Alþýðublaðið - 10.06.1976, Page 10
10
Sjómannadagurinn
í Reykjavík
Sjómannahóf verður haldið að Hótel Sögu,
á sjómannadaginn sunnudaginn 13. júni
kl. 19.30.
Miðasala og borðapantanir i andyri Súlna-
sals Hótel Sögu, föstudag og laugardag frá
kl. 17-19.
ÚTBOÐ
Bæjarstjórinn á Eskifirði óskar eftir til-
boðum i að steypa 1. hæð grunnskóla Eski-
fjarðar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarsjóðs Eskifjarðar og hjá verkfræði-
stofunni Hönnun h.f., Höfðabakka 9,
Reykjavik gegn 10.000 kr. skila tryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá bæjarstjóranum á
Eskifirði þann 24. júni n.k. kl. 14.00.
Bæjarstjórinn á Eskifirði.
Styrkur til náms í Frakklandi
Franska sendirátoð 1 Reykjavik hefur tilkynnt að frönsk
stjórnvöld bjóði fram styrk handa islendingi til 4-6 mán-
aða námsdvalar I Frakklandi háskólaárið 1976-77.
Styrkurinn er ætlaður til framhaldsnáms viö háskóla i
raunvisinda- og tæknigreinum.
Umsóknum um styrki þessa, ásamt staöfestum afritum
prófskirteina og meðmælum, skal komiö til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 26. júni n.k.
— Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytiö,
8. júni 1976.
Auglýsing um
úthlutun
verzlunarlóðar
Hér með er auglýst eftir umsókn um bygg-
ingarrétt fyrir matvöruverzlun á lóðinni
Furugerði 3-5.
Á lóðinni eru fyrirhugaðar tvær bygging-
ar, og hefur annarri þeirra (nr. 3) verið
úthlutað fyrir þjónustustarfsemi.
Húsið 'er 230 ferm að grunnfleti, 1 hæð auk
vörugeymslukjallara.
Gatnagerðargjöld og skilmálar verða
ákveðin samkvæmt nánari ákvörðun
borgarráðs.
Umsóknarfrestur er til 20. júni n.k. Allar
nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri
borgarverkfræðings.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Frá skólunum
í Mosfellssveit
Við gagnfræðaskólann i Mosfellssveit er
laus staða raungréihakennara og hálf
staða iþróttakennara stúlkna.
Stundakennara vantar til kennslu á
iðnbraut og verslunarbraut 9. bekkjar.
Upplýsingar gefur skólastjórinn, Gylfi
Pálsson, simar 66-186 og 66-153.
Við barnaskólann að Varmá eru lausar
kennarastöður. Aðalkennslugreinar
stærðfræði, eðlisfræði og tónmennt .
Upplýsingar gefur skólastjórinn, Tómas
Sturlaugsson, simar 66-267 og 66-175.
Fimmtudagur 10. júní 1976 g|^u'
AÐ BREYTA TIL 0G
SK0ÐA EIGIÐ LAND
í SUMARLEYFINU
Tilraunir Ferðaskrifstofu rik-
isins i fyrrasumar með hring-
ferðir um landið báru groðan
árangur og eru eftirsóttar.
Þegar er pantað i eina slika
ferð nú, sem taka á 7 daga.
Leiðin liggur um Snæfellsnes,
hring um Vestfirði, Dali, Laxár-
dalsheiði til Hrútafjaröar og
suður um Holtavöröuheiði og
Borgarfjörö.
Gist verður á hótelum og
kunnugur leiðsögumaður verð-
ur með i ferðinni.
bvi hefur Ferðaskrifstofa
rikisins nú ákveöið að halda
lengra á þessari braut og gefa
almenningi kost á viku hring-
ferðum um Snæfellsnes og Vest-
firöi, en vegna skorts á ýmissi
þjónustu fyrir ferðamenn hafa
færri en vildu getað kynnzt hinni
stórbrotnu náttúrufegurð þess-
ara héraöa. Með tilkomu nýrra
gististaða, þar á meðal hins
nýja Eddu-hótels á tsafirði og
bætts vegakerfis, hefur þetta nú
breytzt og veröur tilhögun ferð-
anna i stórum dráttum sem hér
segir:
1. 1. dagur
Ekið um Hvalfjörð og suður--
hluta Borgarfjaröar fram á
Snæfellsnes aö Búðumi þá verð-
ur ekið fyrir jökul til Ólafsvikur
og á leiðinni skoðaöir ýmsir
markveröir staðir, en siöan
haldið til Stykkishólms, þar sem
gist verður.
