Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 5
alþýóu- blaoiö Fimmtudagur 10. júní 1976 VETTVANGUR 5 vart viö sig með alls konar hörgulssjúkdómum. Bankavextir stigu upp i 90 af hundraði. Sjúkrahús voru yfirfull. Dauðsföll urðu tiðari. Útfarar- stjórar tilkynntu, að verö' á koksi væri orðið svo hátt, að li- brennslan yrði nú að kosta 350 milljónir marka. En seðlar voru notaðir á margvislegasta há’tt, meðal annars fyri,r veggfóður. Stundum fóru milljónir marka i veggfóðriö, en samt var það ó- dýrara en venjulegt veggfóður. Peningaseðlar voru lika notaðir til uppkveikju og i fóður i kápur og frakka i köldum nóvemberstormum. Hinn fimmtánda nóvember, þegar þýzkt efnahagslif var i al- gjörri upplausn, hélt bankaráð Rikisbankans fund. Nú átti að leita að úrræðum til bjargar! Aætlun var byggð á tillögu fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Karl Helfferich, og hún hafði þann kost að vera mjög einföld i framkvæmd. Nú skyldi gefið út bráða- birgðagengi og á þann hátt strikuð út öll núílin i halnum og skapað það, sem nefnt var „vaxtamark”. Dollarinn hafði kostað 4200 milljónir marka, og nú skyldi hann kosta 4,2 „vaxta mörk”, eða hafa sama gildi og var 1914, fyrir fyrri heims- styrjöld. Forseti Rikisbankans, dr. Rudolf Havenstein, lézt 20. nóvember af áhyggjum og of- reynslu. Hann hafði verið helzti á- byrgðarmaður þýzkra stjórn- mála á fjárhagssviðinu i 16 ár. Eftirmaöur hans, dr. Hjaimar Schacht bar gæfu til að fá „vaxtamarkið” viðurkennt. Samt hélt verðlag enn áfram að hækka um stund, og mark- seðill, sem nam einum mill- jarði, var gefinn út. Hámrkinu var náð. Smám saman fór traustið á markinu aftur að glæðast. Matarbirgðir tóku að sýna sig úr krókum og skúmaskotum, frá bóndabýlunum og i vöru- geymslunum. Búðirnar juku varning smátt og smátt. „Vaxtamarkið” vakti ólikt meira traust en áður var á markinu með núllahalanum. Siðast komu fagnaðarfréttir um 200 milljón dollara lán til Þýzkalands, að mestu frá bandarisk-brezkri samsteypu. Þrengingum Þýzkalands var lokið i þetta sinn. Fyrir milljónir Þjóðverja, þar á meðal van Loewen og Spoliansky, mun mánuðurinn, þegar markið trylltist, verða einn hinn ægilegasti, sem þeir hafa lifað. Mischa Spoliansky segir, um leið og hann hristir höfuðið: „Mér er það stöðugt undur, að við skyldum lifa þetta ár.” Gæti slik kreppa orðið aftur? Þjóöhagfræðingar telja það ó- hugsanlegt. Viðskipti á vorum dögum fara að mestu fram með bankareikn- ingum, ávisunum og bankalán- um, i staö reiðufjár I peningum. Rikisstjórnir hafa nú efnahags- leg og stjórnmálaleg úrræði til að stýra verögildi peninga og koma með þvi i veg fyrir þá þróun, sem varð i Þýzkalandi fyrir fimmtiu árum. En þeir moguleikar voru ekki til staðar fyrir hið þjakaða Þýzkaland þriðja áratugarins. Það, sem meira er og enn verra, voru striðsskaðabætur- nar, sem vörpuðu frá sér skugga, sem varð örlaga- þrunginn fyrir Þýzkaland og allan heiminn. Breytingin úr „vaxtamarki” i venjulegan gjaldeyri, verðmætt rikismark, gekk létt og liðugt, en þessi endurreisn leiddi til samdrátta. Fjöli atvinnuleysingja óx stöðugt og náði sex miiljónum i Þýzkalandi árið 1933. Það varð ekki sizt orsök þess, að Hitler tókst að hrifsa völdin. Leiðin út úr þessu efnahags- lega öngþveiti lá þvi beint til einræðis og ógnarstjórnar. AN. Fyrir nokkru siöan sögöum við frétt af Islendingi, sem var á förum til Austurrikis og keypti gjaldeyri i banka hér áður en út var haldið. Þótt flugferðin tæki ekki langan tima, þá reyndist þaö svo er út var komið, aö seðl-. arnir, sem feröalangurinn hafði keypt hér heima voru úr gildi fallnir sem slikir og urðu ekki innleystir i bönkum I Austurrfki. Að visu urðu sögulok þó ekki feröalangi i óhag, þvi aö þessir seðlar voru farnir aö verða eftirsóttir af seðlasöfnurum, og lyktir urðu þær að hann fékk fyrir þá meira en nam nafnveröi þeirra. Ekki eru allir svo heppnir, sem kaupa gjaldeyri. Nokkuö hefur borið á þvi hér á landi, að i umferð væru seðlar erlendra gjaldmiöla, sem jafn- vel hefur verið reynt að fá skipt I verzlunum. Ekki er okkur kunnugt um lyktir slíkra við- skipta, en viö gerðum okkur ferð i eina af safnaraverzlunum b orgarinnar til aö kanna hvaöa úrval er af erlendum seölum. 