Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 3
alþýðu- blaðiö Þriðjudagur 6. júlí 1976 FRÉTTIR 3 Mótmæltu umhverfis- ráðstefnu NATO Alþýðublaðinu barst i gær eftir- farandi frá miðnefnd herstöðvar- andstæðinga: „Orskammt er siðan að herafla NATOvar beitt.tilþess að vernda rányrkju á fiskimiðum við fslandsstrendur, auðlindum sem eru undirstaða efnahagslifs þjóð- arinnar. Árum saman hefur NATO stuðlað að þessari rán- yrkju, sem hefur leitt til þess að þorskstofninn er i stórfelldri hættu. 1 ljósi þessa hljóta Islend- ingar að tortryggja heilindi NATO i umhverfisverndamálum og vill Miðnefnd herstöðvaand- stæðinga þvi fordæma þann tvi- skinnung er NATO sýnir með þvi að efna til ráðstefnu um umhverfismál. Tilgangur NATO með þeirri ráðstefnu um umhverfismál sem hér er haldin er sá einn að kasta ryki i augu almennings, hvað varðar raunverulegt eðli Nato. Reynt er með slikum ráðstefnum sem þessari að sýna framá að NATO sé bandalag um visinda- lega- og þekkingarlega samhjálp, til þess að fela hið raunverulega eðli þessa hernaðarbandalags. Hlutverk þess er að halda niðri frelsis- og hagsmunaberáttu al- þýöu um viða veröld. Sú eina „umhverfisvernd” sem NATO stundar, felst i striðsrekstri gegn alþýðu til verndar áframhaldandi arðráni auðvaldsins og heims- valdastefnu. NATO er sett á stofn til verndar heimskerfi, sem felur i sér eyðileggingu náttúru- auðlinda og gereyðingar- styrjaldir, heimskerfi sem grund- vallast á gróðasókn sem tekur ekkert tillit til náttúrulegs umhverfis mannsins. Hernaðar- bandalag stuðlar best að um- hverfisvernd með þvi að hætta starfsemi sinni. Herstöðvaandstæðingar lýsa fyllsta stuðningi við þá visinda- menn, sem beita vilja þekkingu sinni til umhverfisverndar, en við teljum það algjöra þversögn, að störf þeirra séu tengd hernaðar- bandalögum.” I gærmorgun mótmæltu nokkrir herstöðvarandstæðingar fundinum framan við Hótel Loft- leiðir. Skáru þeir niður fána og voru þá fjarlægðir af lögreglu. Lífskjör á Islandi halda áfram að versna Alþýðublaðið hefur náð tali af nokkrum erlendum ferða- mönnum, sem hér eru staddir og spurt frétta um launakjör og atvinnuástand i heimalandi þeirra. Svi- i, sem tekinn var tali sagði að lægstu laun i Sviþjóð væru nú 20 sænskar krónur á tím- ann, en það samsvarar um það bil 800 kr. is- lenzkum á timann. Sagðist hann vera bú- inn að vera i Reykjavik i rúma viku og sagðist ekki með nokkru móti geta skilið hvernig al- menningur hér gæti dregið fram lifið. Tekjur fslenzkra kennara lægri en lágmarkslaun verkamanna í Svíþjóð Hann sagðist hafa kynnzt manni sem kennir við gagn- fræðaskóla hér i borginni og væru laun hans langt fyrir neðan lágmarkslaun verka- manna i Sviþjóð. Með hliðsjón af ýmsum almennum nauð- þurftum sagði hann að islenzkur verkamaður þyrfti greinilega að vinna tvisvar eða jafnvel þrisvar sinnum lengri tima til þess að standa straum af venjulegum útgjöldum. Þá benti hann á, að ýmsar vöru- tegundir væru svo langt fyrir ofan öll.norm"að sér væri alger- lega óskiljanlegt hvernig slikt gæti staðizt. Að visu var hér aðallega um að ræða, það sem við nefnum lúxusvarning, en einnig áfengi, tóbak, bifreiðar, varahluti og benzin, svo nokkuð sé nefnt. Þegar blaðam. benti hinum sænska ferðamanni á, að vel- megun væri sennilega