2. dagur
Frá Stykkishólmi veröur
haldið meö Flóabátnum Baldri
út á Breiðafjörð, höfð viðkoma i
Flatey og eyjan skoðuð, en siglt
siðan til Brjánslækjar og gist aö
Flókalundi i Vatnsfirði.
3. dagur
Þessum degi verður varið til
feröar á Látrabjarg og að
Bjargtöngum, sem er vestasti
oddi landsins og um leið
Evrópu. Gefst góður timi til
þess aö skoða hit illræmda, en
mikilfenglega Látrabjarg og
aöra merka staði i nágrenninu.
Gist verður aftur að Flókalundi.
4. dagur
Nú verða þræddir Vestfirðirn-
ir, fyrst Arnarfjörður með
Dynjanda (Fjallfossi) og
Hrafnseyri, þá Dýrafjörður með
Þingeyri, önundarfjörður og
Breiðadalsheiði til' isafjarðar,
en þar verður gist á hinu nýja
Eddu-hóteli i heimavist
menntaskólans.
L_
FRAMHALPSSAGAN
„George?”
„Sá sem innritaði yður núna.”
Dortmunder kinkaði kolli.
Svo opnaði Albert innstu dyrn-
ar, og þeir fóru inn i herbergi sem
minnti á likhús fyrir þumalinga
með röð eftir röð af smáskúffum
með agnarlitlum likum. A mörg-
um skúffunum voru allavega litir
takkar, en liturinn sagði vist
bankastarfsmönnunum sitt af
hvoru.
Hólf Dortmunders var neðar-
lega og til vinstri. Albert notaði
fyrst allsherjarlykilinn sinn, og
bað siöan um að fá lánaðan lykil
Dortmunders. Dortmunder rétti
honum hann, hann opnaði
skúffuna og rétti Dortmunder
strax lykilinn.
Bankahólfið var raunverulega
skúffa, á að gizka þrir senti-
metrar á hæð, tiu á breidd og
fjórir á dýpt. Albert dró hana nær
þvi alveg út og sagði: ,,Ef þér
viljið vera einn, get ég borið hana
fyrir yður inn i hliöarherbergið,”
og benti með kollinum að mörg-
um smáklefum, sem voru handan
við bankahólfin. 1 öllum klefunum
var borð og stóll, en þar gat
eigandi bankahólfsins fengið að
vera útaf fyrir sig meö skúffuna
sina, ef hann vildi það.
„Nei, takk,” sagði Dort-
munder. „Það er óþarfi
núna. Ég ætla bara að setja þetta
i hana.” Og hann dró upp úr innri
jakkavasa sinum þykkt, lokað
umslag, sem i voru ónotaðar
pappirsþurrkur. Hann lagði um-
slagið gætilega i miöja skúffuna,
en Albert læsti.
Albert hleypti honum út um
fyrstu dyrnar, og Georg um
hinar, og Dortmunder fór upp.
Honum fannst skrýtið, að það
skyldi enn vera bjartur dagur.
Hann leit á klukkuna og veifaöi
leigubil, þvi að nú þurfti hann að
komast i hinn borgarhlutann, og
aka svo til baka með Miasmo
hinum Mikla, áður en starfsmenn
bankans færu heim úr vinnunni.
5. kafli.
„Það er einmanalegt I New Y-
ork, Linda,” sagði Greenwood.
„Það er það,” sagði hú. „Ég
veit það Alan” Hann hafði haldið
fomafninu og nýja eftirnafnið
hans byrjaði lika á G, sem var
hættulaust og mjög heppilegt.
Greenwood lagaði koddann við
bakið og tók fastara utan um
stúlkuna viöhliö sér. „Maður vill
ekki sleppa takinu,,’ sagði hann,
„þegarmaður hittir skilningsrika
manneskju i svona borg.”
,,Ég skil þig,” sagði hún. Hún
hagræddi sér betur i faðmi hans
undir hlýju teppinu og hvildi
vangann á nakinni bringu hans.
„Þess vegna hata ég þá til-
hugsun, að ég verð að fara út i
kvöld,” sagði hann.
„Ég lika,” sagði hún.
,,En hvernig átti ég að vita, að
gimstein eins og þig ræki á fjörur
minar i dag? Nú er of seint að
breyta þessu. Ég neyðist til að
fara og þvi getur enginn breytt.”
Hún virti hann fyrir sér. Eina
birtan kom frá gervistónni i
horninu, og hún starði á hann i
blaktanai, rauðum bjarmanum.
