Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 3
aiþýöu- blaóíð Miðvikudagur 23. júní 1976^ FRÉTTIR 3 Verkamannabústaðir: I Úthlutun íbúða lokið um næstu mánaðamót — Það er stöðugt unnið við könnun á umsóknun og verður varla lokið við þetta fyrr en um næstu mánaðamót, sagði Guðmundur J. Guðmundsson er Alþýðublaðið spurðist fyrir um úthlutun íbúða i verkamanna- bústöðunum nýju. Sem dæmi um þá erfiðleika sem við er að etja í sambandi við úthlutunina nefndi Guðmundur, að umsækjendur um 32 tveggja ibúðir eru 270 talsins. Samtals eru ibúðirnar 308 en umsóknir 1.030. Asóknin virðist vera mest i minni ibúðir og eru það einkum þrir flokkar umsækjenda sem saEkjast eftir þeim. Ung hjónaefni sem búa sitt i hvoru lagi, ung hjón með barn sem búa hjá foreldrum annars þeirra og svo einstæðar mæður. En sem fyrr segir eru aðeins 32 2ja herbergja ibúðir til ráðs töfunar, en hins veg ar 106 4ra herbergja ibúðir. Taldi Guð- mundur að sennilega heföi verið heppilegra að hafa þetta öfugt þótt stórar ibúðir væru einnig nauðsyniegar. Þá taldi Guðmundur J. Guðmundsson að heppilegra væri að byggja litlar 3ja herbergja ibúðir i rikara mæli heldur en 2ja herbergja þar sem hjón gætu lengur notað þær þótt börnunum fjölgaði. Sem fyrr segir verður ekki lokið við að úthluta Ibúðunum i Selja- hverfi fyrr en um eða upp úr mánaðamótum og fyrrihluta næsta mánaðar verða send út bréf til umsækjenda varðandi út- hlutunina. —SG DYRT ER DROTTINS ORÐIÐ Það hefur ósjaldan heyrzt, að vöruálagning sé óeðlilega mikil i sumum verzlunum i Reykjavik. En það er viðar pottur brotinn i þessum efnum en hér á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki alls fyrir löngu, var einn af blaðamönnum Alþ. bl. staddur á Þingvöllum. Kom hann við i verzlun staðarins og keypti sér eina flösku af Coca—Cola og sitt- hvað fleira. En þegar hann var búinn að borga fyrir það, sem sem hann hafði keypt, brá honum heldur en ekki i brún, þvi innihald flöskunnar kostaði hvorki meira né minna en 60 krónur. Virðist þarna vera um bysna mikla áiagningu að ræða, þar sem sama magn af kók kostar hér 39 krónur. Alþ.bl. hafði samband við Georg Ólafsson, verðlagsstjóra og innti hann eftir hvernig eftirliti með slikur hlutum væri háttað úti á landsbyggðinni. Sagði hann að sérstakt verðlagseftirlit væri I hverjum landsfjórðungi. Hefðu tveir menn það með höndum i Norðurlands- fjórðungi, einn á Austurlandi, og einn maður á Vestfjörðum. Loks hefði verðlagseftirlitið i Reykja- vik umsjón með álagningu hér sunnanlands, allt austur að Kirkjubæ jarklaustri. „En það er feiknarleg vinna sem liggur á bak við slikt eftirlit og við komumst ekki yfir að fylgj- ast sem skyldi með öllum stöðum á landinu” sagði verðlagsstjóri að lokum. ■Sigurður Líndal, prófessor:- VELFERÐAR ÞJOÐFELAGIÐ ER AÐ EYÐILEGGJA FÓLKIÐ Eins og kunnugt er, féll meiri hluti nemanda, sem gengust undir próf i alm.lögrfæði við Háskóla Islands i vör, eða 40 nemendur af 64. Aiþýðublaðið hafði samband við Sigurð Lindai prófessor og innti hann eftir hverju þessi háa fallprósenta sætti. Sagði Sigurður að sin skýring á málinu væri sú, að þeir nem- endur, sem ekki stóðust prófið, hefðu fram til þessa verið á lægstu mörkunum hvað einkunnir snerti. Ég skoðaði stúdentasskirteini þessa fólks eftir prófið, sagði Sigurður og þá kom i ljós að flestir höfðu hlotið 3. einkunn á lokaprófi. Þegar að þvi er gáð, að æskilegt er að þeir sem hefja nám i háskólanum hafi fyrstu einkunn, þó að það sé ekki form- legtskilyrði, þá er skiljanlegt að svona fari. En það er annað sem ég tel