Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 10
10 Húsbyggjendur Kúptir þakgluggar af ýmsum stœrðum og gerðum fyrirliggjandi Framleiðendur: Borgartúni 27 Simi 27240 Blikksmiðjan Vogur hf. Auðbrekku 65k Simi 40340 Tónlistarskóli Ólafsvíkur vantar skólastjóra og kennara næsta skólaár. — Auk kennslu á pianó og gitar er lögð sérstök áherzla á kennslu á blásturs- hljóðfæri. Umsóknir sendist skólanefnd Tónlistar- skólans. Nánari upplýsingar veittar i sima 93-6106 i Ólafsvik. Tónlistarskóli Ólafsvikur. Skrifstofuhúsnæði Ca. 60 fermetrar til leigu nú þegar i Hafnarhúsinu. Upplýsingar á Hafnarskrifstofunni. Hafnarstjórinn i Reykjavik. Lánveiting Stjórn lifeyrissjóðs verkafólks i Grindavik hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðsfélaga. Eyðublöð fyrir umsóknir verða afhent á Vikurbraut 36 hjá formanni félagsins Júli- usi Danielssyni. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. ágúst n.k. Aðstoð verður veitt þar við útfyllingu um- sókna ef þurfa þykir. Grindavik 5. júli 1976 Stjórn Lifeyrissjóðs verkafólks i Grinda- vik. LESENDUR - Sendið Horninu línur eða hringið og segið skoðun ykkar á málefnum líðandi stundatr. - Ykkar rödd á líka að heyrastT Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Woikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fvrir ákveðið verö. Reyniö viðskiptin. .* Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Þriöjudagur 6. júli 1976 Við getuiti átt von á Ijósara pepsí, sl Hverfur karamellan úr coladrykkjunum? Þrjár rottur af hverjum fjórum, sem fengu tiltekinn skammt „eiturefnis” i tilrauna- stofu i Hollandi dóu af völdum ofnotkunar þessa efnis. Aðeins ein af hverjum f’jórum lifði meðferðina af. „Eiturefnið” sem um er að ræða nefnist ammoni-karamell — og er brenndur sykur, sem hlýtur sérstaka ammóniakmeð- ferð. Það er þetta efni, sem notað er til að fá dökka litinn á cola drykki. Það var Coca-Cola fyrirtækið i Hollandi, sem stóð fyrir ofan- greindum tilraunum, en þær stóðu i tvö ár.Eftir að niðurstöðui þessara tilrauna lágu fyrir vilja dönsk heilbrigðisyfirvöld láta sanna notkun þessa litarefnis i kókinni, en framleiðendur kók þar i landi telja nauðsynlegt að hafa ekki minna en fjögur grömm af þessu efni i hverjum litra af kók. Dönsk heilbrigðis- yfirvöld vilja fara að ráðum eiturefnastofnunarinnar dönsku, sem segir, að þrátt fyrir að tilraunirnar i Hollandi sýni að litarefni þetta sé ekki skað- legt við hóflega notkun, þá megi ekki undir neinum kringum stæðum leyfa hærra hlutfai. ammónikaramells i kók en sem nemur þrem grömmum i hverjum litra. Um það er þráttað i dag. fram af beggja hálfu. Þeirra á meðal eru meginviðmiðunar- reglur WHO, heilbrigðis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem telja óæskilegt að neytt sé meira magns þessa eínis en ser næmi 100 milligrömmum fyri hvert kilógramm likams- þyngdar þess sem neytir á dag. Gróflega reiknað jafngildir það einu grammi á hver 10 kiló likamsþyngdar, eða tveim litrum af kók i 80 kg þungan karlmann, og einum og hálfum litra i 60 kg þungan mann. Rotturnar i Hollandi, sem flestar drápust, fengu þetta efni i mjög stórum skömmtum. Hlutfall af lfkams- þyngd. Negrarnir drukknuðu s e m Þegar sam ningaviðræður hafa átt sér stað milli heil- brigðisyfirivalda i Danmörku og kókframleiðenda þar i landi hafa margskyns gögn verið lögð Fréttir af þessum tilraunum og viðleitni Dana til að draga Ur magni þessa litarefnis hafa vakið athygli um allan heim, og nú er viða rætt um að setja þak FBAMHALDSSAGAM um Meldersyde, sagði hann. — Ykkur er velkomið að sitja i, ef þið viljið! — Það væri frábært! sagði Robert. — Hvað um hjólin? spurði Ann. — A ekki að skila þeim til Womsley? — Við skiljum þau eftir hér og sækjum þau á morgun, sagði Robert, en nú vék hinn ungi mað- urinn sér að þeim: — Ég þarf að fara til Kirby Bromside. Það er skammt frá Womsley. Ég get vel skilað þeim, ef þið viljið. Robert þakkaði honum fyrir. — Það á að skila þeim á lögreglu- stööina, sagði hann. — Segið, að mér þyki leitt, að annað þeirra er sprungið, og að ég sjái um það á morgun, þegar ég sæki bilinn minn. Meðan Dorothy var að sækja matinn, röbbuðu Robert og Ann við ungu vörubilstjórana. Annar þeirra hafði verið i veitingahús- inu, þegar Tom Pyne gekk ber- serksgang, og hann sagði þeim frá því. Bæði