1 ljós kom, að þar mátti fá ótrúlegasta úrval seöla frá öllum heimsins löndum, og kostuðu seðlarnir frá 50 krónum upp I 200 krónur þeir dýrustu. Japanskir dollarar? Við keyptum nokkra seðla - og hringdum siðan i Seölabankann til að grafast um hvort einhverj- ir þeirra hefðu enn gildi sem gjaldmiðill. Ekki þurfti að spyrjast fyrir um lOdollara seöilinn japanska, þvi gjaldmiðill þess rikis heitir Yenoghefur um langa hrið ver- ið með traustustu gjaldmiðlum hins frjálsa heims. En ekki er okkur kunnugt um þann kafla úr fjármálasögu Japans, þegar dollarar komu til sögunnar — en þessi seðill er heldur ekki traustlegur, hann er númers- laus og engin nöfn rituö undir hann. Helzt likist hann einhvers konarmatadorseöli, á honum er ekkert vatnsmerki, og hann er aðeins prentaður i tveim litum. Ollu veglegri er nigeriski pundsseöillinn. Hann er greini- lega ekta seðill, meö segulrönd og vatnsmerki og tilheyrandi. Hannkostaði 200krónur, sá dýr- asti I verzluninni og einnig sá „alvörulegasti.” Undirrituðum datt I hug, að ef til vill væri þetta pundsins virði, — seðill sem að einhverjum ástæðum væri kominn svo fjarri heimaslóðum, að enginn gæti innleyst hann þar eð hann heföi hlotið svipuö örlög og islenzka krónan á alþjóöa gjaldeyris- markaði. Undirrituöum er minnisstætt erhann fór eitt sinn frá Alsir til nágrannarikisins Marókkó og átti I fórum slnum nokkra alsirska dinara, sem hann haföi gleymt að kaupa fyrir. 1 næsta nágrannariki var ekki nokkur leið aö losna við þennan gjaldmiðil, hvorkiá lög- legan hátt né I skúmaskotavið- skiptum. Það vildi enginn lita við þessum seðlum, arabarnir fussuöu og sveijuðu og sögðu þettaekki vera pappirsins virði. Þannig fer fyrir gjaldmiðlum rikja, sem gæta þess ekki að láta jafnvægi rikja milli inn- eignar seðlabankans og seðlaút- gáfunnar. Hér hefur þess væntanlega verið gætt, en þá skortir bara i staöinn tiltrú er- lendra peningastofnana á fjár- málasnilli eða traustleika i- lenzkra stjörnvalda. Ellegar að skeriö er orðið svo skuldum vaf- ið og margveðsett, að ekki er kaupandi nokkra ávísun af seðlabanka svo skuldugrar þjóöar. En þetta var útúrdúr. Við spurðumst lika fyrir um gang- verð nigeriupundsins. Svariö Gjaldmiðill Nigeriu i dag heitir Niara, og er viröi 280 islenzkra króna, eða nokkru lægra en sterlingspunds. Okkur er einnig ókunnugt um forsögu þessa seð- ils, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur pund verið gjaldmiöill Nlgerfu meðan það var i brezka samveldinu, og seðillinn væntanlega frá þeirri tið. Slðan hafa oröið fleiri en ein stjórnarskipti, og hver veit Hefur nokkur boðið þér japanska dollara eða nígerískt pund? nema skipt hafi veriö oftar en einusinni um gjaldmiöil. Loks látum við svo fylgja hér með mynd af seöli frá Chile. Það er einn escudo— seðill með vatnsmerki og greinilega prent- aður I raunverulegri seöla- prentsmiðju. Ekki heldur. Þessi smekklegi seðill kostaði 50 krónur, og okkur langaði að vita hvort við hefðum gert reyfarakaup i þeim viöskiptum. Nei, — gjaldmiðill Chile heitir peso. Hann kostar heldur ekki nema 14krónur, og hvorki hann né gildandi gjaldmiðill i Nigeriu er skráður I Islenzkri gengis- skrá. Af þessu er ljóst, að talsvert kann að vera i umferð af erlend- um seðlum, sem ekkert gildi hafa nema sem söfnunargripir. I útliti kunna þeir að vera gulls igildi —- en ef einhver reynir að skipta þeim i aðra mynt, eða gera viðskipti, þá er rétt að að- vara þá, sem kynnu aö falla fyrir þeirri freistingu að fá gjaldeyri utan dagskrár. Og sá sem yrði fyrir baröinu á einhverjum, sem byði slikan gjaldeyri gæti ekki krafizt neinna bóta. Þvi gjaldeyrisvið- skipti rikisbankanna eru ólögleg — og sá sem kynni að sitja upp með fullt veski af nigeriskum pundum. japönskum dollurum eða álika gjaldmiðli gæti ekkert gert, nema helzt að kaupa sér mata- dorborð. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.