Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR
Laugardagur 3. júlí 1976 bla&fö
Svæðisrannsókn
á byggð sunnan
Skarðsheiðar
- yfirgripsmikil rannsókn á sögu heils byggðarlags
Hafin er hér á landi
rannsókn á menningar-
sögu byggða sunnan
Skarðsheiðar. ( þessari
rannsókn, sem nær til
minja, þjóðf ræða og þjóð-
hátta, verður reynt að
kanna forsendur breyt-
inga í atvinnulífi, efna-
hagsafkomu fólks í hér-
aðinu og félagslegar
afleiðingar breyttra at-
vinnuhátta. Þar sem telja
ma' að hér sé um nokkra
frumraun í þjóðlífsrann-
sóknum á íslandi að ræða
fengum við þá Þorstein
Jónsson nemanda i þjóð-
háttum og fornleifafræð-
um við háskólann í Lundi
og Þorlák Helgason sem
er útskrifaður í hagfræði
og mannfræði til að segja
okkur um aðdragandann
að þessari rannsókn, en
þeir Þorsteinn og Þor-
lákur munu báðir taka
þátt í rannsókninni.
Aðdragandinn aö þessari
rannsókn er sá, að um nokkurra
ára skeið hefur þjóöminjasafn-
iö sent út spurningarlista til
heimildamanna sinna i sveitum
landsins og eru þessir spurn-
ingarlistar nú orðnir þrjátiu og
tveir að tölu.
1 þessum spurningarlistum
hefur verið safnað upplýsingum
um hina ýmsu þætti i hinu
gamla Islenzka bændasamfélagi
svo sem fráfærur, heyvinnu,
smölun og svo framvegis.
Hefur hér verið nær eingöngu
verið um söfnun aö ræöa, en
minna verið unnið úr þeim fróð-
leik sem borizt hefur. Hafa
þessar upplýsingar veriö færðar
inn i spjaldskrá, sem fræðimenn
hafa siðan haft aðgang aö. baö
er siðan ekki fyrr en á síðustu
árum, með auknum áhuga á
fornum fræðum að svo virðist
sem skriöur sé aö komast á
þessi mál. Hafa nemar i þjóð-
hátta- og fornleifafræðum i
Lundi, stofnaö með sér félag, og
sendi þetta félag frá sér á sið-
asta ári plagg sem nefndist
Hugmynd aö stofnun þjóð-
minjastofnunar á Islandi. Var
plaggið sent þeim aöilum sem
unniö hafa að þessum fræðum
hérlendis. I framhaldi af þvi
voru um siöustu jól haldnir fjöl-
mennir fundir þessara manna.
A fundunum var skipuð nefnd til
undirbúnings frekari rannsókn-
um á þessu sviði og til að hafa
frumkvæði að nánara samstarfi
innan hinna ýmsu mannlifs-
greina, en hingað til hefur slikt
samstarf ekki tfðkazt svo telj-
andi sé. í þessari nefnd voru
fulltrúar frá Háskólanum, Þjóð-
minjasafni, Arbæjarsafni og
stúdenta i Lundi. Það var niöur-
staða nefndarinnar, að stefnt
skyldi að þvi að geröar yrðu
svokallaðar svæðisrannsóknir á
menningarsögu afmarkaðs
landsvæðis, en i nágrannalönd-
unum hefur sú aðferð reynzt
notadrýgst I mannlifsrannsókn-
um. Þess má geta að einn
nefndarmanna Nanna Her-
mannson er eina manneskjan
hérlendis sem einhverja reynslu
hefur af svæöarannsóknum, en
hún fékkst viö slikar rannsóknir
i Færeyjum og Sviþjóð. Að sögn
þeirra Þorsteins og Þorláks, er
það von manna að meö nánu
samstarfi fólks innan forleifa-
fræði, þjóðháttafræöi, sagn-
fræði, hagfræöi, félagsfræði og
þjóðsagnafræði ætti að vera
hægt að gera ýtarlega úttekt á
svæðinu frá mörgum hliðum i
senn.
Fyrir frumkvæöi námsmanna
i Lundi, var strax farið að
leggja grundvöll aö þvi, aö hægt
væri aö hef ja þessar rannsóknir
nú I sumar. En vegna hins stutta
fyrirvara voru ýmsir vantrúað-
ir á að þaö tækist. Var það fyrst
og fremst fjármagnið sem
skorti.
