Alþýðublaðið - 10.06.1976, Qupperneq 9
alþýöu-
blaöiö Fimmtudagur 10. júní 1976
VETTVANGUR '9
ahreyfingarinnar og einstakra launþega til atvinnulýðræðis?
ungar
jgsun,
sam-
ikvæm
l settu
Krafan um atvinnulýöræöi og
tillögur um fyrirkomulag þess
veröa aö koma frá launafólkinu
sjálfu og samtökum þess.
Staðreyndin er auðvitaö sú, að
launþegasamtökin hafa ekki
enn sett þetta mál á oddinn,
kannski vegna þess aö þörfin er
ekki eins brýn og erlendis vegna
smæðar fyrirtækjanna. Og
frumkvæðiö að samstarfsnefnd-
unum á rikisspitölunum og i
þeim rikisverksmiðjum, þar
sem slikum nefndum hefur
einnig verið komið á laggirnar,
kom frá valdhöfum en ekki
launþegasamtökunum.
Benedikt Guðmundsson,
Landhelgisgæzlunni
— Ég tel að við getum ekki
notað það fyrirkomulag, sem
aðrar þjóðir hafa komið á hjá
sér, vegna þess, hversu aðstæð-
ur hér á landi eru ólikar þvi sem
gerist hjá stærri þjóðum.
markaði til að fara þá leið nema
þeir sjái, að það hafi tekist vel
hjá einhverjum öðrum.
— Verður erfiðara að koma
þessu á hér en i nágrannalönd-
unum?
— Ég held að það verði mun
viðkvæmara mál hér en er-
lendis, m.a. vegna þess hversu
tslendingar eru miklir einstak-
lingshyggjumenn. Þess vegna
er lika enn mikilvægara að hið
opinbera gangi á undan i þessu
efni og sýni aðilum hins
almenna vinnumarkaðar að
atvinnulýðræði sé til gagns fyrir
alla aðila.
Sigriður Einarsdóttir,
Ferðaskrifstofu rikisins.
— Það, sem ég hefi mestan
áhuga á, er atvinnulýðræði i
litlu fyrirtækjunum. Það er
gjarnan talað um stóru fyrir-
tækin i þessu sambandi, en mér
finnst nauðsynlegt að hugsa um
smærri fyrirtækin einnig. í
ábendingar, sem i ýmsum til-
fellum gætu vafalaust orðið til
góðs fyrir rekstur fyrirtækisins.
— Mér finnst, að atvinnu-
lýðræði hljóti fyrst og fremst að
stefna að þvi, að fólkinu liði vel
á vinnustaðnum. Það er aðal-
atriðið, en ekki hitt, hvort ein-
hverjir menn eru kjörnir i
stjórnir fyrirtækja. En til þess
að starfsfólkinu liði ve^ þarf að
vera vettvangur, þar sem það
getur komið skoðunum sinum,
ábendingum og gagnrýni á
framfæri við forstöðumenn við-
komandi fyrirtækja.
— Eiga rikisfyrirtæki að
ganga á undan i þessu efni?
— Það finnst mér. Ég held að
þau hafi miklu meiri möguleika
á að koma þessu i framkvæmd,
þvi þar ætti að vera miklu minni
andstaða hjá ráðandi mönnum,
þar sem eignaraðilinn er rikið.
— Er hægtað „flytja inn” það
fyrirkomulag atvinnulýðræðis,
sem tekið hefur verið upp hjá
öðrum þjóðum?
Ég tel t.d., að á vinnustað sem
hefði svona 20-30 starfsmenn
væri heppileg byrjun að koma á
fót samstarfsnefnd, sem mundi
fjalla um aðstöðu á vinnu-
staðnum fyrst og fremst. Og þvi
má ekki gleyma, að svona sam-
starf yrði ekki siður fyrirtækinu
til góðs en starfsfólkinu.
— Á að koma sliku samráði á
með samningum eða laga-
setningu?
— Tvimælalaust með
samningum. Ég held að bein
lagafyrirmæli væru ekki besta
leiðin i þessu efni, heldur verði
þetta að þróast smátt og smátt.
Og ég vil aftur leggja áherzlu á
forystuhlutverk rikisfyrirtækja
á þessu sviði. Það ætti að vera
áuðveldast að koma þessu i
framkvæmd.
— En er afstaða stjórnenda
fyrirtækja þannig, að likur séu á
verulegum árangri i þessa átt á
næstu árum?
