Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2
■I 2 STJÓRNMAL FRETTIR Þriðjudagur 6. júlí 1976 bla^fö* alþýðu- blaöió Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son>| Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsfmi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverö: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. Er menntakerf- ið í upplausn? Fregnir berast um mjög aukið fall stúdenta í Háskóla Islands. Eðlilega staldra menn við: Hvað er að gerast? Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir í viðtali við Alþýðublaðið að velferðarþjóðfélagið og kynslóðin vilji eignast of mikið með of lítilli fyrir- höf n. Hver sem skýringin er þá er hitt Ijóst að hér er við umtalsverðan vanda að etja. Menntun á hærri skóla- stigum er ein af slagæðum samfélagsins, en hún er líka dýr. Það er kostnaðarsamt að halda uppi æðri skólum, skili þeir litlum árangri og sé innan vébanda þeirra mikið af dýrmætum tíma og miklum fjár- munum sóað til einskis. Víða erlendis hef ur verið við sams konar vanda að etja á undanförnum árum. Kjarni vandans er auðvit- að sá, að á síðasta áratug eða svo hefur átt sér stað gífurleg hlutfallsfjölgun á svokölluðum ærði skóla stigum. Þetta þýðir að menntaskólar og skyldar stofnanir standa frammi fyrir vanda: Annað hvort verða þær að halda uppi þeim kröf um sem þær áður gerðu og fella þá fleiri nemendur hlutfallslega, eða þá slaka á kröf um sínum. Hvor leiðin sem er f arin þá er hitt jafn Ijóst að meðaltalseinkunnir í þessum stofnunum hafa farið lækkandi á undanförnum ár- um. Og venjulegastgildir það— með áríðandi undan- tekningum þó — að þeir sem að lægri einkunnir koma út úr þessum eða skyldum stofnunum standa lakar að vigi í háskólum. Vissulega má ekki stara um of á dökkar hliðar þessarar þróunar. Það er takmark í sjálfu sér að mennta sem f lesta einstaklinga sem bezt. Og jaf nvel þó að því megi leiða rök, að það þjóðfélag fengi ekki staðizt til mikillar lengdar þar sem allir væru menntamenn eða fengjust við þjónustustörf, þá hlýt- ur sem mest menntun fyrir sem flesta að vera tak- mark i sjálf u sér. Hver á að vinna skítverkin í fyrir- myndarríkinu? er akademísk spurning sem þjóðfé- lagsáhugamenn hafa oft velt fyrir sér. En leiðin er auðvitað ekki sú að draga á einn eða annan hátt úr menntun — heldur miklu fremur að draga fólk að störfum sem annars þættu óaðlaðandi með hærri launum. Það breytir ekki hinu að menntakerfið stendur f rammi fyrir gíf urlegum vanda. Það er líka Ijóst að það er ekki lausn í sjálfu sér að setja sérstakt inn- tökupróf á Háskóla (slands, meðal annars vegna þess að f jölmargir stúdentar leita erlendis til náms — og hvernig er hægt að ætlast til að erlendir háskól- ar taki við íslenzkum stúdentum, ef Háskóli íslands gerir það ekki. Hitt væri sennilega hægt að gera með meiri og betri árangri: að herða á kröf um menntaskóla og skyldra stofnana og herða jafnframt á inntökuskilyrðum einstakra deilda Háskólans. Þetta þyrfti þó að gerast hægt, og á sama tíma þarf að auka umfang sérskóla hvers konar svo og verknáms. En umfram allt, þá mega ekki svo margar dyr vera lokaðar eins og verið hef ur. Nemendur úr sérhæfðari skólum ættu að kom- ast í einstakar deildir Háskóla (slands, standist þeir inntökupróf. Veigamest er þó, að menntun fólksins haldist nokkurn veginn i hendur við framtíðarþarfir sam- félagsins. Slíkt er auðvitað ekki hægt að fyrirskipa með boðum eða bönnum — en það er hægt að upplýsa fólk um hverjar verði f ramtíðarþarf ir samfélagsins. Ríkisvaldið hlýtur ætíð að hafa hönd i bagga með slíkum mannaflaspám —sem þýðir líka að ríkisvald- ið getur f ramkallað gerviþarf ir. Ríkisvald getur, ef það vill, útvegað tuttugu þúsund sálfræðingum með lágmarksmenntun vinnu við það að rannsaka hver annan. I þessum ef num er svo sem ekki hægt að treysta á annaðen skynsamlega stefnumótun á hverjum tíma. —VG. Vanræksla og fjarskipta- örðugleikar há starfi tilkynningaskyldunnar — Ástæðurnar til þess að skip- stjórnarmenn láta hjá liða að tilkynna sig til tilkynningaskyldunnar eru einkum gleymska og trassaskapur auk þess að fjarskiptaerfið- leikar eru sökin á sumum stöðum við landið, sagði Óskar Þ. Karlsson hjá Slysa- varnafélaginu i viðtali við blaðið. — Þau svæði sem valda okkur erfiðleikum eru einkum Norð-austur- landið frá Glettingi norður fyrir Langanes. Það er erfitt að nema boð sem