Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 9
8 SJÓNARMID alþýðu- Þriðjudagur 6. júlí 1976 Maðið alþýðu- blaðið Þriðjudagur 6. júlí 1976 VETTVANGUR Forystugreinar úr tímaritum: - Almenningi er orðið Ijóst að aðgátar er þörf - Ráðstafanir til þess að draga úr þorskveiðum - Tíðverkföll bæði lögleg og ólögleg 1 Ægi, riti Fiskifélags íslands er i forustugrein fjallað um aðgerðir sem kynnu að geta dregið úr sókn i þorskveiðar. Þar ALDAN RE Við óskum eiganda GuBmundi Ma( skipshöfn hans góSs gengis me8 hi o5 var hjó BASUM h.f. HafnorfirBi. Útgerðormenn, lótið okkur smíSa s LEITIÐ UPPIYSINGA segir svo, en greinin nefnist: Ágizkun um þorskaflann: „Þorskaflinn var um 6 þús. lestum minni i aprillok s.l. en hann var á sama tima i fyrra. Þessari rýrnun olli hálfsmánað- arverkfall i febrúar ásamt ein- dæma ógæftakafla um miðja ver- tiðina. t lok mai var heildarafli okkar hinsvegar orðinn svipaður og á sama tima 1975 eða 222 þús. lestir á móti 218 þús. lestum. Þar af má áætla, að þorskur hafi verið um 150 þús. lestir. Af þessu má draga þá ályktun, að aflamagnið siðara hluta ársins gæti orðið mjög ámóta og það var i fyrra að öðru óbreyttu og heildarþorskafli okkar yrði þá um 260 þús. lestir (267 þús. 1975). En það eru ýmsar breytingari vændum til að draga úr sókninni. Alfriöuð svæði stækkuö, skyndifriöanir auknar, hert á viðurlögum viö smáfisks- veiðum og stækkaöur riðill i vörpu og netum, flotvörpuveiðar takmarkaðar og netafjöldi báta. Þessar ráðstafanir fara vænt- anlega að bera árangur siöari hluta ársins og þaö er ekki óvar- legt að gera ráð fyrir að þær dragi úr aflamagninu. Atta-manna nefndin, sem skipuð var af sjávarútvegsráð- herra i haust til að gera tillögur um sóknina og aflamörkin i ár og tvö þau næstu, taldi rétt að viö settum okkur það mark aö afla ekki meira en 180 þús. lesta af þorski i ár. Nefndin miðaði þá við aö þorskafli útlendinganna gæti oróiö um 100 þús. lestir. Nú þegar tekizt hafa samningar viö alla út- lendingana, sem hingað sækja liggur nokkurn veginn ljóst fyrir, að þorskafli þeirra fari ekki framúr 65 þús. lestum, gæti jafn- vel orðið eitthvað minni, eða inn- an viö 60 þús. lestir. Ef við bætum þessum mismun, 25-40 þús. lest- um, við aflahámark 8-manna nefndarinnar, 180 þús. lestir þá mættum við syeiða 215-220 þús. lestir af þorski. Ef við ætlum að halda okkur fast við aflaákvörðun 8-manna nefndarinnar, sem byggð var á áætlunum fiskifræð- inga um viðgang þorsksstofnsins næstu þrjú árin, þá verðum við aö gera frekari ráöstafanir til sam- dráttar. Margvislegar ráðstafanir er verið að gera tii að beina sókninni i aðrar fisktegundir en þorsk, einkum i bræðslufisk (sumar- loðnu — kolmunna — spærling) en einnig i karfa, humar, hörpudisk og rækju. Gætu þær enn oröið til aö minnka þorskaflann, jafnvel niður undir það mark, sem taliö er æskilegt fyrir stofninn.” ☆ í Iðju, félagsblaði verksmiðjufólks, fjallar Bjarni Jakobsson, for- maður félagsins i for- IÐJA FELAG SBLAÐ VERKSMIÐJUFOLKS 1. tbl. 6. árg. ustugrein um nýju samningana. Hann seg- ir: Enginn hefur farið varhluta af verðbólgunni, sem tröllriðið hefur þjóðinni frá þvi seinni hluta árs- ins 1973, og allt fram á þennan dag. Arið 1974 varö verðbólgan 55 prósent, en 1975 varð hún 35 prósent, og hefúr þvi heldur úr henni dregið. A timabilinu 4. ársjf. 