Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 5
alþýd
blaök
u-
íð
Föstudag
ur 11. júní 1976.
VETTVANGUR 5
Rætt við Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóra
„Bændum ætti að vegna vel
á Norðaustur og Austurlandi,
en á Suður og vestanveiðu
landinu er þyngra fyrir fæti”
„Hvernig telur þú, Halldór, að
staða bænda sé almennt á þessu
vori?”
„Arið var bændum á austan-
verðu Norðurlandi og Austur-
landi afar hagstætt. Þar fór
saman frábær heyskapartið i
fyrrasumar og mildur vetur. A
þeim hluta landsins mátti þvi
segja að árferðið léki við
bændurna.
Hinsvegar var árferðið á Suð-
urlandi og vestanverðu landinu
bændum og búalýð afar erfitt.
Grasvöxtur var lftill og kom
seint, heyskapartiðin var langt^
fram úr lagi erfið. Rigningar
voru kannski ekki i meira lagi
en samfelldir þurrkar komu
helzt aldrei. Það voru svona
flæsur einn og einn dag, sem
ekki nýttust og hey hröktust þvi
alveg óvenjulega almennt,
nema hjá rétt einstaka bónda,
eins og alltaf vill verða. Af
þessu, leiddi svo óvenju mikla
kjarnfóðurgjöf og hrökk ekki
allsstaðar til. Á þessu sama
svæði var veturinn einnig afar
umhleypingasamur og beit
nýttist þvi illa, þósegja megi að
bændur séu ekki háðir henni
eins og áður tiðkaðist.
Snjóalög eru mikil á há-
lendinu, en hvorki þar eða i
byggð er neinn verulegur klaki.
Það hefur vorað einstaklega vel
um allt land og vonir standa þvi
til að gróður komi snemma og
grasvöxtur veröi góður.”
„Er nokkuð um kal I ræktar-
löndunum?”
„Ekki verulega, en þó ber dá-
litið á þvi, t.d. á Snæfellsnesi og
einstaka jörðum annarstaðar,
þar sem svellalög hafa orðið.”
„Telur þú likur á þverrandi
framleiðslu?”
„I þetta sinn kom talsverður
afturkippur i mjólkurfram-
leiöslu sem m.a. birtist I þvi að
smjörfjallið hvarf nær alveg, og
við lá, að flytja þyrfti inn
smjör, þó af þvi yrði ekki. En
það hefur kostað afarmikla
kjarnfóðurgjöf, sem auðvitað
hefúr komið þyngst niður, þar
sem heyin voru lökust, og það er
einmitt I sveitunum, sem fram-
leiða mest af mjólk.
Min skoöun er, að fjárhagsaf-
koma bænda á þessum svæðum
geti ekki orðið góö, en hún á eft-
ur að vera mjög góð á Noröaust-
ur og Austurlandi, vestur um
Skaftafellssýslur.”
„Hvað er að segja i um
fénaðarhöld?”
„Þetta góða vor hefur hlaupið
þar vel undir bagga. Nokkur
brögð hafa þó orðið að lamba-
láti, sem örugglega stafar af ó-
hagstæðu fóðri. Innflutta kjarn-
fóðrið reyndist mjög misjafn-
lega, vegna eggjahvituskorts
m.a. Staðreynd er, að þar sem
notað var kjarnfóður, annað-
hvort að hluta eða i blöndu, úr
dýrarikinu fór allt vel þrátt
fyrir léleg hey.”
„Hvetur það þá ekki til
aukningar á innlendri kjarnfóð-
urframleiðslu?”
„Jú, vissulega, enda er okkar
islenzka gras einstaklega kjarn-
gott og fiksimjöl okkar, t.d.
loðnumjölið er úrvals fóður.”
„Ber nokkuð að ráði á fári i
sauöfé?”
Nei, lambablóðsóttina ráðum
við oröið við, og eins bráð pest
en hinsvegar hefur ekki tekizt
að lækna það, sem kalla mætti
þarmalömun, en veira hennar
mun vera af svipuðum stofni og
bráðapestarveiran. Unnið er að
rannsóknum og væntanlega
verður þess ekki langt að biða,
að hægt verði að framleiða bólu-
efni.”
„Hvað er svo að segja um á-
stand nautgripastofnsins?”
„Segja má, að heilbrigði
nautgripastofnsins sé góð. Helzt
skortir á steinefni I fóðri sums-
staðar, og auövitað er ætið um
einhverja smákvilla að ræða.
Mikill skortur er á fosfórsýru i
jarðvegi okkar, sumsstaðar al-
ger þurrð.”
„Hvað er að segja um láns-
yOUfSTOFA fj - * é • rouRisi ■ FERÐASKRIFSTOFAl RfKISIKS |
Snæfellsnes og Vestfirðir
fjárþörf bænda?”
„Bændur búa við almennan
rekstarfjárskort, vegna verð-
bólguáhrifanna, sem koma nú
einkum bagalega við, þegar
kaupa þarf áburð, vélar og
standa I öðrum framkvæmdum.
Ibúðarhúsbyggingar i sveitum
hafa alltaf verið erfiðar, vegna
lélegra lánakjara, en telja má
sómasamlega fyrirgreiðslu um
lán til peningshúsa.”
„Telur þú gæta svartsýni hjá
stéttinni?”
„Nei, bændum er eðlilegt að
vera bjartsýnir yfirleitt. Þeir
hafa byggt sér upp sterk félags-
málakerfi, þó dýrt sé það. Þeir
standa nokkuð föstum fótum
siðan afurðasölulögin voru sett
1934. Auðvitað er afar fjárfrekt
að reisa bú að nýju til en þeir,
sem gátu framkvæmt, hvort
sem er ræktun eða byggt fyrir
verðbólguæðið, eiga að standa
vel að vigi”, lauk Halldór Páls-
son búnaðarmálastjóri máli
sinu.
„Bændur eru að eðlisfari
bjartsýnir"
c'Jlusturstræti
Á BÖRNIN1
SVEITINA
Heklupeysur
Heklubuxur
Denimsett
Ullarhosur
Strigaskór
Stígvél
Styðjum
íslenzkan
iðnað
Kynnist náttúrufegurð Snæfellsness og Vestfjarða. Ferðaskrifstofa ríkisins
efnir til 7-daaa hringferða um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Barðaströnd og
Vestfirði til Isafjarðar; heim um Djúpveginn nýja, Laxárdalsheiði og
Borgarfjörð. Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni, gist á
hótelum. Verð kr. 54.900 á mann, allt innifalið. Brottför 20. og 27. júní,
4., 11. og 25. júlí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Reykjanes-
braut 6, símar (91)1.1 5.40 og 2.58.55.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen í allfiestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verö.
Reyniö viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Þú færð ísmola í veizluna
í Nesti
Nú getur þú áhyggjulaust boöið gestum kalda
drykki heima hjá þér. Engin bió eftir aö vatnið frjósi í
ískápnum.
Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á
hættu aö veröa ís-laus á miöju kvöldi.
Renndu viö í Nesti og fáðu þér ísmola í veizluna!
NESTI h.f.
Ártúnshöfða — Elliðaár — Fossvogi