Alþýðublaðið - 17.06.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Síða 7
MaAM Fimmtudagur 17. júni 7976 VETTVANGUB 7 Barnið er sjálfstæður ein- staklingur — en ekki einka eign foreldranna EFTIR GUÐRUNU ERLENDSDOTTUR HRL ANNAR HLUTI Þróun barnaverndar- löggjafar hér á landi. Viö skulum llta nánar á hvernig bamaverndarlöggjöf er háttaö hér á landi. Mun ég byrja á þvl aö rekja þróun barnaverndarlöggjafar, og þá fyrst aödraganda fyrstu barna- verndarlaganna nr. 43/1932. Lög nr. 43/1932. Arið 1930 skipaði dómsmála- ráðuneytiö 3 manna nefnd til að 1) gera tillögur um löggjöf, er styðji heimilin við uppeldi van- gæfra barna og 2) að gera tillög- ur um aðrar aðgerðir, svo sem frjálsan félagsskap til verndar siðferði bama og unglinga. 1 nefndinni áttu sæti Jón Jónsson, Guðrún Lárusdóttir og Jón Baldvinsson. Nefndin vann mik- ið starf og safnaði upplýsingum frá prestum, oddvitum, bæjar- stjórum og skólastjórum um land allt. Samkvæmt þessum upplýsingum taldi nefndin, að nauðsynlegt væri að koma upp fávitahæli og auk þess væri mesta nauðsyn á, að við eignuðumst sérstök lög um barnavernd hliðstæða lögum nágrannaþjóða okkar um þau efni. Fyrstu barnaverndarlög á Norðurlöndum vom norsku lög- in frá 1896. I Sviþjóð voru fyrst sett barnaverndarlög árið 1902, en áriö 1905 I Danmörku. Þessir nefndarmenn fluttu siðan fmm- varp til laga um barnavernd, sem varð að lögum nr. 43/1932. Þótt ekki væru til nein heildarlög um barnavernd hér á landifyrren 1932 var þó vikið að barnavernd i ýmsum lögum. 1 lögum um skilorðsbundna hegningardóma og hegningu barna og ungmenna nr. 39/1907 var I 5. gr. lögreglustjóra ætlað að sk ipa áreiöanlegan mann eða konu, er til þess værifús og fall- in, til að hafa umsjón með for- sjármanni, að þvi er snertir uppeldi barns, er afbrot hafði drýgt innan 14 ára aldurs. 1 lög- um um afstöðu foreldra til óskil- getinna barna nr. 46/1921 var ákvæði I 34. gr. þess efnis að skólanefndir og fræðslunefndir ættu að hafa eftirlit með þvi, að óskilgetin börn innan þeirra umdæma væru vel upp alin. Ef nefndin yrði þess vör, að móður óskilgetins barns eða þeim, sem barnið var hjá, færi uppeldi barnsins ekki svo vel úr hendi sem skyldi, þá skyldi nefndin áminna þann, sem I hlut átti. Ef hann skipaðist ekki við áminn- ingu nefndarinnar, skyldi hún skýra valdsmanni frá mála- vöxtum, en hann leita álits læknis og prests og gera siðar þær ráðstafanir, sem með þyrfti. Mátti m .a. koma barninu fyrir á öðrum stað. 1 lögum um stofnun og slit hjúskapar nr. 39/1921 var vfða að þvi vikið aö dómari og stjórnarráð gæti réttar barna, er foreldrar þeirra skilja. En aöalákvæðiö um barna- vernd á þessum tíma var I fá- tækralögunum nr. 43/1937, 36.-39. gr. Þar var fátækra- stjórn falið eftirlit með þvi, að öll börn fengju sómasamlegt uppeldi oghenni veitt vald til að taka börn frá foreldrum þeirra, gegn vilja foreldranna ef heimilislif þeirra mætti teljast siðspillandi fyrir börnin, eða þar væri farið illa með þau. Var prestum ætlað með aðstoð lög- reglustjóra.aðhlutasttil um,að þessum fyrirmælum væri fylgt. Arangurinn af starfi fátækra- stjórnanna I þessum efnum varð harla litill, enda voru þær ekki kosnar með barnavernd fyrir augum. Við samningu laga nr. 43/1932 voru höfð til hliðsjónar lög ann- arra Norðurlandaþjóða um barnaverndogreynt aöhagnýta alla innlenda reynslu I þessum efnum. Helstu breytingar I lögum nr. 43/1932 frá eldri lögum, sem fjölluðu um barnavernd, voru þær, að barnaverndarnefnd mátti, ef hún óskaði þess, rann- saka og úrskurða sakamál barna innan 16 ára aldurs. Viða