Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 6
6 Listahátíð í Reykjavík 4. til 16. júní 1976 Föstudagur 11. alþýðu- |uní 1976. blaóió Popptónleikar á Listahátíð Popptónleikarnir i Háskólabiói sl. þriðju- dagskvöld tókust með afbrigðum vel, þegar á heildina er litið. Að visu var þar ýmislegt stórlega klúðrað og hrátt. Samt sem áður fóru allir þaðanfullir af „inspirasjón" og atburðir kvöldsins gáfu flestum skemmti- legt umhugsunarefni fram á næsta dag og jafnvel lengur. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og munu rúmlega þúsund manns hafa komizt inn fyrir dyr en margir aðrir urðu frá að hverfa. Það fyrsta sem fyrir augun bar var sviöiö. Þar gat aö lita hljóöfærin, hátalara og önnur Frá popptónleikunum i Háskólabiói Spilverk þjóöanna hljómburðartæki og auk þess aiiskonar uppstíilingar. Allt þetta var sveipað hvitum dúk- um, sem i likhúsi væri. Þá lá maöur þar i rúmi og virtist dauður eða sofandi. Hljómsveitin „Spilverk þjóð- anna" sat á bak við heljarmikið tjald, en þo mátti sjá listamenn- ina i gegnum þunntefnið. Síöan hófstathöfnin. Einhverjir munu sennilega hafa velt þvi fyrir sér hvað ætti að kalla fyrirbrigöið, e.t.v. poppóperettu. Eggert Þorleifsson, mjög efnilegur listamaður úr Þokka- bót, og Sigurður Sigurjónsson, nýútskrifaður úr Leiklistar- skólanum, fóru með hlutverkin á sviðinu en Spilverksmenn, þau Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla og Diddú sátu bak við tjaldið og léku þar sinn hluta. Leikurinn snýst um manninn, sem er fastur i kerfinu. Afstaöa hans til lifsins mótast af eigin afstöðuleysi. Til þess að geta lif- að þarf hann að vinna, þvf fyrir vinnuna kaupir hann mat. Peningarnir verða siðan eftir- sóttmarkmið, sem siðan verður honum sjálfum til tortimingar. Leikendurnir eru báðir að túlka einu og sömu persónuna, sem kalla má innri og ytri mann. Þáttur Spilverksins var vel unninog samspilið allt nokk- uð gott. Þ6 verður varla hjá þvi komizt að benda á nokkra hrásmiði i öllu verkinu. Hug- myndirnar eru afbragð, leikur- inn og músikin góð en tæknilegri uppsetningu og fágun leiksins er nokkuð ábótavant. Þó verður margt fyrirgefið fólki, sem hefur jafnmikinn frumleik til að bera og þeir, sem þarna áttu hlut að máli. Intermezzo kvöldsins var tvi- þættur, þar sem voru snilling- arnir Gylfi Ægisson og Megas, eins ólikir og þeir þeir nú eru. En hvor um sig skilaði sinum hluta með ágætum. Megas hefur tileinkað sér nokkuð sérstakan stil, sem þó er fjarri þvi að vera frumlegur þegar út fyrir landsteinana er komið. Hinsvegar er Megas alveg i sérflokki listamanna hér á landi. Þegar honum tekst bezt til er hann á Heimsmælikvarða. Flutningur hans á „Fram og aftur um blindgötuna", ef titill- inn er rétt eftir hafður, var stör- kostlegur, enda létu áhorfendur hrifningu sina óspart i ljós. Um Gylfa er óþarft að fjöl- yr6a. „Minning um mann" næg- ir til að gera hann vinsælan þótt ekki kæmi annað til. Gylfi stendur fyrir sinu og á til með að koma mönnum á óvart þegar sizt skyldi. Hljómsveitin Paradis hefur á að skipa úrvalsliði i hverju rúmi. Pétur Kristjánsson, söngvari, Björgvin Gislason á ,,Komdu og skoðaðu f kistuna mina" gitar og Gunnar Hermannsson á basáa voru mest áberandi á framsviðinu eins og við mátti búast. Þeir Asgeir óskarsson á trommur, Pétur Hjaltested á hljómborð og Nikulás Róberts- soná pianó skiluðu einnig sinum hluta með miklum sóma. En þó var einn stór ljóður á þessu öllu saman hjá hljóm- sveitinni. Hljómburðurinn var vægast sagt hryllilegur og þeir sem sátu á fremstu bekkjunum með óskerta heyrn fengu heldur betur að kenna á þvi. Þarna brugðust tæknimennirnir illa og gagnaði þvi skammt góð frammistaða hljómsveitarinnar að öðru leyti. Ýmsir poppunnendur vilja Gylfi Ægisson ógjarnan viðurkenna að músik sé of há, en á þessum hljómleik- um þurfti engar vitnaleiðslur þar að lútandi, þvi þegar lagið var búið sátu menn og klöppuðu með þjáningarsvip á andlitinu og verkjaði i hlustirnar. 1 viðtali sem blaðam. átti við Pétur Kristjánsson kom fram að einhver mistök hefðu átt sér stað við stillingu hljómburðar- ins. t næsta mánuði kemur út plata með öllum þeim lögum sem flutt voru á tónleikunum i Háskólabiói. Sagði Pétur að i ráði væri að halda aðra hljóm- leika um það leyti sem platan kæmi út og mundu þeir þá vanda enn meira til allra hluta. —BJ Ilálf Paradis (slenzk grafík að Kjarvalsstöðum NU stendur yfir á Kjarvalsstöðum yfir- litssýning á islenzkri grafik. Er þessi sýning sú fyrsta sinnar teg- undar hérlendis og sýn- ir hún þróun grafiklist- arinnar frá öndverðu og fram til þessa tima. Þeir, sem eiga flest verk á sýningunni eru Bragi Ásgeirsson, Bar- bara Árnason og Jón Engilberts. Eru þessir listamenn taldir hafa sérstöðu i islenzkri list, vegna þess hve mikill hluti verka þeirra var unninn i grafik. Þá hefur verið efnt til mynda- happdrættis, i tengslum við sýninguna, og mun allur ágóöi af þvl renna til tækjakaupa og uppsetninga verkstæðis fyrir felagið lslenzk grafik. V'íirlitssýningin að Kjarvals- stöðum verður opin alla daga nema mánudaga og lýkur henni þann 20. júni n.k. — JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.