1974 til 4. ársfj. 1975, hækkaði taxtakaup verkamanna sex sinnum. Saman- vegið hefur timakaup verka- mannahækkaö um 31,9% á þess- um tima. Nýir kjarasamningar voru gerðir hinn 28. febrúar 1976, og er vart ástæða til að rekja þá hér og nú, þar sem þeir hafa veriö skýrðir oft ognákvæmlega i ræðu og rituöu máli. En það er þó einn liöur þeirra sem menn hafa ekki gert sér fulla grein fyrir, en það er i sambandi við rauðu strdLÍn margnefndu, en i samningnum segir að ef visitala fram- færslukostnaðar verður hærri en 557 stig 1. júni 1976, skulu laun hækka frá 1. júli 1976, i hlutfalli við hækkun visitölunnar umfram þetta mark. Ef vfsitalaframfærsluKostnáÖar verður hærri en 586 stig 1. okt. 1976, ög minnst 5,2% hærri en visitaian 1. júni 1976, skulu laun hækka frá 1. nóv. 1976, i hlutfalli við hækkun visitölunnar umfram 586 stig eða umfram þá visitölu er reiknuð var út 1. júni 1976 að viðbættri 5,2% hækkun, hvort sem hærra er. Ef visitala framfærslukostnaðar verður hærri en 612 stig 1. febr. 1977 og minni en 4,4% en visitalan 1. okt. 1976, skulu laun hækka frá 1. mars 1977 I hlutfalli við umíram 612 stig, eða umfram þá visitölu er reiknuð var út 1. okt. 1976, að viðbættri4,4% hækkun.hvort sem hærra er. Vikjum þá i framhaldi af fram- angreindu að verkföllum og verk- bönnum. Arið 1975 bar merki versnandi lifskjara, samningar voru gerðir til skamms tima, kjarabætur fengust einkum til handa láglaunafólki, verkföll voru tið bæði lögleg og ólögleg, að sagt er, þótt engin stórátök hafi átt sér stað. 1 sept. 1975 beindi Alþýöusam- band Islands þvi til allra sam- bandsfélaga sinna, að þau segöu upp gildandi kjarasamningum fyrir 1. des. þannig að þeir rynnu úr gildi á áramótum. Fyrsti samningafundur var haldinn 6. desember. Samningaviðræður stóðu siðan sleitulitið, en sam- komulag náðist ekki og kom þvi til verkfalla. Sjómenn á bátaflotanum hófu verkfall 14. febrúar og stóö þaö til 2. mars. Allsher jarverkfall aðildar- félaga ASl skall á 17. febrúar. Flest félög hófu verkföll þann dag, en nokkur bættust I hópinn næstu daga. Þegar á leiö má segja, aö verkfallið hafi verið aí- gjört, aðeins nokkur fámenn félög úti á landi tóku ekki þátt i þvi. örfá höfðu boðað vinnustöðvun um það leyti sem það leystist, en Starfsstúlknafélagið Sókn frest- aði verkföllum, og var þaö m.a. vegna þess að stór hluti félaga Sóknar vinna á sjúkrahúsum eða i tengslum við þau, svo nokkuð sé nefnt varðandi frestunina. Talið er að þetta verkfall sé það viðtækasta sem um getur hér á landi. Samningar tókust 28. febr- úar, og voru þeir alls staðar sam- þykktir, nema hvað verkakonur á Akranesi felldu samningana og stóö verkfall þeirra til 16. mars.” Fyrir skömmu heimsóttu blaðamenn Al- þýðublaðsins sundlaugarnar í Laugar- dalnum og ræddu við nokkra baðgesti Það hefur stundum verið talað um að allt efni leitaði fyrr eða síðar uppruna síns. Með þá staðreynd í huga, að rúmlega tveir þriðju hlutar mannslíkamans er vatn, gæti hugsanlega verið komin skýringin á hinni miklu aðsókn manna á baðstaði borgarinnar. 