Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 4
4 IÞROTTIR
Þriðjudagur 6. júlí 1976
öu-
ió
Leikur helgarinnar:
Valur
skotinn
niður á
fluginu?
Valur virðist vera
búinn að missa flugið.
Tveir siðustu leikir
þeirra hafa verið mjög
litið sannfærandi. 1 gær
gerðu þeir jafntefli við
Breiðablik úr Kópa-
vogi, 1-1.
Fyrri hálfleikur.
Fyrri hálfleikinn voru Breiöa-
bliksmenn öllu aðgangsharöari
og áttu þeir meira í leiknum. í
sókn Breiðabliksmanna voru
þeir Þór Hreiðarsson og Gisli
Sigurðsson beztir og unnu þeir
mjög vel. Hjá Völsurum var Atli
Eðvaldsson góður i upphafi
leiksins, en týndist svo þegar á
leikinn leið. Bezti maöurinn hjá
Val var Magnús Bergs, leik-
maður sem vex með hverjum
leik og er orðinn okkar beztí
varnarmaður i dag. í sókn Vals
var Ingi Björn Albertsson
beittastur.
Breiðabliksmenn tóku
forystuna nokkuö óvænt á 11.
minútu. Tekiö var horn og náði
Þór Hreiðarsson að pota i
boltann og sendi hann i markiö.
Sýndist mörgum, sem boltinn
hefði aðeins lent i stönginni og
farið þaðan út aftur en markið
var dæmt gilt.
Valsmenn ógna.
A 20. minútu komust þeir Ingi
Björn og Guömundur Þor-
björnsson báðir innfyrir vörn
Breiöabliksmanna og fékk Ingi
boltann og skaut af þriggja
metra færi en af óskiljanlegum
ástæöum hafnaði boltinn ekki I
netinu heldur fór framhjá, ó-
vanalegt að þessum marksækna
sóknarmanni mistakist i svona
opnu færi.
Hélt nú leikurinn áfram og
voru Breiöabliksmenn meira
meö boltann og voru yfirleitt
fljótari á hann, en þeir ógnuðu
sáralitið. Aftur á móti voru
sóknartilraunir Valsmanna
mun færri en hættulegri. Þeir
komust ekki langt og áttu i
miklu. basli með vörn UBK og
var Haraldur Erlendsson þar
beztur. Gerðist þvi fátt mark-
vert, það sem eftir var hálf-
leiksins.
Seinni hálfleikur.
Sennilega hefur Youri
Illictev, þjálfari Valsmanna,
skammað sina menn rækilega i
leikhléi, þvi þeir mættu tviefldir
til leiks I seinni hálfleik. Með
vindinn i bakið og ráðleggingar
Yourisi huga böröustþeir miklu
meira en áður og sóttu stift. Var
mark búiö að liggja lengi i loft-
inuþegarþaðkom. A 14. minútu
prjónar Guðmundur sig i
Þetta er annar leikurinn I röð, sem Valsmenn tapa stigi.
gegmím vörnina og leikur upp
aö endamörkum. Þar gefur
hann fastan bolta fyrir og fer
hann yfir Olaf Hákonarson,
markmann Breiðabliks. Kemur
þá Ingi Bjöm á fullri ferö og
skallar boltann inn. Mjög fallegt
mark.
Óðu i tækifærum.
Næstu tiu til fimmtán min-
úturnar áttu Valsmenn hvert
dauöafærið á fætur öðru. Var oft
erfitt að skilja, hvernig þeir
gátu komizt hjá þvi að skora.
Attu þeir Albert Guðmundsson,
Kristinn Bjömsson, Ingi Björn,
Hermann Gunnarsson og
Guðmundur Þorbjörnsson allir
mjög opin færi til að koma liði
sinu yfir!
I seinni hálfleik áttu Breiða-
bliksmenn svotil engin færi og
ekkertopiö. Vörn þeirra stóö sig
aftur á móti ágætlega og var
Ólafur Hákonarson markvörður
einnig mjög góður. Kom hann
og svolitil heppni I veg fyrir að
Valsmenn skomðu mörg mörk I
seinni hálfleik.
Liðin.
Hjá Breiðablik var Ólafur
góður I markinu, i vörninni var
Haraldur Erlendsson beztur og
einnig var Einar Þórhallsson
góður. í sókninni voru Þór
Hreiðarsson og Gisli Sigurðsson
beztir, sem fyrr sagöi, en
sóknarleikur Blikanna er langt
frá þvi að vera nógu beittur.
Þegar staðan var oröin 1-1,
fannst manni Breiðabliksmenn
gera sig ánægða með jafntefli
og spiluðu samkvæmt þvi.