veramjög afgerandi, og það er að fólk er alls ekki vant að taka hiutina föstum tökum, þegar þaðkemur úr menntaskólunum. Það er orðinn siður, að nemendur rétt skriði milli bekkja, og þykir ekkert athuga- vert við það lengur. Einn stúdenta minna hafði það lika að orði við mig, að það væru mikil viðbrigði að koma i þenn- an aga, eftir að hafa setið I menntaskóla. En það segir sig sjálft, að eín- hvers staðar verður aginn að vera. Hann er ekki lengur sem skyldi i bamaskólum, gagn- fræðaskólum og menntaskólum. Ef Háksólinn fer sömu leiðina, þá verður það iifið sjálft sem tekur i taumana. Þvi tel ég að Háskólinn megi alls ekki slaka á, þvi leiðir lélegri menntun og þá lægri „standard” i þjóð- félaginu. Þú telur þetta vera skýringuna á þvi hvernig komið er? Já, en þó vil ég aðeins fá að bæta við þetta. Fólk er með sina kjara- baráttu. Það giftir sig, stofnar heimili, kaupir húsnæði, bila, fer i sólarferðir og tekur háskólapróf. Þetta á allt að gera á 5—6 árum. Það hefur engin kynslóð reynt þetta fyrr og ég segi að þetta sé ekki hægt. En af þessu leiðir, aö menn eru á kafi i skuldum og verða að vinna. Námið verður þvi ■nokkurs konar tómstunda- gaman. Það er sem sagt þetta tvennt: ónógur undirbúningur og lifs- gæðakapphlaup, þ.e. að öðlast hin hefðbundnu stöðutákn þessa þjóðfélags, sem er þessa vald- andi. Fallprósentan i Háskólanum hefur þá eftir þessu að dæma farið hækkandi á siðari árum? Ég hef ekki gert úttekt á þvi, en ég held að það sé óhætt að segja, að hún hafi verið á bilinu 30%— 60%. En þetta var ó- neitanlega lélegt i vor. En ég lit svo á, að þetta vel- ferðarriki, ásamt kjarabaráttu og öðru tilheyrandi, sé a'ð eyði- leggja fólkið. Það vill fá sem mest fyrir sem minnsta vinnu og það er einmitt þessi andi sem svifur yfir vötnunum hérna. Mig langar að lokum að beina þeirri spurningu til almennings I landinu, til hvers hann ætlist af háskólanum ilandinu. Vill hann að skólinn leggi metnaðsinn i að veita fólki góða menntun, og útskrifi hæfa starfskrafta? Ef svo er tel ég það sjálfsagða kröfu og eðlilega. Ég tel það jafnframtskyldu mina sem em- bættismanns, að reyna að verða við þeirri kröfu. —JSS. Nú er hinni miklu hátið listanna óðum að ljúka. Siðustu eiginlegu dagskráratriðunum lauk þann 16. júnf en rúslnan i pylsuendanum, eftirmálinn að Listahátið, er enn eftir. Og sjáifsagt eru þeir margir sem biða óþreyjufullir eftir jazztónleikum Johnny Dankvorth ogCleo Laine við lok mánaðarins. Margir heimsfrægir skemmti- kraftar hafa gist þetta litla ey- sker okkar um stund og hinar skærustu stjörnur skemmtana- iðnaðarins yljaðokkur skamma hríð um hjartaræturnar með ljómandi birtu sinni. En nú eru þær horfnar og ekkert eftir nema minningin og vonin um að fá að sjá þær aftur á næstu Listahatfð að tveim árum liðnum. En hvað kostar þetta allt- saman? Kemur svona fyrirtæki til með að bera sig? Hver er þyngsti útgjaldaliðurinn? Allar þessar spurningar og sjáifsagt margar fleiri leita á hugann, þegar rætt er eða hugsað um þe ssi mál. Hjá Hrafni Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Listahátiðar- nefndar, fengum við þær upp- lýsingar að burðarás Listahátiðar væri tæplega 7 milljón króna Hvað kostaði Listahátíð? styrkur frá Riki og Reykjavíkur- inn kæmi fyrir aðgöngumiða. borg, auk þeirrar fjárhæðar sem Hrafn sagði enga von til þess að Listahátiðarfyrirtækið bæri sig, en hann vonaðist til að hallinn yrði ekki mjög mikill —eiginlega byggist hann við þvi að jafnvægi rikti í rekstrarkostnaði. Að sögn Hrafns eru greiðslur til listamanna, ferðir þeirra og