erlendis var á þessum tima að þvl stefnt, að hið almenna lög- reglu- og dómstólavald þyrfti sem minnstað skipta sér af lög- brotum barna, en þau afskipti falin barnaverndarnefndum að meira eða minna leyti, eða sér- stökum barnadómstólum. Samkvæmt barnaverndarlög- unum frá 1932 átti barna- verndarnefnd að dæma um það, hvaða heimili væru óhæf böm- um, en ekki ráöuneyti, valds- maður eða fátækrastjórn. Barnaverndarnefnd átti að ann- ast þá barnavernd, sem fá- tækrastjórn og skólanefndir kaupstaðanna höfðu samkv. eldri lögum. Með lögum nr. 76/1933 voru ýmsir viðaukar og breytingar gerðar á lögunum um barna- vernd frá 1932. Með bráða- birgðalögum nr. 22/1941 var kveðið sérstaklega á um eftirlit með ungmennum allt að 20 ára aldri og settur á stofn sérstakur ungmennadómur til að dæma mál út af lögbrotum og öðru misferli ungmenna. Bráða- birgðalög þessi voru staðfest með lögum nr. 62/1942 um eftir- iit með ungmennum, þó þannig, að ungmennadómur dæmdi ein- ungis mál þeirra, sem brotlegir urðu fyrir 18 ára aldur. Sam- kvæmt þessum lögum átti að setja á stofn i hverri sveit á landinu sérstaka dómstóla, skipaða héraðsdómara og 2 meðdómendum, til að fara með mál, ef ungmenni skyldu úr- skurða I hælivist eða á heimili. Lög nr. 29/1947. Skort þóttiá.aðlög nr. 43/1932 um barnavernd væru nægiiega rækileg. Astæða þótti auk þess til að samræma þau ákvæðum laga nr. 62/1942 um eftirlit með ungmennumo.fi. Var þvi skipuð nefnd til að semja nýtt frum- varp tillaga um vernd barna og ungmenna. 1 þessari nefnd áttu sæti Gizur Bergsteinsson, Simon Jóh. Agústsson og Vil- mundur Jónsson. Frumvarpið sem varflutt I fyrsta skipti 1943, varð að lögum nr. 29/1947. Þá höfðu barnaverndarnef ndir starfaðhér á landi á annan ára- tug. Þessi lög höfðu að geyma margs konar ákvæði, sem ekki voru i eldri lögum og reynslan hafði sýnt að nauðsynleg væru til þess að barnaverndaryfir- völd gætu leyst störf sin sem best af hendi. Lög nr. 53/1966. Hlut- verk barnaverndaryf- irvalda. A árinu 1961 skipaði mennta máiaráöherra nefnd manna til að endurskoða lögin um vernd barna og ungmenna. 1 nefndinni áttu sæti Sveinbjörn Jónsson, þáverandi formaður barna- verndarráðs, Armann Snævarr, Guðmundur Vignir Jósefeson, séra Gunnar Arnason, Gunn- laugur Þórðarson, Magnús Sigurðsson og Simon Jóh. Agústsson. Nefnd þessi samdi frumvarp, sem varð að lögum nr. 53/1966. Vel var vandaö til löggjafar þessarar, og eru lög- in um margt ýtarlegri og fyllri en fyrri lög, og leggja jafnframt aukin störf og skyldur á barna- verndarnefndir. Verkefni barnaverndaryfir- valda er oft talið vera þriþætt. 1 fyrsta lagi er það eftirlitshlut- vérk, i öðru lagi varnarhiutverk og i þriðja lagi beinar þvingunarráðstafanir. Ég mun nú gera lauslega grein fyrir þessum hlutverkum barna- verndaryfirvalda. Eftirlitshlutverk barna- verndarnefnda er viðtækt. Þeim er faliö eftirlit með aðbúð og uppeldi barna á heimili (5., 21. gr.) og utan heimilis, svo og eftirlit með uppeldisstofnunum (37., 55. gr.), ef slikt eftirlit er ekki falið öðrum með sérstökum lögum. Þá skulu barnaverndar- nefndir hafa eftirlit með börn- um og ungmennum, sem eru likamlega eða andlega miður sin (5., 25., 38. gr.), og eftirlit með börnum og ungmennum, sem eru siðferðilega miður sin, hafa framið afbrot eða eru á annan hátt á glapstigum (5., 28., 31., 38., 46., 47. gr.). Varðandi varnaöarhlutverk barnaverndarnefnda má nefna leiðbeiningar og liösinni barna- verndarnefnda (26. gr.) skipun eftirlitsmanns (26. gr.), áminningar (31. gr.), svo og eftirlit með skemmtunum (43., 58. gr.) og