— Ég þori ekki að fullyrða um
það almennt, en þó er ég
JR SMÆÐ (SLENZKRA
RTÆKJfl HINDRAÐ
UN ATVINNULÝÐRÆÐIS?
nni á
þeim
fengið
verið
'ir, og
; skipt-
eðisins
fram-
hér á
fremst
na að
Ⱦmd,
í eru.
sendur
annars
eði.
ka upp
ndir i
i á einu
i verði
l, og að
>mynd,
i fram-
m með
a, þar
tdeild i
þætti i
vinnu-
aðan af
ii það
smulag
fyrir-
;m eru
isfyrir-
um og
Um
lum öll
tvinnu-
i samn-
fremst
jess að
tvinnu-
held ég
' segia.
-kalýðs-
þörfina
á mun
a átt.
— En þú telur að atvinnu-
lýðræði beri að koma á?
— Já. Það fer ekki á milli
mála, að á vinnustöðum,
einkum hinum stærri, komast
þær upplýsingar og tillögur um
úrbætur, sem einstakir starfs-
menn kunna að hafa, ekki alla
leið til forstöðumanna fyrir-
tækjanna, nema komið sé á fót
einhverskonar tengilið á milli
forstjóranna og starfsfólksins.
Það er ljóst, að á vinnustöðum
eru margar skoðanir, og má
ekki gleyma þvi, að starfsfólkið
hefur oft á tiöum hugmyndir,
semmyndu nýtast vel fyrir fyrir-
tækiö sjálft, ef þær kæmust á
annað borð rétta boðleið. Hér er
þvi ekki siður um hagsmunamál
fyrirtækjanna að ræða.
— Á hverju ættu Islendingar
að byrja i þessu efni?
— Ég tel að rikið verði að
vera frumkvööull að atvinnu-
lýðræði hér, þar sem mjög erfitt
mun reynast að fá atvinnurek-
endur á hinum frjálsa vinnu-
þeim skortir t.d. mjög á, að
starfsfólkiö fái allar upplýs-
ingar um fyrirtækið og eins, að
forstöðumenn fyrirtækisins viti
hvað starfsfólkinu finnst um
málin.l þessu efni þyrftu rikis-
fyrirtæki að ganga á undan með
góðu fordæmi og koma á reglu-
legum upplýsinga- og skoðana-
skiptum milli ráðamanna fyrir-
tækisins og starfsfólksins. Það
yrði að minu viti báðum aðilum
til góðs.
— Hvernig ætti að gera
þetta?
— 1 litlum fyrirtækjum væri
eðlilegast að gera þetta með
reglubundnum fundum, þar
sem allir starfsmenn fengju að
mæta. Þessa fundi mætti halda
einu sinni i mánuði, eða annan
hvorn mánuð. Meginatriðið er
að þeir séu á fastákveðnum
tima og tryggt sé eitthvert lág-
mark fundafjölda á ári. A
slikum fundum gætu forstöðu-
menn þess gefið upplýsingar um
rekstur þess, og starfsfólkið
gæti komið með fyrirspurnir og
— Ég held að það miðist við
allt aðrar aðstæður, þ.e. mjög
stór fyrirtæki. Hér á landi eru
aðstæður allt aðrar. Þess vegna
verðum við að finna upp það
fyrirkomulag, sem bezt hentar
okkar aðstæðum, eins og við
verðum reyndar að gera á
flestum öðrum sviðum.
Axei Guðmundsson,
Lyfjaverzlun rikisins
— Mér sýnist, að atvinnu-
lýðræði sé þegar komið nokkuð
af stað hér á landi og sé að
þróast áfram. Hins vegar er
ekki hægt að ætlast til, að sama
fyrirkomulag komi hér á landi
og er i þeim löndum, sem viö
höfum aðallega kynnt svo sem
Norðurlöndum, Tékkóslóvakiu
og Þýskalandi, þvi þar er bæði
stjórnarfar og hugsunarháttur
nokkuð öðruvisi, a.m.k. i
sumum þeirra, og stærð fyrir-
tækjanna allt önnur. Hér er
mikið af litium fyrirtækjum,
sem mörg hver hafa fæðst i
bilskúrum, en þar eru risafyrir-
tækin allsráðandi. Þannig þykir
mér það t.d. fjarstæðukennt
eins og við höfum séð tillögur
um, að starfsfólkið eignist fyrir-
tæki, sem einhverjir eru búnir
að byggja upp að segja má með
sinum tveim höndum, eins og
mörg dæmi eru til um hér á
landi. Hins vegar finnst mér
koma vel til greina, að hið opin-
bera gangi á undan með gott
fordæmi, komi á fót samstarfs-
nefndum, og gefi fólki kost á að
hafa meiri áhrif á daglegt
vinnuumhverfi sitt og aðstöðu á
vinnustaðnum, jafnframt þvi
sem starfsfólkinu séu veittar
meiri upplýsingar um rekstur
fyrirtækisins.