uppi- hald langs tærsti útgjaldaliðurinn. Aftur á móti væri það þegjandi samkomuiag við listamennina, að láta aldrei uppi þær fjárhæðir sem listamönnum væru greiddar hverju sinni. Þó gæti hann sagt okkur að Benny Goodman hefði verið mjög ódýr skemmtikraftur, miðað við það að I för með honum voru 7 hljóðfæraleikarar. Anne- lise Rhotenbergar hefði hins veg- ar verið mjög dýr. Sumir is- lenzku listamannanna gáfu vinnu sina sagði Hrafn að lokum. Aðspurður um nákvæmar tölur I sambandi við rekstur Lista- hátiðar benti Hrafn okkur á bók- haldara nefndarinnar, en hann reyndist þögull sem gröfin og kvaðst ekki vilja láta fjölmiðlum i té neinar upplýsingar að svo komnu máli. „Talna- spekúlantarnir” verða þvi að bíða, vona og sjá hvað setur. —AV skArri atvinnuhorfur skólafólks ,,Jú þetta hefur gengið svipað ogi fyrra, kannski heldur betur, það hafa komið á skrá hjá okkur 130 manns og af þeim hafa 48 fengið örugga vinnu gegnum at- vinnumiðlunina, aðrir 50 hafa útvegað sér vinnu sjálfir, en 32 hafa ekki fengið fasta vinnu ennþá”, sagði Gylfi Kristinsson hjá atvinnumiðlun stúdenta er við leituðum frétta hjá honum af atvinnumálum háskólastú- denta. Sagði Gylfi að þeir ættu nú við eitt vandamál að striða öðru fremur en það er, hve erfitt er að útvega stúlkum vinnu. Sagði Gylfi, að ekki hefði borið eins mikið á þessu til að byrja með, en nú væri þetta mjög áberandi. Kvað hann það senni- legasta skýringin að framan af hefðu margar stúlkur verið ráðnar til afleysingar i bank- ana, væri nú sjálfsagt búið að ganga frá þeim ráðningum og þá kæmu þær sem ekki hefði tekist að fá vinnu, til þeirra og létu skrá sig. Aðspurður sagði Gylfi að þeir mundu hafa sérstakan starfs- mann hjá altvinnumiðluninni út mánuðinn, en siðan mundi skrifstofustúlka hjá Stúdenta- ráði taka við starfseminni og annast hana meðfram öðrum skrif stof ustörfu m . Mun atvinnumiðlunin verða rekin út sumarið. Allt i áttina Hjá atvinnumiðlun mennta- skólanna var okkur tjáð að nú væri allt farið að þokast i áttina, og hefði gengið nokkuð vel að útvega fólki vinnu undanfarið samt sem áður eru enn 50 nem. á atvinnuleysisskrá hjá þeim. Það sem af er hefur atvinnu- miðlunin útvegað um 72 fasta vinnu og auk þeirra eru nú um 13 i ihlaupavinnu. Bjuggustþeir við, að ef eins vel gengi áfram og undanfarið, mundi skrif- stofan aðeins starfa út þennan mánuð, og kannski viku af júli, enda mun fjármagn til rekstursins ver á þrotum. —gek Biskup hafnaði beiðni borgarstjórnar! Ekki virðist ætla að leysast úr þeim deilum sem staðið hafa um hvort eigi að reisa aðveitustöð Raf magnsveitunnar á lóð Austurbæjarskólans, eða ekki. Eins og menn muna, fór borgarstjórn fram á það að lóð Þjóðkirkjunnar við Eiriksgötu yrði gefin eftir, til að Sumargjöf gæti reist þar dagvistunar- stofnun. Aveitustöðin átti siðan að koma neöan við Barónsstiginn, en þar hefur Sumargjöf verið út- hlutað lóð til fyrrnefndar dagvist- unarstofnunar. A borgarráðsfundi I gær var lagt fram bréf frá biskupi og i þvi segir að kirkjuráð hafi fjallað um málið og talið að ekki reyndist unnt að verða við erindi borgar- stjórnar. Sagði ennfremur, að nú hefði farið fram fjársöfnun til byggingar þjóðkirkju og væri talið æskilegt að hún risi I nágrenni Hallgrimskirkju stærstu kirkju landsins. Þá hefur litillega komið til tals innan borgarstjórnar, að freista þess að frá Sumargjöf til að flytja fyrirhugaða dagvistunarstofnun á einhvern annan stað i borginni, en það hefur ekki verið tekiö tií alvarlegrar umræðu ennþá. —JSS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.