4 KJ * Hvaö um þaö, við vöknuðum eldsnemma einn sólrikan morg- un i siðustu viku og ræddum viö nokkra stálhressa morgunhana, sem voru mættir i Laugardals- laugina sér til heilsubótar og hressingar. Þarna mátti sjá fólk á öllum aldri, iðka hinar ýmsu tegundir hreyfilista, svo sem sundgarpa að æfingum fyrir Ólympiuleikana og aldna heið- ursmenn takandi bakföll á bökkum laugarinnar. Þeir sem voru annaðhvort of góðir við sjálfa sig, eða hreinlega latir að eðlisfari létu sér nægja að dorma i heitu pottunum og gjóta augunum lævislega aö ungu stúlkunum sem stikuðu um laugarbakkann yndislega létt- klæddar. Ekki er það þó einhlitt að menn stundi eingöngu augn- gotur i heitu pottunum. Þvi svo virðist að eftir þvi sem sá hluti likamans sem er neðan vatns- borðs slappast, færist aukið lif i þann sem upp úr stendur. Lýsir þetta sér þannig, að vöðvar I andliti, og talfæri taka almennt mikinn fjörkipp sem hlýtur að leiða til hinna fjörugustu um- ræðna, þegar margir eru saman komnir sem svipaö er ástatt um. Hafa á þessum málþingum margar rikisstjórnir verið myndaöar, og enn fleiri felldar. „Að veita fyrstu hjálp” 1! Við byrjuðum á þvi að rabba við annan þeirra tveggja varða sem vaka yfir baðgestum. Sá þeirra sem við ræddum við heit- ir Gunnar Erlendsson, og sat hann uppi i vaktturninum er okkur bar að garði. Sagði Gunnar að það væru alltaf tveir verðir á staðnum, annar á bakkanum en hinn i turninum, en þar er gott útsýni yfir alla laugina. Auk þess að lita eftir fólkinu i lauginni, fylgjast verðirnir með klór- og hitastigi vatnsins. Aðspurður sagði Gunnar að hitinn i laug- inni væri venjulega á milli 27—28 gráður. Við spurðum hann þessu næst hvort mikið væri að gera hjá þeim,ogsagðihann að þaðværi alltaf nokkuð um að ósyndir krakkar væru að busla i dýpri enda laugarinnar, og þá sæju þeir um að koma þeim á réttan staö, annars væri starf þeirra aðallega fólgið i eftirliti, og að veita fyrstu hjálp ef eitthvað kæmi fyrir gesti laugarinnar. Taldi hann þá hafa verið mjög heppna með það hve litiö hefði borið út af, miðað við þann geysilega mannfjölda sem laug- ina sækti. Sagði hann,að það væru um 600.000 manns sem kæmu i laugina aö meðaltali á ári. Við spurðum Gunnar að sið- ustu hvort mikið væri um næt- urheimsóknir i laugarnar. Sagöi hann að það hefði breytzt snar- lega eftir aö ráðinn var nætur- vörður. Nú bæri lítið á þvi að menn reyndu slikt, en áður fyrr hefði aðkoman oft veriö ljót. Bjarni Guðnason. •/ Eirikur Stefánsson. „Sund- kennari í 40 ár” ,,Ég kem hér yfirleitt um svipað leyti á morgnana”, sagði Eirikun Stefánsson sundkenn- ari, er yið spuröum hann hvort hann saékti laugarnar einhvern ákveðinn tima dagsins öörum fremur. Þar eð við blaðamenn- irnir höfðum báöir lært sund hjá Eiriki lék okkur forvitni á að vita hversu mörgum hann hefði kennt að synda. Ekki sagðist hann geta imyndað sér það en sjálfsagt væru þeir orðnir all- margir þau fjörutiu ár sem hann hefði stundað sund- kennslu. mm K \| / am Það er vafamál, hvor var meira undrandi, ljósmyndarinn eða strákurinn við þessa óvæntu fundi. HEILSUBÓT I HEITU VATNI ,Dásamlegt fólk” „Það er gott að hafa ein- hverja reglu á hlutunum, og ég kem hér á hverjum morgni nema