Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Föstudagur 11. júní 1976. b'la^fð* FYRSTI AÐALFUNDUR FLUG- LEIÐA H.F. HALDINN ( GÆR: Félagi 682 þ beea j o flutti úsund fai á síðasta »41 vl V/UvLU ari. St arfsmenn / 1 r r a eru nu iddu Fyrsti aðalfundur frá stofnun. Aðalfundur Flugleiða h.f. var haldinn f gær í Kristalsal Hótel Loftleiða. betta var fyrsti aöalfundur félagsins frá stofnun, en sam- kvæmt samkomulagsgrundvelli, sem samþykktur var á aðal- fundum Flugfélags Islands og Loftleiða 28. júni 1973, var stjórnum félaganna veitt umboð til að ganga frá stofnun hiuta- félags er skyldi sameina undir eina yfirstjórn allar eignir félaganna og rekstur þeirra. Þá var á þessum aðalfundum sam- þykkt að stjórnir félaganna/ beggja skyldu skipa sameigin- lega stjórn i hinu nýja félagi þar til á aðalfundi þess 1976. Stjórn- armönnum var einnig falið fullt umboð hluthafa tii stofnunar og reksturs hins nýja félags, Flug- leiða h.f., sem stofnað var hinn 20. júli 1973, og tók til starfa 1. ágúst sama ár. Á aðalfundinum i dag var þvi raunverulega fjallaðum rekstur Flugleiða h.f. fyrstu þrjú starfsárin, svo og dóttur fyrirtækja. 12.109 milljónir i tekjur. Heildartekjur Flugleiða h.f. á árinu 1975 urðu 12.109 milljónir króna. Hagnað úr af reglulegri starfsemi fyrirtækisins áriö 1975 varð 205 milljónir króna, og hefur þá verið tekið tillit til af- skrifta og fjármagnskostnaðar. Söluhagnaður og tjónabætur námu á árinu 307 milljónum króna, og eru af lið,sem ekki til- heyra reglulegri starfsemi. Nemur því afgangur til ráö stöfunar samkvæmt rekstar- reikningi samtals 512 milljónum kr. Heildareignir Flugleiða h.f. I árslok 1975 voru 8.339 milljónir króna, en skuldir námu 6.860 milljónum . króna. Framan- greindar niöurstöður ná til reksturs Flugleiöa h.f., annars en dótturfyrirtækjanna, Inter- national Air Bahama Ltd., Hekla Holdings Ltd. og Hótel Esja h.f., sem eru gerð upp sér- staklega. Árið 1975 voru að meötöldum leiguflugsfarþegum fluttir 682.204 farþegar með flugvélum félagsins. Starfsmannafjöldi i árslok 1975 var 1.550. Fundarstjóri á aðalfundinum i gær var Björgvin Sigurösson og fundarritari Geir Zoega. Á fundinum I dag fluttu skýrslu stjórnar þeir örn O. Johnson aðalforstjóri, Krislján Guðlaugsson formaður stjórnar Flugleiða h.f., Alfreð Elíasson forstjóri og Siguröur Helgason forstjóri. Meðal efnisatriöa, sem fram komu eru eftirfarandi: Rætt var um og raktir ýmsir þættir sameiningar Flugfélags íslands og Loftleiða, svo sem samræming á millilanda- áætlunum félaganna i október 1973, sameining farskrárdeilda og siðar söluskrifstofu félag- anna viða um lönd. Ennfremur uppbygging félagsins sjálfs, skipulag þess og starfshættir. Flugleiðir h.f. skiptast i fimm aðaldeildir, Fjárm áladeild, Flugrekstrar og Tæknideild, Innanlandsflug, Markaðsdeild og Stjórnunardeild. I upphafi var ennfremur ákveðiö að skipa þriggja manna stjórnarnefnd, sem færi með umboð stjórnar félagsins milli stjórnarfunda: 1 stjdrnarnefnd voru skipair Örn O. Johnson formaður Alfreö Eliasson og Sigurður Helgason. Sömu menn voru ennfremur skipaðir forstjórar Flugleiöa h.f. og skiptu með sér verkum i daglegum rekstri. I upphafi var ákveðið að sjálft flugið yrði rekið undir nöfnum flugfélag- anna beggja, svo sem fram kemur einnig i stofnsamningi Flugleiða hf. Rætt var um skip- un matsnefndar á eignum félag- anna og niðurstöður sem kynnt- ar vom 6. febrúar I ár. Sam- kvæmt niðurstöðum mats- nefndar nam hrein eign