Var leitað eftir stuðningi
ýmissa stofnanna, en sökum
þess hve seint var farið af stað
gekk það ekki sem skyldi. Var
víðast hvar búið að ganga frá
fjárhagsáætlunum, og þvi óhægt
um vik að styrkja þessa
starfssemi þó svo að áhugi væri
fyrir hendi.
Þaö mun hafa riðið baggamun
að styrkur fékkst úr Visinda-
sjóði upp á 600 þús. kr., en auk
Visindasjóös hafa nokkrir aðrar
stofnanir veitt eða gefið vilyrði
fyrir aðstoð. Má þar nefna
Sagnfræðistofnun Háskólans,
Þjóðminjasafn tslands og Stofn-
un Árna Magnússonar.
1 sumar mun einkum unniö að
söfnun gagna um hinn byggðar-
sögulega og minjafræðilega þátt
rannsóknarinnar. Beinist sú
vinna að frumsöfnun ritaöra
heimilda og skipulagðri skrán-
ingu þeirra. Hefur verið leitað
fanga á söfnum f Reykjavík,
Akranesi og Borgarnesi. Einnig
hefur verið fariö i gegnum ör-
nefnaskrá en þar koma fram
mörg örnefni við hvern bæ, sem
eru bundin sögulegum minjum.
Vikuna 3.-9. júli verður fariö i
könnunarleiðangur þar sem afl-
að veröur upplýsinga um fornar
minjar og aðrar sögulegar leif-.
ar, og er þess vænzt að með þvi
móti fáist nokkur mynd af
menningarsögu héraðsins.
Að þessari rannsókn munu
vinna sex nemar og fullnemar i
fornleifafræði, þjóðhátta- og
þjóöfræðum, þjóðfélagsfræðum
og sagnfræði, enda er þetta
mjög yfirgripsmikið verk.
Aö sögn þeirra Þorsteins og
Þorláks eru á þessu svæði um
100 bæir að Akranesi undan-
skildu. Er við spurðum þá hven-
ær mætti búast við að niöur-
staöa fengist úr þessum rann-
sóknum sögðu þeir að vegna
umfangs þeirra gæti það tekið
langan tima. Það væri hins veg-
ar markmiðið að gefa út eitt-
hvað á prenti og mætti búast við
þvi eftir 3 til 4 ár. Einnig mætti
búast við að einhver hluti þess-
ara rannsókna yrði tekin sem
verkefni til lokaprófs.
GEK.
Þorsteinn Jónsson og Þorlákur Helgason
mótorhjól
Nýja RD 50 hjólió frá Yamaha er án
efa eltt glæsllegasta og sterkbyggóasta
150 cc mótorhjólió á markaönum / dag.
) / þessu hjóli nýtir Yamaha tll fullnustu
’ þá reynslu, sem þelr hafa öölast af sigrum
k i kappökstrum um um víöa veröld.
^ Yamaha RD 50 hefur ýmsa kosti, sem
||b> aöeins stærri og dýrari hjól höföu
[tk yfirieitt áöur, svo sem diskabremsu
LJwK- — .... á framhjóli meö vökvaátaki,
snúningshraöamæii og fi.
Ennfremur er hægt aö fá
i Þetta hjól sem torfæruhjól og
A heitir haö Þá MR 50.
Komiö, hringiö eöa skrifiö og biöjiö um nánari upplýsingar.
Leiguf lug—Neyöarflug
HVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
I-karaax ■]
Lagerstærðir miðað við inúrop:,
|Jæð;210 sm x breidd: 240 sntv
340 - x - 270snrt
FLUGSTÖÐIN HE
Simar 27122-11422
TRCfcOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla. "
• ■ "“‘7 ’' yiry
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
. gúllsmiður, Bankastr. 12
Aðrar stáarðir. smíOaðar eftir beiðné 1
GLUG^ASMIf
Siöumúla 2(h simj :i8220.
En ég get alls ekki farið heim i dag
læknir, ég á von á heimsóknum bæði i
dag og á morgun
Svo sannarlega litur sjónvarpið yðar
nokkuð þreytulega út