Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 3
alþýó
blaðM
Ur
Ið
Föstudagur 11. júní 1976.
FRÉTTIR 3
Norrænir músíkdagar í Reykjavík
PROFSTEINN A
GETU ÍSLENZKRA
TÓNLISTARMANNA
Dagana 18,—24. júni verða
haldnir i Reykjavik Norrænir
músikdagar, og mun þetta
verða ein umfangsmesta tón-
listarhátið, sem haldin hefur
verið á Islandi. Hátt á fimmta
hundrað tónlistarmanna, bæði
áhuga og atvinnufólk mun koma
fram á hátiðinni. Það heftir
verið stefna þeirra sem að
undirbúningi hafa staðið, að fá
islenzka flytjendur til liðs við
sig að sem allra mestu leiti. Er
hátiðin þvi mikill prófsteinn á
getu islenzkra tónlistarmanna.
. Það er Norræna tónskálda-
ráðiö sem stendur fyrir þessari
hátíð og er hún haldin annað
hvert ár, til skiptis i höfuð-
borgum Norðurlandanna.
Fyrsta Norræna tónlistar-
hátiðin var haldin i Kaup-
mannahöfn árið 1888, si'ðan hafa
verið haldnar 22 shkar hátiðar.
Þessi hátið sem nú stendur
fyrir dyrum er hin 24. i röðinni,
og hin þriðja sem haldin er I
Reykjavík. Sú venja hefur
skapast, að það land sem heldur
músikdagana hverju sinni hefúr
forsæti i Norræna tónlistar-
ráðinu, og er Atli Heimir
Sveinsson formaður Tónskálda-
félags Islands, nú formaöur
ráðsins.
Á Norrænu músikdögunum,
verða haldnir ellefu tónleikar, á
sex stöðum i Reykjavik, auk
tónleika að Bifröst í Borgarfirði.
Alls verða flutt 59 tónverk, og
eru höfundar á ýmsum aldri,
kornung tónskáld auk eldri og
þekktari höfunda. Eins og árið
1974, pantaði Norræni
Menningarsjóðurinn nú eitt tón-
verk frá hverju Norður-
landanna til frumflutnings á
hátiðinni, og er þemað að þessu
sinni „músik fyrir áhugafólk”.
Frá Islandi var valinn tónlist
sem Gunnar Reynir Sveinsson
hefur samið fyrir Nemendaleik-
húsið, við leikritið Undir Suð-
vesturhimni. Munu nemendur
Leiklistarskólans flytja verkiö
ásamt Gunnari, svo i rauninni
eru þar á ferðinni bæöi tónleikar
og leiksýning, enda hefur verkið
hlotið undirtitilinn tónleikur.
Verður tónleikurinn Undir Suð-
vesturhimni fluttur i Lindarbæ
tvivegis þann 20. júni.
Það nýmæli var tekið upp á
Norrænu músikdögunum i
Kaupmannahöfn árið 1974, að
bjóða einu landi utan Norður-
landa að taka þátt i hátiðinni.
Var þá Póverjum boðið, og þötti
það takast mjög vei. Að þessu
sinni munu Kanadamenn veröa
Kanadamenn, taka þátt i Norrænum músikdögum sem sérstakir gestir
Senda þeir hingað um tuttugu manna hóp, undir forystu fiðlusnillingsins
Roberts Aitkin.
gestir á hátiðinni. Kemur
frá Tórontó, sem kallar sig
að Kjarvalsstöðum dagana 20.
New Music Ensamble undir
forystu flautuleikarans Roberts
Aitkins. Aitkins er okkur is-
lendingum að góðu kunnur,
enda hefur hann haldið hér
marga tónleika áður. Mun
hópurinn halda tvenna tónleika
að Kjarvalsstöðum dagana 20.
og 21. júni. — gek.
KÓPASKER:
FA BÆTUR
Nú þessa daganna eru staddir
menn frá Viðlagátryggingu Is-
lands norður á Kópaskeri til að
meta skemmdir þær, sem þar
urðu i jarðskjálftunum i vetur.
Er vonazt til að hægt verði að
hefja bótagreiðslur um
mánaðarmótin júni-júli. Þetta
kom fram i viðtali sem við
áttum við oddvitan á Kópaskeri
Friðrik J. Jónsson.