Blikunum hefur farið mjög
mikið fram i siðustu leikjum.
Þeir reyna að spila saman og
berjast auk þess af fullum
krafti allan timann.
Heldur hefur dofnað yfir
Valsmönnum undanfarið. Þeir
eru hættir að ná saman og ein-
stakir leikmenn berjast ekki
nærri nógu vel. Auk þess finnst
manni markakóngsbarátta
þeirra Guðmundar og
Hermanns vera farin að eyði-
leggja spilið fyrir þessum
tveimur frábæru sóknar-
mönnum. Þeir eru farnir að
gera sig seka um eigingirni,
meiri en góöu hófi gegnir, og
gefa boltann helzt ekki á hvor
annan. I sókninni bar Ingi Björn
af hjá Valsmönnum. Hefur hann
aldrei veriö jafngóður og nú og
er hann sá leikmaður hjá Val,
sem komið hefur undirrituðum
mest á óvart I sumar. t vörninni
er Magnús Bergs frábær og eins
var Dýri góður. Kristinn
Björnsson var nú með eftir
nokkurt hlé og var ekki góður.
Það vakti furöu manna, að
Albert Guðmundsson skyldi
ekki vera meö, þar sem hann er
með albeztu kantmönnum
okkar i dag. Hann kom inná i
seinni hálfleik og gerði mikinn
usla I vörn Blikanna.
Dómari leiksins var Óli ólsen
og var hann ekki nógu ná-
kvæmur i dómum, en gerði þó
enga stórvitleysu. ATA.
Þrátt fyrir tvo lélega leiki f röö, eru Valsmenn meö 2 stiga for-
Skagamenn
að missa af
lestinni?
Skagamenn töpuðu
stigi gegn FH á heima-
velli sinum. Þeir voru
þó betri aðilinn og
hefðu átt skilið að
vinna. Þó var ekki
langt frá þvi, að
FH-ingar færu heim
með bæði stigin,
þarsem þeir skoruðu
fullkomlega löglegt
mark, sem var siðan
dæmt af þeim.
Akurnesingar byrjuðu leikinn
vel og sóttu stift. Sýndu þeir þá
góða knattspyrnu oft á tiðum. Á
fjórtándu mínútu kom svo
fyrsta markið. Guðjón
Þórðarson tók þá aukaspyrnu
að marki FH. Þar náði Sigþór
Ómarsson að pota knettinum i
markið. Tveimur minútum
siöar jöfnuðu FH-ingar. Leifur
Helgason gaf fyrir markið á
Loga Ólafsson, sem skoraði með
mikilli þrumu, viðstöðulaust.
Var þetta mjög fallegt mark.
Hinn mikli sóknarþungi
Skagamanna, sem var svo ein-
kennandi i upphafi leiksins,
hvarf við mark FH-inga og varð
leikurinn hálfleiðinlegur eftir
það.
Beztu menn Skagamanna voru
Karl Þórðarson og Jóhannes
Guðjónsson. Hjá FH voru það
Helgason og Ómar Karlsson,
markvörður.
Enn tapa
Þróttarar
Ekki sóttu
Þróttarar stig til Kefla-
vikur. Töpuðu þeir 1-2
og fer nú staða þeirra
að verða mjög erfið i 1.
deildinni.
Keflavikingar léku
nú mun betur en i
siðustu leikjum. Sóttu
þeir nokkuð stöðugt og
hefðu þeir átt að vera
búnir að skora nokkur
mörk, ef afbragðs-
markvarzla Jóns
Þorbjörnssonar og
klaufaskapur Suður-
nesjamanna sjálfra
hefði ekki komið til.
A 35. minútu kom svo fyrsta
markiö. Gaf þá ólafur Júliusson
góðan bolta fyrir markið og tók
Rúnar Georgsson þar á móti
boltanum og skoraði örugglega.
Fimm mmútum siöar skoraði
Rúnar annað mark og einnig
eftir fyrirgjöf Ólafs.
Seinni hálfleikur var mun
leiðinlegri en sá fyrri og virtust
Keflvikingar vera ánægðir með
þetta forskot, sem þeir voru
með. En þegar 5 minútur voru
til leiksloka skora svo
Þróttarar. Tók þá Guðmundur
Gislason aukaspyrnu og skaut
beint ámark Suðurnesjamanna
og sigldi knötturinn beint inn,
mönnum til mikillar furðu.
1 liði Þróttar voru fáir öðrum
betri en i markinu var Jón
Þorbjörnsson mjög góður. Hjá
Keflvikingum var ólafur Júl-
iusson beztur að vanda.
ATA.