Ann og Robert urðu fegin, þegar gullbrúnn fiskurinn og frönsku kartöflurnar komu á borðið. Ann langaði ekkert til að fara af þessum hlýlega stað strax, en ungi maðurinnn, sem ætlaöi að aka þeim, þurfti að halda af stað. Það var töluvert þröngt i framsætinu, en þau voru fegin að komast aftur til Milder- syde. Bilstjórinn nam staðar fyrir neðan hæðina, og þau gengu upp hana hlið við hlið. Ann nam stað- ar fyrir utan dyrnar og leit á Robert. Hann nam lika staðar. — Reynið nú ekkert á fótinn, farið að hátta, og verið ekki alltof lengi að tala við Betty. Ann kerrti hnakkann. — Betty er áreiðanlega steinsofandi! Takk fyrir matinn! Robert kinkaði kolli i kveðju- skyni og hvarf. Ann horfði á eftir honum, og andartaki siðar fór hún brosandi inn. Robert Moore hafði verið mannlegur þetta kvöld. Hún velti þvi fyrir, hvað það stæði nú lengi... 5. kafii. Ann hitti ekki Robert fyrr en næsta kvöld, en þá var veizla i samkomuhúsi þorpsins. Allar bóndakonurnar höfðu verið önn- um kafnar daginn áður til að búa til allan þann góða mat,sem átti að borða um kvöldið. sá móta fyrir þvi áður en hún kom að beygjunni. Það var glaða tunglskin og skuggarnir á hæðum og dalskorningum voru leyndar- dómsfullir og dulúðugir að sjá. Hún neyddist til að leggja bílnum góðan spöl frá samkomuhúsinu, þvi að öll bilastæði við það voru löngu upptekin. Það var indælt að koma inn i ylinn eftir kuldann úti, og hvarvetna heyrðist mas og hlátur. Fólkið var komið langleið- ina að, fólk, sem ekki hafði sést lengi, fékk nú tækifærið til að skiptast á sögum og skoðunum. Robert stóð og talaði við prest- inn og ofurstann, þegar Ann og Bessiekomu inn. Ann var i bláum kjól, sem sýndi hvitar axlir henn- ar. Robert leit undrandi á hana. Hann hafði alltaf hugsað um Ann Logan sem hjúkrunarkonu, og átti auövelt með að gleyma þvi, að hún var lika kona, og það meira að segja laglegasta hnáta. Ekki falleg, en sæt. Já, reglulega sæt. Ann hafði ekki komið auga á hann enn. Þær Bessie fóru hvor i sina áttina, þegar inn kom. Bessie hafði komiö auga á fólk, sem hafði flutzt frá Meldersyde ekki alls fyrir löngu, og nú vildi hún vita allt um, hvernig þvi hefði lið- ið. Það var alltaf einhver, sem greip i Ann, þegar hún gekk um salinn. Mary Drake tók i hand- legginn á henni og sagði henni frá barninu sinu, dásamlegasta barni, sem nokkru sinni hefði fæðzt. Skömmu seinna náði frú Holford i Ann. Frú Holford var nýjasti ibúi þorpsins. Hún hafði aðeins búið þar i mánuð, og þó að margir ibúar þorpsins hefðu reynt að kynnast henni með hrifn- ingu i fyrstu, höfðu þeir fljótlega dregið sig i hlé, jafnvel þótt frú Holford sýndi bæði áhuga og á- kefð i viðkynningunni. Ann hafði áhuga á frú Holford. Hún var ekkja og auðsjáanlega vellauðug. Innbúið á heimili hennar var iburðarmikið en smekklaust. Maðurinn hennar dó af slysförum á veiðiferð og hafði verið af göfugum ættum, en Ann grunaði, að hann hefði komið af öðrum stigum i þjóöfélaginu en frú Holford. Samræðurnar voru fjörmiklar meðan beðið var eftir matnum. Hann var settur á langborð i miðjum salnum. Kona prestsins, Elizabeth Rome kom til hópsins, sem stóð umhverfis Ann, og fékk hlýlegar móttökur. Frú Holford einokaði hana samstundis, og Ann sneri sér að Frk. Blackley, sem einnig hafði flutzt til þorpsins nýlega. Frk. Blackley var smá- vaxin og mjög fin dama, með grátt hár, sem liðaöist umhverfis andlitið, sem var afar fingert. Hún var vön að ganga i knipling- um og átti heima i einu af laglegu húsunum i hinum enda þorpsins. — En hvað það er indælt hérna, sagði hún og hló daöurslega. — Og hvað maturinn er góður!' En hvað ég skemmti mér vel! Ég er bara orðin aftur svöng! Ann ætlaði einmitt að fara að svara henni, þegarhún sá Robert koma gangandi. Frk. Blackley hafði lika séð hann koma. — Þarna kemur dr. Moore, sagði hún og fór hjá sér. — Mikið er hann myndarlegur. Leitt, að hann skuli ekki vera giftur. Elizabeth Rome skellti upp úr. — Ég held, að honum finnist það ekki sjálfum! — Hann hefur góða ráðskonu, sagði Ann. — Ég held, að hún sé hérna... já, þarna er hún... hún er að tala við Lafði Barcombe. Robert var kominn til þeirra. Hann heilsaði frk. Blackley og ranar- konan Samkomuhúsið var ekki I Meldersyde sjálfu, heldur skammt fyrir utan þorpið, og Ann Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.