vinnuvernd (41. gr.). Barnaverndarnefndir skulu veita umsagnir i ættleiðingar- og forræðismálum. Þessi mál eru ákaflega vandmeðfarin, og hjá stærri barnaverndarnefnd- um er reynt að gera siikar um- sagnir á sem faglegastan hátt með hjálp sérfræðinga. Vandasamasta og jafnframt umdeilasta verkefni barna- verndarnefnda eru úrskurðar- málin. Það eru mál, sem fjalla um sviptingu foreldravalds, töku barns af heimili, kröfu um, að barn skuli flutt frá fósturfor- eldrum, vistun barns á upptöku- heimili eða vistheimili gegn vilja forráðamanna (13.. 14., 26., 28., 31., 36. gr.). 1 barnaverndarlögunum eru itarleg ákvæði um störf og starfshætti barnaverndar- nefnda og ráðs (4. og 5. kafli). Þar er boðið I 13. gr., að héraðs- dómari (I Reykjavik borgar- dómari) skuli taka sæti i barna- verndarnefnd exofficio, ef ekki er þar lögfræðingur i hópi kos- inna nefndarmanna. Þetta gild- ir þegar úrskurða þarf um töku barns af heimili, sviptingu for- eldravalds, kröfu um aö barn skuli flutt frá fósturforeldrum, eða kröfu um, aö felldur sé niður úrskurður um töku barns af heimili eöa sviptingu foreldra- valds. Þá segir i lögunum (14. gr. 2. mgr.) að öllum meiri háttar málum skuli ráðið til lykta með rökstuddum úrskurði. Hann skuli birta fyrir aðila með ábyrgðarbréfi eða á annan við- lika tryggilegan hátt og bent skuli á, að unnt sé að skjóta, honum til barnaverndarráðs. Einnig er I lögunum (14. gr. 1. mgr.) ákvæði um vanhæfni nefndarmanna til meðferöar einstakra mála. Samkvæmt 56. gr. 1. málsgr. laganna geta foreldrar eða aðrir forráöamenn barns, svo og aðr- ir þeir, sem hagsmuna eigaaö gæta vegna ráðstafana barna- verndarnefndar, borið mál undir barnaverndarráð til fullnaðarúrskurðar. Málskot til barnaverndarráðs frestar ekki framkvæmd ákvörðunar barnaverndar- nefndar, en þegar sérstaklega stendur á getur barnaverndar- ráð ákveðið, að framkvæmd ályktana barnaverndarnefndar skuli frestað, uns ráðið hefúr fellt úrskurð sinn (56. gr. 2. málsgr.) Ef barnaverndarráð verður þess áskynja, að barnaverndar- nefnd hafi gert ráðstafanir and- stætt lögum, ber barnaverndar- ráðiað láta mál til sin taka, þótt þvi hafi ekki verið skotið til ráðsins. Það felst i eftirlits- skyldu barnaverndarráðs með barnaverndarnefndum og barnaheimilum og uppeldis- stofnunum, að ráðið verður oft að láta mál til sin taka af eigin frumkvæði (sbr. 51., 52., 53., 54. gr.) Samkvæmt 56. gr. 3 málsgr. getur barnaverndarráð metið að nýju bæði lagahlið málsins og sönnunargögn. Það getur ýmist staðfest úrskurð barnaverndar- nefndar að niðurstöðu tii eða hrundið honum að nokkru eða öllu, þ.á m. mælt fyrir um aðrar ráðstafanir en barnaverndar- nefnd . Ráöiö getur einnig visað málinutil nefndarinnar til með- ferðar að nýju, svo og aflað gagna sjálft eöa fyrir atbeina barnaverndarnefnda eða meö öðrum hætti. Úrskurðir barnaverndarráðs eru fullnaðarúrskurðir samkv. 56. gr. 1. málsgr. Þeim verður þvl ekki visað til menntamála- ráöuneytis en það ráðuneyti hefur yfirstjórn barnaverndar- mála sbr. 2. gr. Dómendur skera úr um em- bættistakmörk yfirvalda samkv. 60. gr. stjórnarskrár- innar, og má þvi bera undir dómstól, hvort úrlausn barna- verndarráðs fær staðizt, þ.e.a.s. hvort barnaverndaráð hafi fylgt lögmætum reglum við meðferð máls. Einnig erþarákvæði (20. gr.) um heimild foreldra eða for- . ráðamanna barns til að tjá sig um málefni, áður en úr þvi er leyst. Getur barnaverndarráö mælt fyrir um formlegan mál- flutning fyrir ráðinu. Formaður barnaverndarráðs skal vera lögfræðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.