendur með þrjá vinninga. A hinu mótinu, sem haldið er undir kjörorðinu Skák i hreinu lofti voru telfdar fimm umferðir. Þar eru efstir með fimm vinninga Július Friðjónsson, Margeir Pétursson og ögmundur Kristjánsson, Bragi Kristjánsson fylgir fast á eftir með fjóra og hálfan vinning og allmargir eru með fjóra. Af unglingum er Gunnar Rúnar Freysteinsson, 10 ára,efstur með þrjá vinninga og er hann jafnframt 32. i heildar- röðinni. 1 kvennaflokki er Mar- grét Ponzi efst með þrjá vinninga og er 50. i röðinni. Siðari umferðir skákmótanna verða tefldar á sunnudaginn. —SG. Tollvarðamálið til saksóknara Niðurstöður rannsóknar sakadóms á smyglmálinu verða sendar rikissaksónara mjög fljótlega. Haraldur Henrýsson sakadómari sagði I gær, að ekki væri lokið við að rannsaka nokkra enda, sem væru lausir, þar sem ekki hefði náðst i nokkra menn. Varðandi neitun Hauks Guðmundssonar á að gefa upp nöfn heimildarmanna sagði Haraldur, að það hefði einnig verið um önnur atriði að ræða. Haukur hefði gefið i skyn að hann byggi yfir frekari upp- lýsingum. Ennfremur sendi hann með skýrslu sinni til saka- dóms nokkra minnispunkta, sem sakadómur taldi ekki full- nægjandi og vildi fá nánari upp- lýsingar um. En Haukur fékkst ekki til að gefa þær upplýsingar og taldi Haraldur það miður. — SG. Þrír geðlæknar rannsaka gæzlufangana Gæzluvarðhaldsúrskurður eins aðilans, sem setið hefur inni vegna Geirfinnsmálsins rann út i gær. Þegar Alþýðublaðið hafði samband við sakadóm var ekki búið að kveða upp úrskurð um viðbótarvarðhald, en úrskurðar að vænta þá og þegar. Varðhaidsúrskurður tveggja rennur út seinna i þessum mánuði. Geðrannsókn á stúlkunni og karlmönnunum þremur er stöðugt haldið áfram. Þrir geðlæknar annast rannsóknina en ekki er vitað hvenær henni iýkur. Við sjálfa rannsókn málsins hefur ekkert nýtt komið fram, að minnsta kosti ekkert, sem sakadómur vill skýra frá. Varðandi fréttir um að máliö liggi niðri vegna sumarleyfisferða rannsóknarlögreglu- manna erlendis er rétt aö þaö komi fram, að þrir iögreglumenn fóru til Gautaborgar og Sa’tu þar mót starfsbræðra sinna frá öðrum Norður- löndum. —SG. Ráðstefnan ætti að leiða til aukins skilnings á málefnum fatlaðra t gærmorgun hófst, að Hótel Sögu, 9. þing Bandalags fatlaðra á Noröurlöndum. Eru ráðstefnugestir um 120 og koma þeir hvaðanæva af Norðurlönd- um. Þingið hófst með þvl að Theódór A. Theodórsson for- maður Sjálfsbjargar bauð gesti velkomna. Sagði hann m.a. viö það tækifæri að siikar ráð- stefnur, sem þessi væru mjög mikilvægar og væru til mikils gagns fyrir fatlað fólk. Hér gæfist kostur á að ræða og bera saman aðbúnað fatlaðra á Norðurlöndum. Þá væri alltaf ánægjulegt til þess að vita, þegar mönnum gæfist kostur á að koma saman og ræða sameiginleg áhugamál. Að visu færi ekki hjá þvi, að slik samvinna sem þessi krefðist mikils fjármagns, en þvi fé væri örugglega ekki á glæ kastað, sem væri varið til þessara hluta. Að lokum sagðist Theodór vonast til að þessi ráðstefna Ieiddi til aukins skilnings á þeim vanda sem fatlaöir ættu við aö etja og stuðlaöi jafnframt að aukinni samvinnu inilli land- anna. t dag verður ráðstefnunni fram haldið, en henni lýkur á laugardag og verður gestum þá boðið i skoðunarferð um Þing- velli, GuIIfoss og Geysi. — JSS.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.