meiri i Sviþjóð en annars staðar og þessvegna væri samanburður- inn e.t.v. ekki réttlátur,þá hristi hinn sænski bara höfuðið og sagðist geta fullvissað blaða- manninn um, að það væri hvergi jafn slæmt sem á Islandi. Ófaglærður iðnverkamaður í Noregi hefur þriðjungi hærri laun en húsasm íðameistari hér á landi Þá ræddi blaðam. einnig við ungan norskan mann, ófag- lærðan, sem vinnur við húsa- smiðar. Hann sagði að atvinna væri næg í Noregi, en sér finndist kaupið nokkuð lágt. Þó kom i ljós, þegar farið var að lita á tölur, að þessi ófaglærði byggingamaður hafði u.þ.b. þriðjungi hærri laun heldur en húsasmiðameistari i Garðabæ, sem blaðamaður hafði samband við. Að lokum náði blaöam. tali af bandariskri stúlku, sem vinnur á skrifstofu, en hún var búin að vera hér á landi i tæpar þrjár vikur. Hún sagðist ekki hafa komið hingað til að ganga i búðir og vissi þar af leiðandi litið um verðlag hér. Þó hefði hún keypt tvær peysur og nokkra gjafamuni og heföi sér fundizt verðið ekki neitt sér- staklega hátt. Hins vegar sagð- isthún hafa rekið upp stór augu þegar hún greiddi fyrireinn tvö- faldan whisky og sóda á veitngahúsi hér i borginni. ,,Ég hélt þeir væru að gera at i mér,”sagði hún og brosti, „en éghef notið dvalarinnar”, bætti hún við. Island er láglaunasvæði í reynd Að visu þarf ekki að fara út fyrir landsteinana til þess að sannfærast um að, að Island er i reynd láglaunasvæði. Jafnvel fólk, sem lengi hefur talið að það hefði það nokkuð gott, er farið að gera sér grein fyrir þvi, að það hefur bágborin launakjör og lélega lifsafkomu i samanburði við fólk i nágranna- löndunum. Þrátt fyrir kauphækkanir hér á landi, rauð strik og hvers- konar tilfærslur halda kiör al- mennings áfram að versna. A sðiustu tveim árum hefur kaup- máttarskerðingin aukiztum20 til 25%. Ofan á þetta bæcist fjöl- margt annað, s.s. stórauknir bankavextir og hert skattheimta hjá hinu opinbera. Afleiðingin verður sú, að hinn almenni borgari gefst upp við að standa i skilum meðafborganir á vixlum sinum og hverskonar óreiða þrósat i skjóli þessa ástands. Þeir einu sem hagnast á þessu ofboðslega verðbólguástandi eru þeir, sem hafa aðgang að peningastofnunum, og geta annaðhvort fjárfest i fast- eignum eða braski. Það mun einnig flestum vera ljóst, að það ófremdarástand, sem nú rikir i landinu er ekki eðlilegt og það er heldur ekki eðlilegt hversu a'lgerlega rikis- stjórninni hefur mistekizt að koma þessum málum i sæmilegt horf. Þó má gera ráð fyrir að rikisstjórnin gripi tilvéinhverrar sviðsetningar þegar liða fer aö kosningum til þess að blekkja þjóðina og fá hana til að veita sér áframhaldandi umboð. Spurningin er bara sú, hvort það dugar. —BJ UMFERÐARFRÆÐSLA í KÓPAVOGI Umferðarfræðsla verður i þremur barna- skólum i Kópavogi dagana 7. til 9. júli. Fræðslan fer fram með viðtölum við börn- in, beinni kennslu, brúðuleikhúsi og kvik- myndasýningu. Einnig fá börnin verkefni við sitt hæfi til úrlausnar. Hvert barn þarf að koma tvisvar. Niðurröðun eftir aldri, stað og tima: Miðvikudagur 7/7 Kópavogsskóli Kársnesskóli Fimmtudag 8/7 Kópavogsskóli Kársnesskóli Föstudag 9/7 Digranesskóli Digranesskóli aftur Umferðarráð 5árakl. 9.30 6árakl. 11.00 5 ára kl. 14.00 6 ára kl. 16.00 5árakl. 9.30 6 ára kl. 11.00 5 ára kl. 14.00 6árakl. 