eitthvað meiri háttar komi fyrir”, sagði Bjarni Guðnason við okkur er við mættum honum þar sem hann var að fara eftir að hafa lokið við sundsprett dagsins. Sagðist Bjarni hafa stundað laugarnar i tólf ár. En bezt þætti honum á veturna þvi þá væri þarna dá- samlegt fólk á hverjum morgni. Ekki svo að skilja að þeir væru neitt siðri sem kæmu á sumrin það er traustur hópur og góður, eins og Bjarni orðaði það. LT,l|i Torfi Jónsson. „Aldrei kalt” Einn hinna stálhressu heita- potts-manna, sem við hittum, var Torfi Jónsson. Hann tekur sér alltaf góðan sundsprett þeg- ar hann kemur, og slappar siðan af i heitu kerjunum góöa stund. Torfi hefur stundað sundlaug- arnar reglulega siðan 1940 og mætir alltaf kl. 8. Segist hann fara i laugarnar bæði til þess að synda og hreyfa sig og svo vegna félagsskaparins. Þarna mæta engir nema stakir ágætis- menn, til kl. niu aö minnsta kosti, en þó segist hann ekki þora að ábyrgjast þá, sem koma eftir kl. 8:30. Ekkisvo að skilja, að það séu nein skitmenni sem koma eftir klukkan niu, en það eru nú einu sinni harðgerðustu og duglegustu mennirnir, sem koma fyrst og þeir allra hörð- ustu skipta um föt i útiskýlinu. Af þessu öllu leiðir, aö Torfi segist alltaf vera stálhress á morgnana og honum er aldrei kalt. Siðasta vetur t.d. var hann i laugunum i 17 stiga frosti og var ekki vitund kalt, þó hann spigsporaði á sundskýlunni einni klæða, rennandi blautur. Við spuröum Torfa, hvort þarna þekktust allir fastagest- irnir. Hann svaraði þvi til, að að visu þekktust allir en vanalega skiptu menn sér i ákveðnar klik- ur og aðallega væru það pott- mennirnir sem það gerðu. T.d. er einn potturinn kallaður menningarpotturinn. Þar hitt- ast allir menningarvitarnir og halda uppi miklum og oft mjög málefnalegum samræðum. Þarna eru öll vandræði og erfið- leikar veraldarinnar leyst og sitja menn gjarnan i þessum potti fram eftir degi. Uppúr kl. niu fer svo allt að fyllast af óvið- komandi aðilum svo að þá riðl- ast gjarnan klikurnar. Að þessum orðum mæltum settist Torfi hjá kunningjum sinum i heita kerinu og kvödd- um við hann og fórum. „Skil ekki hve lítið laugarnar eru not- aðar” Næst hittum viö mann, sem var að koma upp úr laugunum og var að þurrka af sér vatniö. Sá var ekki að hlaupa inn i ylinn i búningsklefanum, heldur þurrkaði sig úti og lét austan kaldann, sem á oss blés, engin áhrif hafa á sig. Þetta var Sigurður Jónsson. Sigurður er mikill morgunhani og fer i laugarnar á hverjum morgni. Á sumrin fer hann af stað heiman frá sér og i laug- arnar klukkan 7. En á veturna kýs hann að sofa aöeins fram eftir og leggur þvi ekki af stað fyrren klukkan 7:15. Með þessu móti er hann alltaf kominn þeg- ar laugarnar opna. Sigurður segist fyrst og fremst fara i laugarnar sér til heilsubótar, en einnig sé félags- skapurinn góður. Honum finnst óskiljanlegt hvers vegna fólk notfærir sér ekki laugarnar meira. Sigurður er búinn að stunda laugar i marga áratugi, var mikið i gömlu laugunum, þegar þær voru, fannst þær mjög góö- Sigurður Jónsson. ar og sá alltaf eftir þeim, en hinu er ekki að neita, að þessar nýju eru enn betri. „Þeir al- hörðustu” Þar sem viö höfum heyrt, að þeir alhörðustu klæddu sig