Hann sagði að öll húsin i þorp-
inu hefðu skemmst eitthvað,
mismunandi mikið, sumar
skemmdir væru ekki umtals
veröar en aðrar öllu meiri t.d.
UM MÁNAÐAMÓTIN
væri vafamál hvort borgaði sig
að gera við eitt húsanna. 1 þvi
eru tvær ibúðir. Ef gera ætti við
húsið yrði að skipta um útveggi
og eitthvað af innveggjum.
— Það er mikið starf að meta
það tjón er hlaust af jarð-
skjálftunum, sagði Friðrik.
Fyrst þarf að mæla og siðan
reikna út þær bætur sem greiða
á til viðkomandi tjónþola.
Viðlagatryggingar munu koma
til með að bæta allt tjón sem hér
hlaustaf jarðskjálftunum, þar á
meðal á vatnsveitu þorpsins og
bryggjunni, en á þessum tveim
mannvirkjum urðu mestar
skemmdir.
Aðspurður um atvinnu-
ástandið i þorpinu sagði Friðrik
það gott. Nýiokið væri grá-
sleppuvertíð, sem gengið hefði
nokkuð vel. Þá væri einnig ný-
lokið rækjuvertíð, en á Kópa-
skeri var starfrækt rækju-
vinnsla nú i vor. 1 þá tvo mánuði
sem þessi vinnsla stóð veitti hún
um fimmtán manns atvinnu.
— Bátarnir eru nú að búast til
handfæraveiða og I landi verður
næg atvinna fyrir handlægna
menn við uppbyggingarstarfið
sagði Friðrik að lokum.
Sólnes lætur
af störfum
Bankaráð Landsbankans
hefur fallizt á beiðni Jóns G.
Sólnes um að veita honum lausn
frá störfum sem útibússtjóra
Landsbanka íslands á Akureyri
£rá og með 1. júli næst komandi.
Jón G. Sólnes hefur verið
starfsmaður Landsbankans i
50 ár og útibússtjóri siðan 1961.
Hann hefur haft leyfi frá
störfum frá 1. febrúar 1975
vegna setu sinnar á Alþingi.
Magnús Gislason, skrifstofu-
stjóri, mun gegna störfum úti-
bússtjóra á Akureyri eins og að
undanförnu, þar til útibússtjóri
hefur verið ráðinn.
Ný skoðanakönnun fer af stað:
ATTUM VIÐ AÐ SEMJA?
I dag hefst í blaðinu 6.
skoðanaskönnunin. Þátt-
takendur eru hvattir til
þessaðganga frá svörum
sínum, sem allra fyrst og
vekja athygli annarra á
henni. Því meiri sem
þátttakan er því mark-
tækari verða niður-
stöðurnar.
Það hefur komið i ljós að mjög
mikill áhugi virðist vera á
skoðanakönnun blaðsins. Bréf
og umsagnir sem okkur berast
syna berlega að áhuginn nær
langt út fyrir raðir fastra
lesenda Alþýðublaðsins.
Það hefur einnig verið til-
gangur þessara skoðana-
könnunar frá upphafi, að kanna
almenningsálitið og afstööu
fólks til hinna ýmsu mála, sem
eru ofarlega á baugi hverju
sinni. Við gerum okkur grein
fyrir þeim takmörkunum sem
skoðanakannanir, sem þessar
eru háðar. Eigi að siður er okk-
ur ljóst, að niðurstöðurnar gefa
ávallt nokkra mynd af al-
menningsálitinu. Af þeim
sökum teljum við mikilvægt að
standa heiðarlega að þessu
verki og fylgja til hins ýtrasta
settum og viðurkenndum regl-
um.
Munið að senda aöeins eitt
spurningablað i umslaginu. Ef
fleiri en eitt berast i sama um-
slagi teljast þau ógild. Þessi
könnun mun standa i tvær vikur
eins og að undanförnu og verða
könnunarseðlar birtir tvisvar,
þ.e.a.s. i þessu blaði og svo aftur
á morgun.
Sá sem svarar þessari spurningu er-------------ára
Karl-------Kona----------(Setjið x þar sem yið á)
Áttum við að semja við Breta?..............
Setjið x við þau svör, sem við eiga.
Sendið í lokuðu umslagi: aðeins eitt svar.
Skoðanakönnun Alþýðublaðsins
Pósthólf 320
Reykjavík
Já-----Nei--------
I