send eru út á miðbylgju og útilokað er að heyra örbylgju- sendingar. Þá truflar Loranstöðin að Gufuskálum á Snæfellsnesi loft- skeytasendingar þar i grennd- inni, einkum við norðanverðan Breiðafjörð. Erfiðleikar eru einnig á fleiri svæðum en þareru þeir árstiða- bundnir og jafnvel bundnir við ákveðna hluta sólarbringsins. Þannig detta skilyrðin t.d. alveg niður á tnum svæðum á nótt- inni. Þessir fjarskiptaörðugleikar skapa vissa erfiðleika fyrir þá sem að tilkynningaskyldunni standa og gera jafnframt erfitt um vik að hart sé tekið á van- rækslu skipsstjórnarmanna i þessum efnum. I lögunum um tilkynningaskylduna er heimild til ákvæða fyrir hendi en Slysa- varnafélagið hefur veigrað sér við aðfarafram á að þeim verði beitt ekki sizt meðan f jarskipta- kerfið er jafngötótt og raun ber vitni. Astæðurnar til þess eru trú- lega margar og ýmsar eru bein- linis tæknilegs eðlis. Við drögum ekki I efá góðan vilja Landssima íslands til þess að gera allt sem hægt er að gera en Landssiminn hefur i mörg hom að lita og skortir alltaf fé til framkvæmda sem eru nauðsyn- legar. Við vitum að þeir hafa til- búnar áætlanir um fram- kvæmdir til úrbóta i þessum efnum. Hvað gerist ef gleymist að tilkynna um skip? — öllum skipstjórnar- mönnum er kunnugt um þá ákveðnu tima sem ber að til- kynna um staðsetningu skips- ins. öllum tilkynningum sem berast til strandstöðvanna er siöan safnað saman og þær bornar saman við skrána. Srandstöövarnar senda sinar upplýsingar til tilkynninga- skyldunnar sem annast saman- burðinn. Ef bátur hefur ekki sinnt til- kynningaskyldunni er reynt að kalla hann uppi gegnum ein- hverja strandstöð Landssimans og ef það ekki dugir til við- bragöa þá er birt tilkynning til hans i útvarpi um miðjan daginn og hann beðinn að hafa samband við næstu strandstöð Landssimans strax. Ef þörf krefúr er tilkynningin itrekuð fyrir kvöldfréttir. Beri þessar umleitanir ekki árangurer látið leita að bátnum i þeim höfnum sem liklegastar þykja að hann sé i ef hann hefur þá komið að landi. Verði sú athugun árangurs- laus þá eru bátar og skip sem eru á- svipuöum slóöum og báturinn er talinn vera beðin að svipastumeftirhonum eða gefa upplýsingar um hann ef vitaðer um ferðir bátsins. Veröi þessar tilraunir einnig árangurslausar þá er ekki um annað að ræða en að kalla út leitarflokka og hefja skipulagða leit. — Það eru nokkur svæði um hverfis landið þar sem fjar- skiptaskily rði eru verulega slæm. Við liöfum einlaldlega ekki lengiðþað fé sem nauðsyn- legt er til þeirra framkvæmda, enda er það alltaf svo að óska- listinn er alltaf stærri og seint strikast allt út af lionuiu,sagði Siguröur Þorkelsson lorstjóri Tæknideildar Landsimans i við- tali við blaðið. Þau svæði sem hér um ræðir eru einkum út af N-A landi þ.e.a.s. svæðið sem er á milli þess sem radióstöðvarnar á Raufarhöfn og i Neskaupsstað heyra tii. Þá eru hlustunarskil- yrði slæm við norðanverðan Breiðafjörð. Fjárlagatillögur eru fyrir hendi og hafa verið lagðar fram nú nokkur undanfarin ár, en það Það sem hér hefur verið lýst er gangurinn i stórum dráttum. En allt þetta starf er háð aðstæðum og veðri og væntan- legum breytingum á þvi. Ef veður er slæmt þá gengur þetta allt mun hraðar fyrir sig og skipulagðar aögerðir hefjast mun fyrr en hér er lýst. Það má þvi vera ljóst að það er mikið i húfi að skipsstjórnar- menn gæti þess vandlega að sinna skyldunni um til- kynningar, ekki sizt ef það er haft i huga að þeir sem annast leitarstörfin og eru i björgunar- sveitunum eru ólaunaðir og leggja oft á tiðum mikið á sig við þau ómetanlegu störf sem þeir inna af hendi, sagði Óskar Þ. Karlsson að lokom. EB. Iiefur alltaf verið sama sagan þegar til niðurskurðar á fram- komnum óskum kemur þá hafa þær ekki hlotið náð fyrir augunum á þeim sem það annast. Þaö verður auðvitað að viður- kennast að i mörg horn er að líta og má vera að fé sé frekar notað til framkvænida Sem eru arð- vænlegar. Tilkynningaskyldan er fjárhagslegur baggi á stofn- uninni ef svo má segja og þvi kann að vera að þeir sem gera fjárhagsáætlanir gefi öðrum nauðsynlegum framkvæmdum forgang framyfir það sem hér er um rætt. Það kunna að vera atriði sem varða öryggi annarra liópa og koma öðrum til góða, sagði Sigurður Þorkelsson að lok u m. EB FJÁRSKORTUR HÁIR ÚRBÓTUM - segir Sigurður Þorkelsson hjá Landssímanum I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.