beggja félaganna 31. júli 1973 krónum 1.283.531.754. Þar af nam hrein eign Flugfélags tslands 45.9945% en hrein eign Loftleiöa 54.00555% Svo sem ákveðið var i samkomulagsgrundvelli þeim sem samþykktur var á aðal-' fundum flugfélaganna 28. júni 1973, hafa hlutabréf i Flugfélagi tslands og Loftleiðum nú verið innkölluð en hluthafar fengið i staöinn hlutabréf i Flugleiðum h.f. Betri sætanýting Þá var rakin þróun flug- og feröamála á þeim þrem árum sem liöin eru frá stofnun Flug- leiða h.f. 1 kjölfar oliukreppunn- ar, sem skall á skömmu eftir stofnun félagsins, fylgdu miklar verðhækkanir á eldsneyti, sem aftur endurspegluðust i hækk- andi fargjöldum og minnkandi ferðamannastraumi. Þó má segja að Islenzku flugfélögin hafi til þessa sloppið furðu vel miðaö við marga aðra. Að visu hefur orðið nokkur samdráttur i farþegaflutningum á vissum leiöum, en sem hefur verið mætt með minna sætaframboöi. tit- koman er þvi betri sætanýting og hagkvæmari rekstur. Arið 1973 náöi framleiösla Flugfélaga Flugleiöa h.f., það er Flugfélags Islands, Loftleiöa og International Air Bahama hámarki. Það ár varð hún 413.5 Flugleiðir og söluskrifstofur milljón tonn/km. Á siðastliðnu ári varð framleiðslan samtals 340.6 milljón tonn/km., og er samdrátturinn á þessu tveggja ára timabili 17.7%. 1 megin- atriðum er það tvennt sem veldur samdrættinum 1974. Þar koma fram áhrif sameiningar og samræmingar millilanda- áætlana Flugfélags íslands og Loftleiða, en einnig er um að ræða minnkandi sætaframboð vegna samdráttar I efnahagsllf- inu. Samdrátturinn 1975 á án- ungis rætur að rekja til minnk- andi ferðalaga vegna efnahags- samdráttar. Með sama hætti endurspeglast áhrif sameining- ar félaganna i bættri hleöslunýt- ingu. Arið 1973 var hún 66% árið 1974 72% og árið 1975 71.9%. A sama túnabili hafa heildar- fragtflutningar dregist saman sem nemur 29.1% reiknað I tonn/km. Póslflutningar hafa hins vegar haldið áfram að auk- ast, en hægar en áður. Farþega- flutningar félaganna þriggja þ.e. Flugfélags tslands og Loft- leiða og International Air Bahamas, voru 685.475 árið 1974, en þessi tala lækkaði um 5% i 651.151 áriö 1975. Starfið skiptist i 5 aðal- þætti Segja má að flugstarfsemi Flugleiöa skiptist I fimm aðal- þætti. Farþegaflutningar samkv. þeirri skiptingu ári 1975 voru sem hér segir: Noröur-At- lantshafsflug 243.362 farþegar: Innanlandsflug 205.176: Evrópuflug 130.677: Bahama- flug 71.936 og leiguflug 31.053. Samtals flugu þvi með flugvél- um félagsins á árinu 682.204 far- þegar. Arið 1975 varð fækkun farþega hjá áætlunar flugfélög- um yfir Norður-Atlantshaf 6.7%. Arið áður hafði slik fækk- un orðið 9.9%. Af þessum orsök- um var dregiö úr sætaframboöi Loftleiöa á N-Atlantshafi sem nam 18.1% Farþegum fækkaði um 11% en hleðslunýting batnaði verulega. tJr 71.5% 1973 i 76.3 árið 1975. Má þvi segja aö hlutur Loftleiöa i heildar- flutningunum á N-Atlantshafi sé góöur, en félagið er hiö tiunda i röðinni meö 3.3% árið 1975. 1 Evrópuflugi hefur einnig orðið verulegur samdráttur á fram- boði og farþegum fækkað á um- ræddu timabili. A leiöunum til Evrópu fjölgaði farþegum til ársins 1974, en fækkaði aftur áriö 1975, sem nemur 5.7%. Þá hafa fragtflutningar dregist saman en póstflutningar aukist nokkuð öll árin. Fjölgar i innanlands- flugi 1 innanlandsflugi hefur far- þegum haldið áfram aö fjölga, en vegna tregðu yfirvalda við að leyfa hækkanir voru fargjöld óeðlilega lág og afkoma innan- landsflugs þessvegna ekki i samræmi við farþegafjöldann. Farþegum fjölgaði á timabilinu ’73—’75 um 11.9%. Fragt- og póstflutningar hafa stöðugtauk- izt I innanlandsflugi. Flogið er reglulega til ellefu staða innan- lands. Með stofnun Flugfélags Norðurlands hætti beint flug til Raufarhafnar og Þórshafnar. Veigamestu staöirnir á innan-' landsflugleiðum eru Akureyri, Vestmannaeyjar, tsafjörður og Egilsstaðir. 