i úti- skýlinu, litum við þar inn. Þar sem klukkan var orðin langt gengin i niu, voru flestir viking- anna farnir heim aftur eða i vinnuna. Þó var þarna einn maður, og tókum við hann tali. Hann heitir Kjartan Ólafsson, en neitaöi þvi, að hann væri morgunhani. Hann færi svona snemma i laugarnar af illri Kjartan ólafsson. nauðsyn eingöngu. Sonur hans er að vinna nálægt laugunum og vegna þess, að Kjartan skutlar honum i vinnuna kl. 8, en þarf sjálfur ekki að byrja að vinna fyrr en klukkan 9, notar hann timann til að fara i laugamar. A veturna fer Kjartan i laugarnar i hádeginu. Þar sem Kjartan er ekki morgunhani, finnst okkur ein- kennilegt að kalla hann einn af þeim hörðustu, þar sem undir- ritaðir blaðamenn vita varla aðra kvöl verri og þungbærari en að vakna snemma á morgn- ana og þar af leiðandi hljóti þeir hörðu að vakna snemma. Þess vegna spuröum við hann, hvers vegna hann skipti um föt I úti- skýlinu. Hann sagði að það væri hálf skemmtunin og ánægjan að anda að sér ferska loftinu. Það væri eitthvað betra en að hanga inni i heitu og þungu loftinu i búningsklefunum. Heitu, við undirritaðir höfðum dúðað okk- ur i þykká frakka til að verjast morgunsvalanum. Þarna sáum við, að það var rétt með harð- jaxlana i útiskýlinu. Er við spurðum Kjartan, hvort hann lægi og dormaði i heitu pottunum, sagðist hann synda um 300 metra á dag og siðan láta liða úr sér I kerjunum i smá tima. Nú hafði Kjartan lokið við að klæöa sig i og við lokið við að spjalla við hann, svo við kvödd- um Kjartan og fórum smá stund innfyrir til aö ylja okkur. „14.400 tonn í gegnum hreinsitækin á dag” Að siðustu lögðum við leið okkar i vélasal laugarinnar, og hittum fyrir Kristján ögmunds- son vélameistara. Tjáði hann okkur að hann heföi starfað við laugina frá þvi aö hún var opnuð þann 1. júni 1968. Starf véla- meistara er einkum fólgið I þvi að hafa eftirlit með hreinsikerfi laugarinnar, og gera við þær bilanir sem upp kunna að koma. Sagði Kristján að þau 2.400 tonn af vatni sem i laugunum er, færi sex sinnum i gegnum hreinsi- tækin á dag. ,,Enda veitir sjálf- sagt ekki af þvi, vegna þess að menn eru eins og þið vitið mjög misjafnlega duglegir aö þvo sér”, sagði Kristján. Við spurð- um hann að þvi hvort mikið væri um það að menn „gerðu stykki sin” i laugina og sagöi hann að það kæmi fyrir öðru hvoru. Þá væru allir reknir umsvifalaust upp úr og lauginni lokaö á með- anhreinsun færi fram. Tæki það venjulega einn dag aö hreinsa laugina eftir slik sóðaverk. Eftir að hafa rambað um laugarbakkann dágóða stund. og talaö bæði við gesti og starfs- fólk, þóttumst við nokkru nær um það hvað menn væru helzt að sækjast eftir á þessum stað. Að okkar áliti má skipta morgunhönum sundlauganna i tvo hópa annars vegar þá, sem fyrstog fremst eru komnir til að synda og hreyfa sig, og hins vegar þá sem öllu frekar koma til þess aö rabba við kunningj- ana um það sem efst er á baugi hverju sinni. Virðist okkur sem hjá þeim sé það nokkuð undir hælinn lagt hversu mikil hreyf- ingin verður og fer það þá sjálf- sagt eftir þvi hve skemmtileg umræðan i heita pottinum er hverju sinni. gek/ATA AB. invndir ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.