16.00 5árakl. 9.30 6árakl. 11.00 5ára kl. 14.00 6ára kl. 16.00 Lögreglan i Kópavogi. Búseta varnarliðsmanna Krefjast Keflvíkingar 60 milljóna? I Keflavik munu samkvæmt siðustu tölum milli 190 og 200 ibúðir vera leigðar bandariskum hermönnum af Keflavikurflug- velli. Að sögn Jóhanns Einvarðs- sonar bæjarstjóra i Keflavik, mun þetta vera svipaður fjöldi frá ári til árs, þó sagði hann að á timum Vestmannaeyjagossins hefði dregið úr fjöldanum, en nú væri ástandið komið i svipað horf og áður. Ekki kvaðst Jóhann vita til þess að hermennirnir ættu neinar ibúðir i Keflavik, heldur taldi hann að i öllum tilfellum væri um leiguað ræða. Aðspurður um tekjur bæjarfélagsins af þessum mönnum, sagði Jóhann að þær væru engar, — þeir borg- uðu ekki krónu i opinber gjöld. Það má telja öryggt, að þó að einstakir ibúar i Keflavik græði vel á þvi að leigja hermönnum ibúðir sinar, þá tapi bæjarfélagið stórum upphæðum á ári hverju vegna þjónustu sem þeir láta þessum hermönnum i té, án þess aðfá nokkrar greiðslur fyrir. Sem dæmium slika þjónustu má nefna sorphreinsun, viðhald vega o.s.frv. Við spurðum bæjarstjóra hvort komið hefði til tals að setja fram einhverjar kröfurum leiðréttingu þessara mála. Sagði hann að þessi mál hefðu verið rædd við utanrikisráðuneytið, og væri hann að vonast til að fá viðtal við ráðherra innan skamms. Ekki 'vildi Jóhann að svo komnu máli láta uppi hverjar kröfur Kefl- í vikinga væru, en sagði að þeir f hefðu gert ákveðnar tillögur sem hniga i þá átt, að bæta bæjar- félaginu þann tekjumissi og þau útgjöld sem af búsetu bandarisku hermannanna i Keflavik leiðir. Eftir þeim upplýsingum sem Alþýðublaðinu hafa borizt, hefúr verið reiknað út miðað við meðal útsvör i Keflavik, hvað þeim út- lendingum sem nú búa þar án þess að borga svo mikið sem eina krónu til bæjarfélagsins, hefði borið að greiða nokkur undan- farin ár. Mun sú tala hafa hljóðað upp á 60 milljónir islenzkra króna. Er þá sjálfsagt ótalið það fjárhagslega tjón sem islenzkir leigjendur i Keflavik verða fyrir vegna uppsprengdrar húsaleigu, sem fylgt hefur i kjölfar hinnar miklu eftirspurnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Alþýðu- blaðið hefur aflað sér mun það vera algengasta leiðin þegar bandarikjamennirnir fá ibúðir. að þeir sem búið hafa i tiltekinni ibúð og eru að flytjast burt, hafa milligöngu um að félagar þeirra fái ibúðina er þeir fara. Munu þannig flestar ibúðirnar sem leigðar eru varnarliðsmönnum sjaldan eða aldrei koma á hinn almenna leigumarkað. Enda mun mönnum þykja sem nokkur stór- borgarbragur sé á húsaleigu- reikningum i Keflavik. og standistþeir fyllilega samanburð við það sem gengur og gerist i Reykjavik. —gek. Vísindasjóður veitir um 24 milljónir í styrki Nýlega var lokið veitingu styrkja úr Visindasjóði fyrir árið 1976. Til Raunvisindadeildar bárust að þessu sinni 80 umsóknir og voru veittir styrkir til 35 aðila að heildarfjárhæð 16 milljónir 905 þús. krónur. Er það 2 milljónum 445þúsundum meira en veitt var siðastliðið ár. Hugvisindadeild bárust alls 55 umsóknir. en einn umsækjanda dró umsókn sina til baka. Veittir voru 24 sty>rk að heiidarupphæð 7 milljónir 850 búsund krónur, en þaö er 300.030kr. hærri upphæð en veitt var sl. ár. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.