26 söluskrifstofur er- lendis Markaösstarfsemi félaganna er skipt i þrjú markaðssvæði, yfirstjórn er i Reykjavik. Svæð- in þrjúskiptast þannig: Norður- svæði er Island, Norðurlönd og Bretlandseyjar. Vestursvæði, sem nær yfir Bandarikin, Kanada og önnur Amerikuriki. Austursvæöi, sem nær yfir Evrópu að öðru leyti en aö framan er greint, og til allra annara landa, sem ekki hafa verið tilgreind. Félögin starf- rækja 26 söluskrifstofur er- lendis. A norðursvæði I Ösló, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmi, Helsinki, London og Glasgow. A vestursvæði i New Yor, Chicago, Houston, Miami, San Francisco, Was- hington, Bogota og Nassau. A austursvæði i Hamborg, Dussel- dorf, Frankfurt, Vin, Brussel, Paris, Nissa, Zurich, Milanó, Luxemburg og Amsterdam. t árslok 1975 var flugfloti félagannasem hérsegir: Fimm F-27 Friendship, þrjár DC-8-63F, tvær Boeing 727 lOOc. Ein hinna þriggja DC-8-63 þota er á leigu samkvæmt samningi við Seaboard World Airlines. Hinar tvær voru keyptar 1. júli 1975 samkvæmt kaupleigu- samningi sem Loftleiðir og Hekla Holdings Ltd. höfðu við Seaboard World Airlines. Kaup- verð beggja vélanna var sam- tals $ 13.5 milljónir, en um $ 8.5 milljónir af leiguveröi höfðu áður gengið upp i kaupverð vél- anna. í mai 1974 bættist F-27 Friendship skrúfuþota i innan- landsflota Flugfélags tslands. Skrúfuþotan var keypt á kaup- leigusamningi til fimm ára. Kaupverð var DM 1.5 milljón, en kaupin fjármögnuð af norsku fjármagnsfyrirtæki. Hótel Esja. Hinn 1. april 1974 tóku Flug- leiðir við rekstri Hótel Esju, en kaupsamningur var dagsettur 9. april það ár. Kaupverð var 382.1 milljón kr. Siðan kaupin fóru fram hefur verið unnið að fram- kvæmdum við hótelið, sem var vanbúið að ýmsu leyti og rekstur þess gekk ekki sem skyldi. Á árunum 1973 og ’74 var byggð vöruafgreiðsla fyrir inn- anlandsflug á Reykjavikurflug- velli. Byggingin var tekin i notkun i september 1974. Hún er 960 ferm. að stærð og byggingarkostnaður var 18.6 milljónir kr. Bruninn á Reykjavik- urflugvelli Eins og ýmsum mun i fersku minni eyðilagðist aðalflugskýli Flugfélags tslands á Reykja- vikurflúgvelli i bruna 13. janúar 1975. Þar brunnu einnig verk- stæöi ásamt varahlutum og verðmætum tækjum. Þessi flug- skýhsbruni hefur valdið erfiö- leikum fyrir flugreksturinn i heild og hafa flugvirkjar og aörir sem vinna við viðhald flugvéla siðan unniö við frum- stæö skilyrði. Unniö hefur verið að endurbótum á húsnæði fyrir viðhaldsdeildir og endurbætur á flugskýli, sem er i eigu rikisins. Nú erunnið aðtillögum um upp- byggingu og aöstöðu fyrir viö- haldsstarfsemina og skipulag Reykjavikurflugvallar og þvi óhægt um vik að taka endan- legar ákvarðanir um uppbygg- ingu. Nú er hins vegar unniö aö endanlegum tillögum um stað- setningu og aöstööu á vellinum. Starfslið Flugleiöa, Flug- félags tslands og Loftleiða var i árslok 1975 1550 manns. Þar af á tslandi 1084 en erlendis 466. Þess má geta aö yfir sumar- mánuðina, þegarstarfsemin er i hámarki, fjölgar starfsfólki verulega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.