„Ertu viss um, aðþað sé ekki ein-
hver önnur?” spurði hún. Hún
reyndi að segja það kæruleysis-
lega, en það heppnaðist ekki
alveg.
Hann tók undir hökuna á henni.
„Það er engin önnur,” sagöi
hann. „Engin i öllum heiminum.”
Hann kyssti hana á munninn.
„Mig langar til að trúa þér,
Alan,” sagði hún og var sæt og
svipur hennar þrunginn þrá.
„Ég vildi óska, að ég gæti sagt
þér, hvert ég er að fara,” sagði
hann, „en þaðget ég ekki. Ég bið
þig aðeins aðtreysta mér. Ég ætti
að vera kominn eftir klukku-
stund.”
Hún brosti og sagði: „Ekki
kemstu langt með aðra stúlku á
þeim stutta tima.”
„Ekki þegar ég ætla að spara
mig handa þér,” sagði hann og
kyssti hana aftur.
5. dagur
ísafjarðarkaupstaður verður
skoðaður og farið út til Bolung-
arvikur. Einnig e.t.v. siglt út á
Isafjaröardjúp, en gist aftur á
Isafirði.
6. dagur
Lagt verður af stað snemma
morguns og ekinn hinn nýi
Djúpvegur, er opnaður var i
fyrrahaust, inn i botn Isafjarð-
ardjúps. Þá um Þorskafjarðar-
heiði að Bjarkarlundi i Reyk-
hólasveit, fyrir Gilsfjörð suður i
Dali, en þaðan yfir Laxárdals-
heiði til Hrútafjarðar og gist að
Reykjum.
7. dagur
Siðasta dag feröarinnar verð-
>ur ekið suður Holtavgrðuheiði,
skoðaður Borgarf jörður en
haldið sitan um Hvalfjörð til
Reykjavikur.
Kunnugur leiðsögumaður
verður met i ferðinni. Svo sem
áður er sagt verður gist á hótel-
um og allur matur snæddur á
veitingastöðum. Kostar ferðin
kr. 54.900 á mann og er þá allt
innifalið. Akveðnar hafa verið 5
ferðir i fyrstu, farið frá Reykja-
vik sunnudagana 20. og 27. júni,
4., 11. og 25. júli.
Eftir kossinn muldraði hún i
eyra hans: „Hvað höfum við
langan tima, þangað til að þú '
verður að fara?”
Hann hafði litiö yfir öxl hennar
á vekjaraklukkuna og
sagði:„Tuttugu minútur.”
„Þá er timi til stefnu,” hvislaði
hún og nartaði i eyrnasnepil hans,
„timi til að tryggja sér tvöfalt, að
þú gleymir mér ekki.”
„Ummmmmmm,” sagði hann
meö þeim afleiðingum, að hann
var- ekki búinn að klæða sig,
þegar hringt var tuttugu
minútum seinna á dyrabjölluna,
eitt langt, tvö stutt, eitt langt.
„Þetta eru þeir,” sagði hann og
fór i buxurnar.
„Flýttu þér til min, Alan,”
sagði hún. Hún teygði úr sér á alla
vegu undir teppinu.
Hann horfði á hreyfingarnar og
sagði: „Ég flýti mér, Linda.
Vertu ekki hrædd, ég flýti mér.”
Hann kyssti hana, fór i jakkann,
og út úr ibúðinni.
Chefwick beið á gangstéttinni.
„Nú varstu lengi,” sagði hann
hálf ávitandi.
„Þú veizt nú minnst um það,”
sagði Greenwood. „Hvaða leið?”
„Þessa.”
Murch sat undir stýri á
Mustangnum sinum, sem stóð við
brunaboða handan við hornið.
Chefwick sat i aftursætinu, og
Murch ók inn að >miðborginni að
Varick Street, en þar höfðu öll
verzlunarhúsin verið lokuð svo
klukkustundum skipti. Hann nam
staðar fyrir framan húsið, sem
þeir ætluðu i, og Greenwood og
Chefwick fóru út og gengu yfir
götuna. Greenwood var á verði
meðan Chefwick opnaði úti-
dyrnar, og þeir fóru inn og upp
stigann - lyftan var ekki i gangi -
upp á fimmtu hæð. Þeir gengu
eftir ganginum og Greenwood
lýsti þeim með litlu vasaljósi,
sem var eins og skrúfblýantur,
þangað til að þeir fundu hurð,
sem á stóð DODSON & FOGG,
LöGRÆÐINGAR. Neðst til
ÞAÐ VAR EINU
SINNI DEMANTUR...