jjgjMg
hafa þannig fyrirkomulag á þvi
samstarfi að starfsfólkið gæti
almennt tekið þátt i þvi: ekki að
kjósa einn eða tvo fulltrúa i
stjórn, heldur halda t.d. kaffi-
fundi, þar sem allir geta mætt,
og þar sem rætt yrði um
umhverfi á vinnustað og daglegt
lif starfsfólksins á vinnu-
staðnum. Eg hef meiri trú á
sliku fyrirkomulagi til að byrja
með, heldur en að kjósa fulltrúa
starfsfólksins i stjórn eða eitt-
hvað þess háttar.
— Nú er visir að atvinnu-
lýðræði á þinum vinnustað?
hræddur um að það skorti á
skilning hjá stjórnendum fyrir-
tækja i þessu efni. En ég held
samt sem áður, að þetta muni
þróast i rétta átt, þótt það kunni
að taka nokkuð langan tima.
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Landspitalinn
— Hvað hefur þér fundizt
athyglisverðast af þvi, sem
fram hefur komið?
— Kannski fyrst og fremst
hversu margir eru vantrúaðir á
atvinnulýðræði, sem virðist
hvergi vera framkvæmt með
þeim hætti að menn séu almennt
ánægðir með það. Og hér á landi
er þetta mjög skammt á veg
komið.
— Hvað ætti að gera hér á
landi?
— Ég held að vegna smæðar
vinnustaða hér ætti að vera auð-
velt að koma á samstarfi milli
fólksins og húsbændanna ef nota
má það orð. Heppilegast væri að
— Já, það eru ein tvö ár siðan
að starfsmannaráðunum hjá
rikisspitölunum var komið á fót,
og okkur finnst að með þessu
hafi opnast leið til að koma
sjónarmiðum okkar á framfæri.
Og þótt kannski sé ekki um mik-
inn árangur af starfi þeirra að
ræða enn sem komið er, þá eru
þó ýmis mál að þokast áleiðis.
— En hvernig hentar fyrir-
komulag annarra þjóða okkur?
— Engan veginn held ég. Við
verðum að sniða þetta að okkar
aðstæðum eins og svo margt
annað.
Starfshópur SFR um atvinnu-
lýðræði komst á siðasta fundi
sinum að eftirfarandi niður-
stöðu:
Tilraunin er hafin
Nú þegar hafa stjórnvöld
hafið tilraunir með atvinnu-
lýðræði. Þetta hefur farið hægt
af stað og ekki orsakað
alvarlega árekstra svo vitað sé.
Óhætt er að fullyrða, að sú
starfsemi, sem átt hefur sér
stað á þeim skamma tima, sem
liðinn er frá upphafi tilrauna til
atvinnulýðræðis hjá ríkisfyrir-
tækjum, hafi komið að nokkru
gagni fyrir starfsmenn og fyrir-
tæki.
Þvi leggjum við til að rikis-
valdiðhaldi áfram á sömu braut
og haft verði samráð milli ráðu-
neyta um setningu reglugerða.
Áður en reglugerð hlýtur stað-
festingu skal hún send starfs-
mönnum þeim, sem hlut eiga að
máli hverju sinni, til umsagnar.
Verði ágreiningur um einhver
atriði, skulu þau rædd á jafn-
réttisgrundvelli og leyst.
Rikiö gangi á undan
Tilraun til atvinnulýðræðis
verður að koma frá þvi opin-
bera, þar sem það annars
myndi taka langan tima að
vinna sér sess á hinum frjálsa
vinnumarkaði.
Samstarfsnefndir eru rétti
grundvöllurinn til að bvggja á,
en markmið þeirra getur verið
mismunandi eftir þvi, hvort um
framleiðslu- eða þjónustugrein
er að ræða.
Þegar framleiðslugreinar
eiga i hlut verða verkefni
nefndarinnar að ræða um fram-
leiðsluna frá öllum hliðum og
þar gætu verkamenn og
iðnaðarmenn komið sinum
sjónarmiðum á framfæri
varðandi hagræðingu og betri
nýtni.
Starfsfólk þjónustugreina
gæti með aðstoð nefndarinnar
komið á framfæri tillögum um
hagkvæmari framkvæmd
vissra þátta þjónustunnar.